Morgunblaðið - 29.03.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 29.03.1985, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 ÚTYARP / SJÓNYARP Fræöslu- sjónvarp Alltaf er eitthvað nýtt að koma í ljós varðandi hið svokallaða frjálsa útvarp og sjón- varp, er senn mun ryðja sér til rúms á landi voru. Síðast í gær hér í blaðinu er Ragnheiður Valdi- marsdóttir, dagskrárklippari hjá íslenska sjónvarpinu kveður sér hljóðs nýkomin heim frá ráð- stefnu alþjóðlegra samtaka út- varpsstarfsmanna, sjónvarps- starfsmanna og kvikmyndagerð- armanna, er haldin var í Aþenu. Ber vissulega að gefa gaum að orðum Ragnheiðar, en hún telur það samdóma álit ráðstefnugesta, að þar sem algert frelsi ríki í sjón- varpsmálum aukist framleiðslan gífurlega en verði stöðugt lélegri. Til marks um þetta ástand nefnir Ragnheiður Italíu, þar sem 2.000 bíómyndir eru sýndar á degi hverjum. Ég hefi heitið lesendum því að ræða ekki frekar hér í dálki um hin nýju útvarpslög, en tel þó rétt að benda á ýmsar nýjar hugmyndir, er fram koma varð- andi útvarps- og sjónvarpsrekst- ur. Þannig er ég persónulega kom- inn að þeirri niðurstöðu eftir miklar vangaveltur og lestur, að heppilegast sé að hér risi ein öflug einkasjónvarpsstöð til mótvægis við ríkissjónvarpið, og þar með stæðum við jafnfætis stórþjóð á borð við Hollendinga. Ég er þeirr- ar skoðunar að sú sjónvarpsstöð verði að þjóna landinu öllu og skuli dagskrá hennar fremur mið- uð við yngra fólk, en ríkissjón- varpið einbeiti sér frekar að dagskrárgerð er hæfir eldra fólki. Hér yrði sum sé um svipaða hlut- verkaskipan að ræða og nú er milli rásar I og II hjá Ríkisútvarpinu. Þetta þýddi í raun að hvert heim- ili þyrfti að eiga minnst tvö sjón- varpstæki, er ekki minnkaði kyn- slóðabilið margfræga. Fræðsl usjónvarp Og nú er ég loks kominn að um- ræðuefni dagsins, er því miður varð að feta fyrrgreinda slóð í gegnum grein Ragnheiðar og mín- ar eigin hugmyndir tengdar rýmk- un útvarpslaganna, en spjall dags- ins snýr að möguleikum okkar Is- lendinga á því að eignast sérstakt fræAslusjónvarp, er getur hjáipað okkur til að halda velli í heimi upplýsingabyltingarinnar. Ég óttast að slíkt sjónvarp verði ekki að veruleika í kjölfar rýmkunar útvarpslaga. Ríkissjónvarpið mun vafalaust enn um sinn skjóta fræðslumyndum inni dagskrá sína og sama verður sennilega uppá teningnum hjá einkasjónvarps- stöðvum, en ég er hér að tala um sérstaka sjónvarpsstöð eða rás er mióar útsendingar sínar og dagskrá markvisst við stundaskrá skólanna. Ég held að hér sé mikið verk að vinna fyrir þá aðila er sjá um miðlun fræðsluefnis. Heppilegasta lausnin á þessu máli væri sú að mínu viti að hver skólastofa fengi sinn sjónvarpsskerm, er tengdur væri með kapli við skólasjón- varpsstöð, en þar hittust reglulega hinir ýmsu aðilar er sæju um þessi mál, svo sem starfsmenn stóru sjónvarpsstöðvanna, Fræðslu- myndasafnsins, Námsgagnastofn- unar og umboðsmenn erlendra námsefnisframleiðslufyrirtækja, og mótuóu dagskrá á grundvelli óska kennara. Þannig væri hægt að byggja upp öflugt fræðslusjón- varp, er miðaði dagskrá sína við óskir kennara og stundatöflur skólanna. Er fram iiðu stundir gætu svo nemendur og kennarar orðið virkir þátttakendur í sjálfri dagskrárgerðinni. Nýtum Ijós- þráðatæknina til fulls í skólakerf- inu og þá mun oss vel farnast í heimi upplýsingabyltingarinnar. ólafur M. Jóhannesson Á sYeitalínunni ■■■■ Hilda Torfa- OO 15 dóttir hjá — RÚVAK verður með vikulegan þátt sinn „Á sveitalínunni" í út- varpi í kvöld kl. 23.15. Fyrst spjallar hún við Nönnu Tómasdóttur á Blönduósi, en faðir henn- ar var einn af stofnendum Leikfélags Blönduóss. Nanna starfaði með Leik- félaginu i fjölda ára og mun hún rifja upp endur- minningar sínar frá leik- húslifinu. Þá ræðir Hilda við Magnús Snæbjörnsson á Syðri-Grund í Höfða- hverfi í Suður-Þingeyj- arsýslu. Segir hann frá uppbyggingu gamla bæj- arins í Laufási. Að síðustu ræðir Hilda við Aðalheiði Karlsdóttur, rithöfund og ætlar hún að segja frá fyrstu utan- landsferðinni sem hún fór Knapaskólinn Knapaskólinn | Q 25 nefnist breskur 13“ myndaflokkur í sex þáttum sem hóf göngu sína í sjónvarpi síðasta föstudag. 1 kvöld kl. 19.25 verður sýndur annar þátt- urinn um unglingsstúlk- una Billy, sem á sér þann draum heitastan að verða knapi. í fyrsta þætti gerðist þetta helst. Billy fær vinnu sem hestahirðir við Rectory-hesthúsið. Fljót- lega lendir hún í árekstri við mikilsvirtan hestaeig- anda og nærri liggur að fyrsti dagurinn hennar í hesthúsinu verði jafn- framt hennar síðasti. En Billy hefur vaðið fyrir — nýr breskur myndaflokkur neðan sig og henni verður ekki haggað, enda komin i starf sem síðar getur opnað allar dyr fyrir henni til að verða knapi. Strákunum, starfsfélög- um hennar, finnst hún einum of kotroskin og ákveða að stríða henni dá- lítið. Þátturinn endaði þar sem Billy ræfillinn hékk ósjálfbjarga í neti festu upp í rjáfri. I þættinum í kvöld er Billy þó komin niður á jörðina á ný og búin að jafna sig á ósköpunum. Við fáum að fylgjast með því hvernig henni vegnar í vinnunni og einnig „viður- eigninni“ við starfsfélag- ana. Dana Humphries fer með hlutverk hestastelpunnar Billy. Skólalíf ■I Að loknu 40 Skonrokki I ” kvöld verður sýndur í sjónvarpinu ann- ar þátturinn af þremur sem gerðir hafa verið um skólalíf á íslandi. I fyrsta þættinum var litið við í mmm Menntaskólanum í Reykjavík, en í þættinum í kvöld, sem nefnist Fram- haldslíf, er það Alþýðu- skólinn á Eiðum sem verður fyrir valinu. Sjónvarpsmenn heim- sækja skólann og fylgjast með því i einn sólarhring hvernig nemendur i heimavistarskóla verja tímanum i fristundum. En líklegast mun minna vera um að vera fyrir austan en í Reykjavík þar sem allt úir og grúir ÚTVARP af kvikmyndahúsum, skemmtistöðum, matsölu- stöðum, krám o.fl. Umsjónarmaður þátt- arins er Sigurður G. Val- geirsson, en stjórn upp- töku annaðist Valdimar Leifsson. Brigitte Bardot fer með eitt aðalhlutverkanna í mynd- inni. Shalako — bresk mynd frá 1968 Föstudags- eyey 20 mynd sjón- CiLá — varpsins er bresk frá árinu 1968 og nefnist Shalako. Kvik- myndahandbókin okkar gefur henni tvær stjörnur. Myndin gerist í Nýju- Mexíkó um 1880. Hópur fyrirmanna frá Evrópu er á ferð um sveitir landsins í veiðihug. Hann fer í heimildarleysi inn á yfir- ráðasvæði indíana til dýraveiða. Heimamenn eru skilj- anlega ósáttir við þessa hvítu veiðiþjófa og finna ekki annað úrræði en bardaga. Þeir skera því upp herör. Hópurinn á sér einskis ills von en fær óvæntan liðsauka þegar fyrrum hermaður gerist bjarg- vættur hópsins og forðar honum undan herskáum indíánum. Leikstjóri er Edward Dmytryk og leikarar eru ekki af verri endanum. En með aðalhlutverk fara Sean Connery, Brigitte Bardot, Jack Hawkins, Stephen Boyd og Peter Van Eyck. FÖSTUDAGUR 29. mars 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Sigurbjörn Sveinsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Albert" eftir Ole Lund Kirkegaard Valdfs Oskarsdóttir les þýö- ingu Þorvalds Kristinssonar (5). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 104» Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl (útdr.). 10j45 .Þaö er svo margt aö minnast á“ Torfi Jónsson sér um þátt- inn. 11.15 Morguntónleikar. 124» Dagskrá. Tónleikar. Tll- kynningar. 1220 Fréttir. 12.45 Veóur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 .EkJraunin" eftir Jón Björnsson Helgi Þorláksson les (7). 14.30 A léttu nótunum Tónlist úr ýmsum áttum. 1530 Tilkynningar. Tónleikar. 104» Fiéttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 1650 Johann Sebastian Bach — Ævi og samtlö ettir Hendrik Willem van Loon. Þýtt hefur Arni Jóns- son frá Múla. Jón Múli Arna- son les (5). 19.15 A dðfinni. Umsjónarmaö- ur Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19J5 Knapaskólinn. Annar þáttur. Breskur myndaflokkur I sex þáttum um unglingsstúlku sem langar til að veröa knapi. Þýöartdi Guöni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónarmaö- ur Helgi E. Helgason. 21.15 Skonrokk. Umsjónar- 1050 Slödegistónleikar Pianókonsert nr. 4 I A-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Edwin Fischer leikur meö kammersveit. 17.10 Siödegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvðldsins. 194» Kvðldfréttir. Tilkynningar. 1955 Daglegt mál. VakJimar Gunnarsson ftytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Jónas og Alsnjóa. Um FÖSTUDAGUR 29. mars menn HarakJur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 2150 Skólalif 2. Framhaldsllf. I þessum þætti heimsækja sjónvarpsmenn AlþýöuskóF ann á Eiöum og fylgjast meö þvl I einn sólarhring hvernig nemendur heimavistarskóla verja tlmanum (frlstundum. Umsjónarmaöur: Siguröur G. Valgeirsson. Stjórn upptöku: Valdimar Leifsson. túlkun kvæöis ettir Jónas Hallgrlmsson. Páll Valsson tekur saman og flytur. b. Af Margréti Benedictsson I Vesturheimi. Lóa Þorkels- dóttir les þriöja hluta frá- sagnar sinnar. c. Hann er góöur greyið: ég gef honum fjóra. Þorsteinn Matthfasson rifjar upp minn- ingar frá fyrstu árum slnum viö kennslustörf. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 2150 Planókvartett I g-moll K.478 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. Artur Schnabel leikur meö 2250 Shalako Bresk blómynd frá 1968. Leikstjóri Edward Dmytryk. Aöalhlutverk: Sean Connery, Brigitte Bardot, Jack Hawk- ins, Stepen Boyd og Peter Van Eyck. Myndin gerist I Nýju-Mexfkó um 1880. Hópur fyrirmanna frá Evrópu fer I heimildarleysi inn á yfirráöasvæöi indiána til dýraveiða. Fyrrum her- maöur gerist bjargvættur hópsins þegar indiánar skera upp herör. Þýöandi Baldur Hólmgeirs- son. 00.15 Fréttir I dagskrárlok. félögum I Pro Arte-kvartett- inum. (Hljóðritaö I Lundún- um áriö 1934.) 224» Lestur Passlusálma (46). 2215 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 99 a.4 Or blöndukútnum. — Sverrir Páll Erlendsson (RUVAK). 23.15 A sveitallnunni: Umsjón: Hilda Torfadóttir. (RÚVAK). 244» Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RAS 2 til kl. 03.00. 104»—1200 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Siguröur Sverrisson. 144»—104» Pósthólfiö Stjórnandi: VakJls Gunnars- dóttir. 16.00—184» Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ólafsson. HLÉ 23.15—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. (Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.