Morgunblaðið - 29.03.1985, Síða 34

Morgunblaðið - 29.03.1985, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 fclk f fréttum iaonad/r " kó "85. oru brir suuutrid DÚKKULÍSURNAR KOMNAR Á KREIK AÐ NÝJU „Við spilum það sem við „fílumu og svo er að sjá hvort fólki líkar það“ Hljómsveitin Dúkkulísurnar frá Egilsstöðum hefur verið í hléi að undanförnu, en hefur nú tekið upp þráðinn að nýju og eru stelpurnar að æfa saman „nótt sem nýtan dag“. Blm. kíkti til þeirra í æf- ingaskúrinn eitt kvöldið fyrir nokkru til að spyrjast fyrir um hvað væri í deiglunni hjá þeim. — Það er nú ýmislegt að ger- ast. Við byrjuðum að æfa saman um jólin og svo er komið að það er fullt að gera hjá okkur. Á næstunni erum við að spila í Grindavík, í Austurbæjarbíói, í Hollywood og á fleiri stöðum. Draumurinn er að gefa út plötu fljótiega, það er reyndar ekki bara draumur, við ætlum að gefa út plötu. Við eigum til lög núna á stóra plötu, en vantar þó 2 til 3 lög upp á. — Hver semur lög og te*ta hjá ykkur? — Það gerum við sjálfar að mestu leyti, en maður að nafni Karl Erlingsson hefur einnig að- stoðað okkur við það. — Hvenær byrjuöuð þið að spila saman? — Við komum fyrst fram í Atlavík árið ’83 í hljómsveita- keppninni þar, en þá vorum við búnar að spila dálítið saman og koma fram lítilsháttar. En hljómsveitakeppnin var í raun- inni upphafið og þar lentum við í öðru sæti. — Hefur tónlist ykkar breyst eitthvað? — Það er kannski ekki hægt að segja það, en við erum alltaf að reyna að verða fjölbreyttari í tónlistarvali og við erum auðvit- að sífellt að fikra okkur áfram. En við spilum það sem við „fíl- um“ og svo er bara að sjá hvort fólki líkar það eða ekki. íslendingar með sölusýningu í Færeyjum Ifæreyska blaðinu Dimmalætting var þess get- ið nýlega að íslendingar hygðu á söluherferð í Færeyjum með fatnað og skó. Birtar eru myndir í blaðinu frá sýningu er íslenskir framleiðendur héldu á vörum sínum á Hótel Hafnia í Þórshöfn. Þess er og getið að meira sé í vændum af slíku í'Færeyjum og verði næsta sýning 15. apríl næstkomandi á Hótel Borg þar sem munu hafa „matmessu". „Wham!“-dúettinn vinsæll í Kína „Wham.'“-dúettinn fer brátt í hljómleikaferðalag til Kína og þá falla örugglega mörg vígi gegn „andlegri mengun“ þar í landi. Kínverjar eru óðum að tileinka sér vestræna dægurlagatónlist og hrífnastir eru þeir af poppi af því tagi sem „Wham!“ flytur. Þeir eru minna fyrir þunga rokkið. „Wham!“ eru sérstaklega vinsælir í Klna og til marks um það eru til í Kína fjórar útgáfur af nýjasta „bit“-lagi „Wham!“, „Careless Whisper“, í flutningi kínverskra tónlistarmanna. Þeir George Michael og Andrew Ridgely koma fram í Peking og Canton og er fyrir löngu uppselt og komast færri að en vilja ... Meðlimir hljómsveitarinnar, sem eru kvenkyns ein- göngu, eru frá vinstri: Harpa Þórðardóttir á hljómborði, Guðbjörg Pálsdóttir á trommum, Erla Ingadóttir á bassa, Gréta Sigurjóns á gítar, en auk þess semur hún flesta texta fyrir hljómsveitina, og að lokum söngkonan Erla Kagnarsdóttir. Monrunblaftií/Friðþjófur . ■' V: 1 J; ? f i.., ; ■•■' * ■-. v • 1Æf Æ' L f ý'&’ 4 V §

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.