Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 41 Afmæliskveðja: Erwin Koeppen bassaleikari í dag, 12. febrúar, á minn kæri vinur Erwin Koeppen bassaleikari 60 ár að baki. Mér finnst þetta svo ótrúlegt, því að hann er svo at- hafnasamur að margur yngri maður mætti taka sér hann til fyrirmyndar. Erwin fæddist í Berlín í Vestur-Þýzkalandi 12. febrúar 1925. Eftir að hafa upplif- Gæða- plata Grafík Hljom otur Siguröur Sverrisson Grafík Get ég tekið cjéns? Graf Grafík er nafn, sem nú hljóm- ar kunnuglega á meðal íslenskra poppunnenda. Kunnugleikinn er ekki óeðlilegur því lög á borð við Húsið og ég (Mér finnst rigning- in góð), Þúsund sinnum segðu já og 16 hafa verið geysilega mikið leikin í útvarpi allt frá því plat- an, sú þriðja frá Grafík, kom út skömmu fyrir jólin. Með þessari plötu hefur Graf- ík skapað sér nafn sem frábær rokksveit, sem ekki aðeins er fær um að skila af sér góðum lögum, hnökralausum hljóðfæraleik og fínni upptökustjórn, heldur og smellum. Þetta hefur harla sjaldan farið saman í íslenskri popptónlist þótt vissulega séu þess nokkur dæmi. Þessi plata Grafík er í stuttu máli sagt eitthvert mest lýsandi dæmið um þve frambærilegt íslenskt popp/rokk er í dag þrátt fyrir bölsýnishjal úr öllum áttum. Eftir að hafa sent frá sér tvær plötur, sem báðar hlutu einróma lof gagnrýnenda (sú síðari, Sýn, seldist reyndar fremur tregt enda tormelt á köflum) kúvenda fjórmenningarnir gersamlega í tónlistinni, að eigin sögn einkum og sér í lagi til þess að ná til breiðari hóps. Það hefur tekist með slíkum glæsibrag, að mér er til efs að aðrar sveitir hérlendis hafi gert eða eigi eftir að gera betur í þeim efnum. Með kúvend- ingunni hefur hvergi flísast upp úr fagmennskunni, örygginu, gæðunum og ferskleikanum, sem einkenndi tónlist Grafík hér áð- ur. Á Get ég tekið cjéns? eru all- ir þessir þættir samofnir í eina sterka heild, sem endurspeglast i hverju laginu á fætur öðru. Þetta eru stór orð hér að framan, en í mínum huga ein- faldur sannleikur. Þessi þriðja plata Grafík er besta plata Is firðinganna til þessa og eftir grip sem þennan getur maður ekki annað en beðið spenntur eftir næstu plötu. Hvað gerist þá? Verður enn kúvent eða nýjar víddir sömu brautar kannaðar? Þetta á eftir að koma í ljós en ég er sannfærður um að hver svo sem þróunin verður mun Grafík ekki senda frá sér annað en gæð- aplötu sem áður. Helgi Björnss- on, Rafn Jónsson, Rúnar Þóriss- on og Örn Jónsson, bravó! að ýmsar stríðshörmungar ungur að árum, hélt hann til Hamborgar þar sem hann lauk tónlistarnámi og lék um skeið á kontrabassa með Sinfóníuhljómsveit borgarinnar. Þegar Sinfóníuhljómsveit íslands var stofnuð árið 1950 réðst hann hingað í eitt ár til að byrja með, en árin urðu síðan 26. Hér kynnt- ist hann konu sinni, Eriku, og eignuðust þau eina dóttur, Dag- mar tungumálakennara, sem gift er Brynjari Bjarnasyni rafvirkja og eru þau búsett hér á landi ásamt börnum sínum. Erwin hefur alltaf verið félags- lyndur og eignaðist því fljótlega stóran kunningjahóp hér. Á fyrstu árum sínum hérlendis iðkaði hann mikið fótboltaleik ásamt nokkrum starfsfélögum sínum. Hann lék einnig með ýmsum danshljóm- sveitum auk Sinfóníuhljómsveit- arinnar, t.d. með Birni R. Einars- syni o.fl. og minnist hann þeirra ára oft með ánægju. Þegar Erwin var kominn á fimmtugsaldur hóf hann nám við heimspekideild Há- skóla íslands samhliða starfi sínu í Sinfóníuhljómsveitinni. Hann lauk síðan cand. mag.-prófi í ensku og BA-prófi í þýzku frá Há- skóla íslands vorið 1976 og fannst honum það sérstakt ánægjuefni að taka við prófskírteini sínu á sviði Háskólabíós ásamt dóttur sinni, sem einnig hafði lokið prófi á þessum tíma á þessu sviði, þar sem hann hafði í svo mörg ár stað- ið og leikið ásamt hljómsveitinni á tónleikum fyrir landsmenn. Þetta sama sumar hélt Erwin ásamt eig- inkonu sinni til Þýzkalands eftir langa fjarveru og varði doktorsrit- gerð sína í ensku við háskólann í Marburg árið 1978. Síðan hefur hann starfað sem lektor við ýmsa háskóla í Þýzkalandi, m.a. í Túb- ingen og Kiel, og einnig haldið fyrirlestra sem gestur víða annars staðar. Hann hefur um nokkurt skeið unnið að gerð útvarpsþátta um ýmis lönd, m.a. ísland og mis- munandi málefni, auk þess sem hann hefur samið mikið af barna- efni. Sem stendur er hann einnig að undirbúa I)ókaútgáfu. Erwin er því ýmislegt til lista lagt og allt þetta hefur sennilega gert sitt til þess að halda honum svo ungleg- um sem raun ver bitni. Heill þér góði vinur á þessum merkisdegi. Eg er viss um að ég má mæla fyrir munn margra ann- arra sem hafa kynnst þér hér á landi, þegar ég óska þér alls hins bezta um ókomin ár og þakka þér um leið alla tryggð við mif* og mína. Núverandi heimilisfang Erwins Koeppen í Þýzkalandi er: Am Ziegelhaus 19, 3558 Franken- berg/Eder, W-Germany. Vinur Tölvuvœðing menntakerfisins er á réttri braut. - Þeir völdu Acom BBC! Acorn BBC tölvan hefur sannað gildi sitt sem kennslutölva í skólum margra landa og er ísland þar engin undantekning. Meðal skóla sem nota BBC tölvuna hér á landi eru: Menntaskólinn v/Hamrahlíð, Víðistaðaskóli, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Háskóli íslands og margirfleiri. í tilefni af þessari ánœgjulegu þróun, bjóðum við nú nemendum, kennurum og skólum um land allt BBC tölvuna, ásamt 12 tommu grœnum skjá og 400 K diskdrifi, á einstöku verði: ★kr. 39.987 (staðgreiðsla) Höfum ávallt mikið úrval af hinum frábœru ACORN forritum og aukatœkjum fyrir bœði BBC og Electron. Dœmi: LOGO, sem skilur íslensku, PASCAL íslenska ritvinnslu, ECONET samtengikerfi, 6502 hliðartölvu, CPM hliðartölvu o.fl. o.fl. Nýtt íslenskt forrit! ORDO100% : Heildarlausn á lagerbókhaldi og meðhöndlun innflutningsskjala. Vœntanlegt: Fullkomið forrit fyrir vídeóleigur. . 1 TRYGGVAGÖTU, SÍMI: 19630. — Höfum samband!— >The BBC Micro mnm Bjóöum kennurum og skólum ennfremur sérstakan afslátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.