Morgunblaðið - 29.03.1985, Síða 14

Morgunblaðið - 29.03.1985, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 Litið inn á bókamarkaðinn: •«** - 1 I | I)agar bókarinnar sem dægrastytt- ingar virðast ekki vera liðnir ef marka má svör þeirra viðskiptavina bókamarkaðarins sem spurðir voru um ástæðu þess að þeir sæktu bóka- markaðinn. „Bóksalar hafa sumir viljað halda því fram að aukin sala á bókum fyrir síðustu jól hafi keðju- verkandi áhrif á söluna á markað- inum núna, en salan hér þessa fimm daga, sem markaðurinn hef- ur staðið hefur verið mjög góð,“ segir Anna Einarsdóttir, forstöðu- maður bókamarkaðarins, aðspurð hvernig markaðurinn gangi í ár. „Nú eru liðin tvö ár frá því að markaðurinn var haldinn síðast og er fjöldi bókatitla í ár svipaður og áður. Elstu bækurnar eru útgefnar 1935 og þær yngstu 1983 og verðið er allt niður í 13 krónur fyrir bók- ina.“ „Ég hef gaman af bókum," segir Lára Loftsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur, þegar hún er spurð um ástæðu þess að hún er komin á bókamarkað. „Nei, ég safna ekki bókum, ég hef ekki ráð á því. Mest sækist ég eftir ferða- og ævisögum og læt ekki sjónvarpið trufla mig, horfi einungis á það sem mér líkar en les frekar í bók.“ Næst verður fyrir okkur Þor- gerður Bergmundsdóttir, skóla- bókavörður í Laugarlækjarskóla, og ýtir á undan sér drekkhlaðinni körfu af bókum. „Bókasöfnum er boðið að gera innkaup sín hér á markaðinum og það notfærum við okkur. Þetta eru mest bækur fyrir safnið en auk þess slæðist ein og ein bók með fyrir sjálfa mig,“ sagði Þorgerður. Þau Anna Bragadóttir og Ægir Magnússon með Val litla í fanginu segjast oftast fara á bókamarkað- inn, þegar hann er haldinn. „Það eru helst fræðibækur, sem ég leita eftir,“ segir Ægir. „Ég leita ekki eftir neinum ákveðnum bókum, kem aðallega til að athuga hvort ég rekst á einhverja sem ég hef áhuga á. Bækur sem ég les þurfa ekki endilega að vera nýjar, marg- ar gamlar bækur finnst mér vera fullt eins góðar,“ segir Anna. Vilhjálmur H. Vilhjámsson er kominn á bókamarkaðinn með tvö barnabörn, systurnar Önnu Dröfn og Margréti Aðalheiði Hauksdæt- ur. „Maður gæti helst haldið að við værum stödd í milljónaborg," verður Vilhjálmi að orði þegar hann Iítur yfir úrvalið á bóka- markaðinum. „Við erum nú mest komin til að skoða, en það er aldrei að vita nema við látum freistast." „Ég kem alltaf á bókamarkaðinn og sækist helst eftir fræðiritum, ferðabókum og ævisögum,“ segir Stefán Stefánsson, fyrrverandi bóndi. „Ég horfi ekki mikið á sjón- varp og alls ekki á neinar banda- rískar myndir, helst að ég horfi á breskar myndir og skemmtiþætti. En lesturinn er mín dægrastytt- ing.“ „Þær bækur sem ég hef mest gaman af, eru bækur um sann- tögulega atburði, sem hafa gerst hér á Iandi,“ segir Hallgrímur Hallgrímsson. „En mest kem ég hingað til að skoða. Lestur er ann- trs ekkert sérstakt áhugamál hjá mér þó ég iesi mikið. Sjónvarp hef- ur engin áhrif á minn lestur, les alltaf jafnt og þétt.“ „Þetta er önnur ferð mín hingaö á bókamarkaðinn," segir Pétur Pétursson, þulur. „Og nú kem ég V * I -i n»! Hallgrímur Hallgrímsson. Pétur Pétursson, þulur. Lára Loftsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur. gagngert til að ná í ákveðnar bæk- ur, sem ég sá í fyrri ferðinni. Ég safna ekki bókum, heldur les þær þegar ég má vera að. Að versla hér á markaðinum er mikill kostur þegar hægt er að snúa sér til fag- fólks á staðnum í leit að upplýsing- um.“ „Yfirleitt kem ég á bókamarkað- inn og sækist helst eftir ljóðabók- um. Eg skrifa niður þær bækur, sem ég vil eignast áður en ég fer að heiman og leita eftir þeim. En barnabækurnar hér á markaðinum freista einnig mikið, enda er verðið á þeim hagstætt," segir Ragnhild- ur Pétursdóttir, sem komin er á markaðinn með soninn Þorvald, sem er í óða önn að kynna sér barnabókaúrvalið. „Þó svo að ég Anna Einarsdóttir, forstöðumaður Auður Stella Þórðardóttir. bókamarkaðarins. Kolbrún Guðmundsdóttir og Inga Kristín Kjartansdóttir. Menn gefa sér góðan tíma til að skoða bækurnar sem eru í boði á bóka markaðinum i kjallara Vörumarkaðarins á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi. Stefán Stefánsson, fyrrverandi bóndi. Þorgerður Bergmundsdóttir, skólabókavörður. hafi aðgang bæði að sjónvarpi og myndbandi horfi ég takmarkað á það og tek frekar bók ef ég hef tíma,“ bætir Ragnhildur við. Auður Steila Þórðardóttir leitar einnig eftir ljóðabókum og þá eftir íslensk ljóðskáld. „Ég hef stundum komið á bókamarkaðinn áður og kaupi þá bækur eftir íslenska höf- unda ef ég sé eitthvað, sem ég ekki á, en vil eignast á góðu verði. Ann- ars kaupi ég mikið af vasabrots- bókum eftir erlenda höfunda og fæ bækur á bókasöfnum, svo að sjón- varp eða myndbönd hafa ekki haft nein áhrif á minn lestur.“ „Listaverkabækur og ævisögur tónskálda eru þær bækur sem ég hef mestan áhuga á að eignast," segir Bára Þórarinsdóttir. „Ég hef Ægir Magnússon með Val í fang- inu og Anna Bragadóttir. ekki komið oft á bókamarkaðinn á seinni árum, en ég kom oftar á meðan ég var yngri. Þá las ég meira áður en börn og bú komu til sögunnar og takmarkaður tími gafst til að lesa. Nú er áhuginn á bókum og bókalestri sem blundaði með mér farinn að koma aftur.“ Taka bókina fram yfir aðra afþreyingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.