Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 31 janúar 1960 var Viggó á bv. Oran- usi á heimleið af Nýfundna- landsmiðum. Þeir lentu í fárviðri og ekkert var vitað um skipið. Eft- ir nokkurra daga leit fannst það úr flugvél og kom í ljós að þeir voru án fjarskiptasambands því að brotsjór hafði komið á skipið og laskað það. Mikil var gleði manna er loks náðist samband við skip- verja og ljóst var að áhöfnin var heil á húfi, en flestir höfðu þá tal- ið skipið af. Eftir að Viggó kom í land var hann vélgæslumaður næstu 10 ár- in hjá Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunni hf. í Rvík, en síðustu starfsárin vann hann hjá Glit hf. við viðgerðar- og eftirlitsstörf þar til heilsa hans brást á si. ári. Árið 1938 kvæntist Viggó Ásu S. Björnsdóttur, f. 24. maí 1905, dótt- ur Björns Kristóferssonar bónda að Hnausum í Þingi, Húnavatns- sýslu, og konu hans, Sigríðar Bjarnadóttur. Ása Sigríður var mikil myndar- og mannkostakona sem lést langt fyrir aldur fram, 17. febrúar ’51, frá fjórum ungum börnum þeirra. Þau eru: Hilmar, f. 14. febr. 1939, forstöðumaður Landsbanka íslands á Hellissandi, kvæntur Auði Guðmundsdóttur; Gísli, f. 3. maí 1943, verkfræðingur hjá Vita- og hafnamálastofnun- inni, kvæntur Kristínu Guð- mundsdóttur; Björn, f. 29. júlí 1946, rekstrartæknifræðingur með eigin atvinnurekstur, kvæntur Hallveigu Björnsdóttur; Sigrún Vigdís, f. 2. okt. 1948, fóstra, gift Inga Karli Guðmundssyni. Barna- börnin eru ellefu. Eftir lát Ásu Sigríðar stóð Viggó einn uppi með barnahópinn sinn. Það var erfitt að stunda sjó- mennsku með fjögur móðurlaus börn heima, en með hjálp vina og vandamanna var úrlausn fengin um tíma. Þá réðst til hans María Benediktsdóttir, f. 25. maí 1910, dóttir Benedikts Helgasonar bónda að Ytra-Tungukoti, Húna- vatnssýslu, og konu hans, Guðrún- ar Þorláksdóttur. Taldi Viggó það mikla gæfu fyrir sig og börnin, því að María gekk þeim í móður stað og reyndist þeim frábærlega vel. Síðar gengu þau í hjónaband og var sambúð þeirra mjög farsæl alla tíð. Síðasta árið sem Viggó lifði, þá farinn að heilsu og að mestu leyti lamaður, vék María vart frá rúmi hans, hvorki á Landspítalanum þann tíma er hún mátti hjá honum dvelja né eftir að hann var fluttur heim í Mávahlíð. Naut hann einstakrar umhyggju hennar og fórnarlundar allt til hinstu stundar. Viggó átti marga strengi í hörpu sinni. Bókhneigður var hann og fróðleiksfús, skákmaður Lionsmenn selja herðatré FÉLAGAR úr Lionsklúbbi Kópa- vogs selja á morgun, laugardag, herðatré, og mun ágóðinn renna til kaupa á Uekjum vegna sundkennslu við Kópavogshæli. I fréttatilkynningu frá fjáröfl- unarnefnd klúbbsins segir að sex herðatré í pakka kosti 200 krónur og muni skólanemar úr Kópavogi aðstoða við söluna. Lýst eftir stolnum bflum Rannsóknarlögreglan í Reykjavík leitar nú tveggja bfla, sem stolið var i höfuðborginni fyrr f þessum mánuði. Hefur hvorugur fundist þrátt fyrir mikla leit. Báðir eru bílarnir af Volkswag- en-gerð. öðrum var stolið 5. mars við fjölbýlishúsið í Ljósheimum 22. Það er rauður VW Golf, árgerð 1978, skáningarnúmer R—56872. Aftan á bflnum er „ÍS“ merki og annað frá framleiðendum „John Players Special". Hinn bíllinn er VW-„bjalla“, sem stolið var frá Hringbraut 45 þann 14. mars. Þar er um að ræða appel- sínugulan bíl með númerinu R—51561. Þeir sem kynnu að vita hvar þess- ir bílar eru niðurkomnir eru beðnir að láta rannsóknardeild Reykjavík- urlögreglunnar vita. Minning: Sigrún Guðmunds dóttir Stokkseyri góður og tefldi mikið alla tíð. Auk þess má nefna bridge sem hann spilaði, einkum eftir að hann fór að vinna í landi. Ferðalög um landið að sumarlagi veittu honum óblandna ánægju og lífsfyllingu. Hann hafði gaman af íþróttum, einkum handknattleik sem hann fylgdist með af miklum áhuga. Yndi hafði hann af tónlist og gerði talsvert af því að spila á orgel og síðast en ekki síst var stærðfræðin honum hugleikin og stytti hann sér oft stundir við að auka þekk- ingu sína á því sviði. Ég tel að Viggó, móðurbróður mínum, sé best lýst með því að segja að hann hafi verið vandaður maður til orðs og æðis. Stafaði frá honum hlýju, þannig að ungir sem aldnir löðuðust að honum og þótti vænt um hann. Alltaf hafði hann tíma til að ræða við frændsystkin sín og fylgdist með námi og starfi hvers og eins. Systkinabarnahóp- urinn var stór og börnum þeirra fjölgaði með ári hverju. Aldrei brást það að Viggó og María heilsuðu upp á nýfæddan frænda eða frænku og kæmu færandi hendi. Að eðlisfari var Viggó hjálpsamur og greiðvikinn og vildi hvers manns vanda leysa. Börnum sínum reyndist hann hinn besti faðir og var þeim stoð og stytta í uppvextinum og hollráður eftir að þau fluttust að heiman. Ég sendi Maríu, börnunum og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Viggós E. Gíslasonar. Sigrún Sighvatsdóttir Fædd 7. desember 1915 Dáin 22. mars 1985 Það er talsverð lifsreynsla fyrir barnfædda Reykvíkinga, komna vel yfir miðjan aldur, að flytja „út á land“ og reyna, að það er algjör líf svenj ubrey ting. Ég tel mig geta staðfest það, sem Vilmundur heitinn Gylfason sagði eitt sinn, og ég minnist ekki, að hafi verið orðað fyrr en þá, að í þessu landi búi tvær þjóðir; ekki aðeins efnalega, heldur miklu frekar hvað snertir lífsháttar- umhverfi. Þetta þarf að upplifa til að skilja. EKki gerði ég mér grein fyrir þessu, fyrr en að því kom í mínu lífi. Þó skildist mér, að ég yrði að reyna að samlagast því fólki, sem verða mundi samsveitungar mínir, og því lá beinast við að ganga í viðkomandi kvenfélag og fara I saumaklúbb innan sveitarinnar, hvað ég gerði svo til strax. — Þar hófust kynni okkar Sigrúnar Guð- mundsdóttur, sem þá var hús- freyja í Hlíðartungu í Ölfusi, og sem nú er fallin í valinn, 69 ára að aldri. Sigrún var mjög áhugaverð kona. Hún var greind, vel lesin, ritfær og hagmælt. Hún hafði að- dáunarvert minni og kunni ógrynni af sögum og ljóðum, sem hún sagði frá á mjög skemmtileg- an hátt. Kímnigáfa hennar var og frábær. Kynni okkar Sigrúnar urðu nán- ari en flestra annarra innan okkar sveitarfélags, eftir að við unnum saman í Húsnefnd Félagsheimilis Ölfusinga síðustu árin. Þar kynnt- ist ég nýrri hlið á Sigrúnu, eigin- leikum, sem ég met mikils: Hún var sjálfri sér samkvæm, kom til dyranna eins og hún var klædd, hafði sjálfstæða skoðun á málum og stóð við hana á hverju sem gekk. — Ég tel mig hafa verið lánsama að hafa kynnst henni og get sagt mig hafa verið vinkonu hennar og þeirra hjóna. Sigrún var verðugur fulltrúi svokallaðrar alþýðustúlku af sinni kynslóð. Fædd var hún og uppalin á Stokkseyri, fór í gegnum það, sem þar bauðst, gegnum vinnu- konu- og verkakonutímabil í Reykjavík, m.a. naut Sláturfélag Suðurlands starfskrafta hennar og hennar fólks. Sigrúnu prýddu gleymdir eigin- leikar hennar kynslóðar: Spar- semi, nýtni, heiðarleiki og samviskusemi. — Upprunatilfinn- ing hennar leitaði svo aftur í sveit, enda var hún mikill dýravinur og góð búkona. Þegar halla tók undan fæti hættu þau hjón búskap og fluttu til Hveragerðis. Minnis- stætt er, þegar þau seldu búpening sinn, kýr í eina átt, fiðurfé og fleira í aðra, hvað Sigrún lét sér annt um, að vel væri með farið hjá nýjum húsbændum. Eiginmaður Sigrúnar, Sigurður Jónsson trésmiður að mennt, greindur ágætismaður, ættaður úr Grindavík, lifir hana. Þau eignuð- ust þrjú börn og hafa haft mikið barnalán. Skarð Sigrúnar í röðum okkar hér undir Kömbuum verður vand- fyllt. Valgerður Tryggvadóttir, Vogi í Ölfusi. Minning: Helgi Kristjáns- son bifreiðastjóri Fæddur 1. janúar 1903. Dáinn 21. mars 1985. Helgi Kristjánsson, bifreiða- stjóri, Stórholti 26, Reykjavík, lézt í Landakotsspítalanum þann 21. marz sl., 82 ára að aldri. Helgi fæddist á Högnastöðum í Þver- árhlíð 1. janúar 1903 og fluttist 1904 að Grísatungu í Stafholts- tungum ásamt foreldrum sínum, Þuríði Helgadóttur og Kristjáni Kristjánssyni, bónda. Þar bjó fjöl- skyldan til ársins 1915, en þá fluttist hún til Borgarness. Þau hjón eignuðust 12 börn. Helgi bjó í Reykjavík frá árinu 1926 og stundaði bifreiðaakstur. Hann hóf störf hjá Eimskipafélagi íslands sama ár og hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Rögnu Ingimundardóttur. Það var árið 1931. Helgi starfaði hjá Eim- skipafélagi íslands samfellt í um 40 ár, en þegar hann hætti þar störfum gerði hann út frá vöru- bifreiðastöðinni Þrótti. Helgi var kjörinn heiðursfélagi þess félags 1981. Hann var ætíð sjálfstæður atvinnurekandi og rak vörubif- reiðina þar til hann varð áttræð- ur, en þá þótti Helga tími til kom- inn að selja 30 ára gamlan bílinn. Hann hætti þó ekki störfum og hélt áfram næturvörzlu í Hamp- iðjunni, en því starfi hafði hann einnig gegnt síðustu æviárin. Helgi var mikill íþróttamaður á yngri árum og var hann í fim- leika- og glímuflokki Iþróttafé- lagsins Ármanns um árabil. Hann ferðaðist til Evrópu á árunum í kringum 1930 ásamt félögum sín- um í Ármanni og sýndi m.a. Þjóð- verjum íslenzka glímu. Á þann hátt má e.t.v. segja, að Helgi hafi fetað í fótspor Jóhannesar Jós- efssonar, en leiðir þeirra kappa lágu síðar saman á lifsleiðinni, þegar fjölskyldur þeirra tengdust. Helgi var grannur maður, nett- ur og léttur á fæti. Hann var í raun alltaf eins og unglamb að því er manni fannst, snöggur í hreyf- ingum og bar sig eins og vel þjálf- aður íþróttamaður. Hann var bú- inn andlegum kostum sanns íþróttamanns. Hann var hógvær og prúður og vann störf sín af alúð og með stolti. Hann var jákvæður í afstöðu sinni til lífsins og hróp- aði ekki á torgum eins og margra er siður nú á tímum. Helgi taldi sig auðnumann og var ánægður með hlutskipti sitt í lífinu. Hann kvartaði aldrei þótt á móti blési og tók sonarmissi með æðruleysi að því er bezt var séð. Eins og fyrr sagði var Helgi kvæntur Rögnu Ingimundardótt- ur, sem bjó þeim hjónum og fjór- um sonum þeirra fallegt heimili. Þau voru gestrisin hjón og sam- hent og ríkti góður andi á heimili þeirra. Synir þeirra hjóna eru Leifur, en hann lézt árið 1981. Leifur eignaðist tvo syni, þann yngri með sambýliskonu sinni Þórunni Óskarsdóttur; Ingimund- ur, kvæntur Svövu Björgólfs og eiga þau þrjú börn; Davíð, kvænt- ur Auði Ragnarsdóttur, en þau eiga tvær dætur. Davíð eignaðist dóttur fyrir hjónaband; Þórður, og er hann yngstur. Hann er ókvænt- ur og barnlaus. Ég vil þakka þeim sem öllu ræð- Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróörarstöö viö Hagkaup, sími 82895. ur þá gæfu að hafa fengið að kynnast Helga Kristjánssyni og tengjast honum og fólki hans. Haraldur Johannessen Nú þegar Helgi er látinn langar mig að minnast hans með örfáum orðum, því hefðu allir verið eins og hann, byggjum við 1 betri og bjartari veröld. Það er erfitt að hugsa sér þennan rólega og hlýja mann farinn. Þó Helgi hafi verið orðinn 82 ára, var hann ótrúlega beinn og léttur á velli. Mér er minnisstætt, þegar hann hljóp eins og ungling- ur um brattar brekkur æsku- stöðva sinna í sumar er leið og sýndi okkur staði, þar sem þau systkinin höfðu leikið sér. Ég hef oft hugsað um það, hvað dætur okkar hafa verið heppnar að eiga slíka afa, sem þær hafa átt. Þeir gáfu báðir svo mikið af sjálfum sér og bættu veröldina f kringum okkur. Afabörnin hafa misst mikið. Þegar Helgi var með fjölskyldu sinni kom mér oft í hug visa úr ljóði eftir Örn Arnarson: Elsku litli ijúfurinn leiki við þig heimurinn. Ástin gefi þér ylinn sinn þó einhver fyrir það líði. Vertu eins og afi þinn allra bænda prýði. Auður Ragnarsdóttir Blömastofa Fnðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavfk. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. I minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.