Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985
35
Þakkarávarp til velunn-
ara Helgafellskirkju
í Helgafellssveit
Á nýársdag 1984 voru liðin 80 ár
frá því að Helgafellskirkja var
vígð, nýsmíðuð af Sveini Jónssyni
snikkara bróður Björns Jónsson-
ar, ritstjóra og ráðherra frá
Djúpadal. Vígsludaginn, 1. jan.
1904, var hægtlátt, frostlaust veð-
ur og besta færi fyrir alla sem
fjölsóttu til vígslunnar og nýárs-
dagsmessu sr. Sigurðar Gunnars-
sonar, prófasts í Stykkishólmi.
Aldraður maður, þá ungur
drengur, sagði, að þá hefði verið
glaður og góður dagur í Helga-
fellssókn.
Nú, þegar liðin voru 80 ár frá
þeim degi, tóku sóknarbúar þá
ákvörðun að halda upp á 8 áratuga
aldur kirkju sinnar með því að
gera verulegar og varanlegar um-
bætur á kirkjunni.
Turninn, sem upphaflega var
Ný ljóðabók
ÚT ER komin Ijóðabókin „Tveir
fuglar og langspil“ eftir Jón Friðrik
Arason.
Þetta er önnur ljóðabók Jóns en
sú fyrri heitir „Lífshvörf" og kom
út 1971.
í bókinni er 21 stutt ljóð að efni
til kyrrlátar hugleiðingar um lífið,
ástina og þann heim sem við búum
í.
Jón er fæddur 1949 og ólst upp í
Reykjavík, en hefur undanfarin 10
ár búið meira og minna í Barce-
lona á Spáni.
Bókin er prentuð í Prentsmiðj-
unni Hólum hf. og gefin út á
kostnað höfundar. (FrétUtilkynniniO
smíðaður á kirkjuna, hafði
skemmst fljótt og verið breytt við
nauðsynlega viðgerð á honum,
þegar vatnsagi og fúi sóttu mjög
að stuttu eftir 1920. Nú var ákveð-
ið að smíða nýja turnspíru í sam-
ræmi við þann stíl, sem fyrri
turnspíra 1903 var smíðuð í.
Húsfriðunarnefndarfulltrúi og
stffsmenn hjá embætti Húsa-
meistara ríkisins hvöttu mjög til
þess og lögðu tillögur fram með
teikningu af turnspírunni.
Hún er nú í smíðum og langt
komin og á að ljúka við hana í
sumar. Þá var líka skipt um iárn á
þaki kirkjunnar sl. sumar. Afram
er áformað að halda með endur-
bætur á járni á hliðum og turn-
húsi kirkjunnar eftir því sem til-
efni og þörf sýnist fyrir. Og svo
verður hugað að grunninum sjálf-
um að sjálfsögðu. Oft hafa Helga-
fellskirkju borist góðar gjafir og
því var hún ekki alsnauð, þegar
viðgerðin hófst sl. sumar. Sjóðir
voru samt heldur léttir til þess að
kosta svo viðamikla viðgerð sem
hafin er. En ótrúlega hefir þó ver-
ið gefið rausnarlega til minningar
um látna ástvini af ættingjum og
það hjálpað mikið fámennri
kirkjusókn í stórvirki sínu. Fyrir
það er þakkað af alhug. Það er of
mikið mál að rifja upp mörg ár
aftur í tímann, en ég get um það
sem gefið hefir verið frá því á jól-
um í fyrra. Féhirðir Helgafells-
sóknar, Hallvarður á Þingvöllum
og Sigurlín kona hans, gáfu
3.000,00 kr. og 500 minningar-
spjöld til þess að þeir sem óskuðu
gætu fengið þau til að senda sam-
úðarkveðju sína um leið og þeir
styrktu kirkjuna sem þeim væri
hjartfólgin af einhverjum ástæð-
um. Kvenfélagið Björk í Helga-
fellssveit gaf á liðnu sumri
10.000,00 kr. til styrktar turn-
spírusmíðinni. Björn Jónsson frá
Kóngsbakka í Helgafellssveit,
bóndi þar um langt árabil og safn-
aðarfulltrúi og sóknarnefndar-
maður lengi í Helgafellssókn,
færði kirkjunni á gangnadaginn
minningargjöf um systur sína,
Margréti Jónsdóttur, sem einnig
bjó á Kóngsbakka. Margrét and-
aðist 25. júní 1984, 71 árs að aldri.
Það voru 50.000,00 kr., sem Björn
gaf til minningar um hana. Á sl.
jólum afhentu svo hjónin, sem
íengi hafa setið á Helgafelli mef
sæmd og prýði, sem allir munu
votta, sem á staðinn hafa komið,
Ragnheiður og Hinrik, Helgafells-
kirkju 25 sálmabækur með ág-
ylltri merkingu „Helgafellskirkja"
að gjöf.
Og svo hófst árið 1985 með því
að ég fékk boð frá burtfluttum
Helgfellingi, frú Maríu Magðalenu
Guðmundsdóttur, sem átti heima í
Jónsnesi á uppvaxtarárum sínum
og kenndi líka börnum nokkur ár í
farskóla í sveitinni. Hún óskaði
þess að ég tæki við lítilræði til
styrktar þeim endurbótum, sem
verið er að gera á Helgafellskirkju
ef ég ætti hægt með og yrði á ferð-
inni. Gjöf þessa vildi hún gefa til
minningar um foreldra sína, Guð-
mund Bjarnason, f. 29. júní 1860
og d. árið 1953, og konu hans ólínu
Árnadóttur, f. 6. júlí 1861 og d.
árið 1938. Þau eru bæði jarðsett í
Helgafellskirkjugarði. Einnig skal
gjöfin vera til minningar um þau
systkini hennar, sem þar eru
greftruð.
Lítiðræðið var mér svo afhent
heima hjá henni 21. jan. sl. og
reyndist þá vera sparisjóðsbók
með 150 þúsund króna innstæðu.
Sú gjöf berst á hentugum tíma og
kemur í góðar þarfir.
F.h. sóknarbúa í Helgafellssókn
og kirkju þeirra flyt ég öllum gef-
endum bestu þakkir fyrir örlæti
þeirra óg góðar gjafir. Þó þakka
ég meira góðan hug þeirra. Það
hefir áður verið ánægjuefni að
veita viðtöku gjöfum til Helga-
fellskirkju. Guð blessi alla, sem
fyrr og síðar hafa gefið henni
gjafir. Gísli H. Kolbeins
kólar í
nglandi
Meads School í Eastobume er mjög
vanda&ur skóli í fallegu umhverfi á suður-
strönd Englands. Aðeins 85 mínútur í lest
til London. Búið hjá völdum fjöLskyldum.
Námskeið fyrir fullorðna. unglinga og
böm. Skemmtanir og íþróttir. Ferðalög
um Suður-England til helstu merkisstaða.
Nxstu námskeið: 23. mars — 22. júní
(13 vikur).
Sumamámskcið hcfjast: 31. mai, 28. júnt
26. júlí og 23. ágúst.
Vönduðustu skólamir.
Bessie, Sólvallagötu 28 (kl. 12—14 dag-
lega).
Sími 25149.
NOTKUN
GA.GNABANKA
MARKMIÐ:
Tilgangur námskeiðsins er að kenna notkun erlendra gagna-
banka við upplýsingaöflun. Að námskeiðinu loknu geta þátt-
takendur leitað sjálfir í erlendum gagnabanka, án aðstoðar.
Þátttakendur munu leita í Dialog, sem er stærsti gagnabanki
heims, staðsettur á austurströnd Bandaríkjanna. Upplýsingar
sem aðgangur er að eru geysifjölbreyttar. Samtals er aðgangur
að 170 gagnabönkum með 75.000.000 ólíkum tegundum upp-
lýsinga. Upplýsingamar eru á öllum sviðum vísinda og spanna
allar atvinnugreinar.
EFNI:
- Hvað er gagnabanki - Skilgreining - Skipulag.
- Helstu gagnabankar og aðgangur að þeim.
- Notkun gagnabanka, aðgerðir og leiðir.
- Leit í gagnabanka: hvaða upplýsingar er hægt að fá? /
hvemig er leitað að réttum upplýsingum? / hvað kostar
leit?
ÞATTTAKENDUR:
Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja læra að hagnýta sér
erlenda gagabanka við upplýsingaöflun.
LEIÐBEINANDI:
Eiríkur Þ. Einarsson, bókasafnsfræðing-
ur, lauk prófi í bókasafnsfræði frá
Háskóla íslands árið 1981, en starfar nú
hjá Hafrannsóknastofnun.
TIMI -STAÐUR:
18,—19. febrúar kl. 9.00—13.00.
Samtals 8 klst. Síðumúla 23, 3. hæð.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
í SÍMA 82930
STXDRNUNARFÉLAG
ÍSLANDS l»o23
H: 165. Br: 55. D: 60.
H: 180. Br: 60. D: 60.
390 lítra, sambyggður
kælir/fryslir, 2 pressur.
H: 180. Br: 60. D: 60.
380 lítra, sambyggöur
kælir/frystir, 2 pressur.
Kr. 20.520 Kr. 19340 Kr. 20890 Kr. 2&310 Kr. 2Z705 Kr. 28.025 Kr. 30.865 Kr. 34.190 Kr. 34*65