Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 19 Tvöföldun fjárveitingar til dagvistarbygginga „tillögur minnihlutans yfirboö“ sagði formaður félagsmálaráðs Fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir þetta ár gerir ráö fyrir tvöföldun á framlagi borgarinnar til fram- kvæmda við dagvistarheimili fyrir börn. Þrjú ný dagvistarheimili verða Sjálfstæði sveitarfélaga um tekjustofna sína Við afgreiðslu á fjarhagsáætlun borgarinnar á fimmtudag gerði Al- þýðubandalagið tillögu um að borgarstjórn skoraði á þingmenn Reykvíkinga að beita sér fyrir því, að lögum um tekjustofna sveitar- félaga verði breytt þannig að sveitarfélög hafi möguleika á að jafna niður útsvari eftir efnum og ástæðum gjaldenda. Borgarfull- trúi Kvennaframboðsins kvaðst geta stutt þessa tillögu ef bætt yrði við að fasteignagjöldin yrðu talin með. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fluttu frávísunartil- lögu á þessa tillögu Alþýðu- bandalagsins með þeim rökum að flestir ef ekki allir stjórn- málaflokkar þjóðarinnar hafi lýst þeirri stefnu að auka bæri sjálfstæði sveitarfélaganna. I samræmi við það liti borgar- stjórn Reykjavíkur svo á, að Reykjavíkurborg sem öðrum sveitarfélögum eigi að treysta til að fara með tekjustofna sína sjálf. Hins vegar væru ekki efni til að taka einn þátt þessara mála út úr eins og tillaga borg- arfulltrúa Alþýðubandalagsins gerði ráð fyrir. tekin í notkun á þessu ári með alls um 260 rýmum og hafnar verða framkvæmdir við tvö ný heimili á árinu. Við seinni umræður um fjár- hagsáætlunina í borgarstjórn á fimmtudag gerðu borgarfulltrúar Kvennaframboðsins tillögu um að framlag borgarsjóðs til bygg- ingarframkvæmda vegna dagvist- arheimila yrði aukið um sem nem- ur rúmiega 15 milljónum króna hærri upphæð eða 55 milljónum króna. Miðuðu þeir við að 4% af útsvarstekjum borgarsjóðs yrði varið til þessa málaflokks. Að auki að 1,5 milljónum króna yrði varið til dagvistunar barna starfsfólks Heilsuverndarstöðvarinnar. Borg- arfulltrúar Alþýðubandalagsins gerðu tillögu um að átta milljón- um króna yrði varið til kaupa á einingahúsi til rekstrar á dag- gæslu fyrir börn starfsmanna heilsugæslu- og elliþjónustu borg- arinnar. Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins i dagvist- armálum barna var um að 6,4 milljónum krona yrði varið til framkvæmda við dagvistarstofn- un í nýju hverfi á Ártúnsholti, eða samtals 46 milljónum króna yrði varið til þessa málaflokks. Við afgreiðslu á fjárhagsáætl- uninni á fimmtudag var samþykkt að verja 39.635.000,- króna til framkvæmda við dagvistarheimili með atkvæðum meirihlutans. í máli Ingibjargar Rafnar, formanns félagsmálaráðs, kom fram, að með þessu framlagi væri um verulega aukningu að ræða eða tvöföldun frá síðasta ári. Þess- ari ákvörðun bæri að fagna, en sú aukning sem yrði á dagvistarrým- um í borginni á þessu ári væri næst mesta aukningin á einu ári sem orðið hefði á rýmum sl. 10 ár. Minnihluti borgarstjórnar á hverjum tíma reyndi ætíð að koma fram með yfirboð og það hefði gerst nú sem endranær. Við þau þrjú dagvistarheimili sem tekin verða í notkun á árinu myndu 30 stöðugildi stofnast. í þessari fjárhagsáætlun væri gert ráð fyrir nýju hálfu stöðugildi til að sinna börnum með sérþarfir á skóladagheimilum. Liðurinn leikf- öng og föndurefni hefði verið yiorgunbladid/Bjarni Frá vinstri: Sigurjón Pétursson Alþýðubandalagi, Gerður Steinþórsdóttir Framsóknarflokki og Kristján Benediktsson Framsóknarflokki. hækkaður um 50% og bæta ætti aðstöðu á gæsluvöllum borgarinn- ar, m.a. með tengingu síma á fjöl- mennustu völlunum. Framkvæmdir borgar- innar í þágu aldraðra Vistheimili aldraðra, Seljahlíð, verður væntanlega tekið í notkun í febrúar á næsta ári og 9 parhús fyrir aldraða á sömu lóð mánuði síðar. Á þessu ári verður rösklega 90 milljónum króna varið til framkvæmda í þágu aldraðra úr borg- arsjóði. Mestur hluti þeirrar fjárhæðar rennur til framangreindra bygginga. Haldið verður áfram samnings- bundnum greiðslum af hálfu borg- arinnar fyrir þjónusturými í tengslum við söluíbúðir fyrir aldr- aða á vegum Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur, sem teknar verða í notkun um mitt næsta ár og sölu- íbúðirnar við Bóistaðarhlið, sem tilbúnar verða fyrir lok næsta árs. Þá verður hönnun hafin á nýrri byggingu fyrir aldraða á árinu. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar á fimmtudag gerðu borgarfulltrúar Alþýðubandalags- ins tillögu um að 8 milljónum yrði varið til kaupa á húsi í Vesturbæ, sem nýtt yrði fyrir dagvist aldr- aðra. Fékk tillagan 7 atkvæði og ekki stuðning. Kvennaframboðið gerði tillögu um að 4,5 milljónum króna yrði varið til kaupa eða byggingar á húsnæði til nota sem sambýli fyrir aldraða. Fékk sú til- laga ekki stuðning. Af hálfu Al- þýðuflokksins var gerð tillaga um að 35 milljónum yrði varið til veit- ingar framkvæmdalána úr borgar- sjóði til byggingar sjálfseignar- íbúða fyrir aldraða. Náði sú tillaga ekki fram að ganga. Hilmar Guðlaugsson, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, benti á það við umræður um tillögurnar að stjórn verkamannabústaða hefði samþykkt að sækja um lóð undir fjölbýlishús fyrir aldraða með 50 til 60 íbúðum. Gengi sú tillaga lengra en tillaga Kvennaframboðs- ins, þar sem stjórn verkamanna- bústaða gerði ráð fyrir því, að borgin byggði þjónustukjarna í tengslum við þessar íbúðir. RENAULT 9 NÚTÍMABÍLL með FRAMTÍÐARSVÍP Renault 9 er sparneytinn, snarpur og þýður, auk þess er hann framhjóladrifinn. Fallegtog stílhrelntútlit, vandaöurfragangur, öryggi og ending hafa tryggt Renault 9 vinsældir víða um lönd. Renault 9 er því draumabíll íslenskra ökumanna. Komdu og taktu í hann, þá veistu hvað við meinum Þú getur reitt þlg á Renault .w ■v '■ ■ ■ ■-■- a- €> NDSBRAUT 20,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.