Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985
Ólíklegt að síöasta
orðið hafi verið sagt
— segir Hjörtur Pálsson, sem lætur af störfum sem forstjóri Norðurlandahússins í Færeyjum.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, slmi 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
íslenzkan og önn-
ur Norðurlandamál
að eru margir þræðir í
þjóðarvef íslendinga. En
þeir hornsteinar, sem við reis-
um þjóðarvitund okkar á, full-
veldi og sérstöðu, eru tunga
okkar og menningararfleifð,
land okkar og saga. Það eru
þessir hornsteinar sem við
þurfum fyrst og síðast að
standa trúan vörð um, þróa og
varðveita frá kynslóð til kyn-
slóðar.
Fyrir nokkrum vikum fluttu
nokkrir þingmenn tillögu til
þingsályktunar um bók-
menntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs. Tilgangur flutnings-
manna var að fá reglum breytt,
þann veg, að íslendingar leggi
bókmenntaverk sín fram á ís-
lenzku, á sama hátt og Danir,
Norðmenn og Svíar leggja verk
sín fram á eigin þjóðtungum.
Þingmennirnir hafa þá reisn,
fyrir hönd móðurmáls síns, að
það verði viðurkennt sem ein af
höfuðtungum Norðurlanda en
ekki meðhöndlað sem jaðar-
mál.
í greinargerð segir að ís-
lenzkan geymi ein sem lifandi
mál elztu skáldverk og bók-
menntir norrænna manna.
Fyrir þá sök eigi metnaður
allra norrænna þjóða að
standa til þess að hún sé virt til
jafns við aðrar tungur norræn-
ar, þegar að því kemur að út-
hluta bókmenntaverðlaunum
Norðurlandaráðs. Skiptir þá
ekki máli þótt íslendingar séu
færri en Danir, Norðmenn eða
Svíar. Undir þessi sjónarmið
hefur Morgunblaðið tekið.
Undirstaða raunverulegs
frelsis, hvort heldur einstakl-
inga eða þjóða, byggist á góðri
og víðtækri menntun. Það er
enginn frjáls sem er í fjötrum
vanþekkingar. Þjóð án menn-
ingar rís ekki til langframa
undir eigin sjálfstæði. Þetta
gildir um alhliða og alþjóðlega
menningu. En ekki síður um
þjóðlega menningu og þjóðlega
menningararfleifð. Þess vegna
hljótum við að standa tryggan
vörð um móðurmál okkar, ís-
lenzkuna, bæði inn á við og út á
við.
Þjóðviljinn, málgagn „þjóð-
frelsis og sósíalisma", víkur að
því í vikunni, að Morgunblaðið
deili með sér áhyggjum vegna
íslenzkrar menningar. Blaðið
hnýtir því við, sennilega til að
sýna það hrútshorn sem því
finnst við hæfi að snúa að
Morgunblaðinu, að þessar
áhyggjur skjóti einkum upp
kolli á sunnudögum. Hér er lát-
ið að því liggja að menning-
arsjónarmið Morgunblaðsins
séu í ætt við meiningarlítil
skrautyrði sem viðhöfð séu á
hátíðar- og tyllidögum. Þjóð-
viljanum er frjálst að þjóna
lund sinni að þessu leyti.
En þennan sama dag, sem
Þjóðviíjinn rekur „menningar-
legt“ hrútshorn sitt í Morgun-
blaðið, birtir hann annað
„horn“ frá Rithöfundasam-
bandi íslands. Þetta „horn“ er
rekið í þingmenn þá, sem vilja
jafnrétti íslenzkrar tungu við
önnur Norðurlandamál þá
bókmenntaverk eru metin hjá
Norðurlandaráði. Þeir, sem að
þessari samþykkt standa, eru
frjálsir að henni, en hún kemur
engu að síður úr hörðustu átt.
Þjóðviljinn hefur aldrei, ekki
einu sinni á sunnudögum, lagt
þeim lið, sem vilja veg íslenzkr-
ar tungu, sem geymir lungann
úr menningu okkar, jafnan
öðrum norrænum þjóðtungum
á bókmenntalegum samskipta-
vettvangi. Þvert á móti er látið
að því liggja að réttargæzlu-
sjónarmið íslenzkrar tungu sé
óþarfa íhaldssemi; flytjendur
málsins íhaldsþingmenn. Ef
það er íhaldssemi að vilja auka
veg íslenzks máls á samnor-
rænum vettvangi, tryggja því
jafnstöðu við aðrar norrænar
tungur til bókmenntaverð-
launa, þá eru íhaldsmenn fleiri
talsins en Þjóðviljann grunar.
Menntun
og lífskjör
*
Iþeirri menningarhugvekju
Þjóðviljans, sem fyrr er
vitnað til, er farið lítilsvirð-
ingarorðum um menntun, sem
„hægt er að fá peninga fyrir“.
Menntun, sem löguð er að þörf-
um atvinnulífsins, og þekking
og tækni, sem henni heyrir til,
hefur skilað velferðarþjóðum
heims hraðar til batnandi
lífskjara en allt annað. Þjóðir,
sem ræktað hafa garðinn sinn
að þessu leyti, búa að hærri
þjóðartekjum á hvern vinnandi
einstakling en aðrar.
Það eru ekki aðeins ráðstöf-
unar*ekjur heimila og einstakl-
inga sem vaxa í hlutfalli við þá
menntun, sem fjárfest er í at-
vinnulífinu, heldur jafnframt
tiltækir fjármunir til sam-
neyzlu. Menning og listir, sem
eru hluti af lífshamingju fólks,
þurfa einnig sína kostnaðar-
legu undirstöðu. Það þarf ekki
að vera „náttúrulögmál" að
verk listamanna séu ekki metin
að verðleikum — einnig til pen-
ingalegra launa.
Vegvísir Þjóðviljans, einnig
að því er varðar hagnýtt gildi
menntunar, er mýraljós.
HJÖRTUR Pálsson, forstjóri Norft-
urlandahússins í Færeyjum, sagði
upp störfum 6. mars sl. með þriggja
mánaða fyrirvara. Hjörtur fékk bréf
frá stjórn hússins sl. miðvikudag,
þar sem farið var fram á að hann
hætti störfum strax.
Blaðamaður Morgunblaðsins
hafði samband við Hjört vegna
þessa máls á miðvikudagskvöld.
„Ég var vakinn upp með hring-
ingu frá Jan Stjárnstedt stjórn-
arformanni Norðurlandahússins
og mér tilkynnt að stjórnin hefði
tekið uppsögn mína fyrir og sam-
þykkt hana. Jafnframt var ég beð-
inn um að láta af störfum strax.
Daníel Daníelsson, varaformaður
stjórnar hússins, færði mér bréf
sama efnis síðar um morguninn.
Mér finnst einkennilegt 'að í
bréfinu er ég beðinn að hætta
strax, en aðspurður um hvort
þetta væri beiðni eða krafa, svar-
aði stjórnarformaðurinn því til, að
þetta væri krafa: Hann tók fram
að það væri sjálfsagt að ég fengi
tíma til að ganga frá ýmsum hlut-
BIRGIR Thorlacius fyrrverandi
ráðuneytisstjóri á sæti í stjórn Norð-
urlandahússins í Færeyjum. Morg-
unblaðið hafði samband við Birgi í
gær og var hann spurður um ástæðu
þess að stjórnin bað Hjört Pálsson
að láta af störfum strax, í stað þess
að vera til 6. júní, eins og hann hafði
gert ráð fyrir er hann sagði upp.
„Fljótlega eftir að Hjörtur hóf
störf i haust komu í ljós sam-
starfserfiðleikar milli hans og
starfsfólks hússins. Þetta ágerðist
smátt og smátt og það endaði með
því að Hjörtur sagði upp.
Hann tilkynnti stjórninni að
hann vildi losna og sagði upp með
Hjörtur Pálsson
um og að ég fengi laun til 6. júní.
Ég ætla að hafa samband við lög-
fræðing minn vegna þessa. Ég veit
ekki hvernig á að bregðast við svo
loðnu orðalagi."
— Kom þetta bréf þér á óvart?
þriggja mánaða fyrirvara. Þessir
erfiðleikar hafa haldið áfram að
vaxa og samstarfið gengur mjög
illa.
Stjórnin taldi, að úr því að
Hjörtur hafði ákveðið að fara
hvort sem var, þá væri líklega
betra að hann hætti strax því
stjórnin hafði áhyggjur af rekstri
hússins þennan tíma vegna þess-
ara örðugleika. Hann fær auðvitað
sín laun í þrjá mánuði.
Það er mjög erfitt að átta sig á
því í hverju þessir samstarfserfið-
leikar eru fólgnir," sagði Birgir.
„Hjörtur hefur sagt okkur að
hann treysti sér ekki til að búa við
þetta. Ég held að þetta séu í raun-
„Vissulega kom það mér á óvart,
því ég sagði upp 6. mars með
þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Þegar stjórnarformanninum var
greint frá uppsögn minni bjóst
hann jafnvel við, að farið yrði
fram á að ég yrði eitthvað lengur
en til 6. júní. Það færi eftir því
hvernig gengi að ráða eftirmann
minn.
— Hver tekur við starfi þínu
núna?
„Ég spurði varaformanninn að
því í morgun hver ætti að taka við
og bera ábyrgðina undir þessum
kringumstæðum. Hann sagði að
það væri Ása Jústínussen, sem
hefur verið varamaður minn.
En fleira gerðist þennan dag,“
sagði Hjörtur. „Stjórnin gaf út
fréttatilkynningu þar sem hún ber
til baka ýmislegt sem staðið hefur
í blöðum hér í Færeyjum. Frá
mínum bæjardyrum séð er ýmis-
legt við þá greinargerð að athuga;
sem ég tel mig verða að svara þó
síðar verði.
Þá báru tveir þingmenn, þeir
Birgir Thorlacius
Úthlutun listamannalauna 1985:
Fækkar um þrjá
Nýtt fólk í neðra flokki
Úthlutunarnefnd listamannalauna
hefur lokið úthlutun fyrir árið 1985.
f efra flokki verða allir hinir sömu
og í fyrra, að þremur undanskildum,
89 alls. í neðra flokki eru listamenn-
irnir 21, og að þessu sinni fóru í
þann flokk listamenn, sem aldrei
hafa hlotið þessi laun áður.
Úthlutunarnefndin ákvað, að
upphæðir nú yrðu 30 þúsund krón-
ur í efra flokki og 15 þúsund krón-
ur í hinum neðra. Álþingi veitti
nefndinni 2.976.000 krónur til út-
hlutunar og frá fyrra ári voru 20
þúsund krónur afgangs. Sam-
kvæmt lögum er listamannalaun-
um skipt í tvo flokka og skal hver
listamaður í efra flokki hljóta
helmingi hærri laun en listamaður
í neðra flokki. Sú hefð hefur kom-
ist á í úthlutunarnefnd að enginn
er felldur úr efra flokki, sem
þangað hefur einu sinni komist.
Árið 1984 voru 92 í efra flokki, en
36 í hinum neðra. Af þeim þremur,
sem ekki eru þar nú hafa tveir
fallið frá, Björn Ólafsson og
Sverrir Haraldsson, en einn er
fluttur úr landi og óskar ekki eftir
íslenskum listamannalaunum,
Manuela Wiesler.
Á fundi með fréttamönnum, þar
sem úthlutunin var kynnt, höfðu
nefndarmenn á orði, að sú upphæð
sem veitt er til úthlutunar væri
orðin of lág, og hefði raunar verið
orðin það fyrir mörgum árum.
Með því að hækka upphæðina f
efra flokki nú úr 20 þúsund krón-
um frá fyrra ári í 30 þúsund krón-
ur nú, hefði því aðeins verið rúm
fyrir 21 listamann í neðra flokki.
A fundinum kom ennfremur fram,
að skipuð hefur verið nefnd til að
gera tillögur til úrbóta f þessum
efnum og er formaður hennar
Halldór Blöndal, alþingismaður.
f Úthlutunarnefnd listamanna-
launa eiga nú sæti:
Magnús Þórðarson, framkvæmda-
stjóri, formaður.
Jón R. Hjálmarsson, fræðslu-
stjóri, ritari.
Bessí Jóhannsdóttir, kennari.
Séra Bolli Gústavsson, sóknar-
prestur.
Gunnar Stefánsson, dagskrár-
stjóri.
Halldór Blöndal, alþingismaður.
Soffía Guðmundsdóttir, tónlist-
arkennari.
»_
Árið 1985 hljóta þessir 110 lista-
menn laun:
30.000 krónur hver (89 menn):
Agnar Þórðarson,
Alfreð Flóki,
Atli Heimir Sveinsson,
Ágúst Petersen,
Ármann Kr. Einarsson,
Árni Björnsson,
Árni Kristjánsson,
Benedikt Gunnarsson,
Björn J. Blöndal,
Bragi Ásgeirsson,
Bragi Sigurjónsson,
Einar Bragi,
Einar Hákonarson,
Eiríkur Smith,
Eyþór Stefánsson,
Gfsli Halldórsson,
Gísli Magnússon,
Gisli Sigurðsson,
Gréta Sigfúsdóttir,
Guðbergur Bergsson,
Guðmunda Andrésdóttir,
Talin besta lausnin, að
biðja Hjört að hætta strax
— segir Birgir Thorlacius fv. ráðuneytisstjóri, sem situr í stjórn Norðurlandahússins f Færeyjum