Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.03.1985, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1985 Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurvegararnir í Edlisfræðikeppni framhaldsskólanema. F.v. Ingveldur Jónsdóttir, Sigurbjörn Þorkelsson, Ásgeir B. Ægisson, Reynir Kristbjörnsson og Sigurður Áss Grétarsson. Urslit í Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema: Ingveldur Jónsdóttir og Sigurður Áss Grét- arsson í efstu sætum Úrslit í Eðlisfræðikeppni fram- haldsskólanemenda, sem Eðlisfræði- félagið og Kélag raungreinakennara standa að með stuðningi Morgun- blaðsins, voru kunngerð á sunnudag. Fyrsta og annað sæti hrepptu Ingveld- ur Jónsdóttir Menntaskólanum við Hamrahlíð og Sigurður Áss Grétars- son Menntaskólanum í Keykjavík. Þau hlutu fyrstu og önnur verðlaun, 7.500 kr. hvort. í þriðja og fjórða sæti lentu Ás- geir B. Ægisson MK og Sigurbjörn Þorkelsson MH. Þeir hlutu þriðju og fjórðu verðlaun, 2.000 kr. hver, en í fimmta sæti varð Reynir Krist- björnsson MS sem hlaut 1.000 kr. í verðlaun. Vilmundur Pálmason MK, sem var efstur í undankeppninni, forfallaðist vegna veikinda og gat því ekki tekið þátt í úrslitakeppn- inni. Auk peningaverðlaunanna fengu allri þessir keppendur bóka- verðlaun og viðurkenningarskjöl fyrir góða frammistöðu í Eðlis- fræðikeppninni. Nánar verður sagt frá síðari hluta Eðlisfræðikeppnin- ar og birt viðtöl við sigurvegarana í Morgunblaðsgrein síðar í vikunni. fslensk hönnun. í samráði við aðila í sjávarútvegi höfum við hannað nýtt og sérlega fjölhæft fiskiker ásamt nýrri gerð „togarabrettis". Fiskiker, 660 lítra, á aðeins kr. 8300.-, einangrað Af nýjungum, ásamt öðrum kostum, má nefna: • Gólflyftari getur gengið inn undir kerið frá öllum hliðum þess. • Gaffallyftari getur snúið kerinu um 180° • Hífibúnaður er efst á kerinu, sem jafnframt er handfang. • 30 ker komast fyrir í 20 feta flutningagám, bæði einangraða óeinangraða. • Kerin eru einangruð með Polyurethane • Efnið í kerunum er viðurkennt undir matvæli (US FDA) • Viðgerðarþjónusta. Við minnum einnig á önnur ker sem við framleiðum: 580 lítra ker „óeinangruð" á aðeins kr. 6000.- 760 lítra ker bæði „óeinangruð" og einangruð. „Togarabretti" 89X108,5 cm á aðeins kr. 1800.- Ný athyglisverð hönnun á vörubretti, sérstaklega ætluðu undir 70 og 90 lítra fiskikassa. Af helstu nýjungum og kostum má nefna: • Ekkert Polyurethane er í brettunum og þess vegna eru þau viðgerðarhæf. • Burðarmikil og gerð úr grimmsterku Polyethylene, viðurkennt undir matvæli. • Upphleypt yfirborð neðan á þekju og fótum brettisins sem stóreykur allt öryggi við notkun með gaffallyftara. • Fyrirstaða er á brúnum brettisins þannig að kassarnir renna ekki út af. Við minnum á aðra framleiðslu okkar á vörubrettum í stærðunum 80x120 og 100x120 cm. íslensk gæðavara á góðu verði. u z/1 e MEMBER VESTURVÖR 27 — KÓPAVOGI SÍMI: (91) 46966. „Gífurlegur húsnæðis- skortur Hótel- og veitingaskólans" MORGUNBLAÐINU hefur borist svohljóðandi yfirlýsing frá iðn- fræðslunefnd Iðnnemasambands íslands: Iðnfræðslunefnd INSf vill vekja athygli á þeim gífurlega húsnæðisskorti sem Hótel- og veitingaskóli íslands á við að glíma. Þetta vandamál er margra ára gamalt og hefur oft verið vakin á því athygli. Það er óhæft með öllu að á meðan veit- ingahúsum og matsölustöðum fjölgar svo mikið sem raun ber vitni skulu yfirvöld menntamála algjörlega hundsa þá auknu menntaþörf sem þessi þróun hlýtur að hafa í för með sér. Iðnnemar sætta sig ekki við að iðnmenntun á íslandi sé sett á lægri stall en aðrar mennta- brautir. Iðnnemar vilja ekki sætta sig við að verða jafnvel að þola seinkun á fyrirhuguðum námslokum vegna húsnæðis- skorts. INSÍ kallar mennta- málaráðuneytið til ábyrgðar og hvetur um leið til að iðnnemum í landinu verði skipaður sá sess Mörgblöó meö einni áskrift'. sem eðlilegt er, þ.a.s. til jafns við bóknámsbrautir. Erindi um ævi og störf Jónas- ar frá Hriflu ÞESS veröur minnst þann 1. maí nk. að þá verða hundrað ár liðin frá fæð- ingu Jónasar Jónssonar frá Hriflu. í tilefni af þessum tímamótum stendur nú yfír röð erinda um ævi og störf Jónasar í félagsheimili samvinnu- manna, Hamragörðum, Hávallagötu 24. Fyrirlestrarnir hefjast klukkan 20.00 og er aðgangur öllum heimill. Nokkur erindi hafa þegar verið haldin, en röð þeirra, sem eftir eru, verður sem hér segir: 6. mars. Jónas og Samvinnuhreyf- ingin: Erlendur Einarsson forstjóri. Jónas og unga fólkið: Halldór E. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra. 13. mars. Jónas og Tíminn: Þórar- inn Þórarinsson, fyrrverandi rit- stjóri. Þingmaðurinn Jónas Jónsson: Haraldur Matthíasson, kennari. 20. mars. Áhrif og átök í menn- ingarmálum: Andrés Kristjánsson, rithöfundur. Jónas og fslensk utan- ríkismál: Þór Whitehead, sagnfræð- ingur. 27. mars. Jónas Jónsson og heima- menn: Finnur Kristjánsson, fyrr- verandi kaupfélagsstjóri. Heimili Jónasar og Guðrúnar: Auður Jón- asdóttir, kennari. :shannon: :datastor: SKJALASI<APAR NÚ EINNIG HIRSLA FYRIR TÖLVUGÖGN Sem áöur er hægt aö fá skápana útbúna meö föstum hillum, hillustoöum, útdregnum hillum, upphengjum bæöi Aö stafla tölvumöppum í hillur er nú ekki föstum og útdregnum fyrir skjalapoka, lengur nauösyn. útdregnum spjaldskrárhillum og Möppunum er einfaldlega rennt i þar til útdregnu vinnuboröi til aö leggja á þá geröar brautir. hluti sem er unniö viö hverju sinni. ALLT Á SI'NUM STAÐ AirtuisL <s SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 BflF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.