Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985
fólk í
fréttum
Hver auglýsir hvað?
Fjölgar hjá
Connors-hjónum
Tennisstjarnan Jimmy Conn-
ors er hinn mesti Krimnid-
arseKKur á tennisvellinum, að-
eins frekjan John McEnroe tek-
ur honum fram í skapstærð eftir
því sem kunnugir telja. Sú var
tíðin að Jimmy hélt til síns
heima af tennisvellinum með
reiði sína kraumandi hið innra
með sér og kom það svo niður á
heimilislífinu, að þau hjónin
skildu um skeið. EÍKÍnkonan
heitir Patty McGuire, nú Conn-
ors, og er fyrrum Piayboy-kan-
ina ok sem slík eitt af helstu eft-
irlætum HuKhes Kumla Hefner.
Connors Kerðist (ílaumKosi
samhliða tennisferlinum í kjöl-
farið á skilnaðinum, en það gat
ekki Kengið fj] ]en(ídar, Jimm.v
tók si)í saman í andlitinu og
samband þeirra Patty reyndist á
svo sterkum stoðum að þau tóku
saman á ný. Svo áttu þau auðvit-
að soninn Brett, sem nú er 5 ára
Kamall. Það hefur ekki komist
hnífsblað á milli þeirra skötu-
hjúa síðan ok í desemberlok var
Patty lö((ð á fæðinKarheimili þar
sem hún fæddi þeim hjónum
annað barnið, litla dömu sem
verður skýrð Aubree Leinh.
Stjörnurnar taka sér ýmislegt
fyrir hendur eins og dæmin
sanna, þeim býðst að sanka sam-
an aukatekjum með því að koma
fram í auglýsingum fyrir hitt og
þetta og margar þeirra vilja
ólmar vera með í slíku. Margar
mala ekki síður gull á því og svo er
lifað hátt eða skynsamlega, nema
að hvort tveggja sé. Ætla má að
lesendur þekki piltinn til vinstri á
myndinni, það er enginn annar en
John McEnroe sem er að auglýsa
Kramer-gítara. Pilturinn til
hægri er þekktur einnig, en trú-
lega í mun þrengri hóp og ekki er
víst að einu sinni allir í þeirri
grúppu kannist strax við pilt, þvi
hann hefur skyndilega tekið mikl-
um stakkaskiptum. Þetta er Eddy
Van Halen gítarleikari þunga-
rokksveitarinnar Van Halen og að
ýmsra áliti einn af fremstu gítar-
leikurum heims. Hann brosir mót
linsunni þrumubreitt, enda ný-
klipptur og strokinn ...
Ljóamynd/Ljósmyndast. Þóris
Fimm ættliðir
Þessir fimm ættliðir sem sjá má á myndinni, allt kvenfólk,
hittust fyrir nokkru og var þá myndin tekin. Flestar þeirra eru
búsettar í Skaftafellssýslu.
í efri röðinni til vinstri er Sigríður Guðmundsdóttir, amma yngsta
barnsins, 37 ára, og dóttir hennar við hliðina, Sigurbjörg Kristín
Óskarsdóttir, 19 ára. 1 neðri röð til vinstri er Kristín Grímsdóttir,
langalangamman, 74 ára, þá yngsta manneskjan, Sigríður Inga
Rúnarsdóttir, 2 ára gömul, og að lokum heldur langamman, Ingunn
Ragna Sæmundsdóttir, 53 ára, á henni.
Jay 1
„Bucks
Fizz“
með
heila-
skaða?
Söngkonan Jay Ast-
on, einn af meðlimum
„Bucks Fizz“-kvartettsins sem
sigraði í sönglagakeppni
sjónvarpsstöðva Evr-
ópu fyrir nokkrum árum,
óttast að hún hafi hlotið var-
anlegan heilaskaða er hún
lenti í alvarlegu bílslysi
á dögunum ásamt félögum
sínum í sveitinni. Læknar
hennar, vinir og vanda-
menn bera einnig kvíð-
boga, því Jay, sem fékk
mikið höfuðhögg, bæði sér illa
síðan, heyrir illa og á erfitt
um mál. Er ljóst að
rætist ekki úr á næstunni
verði að gegnumlýsa heila
hennar og grafast fyrir um
meinið. í fyrstu héldu
læknar að hún hefði sloppið
með skrámur, en tveimur dög-
um eftir óhappið var hún
lögð í sjúkrahús með
geysilegan höfuðverk sem
hefur ekki rénað fram á þenn-
an dag. Hún dvelst nú á
hvíldarheimili á eyj-
unni Jersey og bíður þess
sem koma skal. Starfsfólk
heimilisins segir hana afar
dapra, enda þjáist hún
mikið auk þess sem hún
veit ekki hvort hún fái nokkru
sinni heilsuna aftur og
hvort og hvenær hún
geti sungið á ný ...