Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRpAR 1985
37
1917 hafði Björg gengið að eiga
Magnús Jónasson, son Jónasar
Magnússonar í Köldukinn og bú-
stýru hans Maríu Ólafsdóttur.
Magnús var gagnfræðingur að
mennt, greindur maður og dugleg-
ur.
Tveim árum eftir Staðarfells-
slysið eignuðust þau Björg og
Magnús dóttur, Soffíu Þuríði, og
ári síðar fæddist þeim lítill Gest-
ur. Þau Björg og Magnús bjuggu
allan sinn búskap í Túnagarði á
Fellsströnd og þar lifði og starfaði
Björg í sínu margfalda hlutverki,
sem móðir, ljósmóðir og bústýra
þar til 1951 að þau bregða búi og
flytja til Reykjavíkur.
Bæði Soffía og Gestur höfðu þá
lokið stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri og dvöldu í
Reykjavík við nám og störf.
Hafa þau systkinin bæði erft
gáfur, gæði og mannkosti foreldra
sinna og verið þeim til sóma í lífi
sínu og starfi.
Mikil veikindi steðjuðu að
Soffíu, dóttur þeirra, milli tvítugs
og þrítugs og urðu þau sjálfsagt til
þess að ýta undir flutning þeirra
til Reykjavíkur. Soffía náði fullum
bata og þakkaði Björg Guði sínum
fyrir það.
í Reykjavík leið Björgu vel og
hún fagnaði hverri framför og
tækniþróun sem tíminn bar með
sér.
Hún minntist allsleysis, hung-
urs og ómegðar, fordóma og bá-
bilja, samgönguleysis og vonleys-
is. Ef til vill ekki af eigin raun —
en augu ljósmóðurinnar í meira en
40 ár sáu margt sem seint gleymd-
ist. Hún syrgði því aðeins það
bjarta í liðinni tíð og bar gæfu og
greind til þess að greina það frá
hinu þótt slikja ára og minninga
slægi roða á fortíðina.
Magnús lést árið 1965 og eftir
það hélt Björg heimili með börn-
um sínum meðan kraftar entust.
Síðustu árin urðu löng og ströng
og hvíldin var henni kærkomin.
Umhyggja barna hennar og ástúð
í löngum veikindum hennar, þegar
lífsloginn smá fjaraði út, verður
öllum sem til þekkja ógleymanleg
og ber fagurt vitni þess uppeldis
sem þau fengu í veganesti. Björg
Magnúsdóttir er öll. Glæsilegur
fulltrúi þeirrar kynslóðar sem
senn er horfin að fullu. Eftir
stöndum við með söknuðinn og
sorgina. En sá unaðshjúpur sem
Björg óf okkur samferðamönnun-
um með ást sinni og elsku mun
ylja okkur um ókomin ár.
Blessuð sé minning hennar.
GuAfinna Ragnarsdóttir
Þann 2. febrúar sl. andaðist að
Hrafnistu í Reykjavík Björg
Magnúsdóttir fyrrum húsfreyja í
Túngarði á Fellsströnd, Dalasýslu,
á nítugasta og sjöunda aldursári.
Björg fæddist að Knarrarhöfn í
Hvammssveit. Foreldrar hennar
voru merkishjónin Soffía Gests-
dóttir og Magnús Friðriksson,
bóndi þar og síðar að Staðarfelli.
Voru þau jafnan kennd við þann
stað. Björg ólst upp á heimili for-
eldra sinna að Staðarfelli. Á
æskuárum sínum stundaði hún
bæði bóklegt og verklegt nám í
Reykjavík og útskrifaðist frá
Ljósmæðraskóla íslands árið 1910.
Hún tók þá þegar við ljósmóður-
starfi í heimasveit sinni og sinnti
því í 41 ár.
Björg giftist árið 1917 Magnúsi
Jónassyni frá Köldukinn. Hjóna-
band þeirra stóð í 48 ár eða þar til
hann lést árið 1965.
Sama ár og þau giftust hófu þau
búskap að Túngarði á Fellsströnd
og bjuggu þar til ársins 1951 er
þau fluttust til Reykjavíkur og var
heimili þeirra þar að Drápuhlíð
41.
Eftir að Magnús lést hélt Björg
áfram heimili með börnum sínum
á meðan heilsa hennar leyfði. Eft-
ir það dvaldi hún að Hrafnistu og
þar lést hún, eins og áður er getið,
eftir sjö ára dvöl þar.
Túngarður er næsti bær við
Staðarfell. Það var ekki eingöngu
að -vrð Margrét ættum þar góða
vini meðan við bjuggum að Stað-
arfelli í nágrenni við þau. Það var
einnig mikils virði fyrir okkur, þá
ung að árum, að kynnast reynslu
þeirra Túngarðshjóna, búhyggind-
um þeirra og forsjálni. Það var til
eftirbreytni, sama hvar skyggnst
var um í Túngarði, utan bæjar
sem innan, snyrtimennskan og
smekkvísi mætti auganu hvar-
vetna. Samheldni einkenndi störf
þeirra hjóna og síðar barna þeirra
þegar þau komu til starfa með
þeim.
Eins og áður er að vikið starfaði
Björg Magnúsdóttir að Ijósmóð-
urstörfum í 41 ár í Fellsstrand-
arhreppi. Allan þann tíma fylgdi
henni sú gifta að aldrei varð slys á
konum er nutu hennar umsjár.
Ekki var það tilviljum að svo vel
tókst til heldur hitt að hæfileikar
til starfsins voru henni meðfæddir
og þroskaðir. Miklar gáfur, sér-
stök snyrtimennska, hreinlæti og
nærgætni. Ekki er að efa það að
oft var búið við hinar erfiðustu
aðstæður á heimilunum, sérstak-
lega áður fyrr, en Björgu tókst
fljótlega að láta heimilin, sem hún
dvaldi á sem ljósmóðir, bera merki
t
Konan mln, móðir okkar og dóttir,
GUDRUN BERGLJÓT ÞÓROARDÓTTIR,
Krossholti 4,
Keflavlk,
verður jarösungin frá Fossvogskapellu miövikudaginn 13. febrúar
kl. 10.30.
Þórhallur Helgason og börn,
Ragnhíldur Einarsdóttir,
Þóröur Sigurbjörnsson.
t
Eiginmaöur minn,
GÚSTAF HJARTARSSON
frá Grjóteyri
I Andakflshreppi,
lóst 30. janúar sl. Útförin fór fram i kyrrþey aö ósk hins látna.
Þökkum innilega sýnda samúö. Sérstaklega viljum viö þakka lækni
hans sl. 7 ár, Agli Jacobsen, og hans starfsfólki fyrir umhyggju óg
alúö og siöast en ekki síst öllu starfsfólki á öldrunarlækningar-
deildum Landspitalans, Hátúni 10b, fórnfúsa umönnun.
Einnig kærar þakkir til allra þeirra er voru hjá honum og veittu
aöstoö i löngum veikindum.
Guö blessi ykkur öll.
Guórún J. Einarsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabarn og systkini hans.
Lokað
frá hádegi í dag vegna jarðarfarar KRISTÍNAR
HELGADÓTTUR.
Davíö S. Jónsson og co. hf.
veru sinnar þar ef breytinga var
þörf. Um húsmóðurstörf hennar
er það sama að segja, rausn og
háttvísi settu svip á heimilið enda
gestrisnin rómuð.
Ekki orkar það tvímælis að
Björg Magnúsdóttir var að eðlis-
fari hlédræg, samt sem áður starf-
aði hún að félagsmálum í sveit
sinni svo sem í stjórn kvenfélags
sveitarinnar frá stofnun þess og
einnig í skólanefnd Húsmæðra-
skólans að Staðarfelli. Hvergi
sóttist hún þó eftir vegtyllum.
Þau Björg og Magnús eignuðust
tvö börn, Soffíu og Gest. Þau urðu
bæði súdentar frá Menntaskólan-
um á Akureyri og bæði hafa þau
lokið prófi frá Háskóla íslands.
Gestur starfar nú hjá Alþingi við
handritalestur, en Soffía er deild-
arstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.
Það er sameiginlegt með þeim
systkinum að bæði hafa þau erft
mannkosti foreldra sinna í ríkum
mæli. Ekki skorti heldur að þau
hugsuðu vel um móður sína í löng-
um veikindum hennar. Daglega
munu þau hafa komið til hennar á
Hrafnistu. Sonur hennar Gestur
sagði mér oft og það síðast nú
fyrir stuttu, að ef hann byrjaði að
fara með kvæði sem hann vissi að
hún kunni, þá tók hún við og lauk
því ef hann stöðvaði sína frásögn,
sem hann gerði til að fylgjast með
andlegri heilsu hennar, og sannar
það hve vel gefin Björg var.
Við Margrét heimsóttum hana
um síðustu jól og þótti okkur mik-
ið til þess koma að hún þekkti
okkur bæði með nafni.
Þegar ég lít yfir farinn veg og
virði fyrir mér ýmis atvik er á
dagana hafa drifið þá finnst mér
að reynslan sanni að rétt er metið
sem felst í þessum orðum „að
maðurinn er gullið". Þessi háaldr-
aða kona Björg Magnúsdóttir frá
Túngarði er sönnun þess.
Við Margrét og börn okkar fær-
um börnum hennar innilegar sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
þessarar merku konu.
Halldór E. Sigurðsson
ÞESSAR FALLECU
VARADEKKSHLÍFAR
FÁST HJÁ OKKUR
— þægilegar í notkun —
— veörast ekki —
— auðvelt aö hreinsa —
HEKLAHF
Laugavegi 170-172 Sími 21240
porsKaDarett!
Þrúmustuö í
Þorscafé
_ io.míirfl
FoslUdags-oglauga.dags^öld
Matur framreiddur fra kl. 20.
Þriréttaöur kvöldveröur *
Tvær vinsælustu *
danshljómsveitir landsins
Júlíus Brjánsson
Kjartan Bjargmundsson
Guðrún Alfreðsdóttir
Saga Jónsdóttir
Guðrún Þórðardóttir
★ Pónik og Einar
★ Dansband
fI Önnu VilhjálmsT
Staður hinna vandlátu
Pantid borö
tímanlega.
— Sími23333
og 23335
r