Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 Hefurðu ekki smakkað mat í 3 sól- arhringa? I»að kalla ég skapgerð- armann! HÖGNI HREKKVÍSI // yÚ ER éG AÐ GaFA BL.ÓMUNUM! (" Utvarp/Sjónvarp Kæri Velvakandi! Ég bið þig vinsamlega að birta og reyna að fá svar við nokkrum pistlum varðandi Ríkisút- varpið/Sjónvarp, sem hér fara á eftir: Hver var það eða er það, sem veitt hefur Ríkisútvarpinu leyfi til að innheimta afnotagjald þess með 10% álagi, séu þau ekki greidd rúmum þremur vikum eftir að þau falla í gjalddaga, eða t.d. núna í síðasta lagi 25. mars? Var ekki Seðlabankinn að auglýsa nú nýlega að heimilt væri að inn- heimta skuldir með 4% álagi séu þær ekki greiddar fyrsta mánuð- inn eftir gjalddaga? Hver hefir leyft Ríkisútvarpinu að hækka af- notagjaldið núna fyrri helming þess um sa. 27% frá síðasta ári? Fyrir nokkrum dögum sagði innheimtustjóri útvarpsins að „óskilamennirnir", þ.e. víst þeir sem ekki greiða gjaldið fyrir 25. þ.m. eða t.d. sá sem greiðir 26. mars eða einhverjum dögum seinna, greiddu allan innheimtu- kostnað þess. Eru það þá ekki bestu útvarpsnotendurnir? Jafn- framt sagði hann, að þetta væru þó ekki nema 20% af notendunum. Telur hann þá þar með þá sem lögfræðingar eru látnir reyna að innheimta hjá, sem fyrir löngu eru búnir að greiða þetta gjald, og hafa kvittanir fyrir því í höndun- um? En því miður veit ég um nokkur dæmi um slíkt, sem er furðulegt, og því hvet ég alla að geyma a.m.k. í 1—2 ár afnota- gjaldskvittanirnar fyrir útvarp/- sjónvarp. Þá vil ég spyrja, er nokkur nauðsyn á því að hafa afnotagjald, eða a.m.k. svona hátt, eftir allt það auglýsingaflóð sem yfir mann dynur á hverjum degi, og það oft á dag? Ég man eftir því að einu sinni á þessum vetri voru þulirnir Mig langar að gera örstutta at- hugasemd við lesendabréf frá Ág- ústu Ágústsdóttur í dálki þínum þann 22. mars sl. Þar lýsir hún ánægju sinni með fund hjá Æsku- lýðsfélagi Seljasóknar og það sem þar fór fram undir stjórn sr. Val- Seirs Ástráðssonar sem að sögn ,gú8tu var þar „einn og án allra hjálpartækja”. Ekki er að efa að hinn „hjálp- artækjalausi" prestur hafi staðið sig með sóma og ekkert nema gott um það að segja að lofað er það, sem vel er gert, en miður fannst mér hjá Ágústu að feMa í leiðinni sleggjudóma um trúariðkun, sem búnir að lesa auglýsingar eftir há- degisútvarp á annan klukkutíma og var því ekki lokið þegar ég fafst upp að hlusta á þessi ósköp. Ig man ekki hvaða gjald var þá tekið fyrir hvert orð, en dýrustu útvarpsauglýsingarnar eru eftir kvöldfréttir, og kostar hvert orð kr. 160, en er víst nokkuð minna á öðrum tímum. Þá vil ég spyrja, er það rétt að hver mínúta í sjón- varpsauglýsingu kosti kr. 27.000? Ef svo er held ég að það hljóti að vera góðar tekjur af þeim. Að gamni mínu tók ég fyrir nokkrum dögum tímann sem auglýsingar voru í sjónvarpinu, tók ég 9 daga, og voru þær alls þessa daga 134 mínútur, sem mundi þá gera, ef þetta gjald er rétt, kr. 3.672.000,00, þ.e. rúmlega þrjár og hálf millj. kr. Svo maður skilur vel, að Rikis- útvarpið vilji ekki missa þessar tekjur, ef leyfðar verða fleiri sjón- varpsstöðvar. Auðvitað kostar talsvert fjár- magn að reka útvarpið/sjónvarp- ið, þ.e. laun starfsfólksins (sem víst þykja nú ekki sérlega há), svo er það viðhald stöðvanna og annar rekstur. Hvað eru annars margir sem vinna hjá útvarpinu/sjón- varpinu? Hvað eru fréttamennirn- ir margir? Og er ekki ein og sama fréttastofan fyrir þennan ríkis- fjölmiðil? Hvað eru tæknimenn, skrifstofumenn og þulir margir? Og hvað eru þeir margir sem vinna ýms önnur störf? Annars má margt gott segja um þennan ríkisfjölmiðil, þó að sjálf- sögðu mætti margt gera á annan hátt og betur. Er t.d. nokkur ástæða til að hafa útvarp í gangi til kl. 3 að nóttu, sem þó er víst ekki nema eitt kvöld í viku. Hlust- ar nokkur svo lengi? Ef unglingar eða aðrir eru svo lengi nætur að skemmta sér, nota þeir þá bara ekki sín eigin hljómflutningstæki fram fer á öðrum nótum og ekki er henni sjálfri að skapi. Ég leyfi mér að efast um að Guð almáttugur sé það einstrengings- legur að honum sé það tilbeiðslu- form sem Ágústu Ágústsdóttur fellur i geð, þóknanlegra en það sem henni fellur miður. Umburðarlyndið, sem telja má eitt höfuðatriða boðskapar Heil- agrar ritningar, ætti að vera aðal og einkenni kristinna manna og megi tíska þess ríkja meðal þeirra og raunar allra manna. Virðingarfyllst, L. Stefán Ásgrímsson Framnesvegi 11, Reykjavík. og sínar plötur eða „bönd“? Ég álít að hvorki útvarp eða sjónvarp ætti að vera lengur en til kl. 23.00 eða í hæsta lagi til mið- nættis. Að byrja að sýna tveggja tíma mynd í sjónvarpinu kl. 22.30, sem stendur þá til hálfeitt eða lengur, finnst mér ekki rétt. Stundum eru það sæmilega góðar myndir og þá horfir fólk á þær til enda, annars eru það oftar lélegar myndir, sem þá fólk nennir ekki að horfa á svo lengi. Þá eru það sögurnar, sem lesnar eru jafnvel fjörutíu sinnum eða meira, sem mér finnst ekki rétt. Og því miður of oft ekki nógu góð- ur lestur, sem m.a. stafar af því að upplesari hefur ekki nógu góða „míkrófón-rödd“. Nú er það ekki oft sem heyrist 1 útvarpinu jafn góður lestur eins og þegar t.d. Helgi Hjörvar, dr. Einar ólafur Sveinsson o.fl. lásu upp. Hver af eldri útvarpshlustendum man ekki þegar Helgi Hjörvar las „Bör Börson', dr. Einar ólafur las Njálu? Svona mætti lengi telja. En hvað er annars greitt fyrir hvern lestur? Þá væri mjög æskilegt, að þegar sýndar eru í sjónvarpinu myndir með texta að textinn væri örlítið lengur á skjánum, því það eru bæði ungir og aldnir sem þurfa lengri tíma til að lesa textann, a.m.k. ef hann er langur, t.d. tvær línur. Þetta munar ósköp litlu í tíma, gæti verið t.d. í fréttum 1—3 mínútur. Veðurfræðingarnir sem skýra veðrið og veðurútlitið í sjónvarp- inu eru ágætir, en í útvarpinu ekki eins góðir, þ.e.a.s. þegar karlmað- ur les veðurfregnirnar flýtir hann sér óþarflega mikið, aftur á móti er það ágætt þegar kvenfólkið les þær, sem er oftast, sem betur fer. Annars er best að slá botninn í þetta að þessu sinni, þó margt fleira mætti taka til. Gamall útvarpshlustandi, eða allt frá byrjun útvarpsins 21. desember 1930. Þessir hringdu . . Gylliboð bankanna Magnea hringdi: Mér finnast bankaauglýsing- arnar í sjónvarpinu orðnar að hálfgerðri skrýtlu. Alltaf er verið að auglýsa bestu „kjörin" og gylliboðin birt hvert á fætur öðru. Raunin er bara ailt önn- ur, þegar fólk fer að kanna málið nánar! Væri ekki hægt að hafa aug- lýsingarnar raunsærri, þannig að menn vissu nákvæmlega að hverju þeir eru að ganga? Sleggjudómar um trúariðkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.