Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 3 Bæjarstjóm Grindavíkur um samninginn við íslandslax: Getum ekki að svo komnu máli fallist á leigu lands BÆJARSTJÓRN Grindavíkur samþykkti ályktun á fundi sín- um sl. miðvikudag varðandi samning landbúnaðarráðu- neytisins við íslandslax hf. um vatnstökuheimild úr jörðinni Staður við Grindavík. í álykt- uninni segir, að bæjarstjórnin treysti sér ekki að svo komnu máli að fallast á samþykkt samningsins hvað varðar leigu landsins og að skilningur aðila hafi aukist á mikilvægi heim- ilda til vatnstöku á svæðinu. Með ályktuninni framlengist frestur sá sem sveitarstjórnin hafði til afgreiðslu umsagnar sinnar, en hann var 30 dagar. Ályktunin er svohljóðandi: „Til tryggingar áframhald- andi aðstöðu bæjarstjórnar til að fjalla um samning milli íslandslax hf. og landbúnaðarráðuneytisins ályktar bæjarstjórnin eftir- farandi með vísun til 7 gr. laga um 65 1976, en þar er kveðið á um 30 daga frest: Bæjarstjórnin getur ekki að svo komnu máli fallist á, að samþykkja samning um leigu lands milli landbún- aðarráðuneytisins og ís- landslax hf. frá 7.3. 1985. Verði áfram unnið að því, að ná samkomulagi um mikils- verð atriði 1 samningum, enda hefur skilningur aðila aukist á mikilvægi þess, að bæjarfélagið, og væntanlega síðar Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, hlutist til um skipan vatnstöku á svæð- inu. Bæjarstjórnin fagnar nýj- um fyrirtækjum í fiskeldi í bænum og hvetur til þess að svo verði að málum staðið, að uppbygging þeirra og rekstur eigi jafnan samleið með hagsmunum bæjarfé- lagsins." Vinsældalisti rásar 2: Svíi kominn inn á listann VINSÆLDARLISTI Rásar 2 vik- una 28. mars til 4. april er eftir- farandi: 1. (2) Love and Pride. King. 2. (1) Save a prayer. Duran Duran. 3. (3) You spin me round. Dead or Alive. 4. (8) Some like it hot. Power Stat- ion. 5. (10) Material Girl. Madonna. 6. (4) Solid. Ashford og Simpson. 7. (5) This is not America. David Bowie/Pat Meheny Band. 8. (13) We close our eyes. Go West. 9. (7) Things can only get better. Howard Jones. 10. (18) I won’t let you go. Agnetha Fáltskog. ALLTAÐ VINNA í STÓRHAPPDRÆTTI HJÁLPARSVETTA SEÁTA STORVRMGAR Þú hefur allt að vinna í Stórhappdrætti hjálparsveita skáta - ekki aðeins 95 STÓRVINNINGA heldur líka þann lang stærsta:Öryggi þitt og þinna - vel búnar hjálparsveitir í viðbragðsstöðu, tilbúnar til hjálpar, hvar sem er á landinu og hvenær sem þú þarft á þeim að halda. Starf hjálparsveita skáta er sjálfboðastarf og hjálparstarf kostar stórfé á íslandi nútímans. Þess vegna efrium við til þessa leiks, Stórhapp- drættis, þar sem þú hefur alla þessa stórvinninga í sjónmáli og ávinn- ing í hendi þinni. m SHARP R 6200 ÖRBVLGJOOFNAR Á KR. 17.600 FIATUN045S ÁKR. 280.000 SHARP VC 481 IHHDBANDSTÆBÁKR. W VEL BÚNAR HJALPARSVEITIRIVIÐBRAGÐSSTOÐU t * LANDSSAMBAND H JÁLPARSVEITA SKÁTA 9 a \Mtf ^ >j»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.