Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 13 MorgunblaAid/Sigurgeir Þeir voru að skeggræða um söluhorfurnar i bryggjunni skipstjórarnir Jóel Andersen á Danska Pétri og Jóhann Halldórsson á Andvara með „útflutningsstjórann“ Jóhannes Kristinsson á milli sín. Ungur sonur Jóhannesar, Lúðvík, fylgdist með spjallinu. Vestmannaeyjar: „Áætlunarsigling- ar“ með gámafisk VeMtmannaeyjum, 27. mare. ÚTFLUTNÍNGUR á ferskum fiski í gámum hefur farið vaxandi héðan sem frá fleiri verstöðvum á landinu. Isíðustu viku kom Fjallfoss hingað til þess að taka um borð 8 gáma sem höfðu að geyma alls um 85 tonn af ferskum fiski, 70 tonn af kola og 15 tonn af ýsu, frá fimm vertíðarbátum. Fiskur þessi var síðan seldur á uppboðsmarkaði á Englandi á þriðjudag- inn og fengust fyrir hann 82.000 sterlingspund eða rúmlega 3,9 milljónir króna, meðalverð á hvert kfló því 46 krónur. Þetta var þriðji gámafarmur- Kristinsson skipstjóri, sem ann- inn sem fluttur hefur verið frá ast þennan útflutning fyrir út- Eyjum á þessu ári á markaðinn gerðarmenn í Eyjum, að útkom- á Englandi og sagði Jóhannes an úr þessu væri góð og áfram- hald yrði á útflutningi. Mun Fjallfoss verða hálfsmánaðar- lega í „áætlunarsiglingum" með gámafisk frá Eyjum til Eng- lands. „Þetta er mest fiskur sem er utan kvóta sem við höfum sent út i gámum og í flestum tilfell- um er þetta fiskur sem ekki er hirtur á þessum tíma,“ sagði Jó- hannes Kristinsson í samtali við Fjallfoss siglir úr höfn í Evjum hlaðinn gámum. Skipverjar á Andvara raða ýsunni í karið og ísa vel yfir. Fiskurinn er ísaður niður í 660 lítra plastkör og körunum síðan raðað í gáma. Mbl. „Mér finnst að við íslend- ingar höfum ekki sinnt nægilega vel Evrópufiskmörkuðunum, við verðum að svara þeirri markaðs- þörf sem er fyrir ferskan fisk og sjá kaupendum fyrir þeim fiski sem þeir æskja eftir meðan fyrir hann fæst viðunandi verð.“ J6- hannes sagði að það færu milli 10 og 14 krónur af hverju kílói í kostnað, útflutningsgjöld, flutn- ingsgjöld o.þ.h., þannig að allir gætu séð hvað komi heim í beinhörðum gjaldeyri fyrir þennan útflutning. Greiðslur fyrir fiskinn berast mjög fljótt til seljanda, yfirleitt eru pen- ingarnir komnir í bankann föstudaginn í sömu viku og salan fer fram og dró Jóhannes ekki dul á það í samtalinu við frétta- ritara að það atriði væri ekki lít- ils virði fyrir útgerðir bátanna og sjómennina. — hkj. ÚTSALA 5 á skíðum og vetrarfatnaði 20-50% afsláttur fram að páskum Nokkur dæmi: Nú Áður Loftpúöaskíöaskór 3.990 4.950 Dúnhúfur 599 799 Dúnlúffur 599 799 Snjósleöalúffur 935 1.245 Vatthúfur 445 595 Gönguskíöapakki meö öllu 3.375 4.500 Stretsbuxur 1.700 2.900 Nokkur dæmi: Nú Áður Gönguskíöagallar 900 1.980 Unglingaskíöaskór nr. 32—39 850 1.290 Skíðasamfestingar nr. 36—44 1.950 3.850 Dúnúlpur 3.000 3.950 Udis anorakkar 950 2.150 Barnakuldaskór 500 799 Unglingaskíöi 1.950 2.450 ES „Látið ekki happ úr hendi sleppa“ pg Póslsendum HUfllfliel SPORTVÖRUBÚDIN ÁRMÚLA 38 — SÍMI 83555. »»»»»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.