Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 17 Bréfberum svarað Blaðinu hefur borist eftirfar- andi frá Póst- og símamála- stjóra: I tilefni af opnu bréfi til Póst- og símamálastjóra frá nokkrum bréfberum í Reykjavík, sem birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 27. mars sl. og í NT í dag, þar sem annars vegar er fjallað um út- burðarhverfi bréfbera og spurt eftir hvaða reglum þau séu ákveð- in og hins vegar um að misbrestur sé á að farið sé eftir gildandi regl- um um bréfakassa og bréfarifur, merkingar þeirra o.s.frv. skal eft- irfarandi tekið fram: Útburðarhverfi bréfbera miðast við að þeir geti innt af hendi starf sitt á venjulegum vinnutíma. Sé póstur óvenju mikill eða aðrar óeðlilegar aðstæður skapist, ber bréfberum að snúa sér til yfir- manna á póststöð sinni, sem gerir þá viðeigandi ráðstafanir í sam- ráði og í samvinnu við þá. Sama gildir að sjálfsögðu ef bréfberi verður var við, að ekki er fylgt settum reglum varðandi upp- setningu einkapóstkassa, merk- ingar þeirra o.s.frv. Er honum þá skylt að láta yfirmenn sína vita svo að unnt sé að gera viðeigandi ráðstafanir, sbr. reglugerðargrein þá, sem vitnað er til í bréfinu (10.4.7.). Ekki er vitað til að höfundur bréfsins hafi komið ábendingum varðandi þessi atriði á framfæri með framangreindum hætti. Reykjavík 28.03. 1985. Póst- og símamálastofnunin. Ýsan vinsælust á fiskhátíð FISKHÁTÍÐIN í Vörumarkað- inum á Eiðisgranda, sem haldin var um síðustu helgi, tókst von- um framar, segir Lárus Ein- arsson í Vörumarkaðinum. „Fólk er mjög hrifið af þessari tilbreytingu og tilbúið að reyna eitthvað nýtt. Ýsan er langvin- sælust en við bjóðum upp á ýsu- bita í mismunandi sósum og hún er tilbúin beint í ofninn. Eins erum við með karfa og er hann mjög ódýr og alltaf að sækja á. Þessa rétti er alltaf hægt að fá alla daga.“ Kökubasar Thorvaldsens- félagsins Á morgun, laugardaginn 30. mars, heldur Thorvaldsensfélagið köku- basar sem hefst kl. 2 á Langholts- vegi 124. Thorvaldsensfélagið var stofnað árið 1875 og er eitt af elstu góðgerðarfélögum landsins. Félagið hefur alla tíð haft það að markmiði að hjálpa sjúkum börnum. Allur ágóði af þessum kökubas- ar rennur til tækjakaupa handa barnadeild Landakotsspítala, en félagið hefur undanfarin ár reynt að styðja við bakið á þeirri deild eftir því sem efni hafa leyft. Langflestir farþegar til landsins frá N-Ameríku Fleiri farþegar komu til íslands með skipum og flugvélum á tímabil- inu frá áramótum til febrúarloka í ár en á sama tíma í fyrra. Nú komu alls 13.228 manns til landsins á þessu tímabili, en 11.187 í fyrra. Hlutfall milli íslenskra og út- lenskra farþega hélst þó nokkuð svipað. I ár voru Islendingar I hópnum 7.862 að tölu, en útlend- ingarnir 5.366 og í fyrra voru ís- lendingarnir 6.5%, en útlendingar 4.591. í yfirliti útlendingaeftirlitsins yfir komur fólks til íslands í febrúarmánuði sl. kemur fram, að alls komu 5.950 farþegar, 3.637 ís- lendingar og 2.313 útlendingar. Flestir farþeganna, eða 946, komu frá Bandaríkjum N-Amer- íku og næst á eftir fylgja Dan- mörk, með 257 farþega, Svíþjóð, 248 og Noregur, 234 farþegar. Þá koma Stóra-Bretland, en þaðan komu 194 farþegar, Holland, 36, og Japan, 35 farþegar. Frá eftirtöldum níu löndum kom aðeins einn farþegi; Col- ombíu, Hong Kong, ísrael, Kína, Malasíu, Mexíkó, Nígeríu, Perú og Thailandi. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Loksir isá 1 kjúklingut inn sem sló í gc ign | 1 IZIIMIVII IKKI 1 Danski HELGARKJÚKLINGURINN náöi strax miklum vinsældum í Danmörku, enda danir miklir matmenn og láta ekki bjóða sér hvað sem er. Þess vegna fengum við hjá ÍSFUGL danskan matvælafræðing til að sjá um framleiðsluna á íslenska HELGARKJÚKLINGNUM og af honum er enginn svikinn. HELGARKJÚKLINGURINN er sérkryddaður kjúklingur, skorinn í bita og settur í álbakka, bakkann má síðan setja beint í ofninn úrfrystinum og HELGARKJÚKLINGURINN ertilbúinn á 50 mín. _ Sérkryddaður Helmtfoiingur Heill kjúklingur skorinn í 8 bita. He PASKAMATURINN í AR Hálfur kjúklingur skorinn í 4 bita. / ii \ V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.