Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 Síðari leikur FH og Metaloplastika í kvöld: „Möguleiki á sigri náum viö toppleik" — segir Guðmundur Magnússon, þjálfari íslandsmeistara FH „VIÐ EIGUM möguleika á aigri ef viö náum toppleik,u aagði Guð- mundur Magnúaaon, þjálfari FH-liöaina, á blaðamannafundi FH-inga um Evrópuleikinn gegn júgóalavneaku meiaturunum í Laugardalahöll í kvöld. Leikurinn hefat kl. 20.30. Þetta er 20. árið sem FH-ingar taka þátt i Evrópukeppninni í handknattleik. Leiö FH í undan- úrslitin i vetur hófst á því aö liöiö sló norska liöiö Kolbotn út í fyrstu umferöinni. FH-ingar unnu stórsig- ur hér heima, 34—16, og síðan 39—31 í Noregi. í annarri umferö dróst liö FH gegn Honved, ungversku meistur- unum Liö Honved er mjög sterkt liö og hefur veriö í gegnum tíöina en FH-ingar náöu engu aö Síöur aö slá þaö út. FH-ingar töpuöu mjög naumlega í Ungverjalandi, 27—29, og sigruöu hér heima 26—22. Samanlagt 53—51. Glæsilegur árangur og í þriöju umferöinni mættu FH-ingar hollensku meist- urunum Vlug en Lenig. Eins og bú- ist var við sigruöu FH-ingar mjög auöveldlega hér á heimavelli, 24—16, en í leiknum í Hollandi geröu liöin jafntefli, 24—24. FH var því komíö í undanúrslitin og dróst gegn þessu geysisterka liöi frá Júgóslavíu, aö öllum líkind- um besta félagsliöi í heiminum í dag. í liöinu er eins og margoft hefur komiö fram meginuppi- staöan í liöi því er varö Ólympíu- meistarar í Los Angeles í sumar og allir handknattieiksunnendur hér á landi ættu því aö þekkja mjög vel. Nöfn eins og Vujovic, Vukovic, Basic, isakovic, Mrkonja hljóma kunnuglega í eyrum eftir aó Júgó- slavneska landsliöiö lék hér á landi í febrúar. Þá sýndu liösmenn þess fram á hve júgóslavneskur hand- knattleikur stendur hátt og óhætt er aö fullyröa aö þetta liö, Metalo- plastika, leikur ekki síóri hand- knattleik en landsliöiö. Jafnvel betri. i leiknum gegn FH úti lék liöið t.d. mun skemmtilegri hand- bolta en landsliöiö. Leikmenn liös- ins tóku mun meiri áhættu i leik- kerfum og „sirkusmörkum". Eins og áöur segir hefst leikur- inn kl. 20.30. Dómarar eru danskir, Jan Christensen og Poul Woehlk. Eftirlitsdómari veröur Love Wand frá Noregi. Leikmenn FH, sem veröa í eld- línunni í kvöld, eru þessir: Markveröir: Sverrir Kristinsson, 24 ára, og Haraldur Ragnarsson 22 ára. Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliöi, 22 ára, Valgaröur Valgarðsson, 24 ára, Jón Erling Ragnarsson, 20 ára, Sveinn Bragason, 23 ára, Óskar Ármannsson, 19 ára, Hans Guö- mundsson, 23 ára, Kristján Aras- on, 23 ára, Guöjón Árnason, 21 árs, Sigþór Jóhannesson, 21 árs og Guöjón Guömundsson, 24 ára. MorgunbMMÖ/8kaptl • Þrír af hinum frábæru leikmönnum Metaloplastika: frá vinstri örv- henta skyttan Slobodan Kuzmanovski, Mile Isakovic, besti vinstri hornamaður í heimi, og línumaöurinn snjalli Veselin Vukovic, sem ----------------- einnig er stórgóöur varnarmaöur. „Komum hingað til að sigra í leiknum" — segir þjálfari Metaloplastika, Aleksander Pavlovic • Aleksander Pavlovic, þjálfari Metaloplastika. „VID KOMUM hingað til að sigra í leiknum. Við erum meö gott líö og leikum alltaf til sigurs,“ sagöi þjálfarí júgóslavneska meistara- liösins Metaloplastika í samtali við blaöamann Morgunblaösins í gær, en liöið leikur í kvöld í Laug- ardalshöll gegn íslandsmeist- urum FH í Evrópukeppni meist- Cvetovic leikur ekki með gegn FH ÖRVHENTA stórskyttan Jovica Cvetkovic leikur ekki með Met- aloplastika í kvöid gegn FH. Hann varð eftir í Júgóslavíu. Ástæöuna fyrir því aö hann kom ekki til landsins sögöu Júgóslav- arnir í gær persónulegar. Hvaö sem því liður þá gæti fjarvera hans veikt liöiö talsvert. i fyrri leik liö- anna, í Júgóslavíu, skoraöi Cvet- kovic 2 mörk. Hin örvhenta skytta, Kuzmanowski, sem lék meö lands- iiöinu á Ólympiuleikunum í sumar, geröi þá einnig tvö mörk. Þeir skiptust taisvert á um aö vera inni á og voru þvi ætíö óþreyttir. Þeir eru báöir mjög góöir, ógnandi og sterkir, en Cvetkovic var þó íviö betri i þeim leik. En menn mega ekki halda aö ekkert veröi variö í aö horfa á liö Metaloplastika án Cvetkovic. Hann hefur t.d. ekki leikió „nema“ 65 landsleiki! Til gamans má geta þess aö landsieikjahæsti leikmaö- ur Motaoplastike er vinstri horna- maöurinn Mile Isakovic. Hann hef- ur leikió meö landsliöinu 134 sinn- um og er ekki nema 27 ára. Mirko Basic, fyrirliöi og markvöröur liö- sins, hefur leikið 101 landsleik. Alls eru átta landsliösmenn i liöinu Innanhússmeistaramótið sundi haldið um helgina i INNANHÚSSMEIST ARAMÓT ís- lands í sundi fer fram í Sundhöll Reykjavfkur um helgina. Mótið hefst i kvöld ki. 20. Á morgun, laugardag, hefjast undanrásir kl. 9 og úrslit kl. 15 og eins á sunnudag. Til keppni koma 130 einstakl- ingar frá 12 liöum víös vegar aö af landinu og hafa þeir allir náö þeim Firmakeppni Firmakeppni íþróttafólks Hafnarfjaröar í handknatt- leik veröur haldin 13. og 14. apríl nk. í íþróttahúsinu viö Strandgötu, Hafnarfiröi. Þátttaka tilkynnist í síma 11891 (Snorri) og í símum 687755 og 651067 (Sigfús) fyrir laugardaginn 6. apríl. lágmarkstímum sem settir voru sem skilyröi fyrir þátttöku á mót- inu. Þeir sundkappar sem æfa og keppa erlendis alla jafna veröa meö á innanhússmeistaramótinu aö undanskildum Árna Sigurös- syni. Ragnar Guömundsson og Þórunn Kristín Guömundsdóttir koma frá Danmörku og Tryggvi Helgason frá Bandaríkjunum. Reiknaö er með skemmtilegu móti og góðum árangri þar sem strax aö móti ioknu veróur valiö landsliö þaö sem keppir á Kal- ottmótinu í Sundhöll Reykjavíkur og páskana. araliöa. Þetta er síöari leikur liö- anna í undanúrslitum keppninnar — en FH tapaði sem kunnugt er, 17:32, í Júgóslvíu um síöustu helgi. „Leikurinn veröur örugglega mun erfiðari en sá fyrri í Júgó- slavíu FH-ingar munu auövitaö reyna aö hefna fyrir svo stórt tap. Leikmenn liösins munu eflaust leggja sig alla fram en ég held aó þaö sé útilokaö fyrir þá aö vinna upp fimmtán marka mun og kom- ast áfram. En þeir munu reyna alit sem þeir geta til aö vinna sigur í leiknum," sagöi Pavlovic. Hann sagöi aö liöiö myndi fyrst og fremst leika árangursríkan handknattleik en einnig leggja áherslu á aó sýna skemmtileg til- þrif. „Viö reynum líka aö skemmta áhorfendum — okkar leikur bygg- ist alltaf á því li'ka aö áhorfendum finnist gaman.“ Pavlovic vildi meina, er viö ræddum um fyrri leik liöanna og hve munurinn heföi veriö mikill, aö mótherjinn léki aldrei betur en liö Metaloplastika leyföi — og leik- menn liösins heföu leikiö mjög vel ytra. Hann sagöist reikna meö aö liö sitt léki svipaöa vörn í leiknum í kvöld og úti — aö skyttur FH-liðs- ins yröu truflaöar mjög mikiö, „en þaö er þó ekki heppilegt aö gefa upp of mikiö af „taktíkinni“,“ sagöi hann. Hann sagöi aö liðin þekktu hvort annaö mun betur nú eftir aö hafa mæst um síðustu helgi og því gæti þessi leikur þróast allt ööruvísi en sá fyrri. Þá vildi Pavlovic meina aö þaö breytti talsvert miklu fyrir lið sitt aö hafa ekki örvhentu stór- skyttuna Jovica Cvetkovic, en hann kom ekki meö liöinu hingaö eins og fram kemur annars staöar á siöunni. • Ásgeir Guðbjartsson sóst hér í keppninni um siðustu helgi. Hann varð Islandsmeistari unglinga. Jóhannes vann öldungaflokkinn IJ — f t ■ . ■ * ■ s f mu - m m m m • íslandsmót öldunga í snóker fór fram fyrir skömmu. Jóhannes Magnússon sigraöi, Stefán Guð- johnssen varö í ööru sæti. i meistaraflokki kvenna sigraði Hanna Rún Þór. Jóna Guö- mundsdóttir varð t ööru sæti. ís- landsmeistari í flokki unglinga varð Ásgeir Guöbjartsson og néöi hann 75 á stuði. En það er hæsta skor sem náðst hefur hér á landi á 12 feta boröi. Arnar Richards- son varð annar og Brynjar Valdi- marsson hafnaöi í þriöja sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.