Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 23 Haust- og vetrartískan 1985—86 Þessi mynd var tekin í síðustu viku, er verið var að sýna haust- og vetrartískufatnað frá fatahönnuðinum Thierry Mugler { París. Sýn- ingarstúlkan íturvaxna skartar alklæðnaði frá Mugler, hvítum dragsíð- um og þröngum satínkjól með flegnu v-hálsmáli og háum kraga að aftan. Um háls og mitti glóir á gimsteinafesti og svo er hún í háum gljástígvélum. Ungverjar fylgja áfram sömu stefnu BéiUpcfrt, 28. marz. AP. UNGVERSKI kommúnistaleiðtog- inn Janos Kadar sagði í dag að um- bætur þær sem hann hefur beitt sér fyrir í efnahagsmálum yrðu langlíf- ar, en hann hvatti til strangara eftir- lits með valdníðslu. Hár aldur Kadars hefur vakið spurningar um hvað taka muni við af honum, en ungverskir sérfræð- ingar segja að ummæli hans bendi til þess að frjálslyndri stefnu hans í efnahagsmálum verði haldið áfram þegar valdatíma hans lýk- ur. Efnahagsmál hafa borið hæst á yfirstandandi þingi ungverska kommúnistaflokksins. Lýst hefur verið áhyggjum vegna þess að verðbólga hefur aukizt, lífskjör rýrnað og skort hefur tæknileg vinnubrögð. Þó hefur verið gripið til vald- dreifingar, ýtt undir einkafram- tak, hlutverk ágóðavonar viður- kennt og gerðar fleiri breytingar, sem eru fágætar í sovétblokkinni. Fréttir hafa borizt um ótil- greindan ágreining sovézku ríkis- stjórnarinnar og ríkisstjórna nokkurra annarra aðildarlanda Varsjárbandalagsins um skilyrðin fyrir því að sáttmálinn verði endurnýjaður. Samningaviðræður um endur- nýjunina hafa farið fram með mikilli leynd. Samkvæmt austur- evrópskum heimildum seint i fyrra náðist enginn árangur á fundi í Varsjá í september 1984 um endurskoðun orðalags sátt- málans. Á þeim fundi munu Rúmenar hafa viljað að samningurinn yrði endurnýjaður til fimm ára, en Rússar munu hafa viljað að hann yrði endurnýjaður til allt að 20 ára. V arsjársáttmálinn senn endurnýjaður Búksrest, 28.marz. AP. FORSETI Rúmeníu, Nicolae Ceus- escu, hefur skýrt frá því að sjö aðild- arríki Varsjárbandalagsins hafi komizt að samkomulagi um endur- nýjun Varsjársáttmálans og undirrit- un fari fram í vor að sögn blaðsins Scinteia í dag. Geimvarair: Ástralir aðstoða ekki Bandaríkjamenn ^ Canberra, Ástralíu, 27. mara. AP. ÁSTRAUR munu ekki veita Banda- ríkjamönnum aðstoð við rannsóknir þeirra á varnarkerfi í geimnum, að því er Kim Beazley, talsmaður varn- armálaráðuneytisins í Canberra, skýrði frá í dag. Bob Hawke, forsætisráðherra Ástralíu, sagði i þingræðu í dag, að allt tal um aðild Ástraliu- manna að geimvarnarrannsókn- unum væri getsakir einar, þar sem Ceusescu bað miðstjórn rúm- enska kommúnistaflokksins að „heimila" aðalritara hans að und- irrita endurnýjunarskjölin, en samningurinn rennur út 4.júm. Tillagan var samþykkt með „dynjandi lófataki" að sögn Scint- Bandaríkjamenn hefðu ekki farið fram á neina aðstoð. Þegar Hawke var á ferðinni í Bandaríkjunum i febrúar lýsti hann andstöðu sinni við hugmynd- irnar um geimvarnarkerfi. Hann kvað Caspar Weinberger, varn- armálaráðherra Bandarikjanna, hafa fullvissað sig um að banda- rískar herstöðvar í Ástralíu yrðu ekki tengdar geimvarnarkerfinu, ef það yrði smiðað. <r 0 0 0 0 0 0 0 D 0 D HAGSTÆÐ INNKAUP LÆKKAÐ VÖRUVERÐ TILBOÐSVERÐ A PÚSTKERFUM I DATSUN OG SUBARU VEGNA HAGSTÆÐRA INNKAUPA LÆKKUN ALLT AÐ 25% GEGN STAÐGREIÐSLU T.D. KOSTAR PÚSTKERFI í DATSUN CHERRY KR. 3.315 OG í SUBARU 1600 DL KR. 3.398, MIÐAÐ VIÐ AÐ KEYPT SÉ HEILT SETT. GÆÐAVARA ÚR ÁLSERUÐU EFNI SEM GEFUR 70%-80% BETRI ENDINGU GEGN RYÐI. HVER BÝÐUR BETUR? Bílavörubú&in FJÖDRIN Skeifunni 2 82944 Púströraverkstæói 83466 D D D D D D D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.