Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 29. MARZ 1985 Matthías Bjarnason: Verður að taka hart á öllum mistökum „ÞAÐ VERÐUR auðviUð að Uka hart á öllum mistökum í þessum efn- um, því þeir sem eiga að stjórna flugumferð, hvort sem það eru þeir sem vinna í lofti eða á jörðu niðri, verða að gera sér grein fyrir, að hér er um mannslíf að tefla. Það verður að liggja fyrir hvernig mistök eiga sér stað og að það sé hart á þeim tekið,“ sagði Matthías Bjarnason samgönguráðherra, er hann var spurður álits á þeim atburðum, sem átt hafa sér sUð í lofti yfír Keflavík- urfíugvelli undanfarið. Matthías sagði ennfremur, að samkvæmt skýrslum þá gerðist það í lofthelgi hvers einasta lands að reglur væru brotnar. Hins veg- ar gæti hann ekki sagt um hversu alvarlegt það væri, sem gerst hefði yfir Keflavíkurflugvelli, en öll flugslys og brot á flugumferðar- reglum hefðu fengið tilskylda af- greiðslu. Hann sagði síðan: „Það er ekki hægt að láta fara fram ítarlegri rannsóknir hérlendis heldur en fara fram á öllum flugslysum og óhöppum. Ég hugsa til dæmis að rannsóknin á þyrlu- slysinu í Jökulfjörðum sé einhver umfangsmesta rannsókn, sem hef- ur farið fram, ekki aðeins á ís- landi heldur almennt." Trillukarl- ar í Eyjum hundsa bann sjávarútvegs- ráðuneytisins „VIÐ viljum bara vekja athygli á því ranglæti sem við erum beittir. Þeir sem þessu ráða geta sett lög og regl- ur, en þeir verða bara að gsta þess að fara með rétt mál,“ sagði Sigur- jón Ólafsson, trillukarl í Vetmanna- eyjum í samtali við Mbl., en trilla- karlar í Kyjum ákváðu á fundi í fyrrakvöld að hafa bann Sjávarút- vegsráðuneytisins við veiðum báta undir 10 tonnum fram yfír páska að engu. Sigurjón sagði að trillurnar myndu róa strax og gæfi. Um væri að ræða hátt í 30 manns sem hefðu lífsviðurværi sitt af þessu og engu öðru, þeir létu ekki svipta sig réttinum til þess að bjarga sér. Hann sagði trillukarla í Eyjum hafa haft samband við trillukarla i öðrum plássum og víða væri hiti í mönnum. Hann kvasðt þó ekki vita hvort menn í öðrum plássum hyggðust hundsa bannið einnig. „Kannski hafa þeir ekki kjark. En mér finnst bara, að það þurfi eng- an kjark til að mótmæla órétt- læti,“ sagði Sigurjón að lokum. Leiðrétting Meinleg prentvilla varð í grein Ólafs Björnssonar í Morgunblað- ínu í gær. Þar stóð: „En telja má ^.‘víst að þeir geri sér grein fyrir því, að hagkvæmara er fyrir þá að semja um 20% kauphækkun og sækja hana nokkurn veginn taf- arlaust í vasa launþega sjálfra heldur en að semja um 30%, sem þeir verða að greiða af ágóða sin- um.“ Þarna átti að standa: „... held- ur en að semja um 3% ... “ Þetta leiðréttist hér með. MorgunbUAi&/PriAt>j6far Félagar úr björgunarsveitum Slysavarnafélags (slands á Snæfellsnesi gengu fjörur við hin erfíðustu skilyröi í fyrrinótt og gær. Á þessum slóðum er viða stórgrýtisurð, sem er hættuleg yfírferðar eins og sést á myndinni. Hnútarnir hefðu hæglega getað hvolft svo litlum bát — segir Adalgeir Bjarnason, skip- stjóri á Björgu Jónsdóttur „ÉG VAR staddur á hafnarvigtinni á Rifi og fylgdist með Bervíkinni fyrir miðjum hafnargarðinum um klukkan 19,45. Ég tók ekki eftir neinu óvenjulegu, hætti að fylgjast með bátnum og fór annað,“ sagði Árni Kristinsson, skipstjóri á Svani EA 14 frá Hrísey, sem talið er að hafí síðast séð til Bervíkur SH 43 á miðvikudag. Árni sagði að leiðindaveður hefði verið þarna. Hann sagði að staðurinn þar sem skipstjórar ólafsvíkurbátanna hafa talið sig merkja ókunna misfellu á botn- inum væri á líklegri siglingaleið Bervíkur inn til ölafsvíkur. Að- algeir Bjarnason, skipstjóri á Húsavíkurbátnum Björgu Jóns- dóttur ÞH 2, sagðist hafa verið töluvert á eftir Bervík á leið til Arni Kristinsson lands. Hann sagði að það hefði verið leiðinlegt veður, hnútar hér og þar, þannig að nauðsyn- legt hefði verið að slá af hraðan- um. Hann hefði fengið sjó á bát- inn á leiðinni og hefðu sumir hnútarnir verið það harðir að Aðalgeir Bjarnason þeir hefðu hæglega getað hvolft svo litlum bát sem Bervíkin væri. Sagðist hann hafa séð spýtnabrak á leið inn í höfnina á Rifi og þegar það hefði bæst við að Bervík hefði ekki komið á áætluðum tima inn til ólafsvík- ur hefði farið að læðast að hon- um grunur. Um 10 mínútum síð- ar hefði bátur síðan fundir björgunarbát Bervíkur. „Eina skýringin sem ég hef á þessu er að hnútur hafi komið á bátinn þannig að hillur hafi brotnað í lest, fiskurinn kastast yfir í aðra síðuna og hvolft hon- um“, sagði Þorgrímur Benja- mínsson, skipstjóri á ólafsvíkur- bátnum Skálavík, þegar rætt var við hann og Sigurlaug Egilsson þar sem þeir voru við leit á suð- urgarðinum í Rifshöfn. Þorgrím- ur og Sigurlaugur voru í mörg ár á Bervíkinni með Olfari Krist- jónssyni skipstjóra og átti Þor- grímur bátinn í mörg ár með Ulfari. Sögðu þeir að Bervíkin hefði verið mjög traustur og góð- ur bátur. Úlfar væri einnig mjög góður sjómaður og sérstaklega gætinn. Sögðu þeir að Bervíkin hefði verið með 8 tonn af fiski og hefði fengið hnút á sig út af Brimnesi. Slæmt veður hefði verið og væri siglingin fyrir Rif oft erfið. \ 9 11 ný loð- dýraleyfi VEITT hafa verið 11 ný leyfí til loðdýraræktar og eitt leyfi til viðbótar endurnýjað. 10 aðilum var veitt leyfí til refaræktar, fyrir samtals 690 refí. 1 leyfí var veitt til minkaræktar, fyrir samtals 600 minka. Flest leyfin eru í Skagafjarð- arsýslu og Árnessýslu, 3 í hvorri sýslu, 2 í S-Þingeyjar- sýslu en eitt leyfi í eftirtöldum sýslum: V-Barðastrandarsýslu, N-ísafjarðarsýslu, Rangár- vallasýslu og Gullbringusýslu. —«. k< zmrjt. SSmcFA Sigurður Líndal prófessor um lög Sjóefnavinnslunnar: Sýnist hún heyra undir 3 ráðherra I>ví miður er oft talað um ríkisstjórnina sem fjölskipað stjórnvald í lögum „MÉR ER eiginlega óljóst undir hvaða ráðherra þetta fyrirtæki heyrir. Mér sýnist það helst heyra undir þrjá ráðherra. Samkvæmt öllum venjulegum stjórnskipunarlögum ætti það að heyra undir iðnaðarráðherra — en í þessu tilviki, samkvæmt lögunum um sjóefnavinnslu, ennfremur undir fjármála- ráðherra varðandi útgjöld og forsætisráðherra vegna sameiginlegra málefna í ríkisstjórninni," sagði Sigurður Líndal, prófessor í lögum við Háskóla íslands, er hann var spurður álits á túlkun laga um Sjóefnavinnsluna á Reykjanesi, en eins og komið hefur fram ( fréttum ber ráðamönnum ekki saman um þá túlkun. Deilan hefur m.a. staðið um 50 millj. kr. fjárveitingu til Sjóefna- vinnslunnar á lánsfjárlögum. Fjármálaráðherra telur, að yfir- lýsingar iðnaðarráðherra þess efnis, að hann hyggist leggja Sjó- efnavinnsluna niður breyti ekki gildi laga hvað varðar fjárveit- ingar til verksmiðjunnar. Enn- fremur að slík ákvörðun verði ekki tekin nema með samþykkt Alþing- is. Sigurður sagði ennfremur, að því miður væri löggjöf okkar oft þannig, að talað væri um ríkis- stjórnina sem fjölskipað stjórn- vald. Hann sagði síðan: „Eftir lestur laga þessara, sem eru núm- er 62 frá 1981, þá er ljóst, að þetta eru heimildarlög. Hins vegar sýn- ist mér nokkuð óljóst, hver raun- verulega ræður hverjum einstök- um þætti í framkvæmdinni. Eðli málsins samkvæmt heyrir hún undir iðnaðarráðherra, en það er ítrekað talað um ríkisstjórn I lög- unum og í 5. grein eru viss fram- lög ríkissjóðs, sem fjármála- ráðherra hefur framkvæmd með.“ Sjá á bls. 18 yfírlýsingar Eyj- ólfs Konráðs Jónssonar alþing- ismanns og Sverris Her- mannssonar iðnaðarráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.