Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 Formaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi: Skattahugmyndir Alþýðu flokksins óraunhæfar Launaþróun og húsnæðismál í brennidepli Þorsteinn Pálsson, formaöur SjálfsUeöisflokksins, sagði í þing- ræðu 6. febrúar sl., aö framlög til búsnæöismáia veröi tvöfolduð á þessu ári og stefna þurfi aö því aö ná sem fyrst 80% lánamarki varöandi fyrstu íbúö fjölskyldu. Hann lagði jafnframt áherzhi á aöstoö viö þaö fólk „sem nú á sannarlega í miklum erfiöleikum varðandi greiðslu af- borgana og vaxta af húsnæöislánum. Þaö er frumskylda stjórnvalda við þessar aöstæöur aö rétta þessu fólki hjálparhönd," sagði Þorsteinn. Síðar vék ræðumaður að launa- þróun og skattahugmyndum, sem fram hefðu komið, og sagði m.a.: „Flutningsmaður frumvarpsins, sem hér er til umræðu (Svavar Gestsson) vék að tillögu sem fram kom af minni hálfu fyrr á þessu þingi um það að sett yrði á fót sérstök nefnd til þess að kanna þróun tekjuskiptingar í þjóðfélag- inu þannig að stjórnarflokkar og stjórnarandstaða ásamt með hagsmunaaðilum á vinnumarkaði gætu fylgst með slíku starfi og fjallað um þetta mál á grundvelli þeirra upplýsinga og þeirrar þekk- ingar, sem út úr slíkri vinnu kæmi. Ég hef beint þessari tillögu tii ríkisstjórnar. Hún hefur haft hana til meðferðar aö undanförnu ásamt ýmsum öðrum þáttum sem hún hefur fjallað um og ég gerði ráð fyrir því að af þessari nefnd- arskipun verði nú alveg næstu daga og ríkisstjórnin taki á þann veg undir þessa tillögu og komi henni í framkvæmd, enda held ég að það sé mikilvægt fyrir þá um- ræðu sem nú fer fram um þessi efni og jafnframt fyrir þær um- ræður sem væntanlega hefjast innan ekki langs tíma og leiða eiga til lausnar á kjarasamningum á þessu ári. Það hefur verið að því vikið í þessum umræðum, að eitt megin- atriðiö til þess að stuðia að aukn- um jöfnuði í þjóðfélaginu til þess að fá fjármagn til að standa undir átaki í húsnæðismálum sé að stór- auka eignarskatta. Alþýðuflokkur hefur haft frumkvæði um tillögu- flutning um þetta efni, sem gerir ráð fyrir því að þrefalda eignar- skatt frá því sem nú er á þann veg að fólk, sem á meðaleign verði áfram eignarskattsfrjálst, en síð- an komi stighækkun eignarskatts þar til þreföldun eignarskatts- tekna hefur verið náð. í fljóti bragði kann kannski ýmsum að sýnast, að hér sé einföld lausn á feröinni sem muni leiða til aukins jafnræðis milli borgaranna í þessu landi. Þegar betur er að gáð er þetta auðvitað hin mesta firra. Það er ljóst miðað við núverandi skattleysismörk til eignarskatts, sem eru nálægt tveimur millj. kr., að eignarskattshækkun af þessu tagi mundi ná til svo til allra fjöl- skyldna, sem í dag greiða eign- arskatt. Ef þessi lækkun ætti að koma jafnt niður á alla þyrfti að hækka þennan skatt um nálega 300% . Hann þyrfti að verða ná- lega 3%. Fjölskylda sem á eign uppá um það bil 3,5 millj. kr., góða íbúð og bíl, sem greiðir í dag um 15 þús. kr. í eignarskatt þurfti eft- ir þetta að borga 45 þús. kr. Skatthækkunin er nálægt 30 þús. kr. á þessa venjulegu fjölskyldu. Tillaga Alþýðuflokks gengur sem sagt út á það, að þessi venjulega fjölskylda, sem á þessa venjulegu eign þurfti að borga sem samsvar- ar góðum mánaðarlaunum til hv. þm. Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, ef hann fengi að ráða. Það er sú skattaálagning, sú viðbótar- skattheimta sem hér er verið að leggja til á hina venjulegu fjöl- skyldu í landinu og ég hygg þegar málið er brotið til mergjar með þessum hætti, þá verði flestum ljóst, að þessi leið leiðir ekki til mikillar lausnar á þeim vanda, sem við er að etja. Og ef við horf- um nú á atvinnufyrirtækin, sem ýmsum sýnist að sé hinn eðlilegi aðili til þess að borga aukna Hreinsar og virkjar borholur í Eþíópíu MAGNÚS Hallgrímsson, verkfræö- ingur, sem nú starfar í Kþíópíu á veg- um Rauöa Kross íslands er nýkom- inn til Bati, flóttamannabúðanna þar sem Sigríöur Guömundsdóttir hjúkr- unarfræöingur hefur starfaö undan- farna mánuöi. Þar eru nú um 23.000 manns og eitt af fyrstu verkefnum Magnúsar var aö tryggja þessu fólki vatn, sem var af mjög skornum skammti. I u.þ.b. eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá búðunum eru lindir sem Magnús hefur nú virkjað og auk þess er þar gömul borhola sem ekki hefur annað vatnsþörfinni í búðunum. Þar eru reyndar fleiri borholur en þær hafa verið stíflað- ar og vinnur Magnús nú að því að hreinsa þær. Það standa því vonir til þess að nægt vatn fáist handa öllum í búðunum. skatta, þá skulum við horfa á það, hvaða fyrirtæki eru það sem myndu lenda á sem mestum þunga undir þessar skattbyrði. Ef hér yrði um stighækkandi skatt að ræða, þá þurfti eignarskattur á at- vinnufyrirtæki væntanlega að vera um 5% þannig að eignir manna, sem lentu f hæsta skatt- þrepi yrðu með öllu gerðar upp- tækar á 20 árum. Þessi skattheimta mundi koma mest og með mestum þunga niður á þeim fyrirtækjum sem þurfa að fjárfesta mest í hlutfalli af veltu sinni og það eru framleiðslufyrir- tækin í landinu. Það er fisk- vinnsla, útgerðin, landbúnaðurinn og iönaðurinn. Hún mundi hins vegar koma léttast niður á verzl- uninni, sem þarf að fjárfesta minnst i hlutfalli af veltum og tekjum. Eitt meginvandamál sjáv- arútvegsins á íslandi í dag er það að eiginfjárstaða atvinnufyrirt- ækja í þessari grein er léleg. Það er eitt meginvandamálið, ein meg- inástæðan fyrir þeim erfiðleikum, sem sjávarútvegurinn á í á Suður- nesjum sem hér var gerð að um- talsefni fyrir skömmu á hinu háa Alþingi er sú að atvinnufyrirtæki þar hafa ekki nægilega góða eig- infjárstöðu, og SÍS vakir auðvitað yfir þessum atvinnufyrirtækjum á Suðurnesjum eins og víða annars staðar og veldur ótta og ógn hjá mörgum í þessu þjóðfélagi. og það er þessi aðstaða, sem er fyrir hendi að það eru þessi fyrirtæki sem eiga að borga hitann og þunga af þessu. Hvað ætli verði um at- vinnuhagsmuni þeSs fólks á Suð- urnesjum, á ísafirði í næsta nágr- enni við Alþýðuhúsið, sem sjálfur leiðtoginn fæddist í Ég er ansi hræddur um að þegar þessi tillaga er skoðuð og brotin með þessum hætti til mergjar, þá komi í ljós, að hún leysir engan vanda. Hún mundi auka svo á vanda þeirra fyrirtækja sem skapa verðmætin sem við lifum á, að í mörgum til- vikum mundi það leiða til rekstr- arstöðvunar. Og vandi þeirra nú er sá að leiðrétta eiginfjárstöð- Vestfjarðaþingmenn Hér sjást þeir á hljóöskrafi þingmenn Vestfíröinga, Matthías Bjarnason, heilbrigöis- og tryggingaráðherra og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings. Stuttar þingfréttir Fíkniefni — viðurlög Ríkisendurskoðun Matthías Bjarnason, heilbrigð- isráðherra, mælti í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um hækkun viðurlaga í fíkniefnabrotum. Há- marksrefsing hækkar úr tveggja í sex ára fangelsi. Ráðherrann sagði fíkniefnabrot í hópi ljótustu sam- tímaglæpa og þingnefnd, sem fengi málið til meðferðar mætti gjarnan sín vegna hækka viður- lögin enn meir en frumvarpið ger- ir ráð fyrir. Lög um land- mælingar Matthías Bjarnason, samgöngráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um Landmæl- ingar ríkisins. Meginmarkmið frumvarpsins er að lögfesta starfsgrundvöll fyrirtækisins, en ekki er gert ráð fyrir veigamiklum breytingum á störfum, skipulagi og verkefnum. Starfssvið Land- mælinga er, eins og nafn stofnun- arinnar bendir til, grundvallar- mælingar á landinu, taka loft- mynda og hvers konar kortagerð. Gert er ráð fyrir að verkefnaáætl- un stofnunarinnar komi til um- fjöllunar Alþingis. til Alþingis Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, mælti fyrir stjórn- arfrumvarpi, þess efnis að færa ríkisendurskoðun, þ.e. eftirlit með rekstri og fjárvörslu á vegum ríkis og ríkisstofnana, frá fram- kvæmdavaldinu (ríkisstjorn/ráðu- neyti), til Alþingis, þ.e. löggjafans sjálfs. Tilgangur: að gera stjórn- kerfið virkara, bæta stjórnarhætti og efna fyrirheit í stjórnarsátt- mála. Breyting á umferð- arlögum Frumvarp um heimild til að beita sektarákvæðum, ef öryggis- belti í framsætum bifreiða eru ekki notuð, var samþykkt til þriðju umræðu í fyrri þingdeild í gær. I gær var einnig lagt fram í efri deild þingmannafrumvarp, fyrsti flutningsmaður Salome Þorkels- dóttir (S), þess efnis að lögbinda notkun bílljósa frá 1. september til 1. apríl ár hvert. Magnús Hallgrímsson Fmmvarp Kvennalistans til útvarpslaga: „Þetta er afturhaldsfrumvarp u — sagði Eiður Guðnason Þetta er afturhaldsfrumvarp, sagöi Eiöur Guðnason (A), er frumvarp Kvennalista til útvarpslaga kom til fyrstu umræöu í efri deild í gær. Fulltrúar Kvennalista heyra ekki kall hins nýja tíma bætti hann viö. Fjármálahlið frumvarpsins, sem samþykkt þýddi gífurlegan útgjalda- auka, er öll í myrkri og óvissu. Ég er sammála Jónasi Kristjánssyni, ritstjóra DV, sagði Eiður efnislega, að þetta er vitlausasta plagg sem liggur fyrir Alþingi í dag. Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir (Kvl.) mælti í efri deild í gær fyrir frumvarpi sem hún flytur til útvarpslaga, sem felur í sér að Ríkisútvarpið hafi áfram einkarétt á útvarpi (hljóðvarpi og sjónvarpi) Hún lagði áherzlu á að Íslendingar ættu ekki að vera þrælar tækninnar, heldur nýta hana í þjónustu íslenzkrar menningar. Samræmd fjölmiðla- og menningarstefna ætti að ráða ferð. Frumvarpið gerir ráð fyrir að útvarpað verði á þremur rásum og staðbundnar stöðvar settar á fót. Tekjustofnar verði í sama formi og nú. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að útvarpsráð verði Iagt niður en í stað þess komi notendaráð, skipað sjö konum og sjö körlum „valið með tilviljun- arúrtaksaðferð". Framkvæmda- ráð, valið af starfsfólki, annist framkvæmdastjórn. Eiöur Guönason (A) kvað þetta þingmál svartasta afturhald og í engri nánd við hinn nýja tíma, sem nú færi um löndin á sviði fjölmiðlunar. Með þessu frum- varpi skipuðu Kvennalistakonur sér utar í afturhaldinu en sjálft Alþýðubandalagið. Þær einar vildu viðhalda einokun rikisút- varpsins alfarið. Éiður hjó og að fjármáiahlið frumvarpsins, sem fæli í sér mikinn útgjaidaauka. Hinsvegar vildu konurnar halda i tekju- kerfi, sem í raun væri hrunið, óbreytt. Tekjuhliðin væri öll i óvissu og myrkri. Það er ekki „hin hagsýna húsmóðir", sem hér stendur að verki, a.m.k. vildi ég ekki halda heimili með henni, sagði hann efnisiega. Þá gagnrýndi Eiður „vald- dreifingarhugmyndir" frum- varpsins, sem fæli það í sér að leggja af eðlilega verkstjórnend- ur í stofnuninni. sem og út- varpsráð. f staðinn komi einhver hópur valinn með tilviljunarúr- taki, sem ekki væri nánar skýrt. Hann vitnaði til forystugreinar Jónasar Kristjánssonar í DV þar sem fram kæmi að konurnar hefðu verið „gabbaðar til að flytja frumvarpið“. Ég er sam- mála ritstjóranum, sagði Eiður, að þetta er „vitlausasta plaggið", sem nú liggur fyrir Alþingi. Frumvarpið byggir allt á ein- skærri vanþekkingu á eðli og starfi útvarpsins. Eg samhrygg- ist konunum með þetta frum- varp sagði Eiður. Stefán Benediktsson (BJ) kvað gott og blessað að tala um menn- ingu og samræmda fjölmiðla- og menningarstefnu. Skilgreiningu á þessum hugtökum hafi hins- vegar skort. Það eru til lönd, sagði Stefán, þar sem iögákveðið er hvað er menning og hver skuli vera fjölmiðla- og menningar- stefna. Ég vona að slík lög verði aldrei sett hérlendis. fslenzk menning, t.d. íslenzk tunga, stendur ekkert verr að vígi nú en um aldamót, þrátt fyrir tækni- framfarir. Stefán gagnrýndi ýmis önnur efnisatriði frumvarpsins. Umræðunni var frestað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.