Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 # ábyrgö MICROMA) er framtíðarúrið þitt j - því getur þú treyst. | Þetta er aöeins hluti | af úrvalinu. VISA EUROCARD FÍMNCH MICHELSEN I URSMÍÐAMEIS7ARI LAUGAVEGl 39 SÍMI 28355 Veöur víða um heim Lœgtt Hmt Akureyri +8 snjók. Amsterdam 1 S •kýiaó Aþena 13 21 heióskírt Barcekma 13 lóttsk. Berlín 0 5 skýjaó BrUssel +3 7 heióskírt Chtcago 13 21 rigning Dubiín 3 8 skýiaó Feneyjar 11 rignlng Frankturt 0 10 rigning Genf 5 12 rigning »«-«-!—t-: rwllinKl 1 2 skýjaó Hong Kong 23 25 skýjaó Jerúsalem 8 18 skýiaó Kaupm.hötn +1 4 skýjaó Las Palmas 20 alskýjaó Lissabon 10 18 skýiaó London 1 8 skýjaó Los Angetes 10 18 heióskirt Luxemborg 3 snjóól Mataga 17 lóttsk. Mmltnrr ■ PNaiiorca 13 atskýjaó ■Hisnii Miami 21 22 heióskírt Mrnntraal Moiiireai 4 10 •kýjsö Moakva 1 3 skýjaó New York • 24 hefóskírt Osló +5 4 heióskírt Paría 2 7 hajft -L|rt nelOeRlii Peking 3 13 moldrok Reyfclavfk -«8 WttSKi Réo do Janeiro 19 38 hoéótklrt Rómaborg 3 20 heióakirt Stokkhólmur +1 1 skýiaó Sydney 17 24 heióskirt Tókýó 6 11 skýjaó Vínarborg S 14 S—tA-t-f-l iwlOSKjri bórsMfn +5 lóttsk. Hreinsanir í Sovétríkjunum: 900 menn reknir eða færðir til í starfi Moskvn, 28. marz. AP. BLAÐ sovézka kommúnistanokks- ins, Pravda, segir frá því í dag, að rúmlega 900 embsttismenn og leið- togar í héraðinu Perm í Úralfjöllum hafi ýmist verið sagt upp störfum eða látnir í önnur störf í hreinsunum sl. tvö ár. Þetta kom fram í frásögn blaðs- ins af nýafstöðnum fundi flokks- ins í Perm, í kjölfar áskorana Mikhails S. Gorbachevs um auk- inn aga og viðvarana til spilltra og sjálfumglaðra embættismanna. Segir Pravda að 356 menn hafi verið reknir úr starfi en aðrir færðir til. Þá sagði hin opinbera frétta- stofa, Tass, að formaður kommún- istaflokksins í borginni Mary, sem er austur af Ashkabad í Túrkmen- istan, hafi verið settur af í gær. Er hann annar flokksformaðurinn, sem settur er af á rúmri viku. Kommúnistaflokkur Túrkmenist- an er einn 5 flokka i 15 lýðveldum Sovétríkjanna, sem haldið hefur miðstjórnarfund eftir að Gorbach- ev varð leiðtogi sovézka kommún- istaflokksins. 19 syertingjar felldir í S-Afríku: Lögreglan segir skot- ið úr sjálfsvörn JótuMnrbori, 28. nura. AP. Lögreglumaður, sem var í hópi lögreglumanna, sem skutu á hóp svartra í síðustu viku, með þeim afleiðingum að 19 þeirra féllu, sagði í dag að menn hans hefðu verið Lengsti fundur Genfarviðræðum Geaf, 28. nn. AP. Samningamenn Bandaríkjanna og Sovétríkjanna áttu fjögurra stunda fund um meðaldræg kjarnorkuvopn í morgun, og er það lengst samn- ingafundur aðila í þessari lotu. Hefur samninganefndunum ver- ið skipt í brennt og undirnefndirn- ar fjallaö um afmörkuð svið af- vopnunar. Hafa þær hver um sig haldið fundi í vikunni til undir- búnings fundum stóru samninga- nefndarinnar. Aðilar hafa gert samkomulag um fréttabann af viðræðunum. Greindi stórveldin tvö verulega á um meðaldrægar og langdrægar kjarnaflaugar þegar upp úr samn- ingaviðræðum slitnaði 1983. Kenneth Adelman, forstöðumaður stofnunar sem fjallar um tak- mörkun kjarnorkuvopna og af- vopnun, sagði í gærkvöldi að af- staða Sovétmanna væri óbreytt frá fyrri viðræðum, og kynni það að leiða til þess að enginn árangur yrði af tilraunum til að koma í kring stórfelldri fækkun kjarna- vopna. umkringdir af stórum hópi sem hrópaði að þeim langaði til að drepa hvíta menn. „Við óttuðumst um líf okkar," tjáði lögreglumaðurinn aæsta- réttardómara, sem rannsakar at- burðinn í hverfi svartra Langa 21. marz. Þar hafa óeirðir verið daglegt brauð frá því 19-menn- ngarnir féllu fyrir hendi iög- reglumanna. Lögreglumaðurinn sagði að um 4.000 svertingjar hefðu neitað skipunum lögreglu um að dreifa sér. Var þá skotið viðvörunar- skotum upp í loft, en án árangurs. Hópurinn hefði dregið að úr »11- um áttum og kastað grjóti er hann nálgaðist brynvarða bifreið lögreglumannanna, hrópandi að i dag yrði hvítir menn í borginni vegnir. Sagði lögreglumaðurinn að ekki hefði verið um annað að ræða en hefja skothríð í sjálfs- vörn, því ella hefði hópurinn yfir- bugað lögreglumennina og drepið þá. Ætlar Gorbachev að auka hernaðinn gegn Afgönum? Á FUNDI þeirra Mikhail Gorba- chevs, nýkjörins leiðtoga Sovét- manna, og Zia ul-Haq, Pakistans- forseta, sem þeir áttu með sér að lokinni útför Chernenkos, ræddu þeir um samskipti þjóðanna og ekki síst um stríðið í Afganistan. Gorbacbev var ekkert að skera utan af því við Zia, boðskapur hans var í stuttu máli sá, að ef Pakistan- ar hættu ekki allri aðstoð við skæruliða myndu þeir verða látnir finna fyrír því ,4 mjög alvarlegan og afdrifaríkan hátt“. Bandarískir sérfræðingar um sovésk málefni taka þessi skila- boð Gorbachevs mjög alvarlega þótt þá greini nokkuð á um hvað búi raunverulega að baki. Ein kenningin er t.d. sú, að Gorba- chev sé með þessu að koma sér f mjúkinn hjá hernum meðan hann er að treysta sig í sessi, en hún stenst ekki nema hann ætli að fylgja orðum sínum eftir og auka stríðsreksturinn í Afgan- istan. Augljóst er þó af öllu, hvað sem þessum vangaveltum líður, að stríðið i Afganistan veldur Sovétmönnum æ meiri áhyggjum og ekki síst herfor- ingjunum enda hefur það staðið brátt í sex ár eða lengur en þátttaka Sovétmanna í síðari heimsstyrjöld. Bandaríkjamenn sjá Pakistan- stjórn fyrir mikilli hernaðar- aðstoð gegn óbeinum stuðningi hennar við skæruliða í Afganist- an og tilraunir Sovétmanna til að þjarma að Pakistönum væru því bein ögrun við stefnu Banda- ríkjastjórnar og þingsins, sem er miklu ákveðnara í stuðningi sín- um við frelsisbaráttu afgönsku þjóðarinnar en Reagan, forseti, sjálfur. Sýndi það sig best þegar forsetinn fór fram á 100 milljóna dollara aðstoð við skæruliða en þá tvöfaldaði þingið þá upphæð. Að sumu leyti liggur kostnað- ur Sovétmanna af stríðinu í Afg- anistan í augum uppi en að öðru leyti ekki. Augljóst er t.d., að þeir hafa orðið fyrir miklu mannfalli, gríðarlegu hergagna- tjóni og fjárausturinn er alvar- legur baggi á efnahagslffinu. Minni athygli hafa hins vegar vakið áhrifin, sem stríðið er far- ið að hafa á almenning í Sovét- ríkjunum. Sovéskir fjölmiðlar hafa lengstum þagað þunnu hljóði um stríðið í Afganistan en á þessu hefur nú orðið nokkur breyting. Greinilegt er, að fjölmiðlum hef- ur verið skipað að taka pínulítið tillit til þess, að sovéskur al- menningur veit nú, að það geisar styrjöld í Afganistan. Ekki svo að skilja, að fólki sé sagður sannleikurinn. Opinberlega er aldrei sagt hve fjölmennt herlið er í Afganistan, hvernig það er búið vopnum eða hver árangur- inn sé af nærri sex ára stans- lausri styrjöld. Áður voru frá- sagnirnar aðallega um það hvaða hermaður væri fljótastur að smyrja vopnin eða um dag- lega lífið í herbúðabakaríinu en nú fer meira fyrir fréttum af hetjulegri framgöngu og tilvís- unum til „Föðurlandsstríðsins mikla" (heimsstyrjaldarinnar síðari). Ástæðan fyrir þessu er sú, að jafnvel í lokuðu þjóðfélagi eins og Sovétríkin eru, er ekki hægt að þegja í hel afleiðingarnar af striðinu, gifurlegt mannfall og sára menn og örkumla, sem sums staðar eru farnir að setja sinn svip á mannlffið í Sovétrikj- unum. Fyrirsagnir blaðanna á fréttum frá Afganistan eru yfir- leitt aðeins eitt orð, t.d. „Hug- rekki“, „Trúmennska" eða „Skyldurækni", og stfllinn svo barnalega rómantiskur, að band- ariskir sérfræðingar um þessi efni eru farnir að kalla fréttirn- ar „Ævintýri ívans í Afganist- an“. Þessi fréttamennska sýnir þó ljóslega, að yfirvöldin telja sig þurfa að hafa nokkrar óhyggjur af almenningsálitinu. Þrátt fyrir þetta gera yfir- völdin það, sem þau geta, til að fela fyrir fólki hernaðinn gegn Afgönum. Hermenn, sem sendir eru heim frá Afganistan, eru fyrst sendir til afskekktra staða í landinu þar sem litil hætta er á, að þeir hitti fyrir menntað fólk og upplýst, og ekki er minnst á Afganistan þegar skýrt er frá dauða hermanns. Hinir föllnu fá allir sömu eftirmælin: „Lést við alþjóðleg skyldustörf í þágu sósíalismans.“ Ættingjar þessara hermanna verða að sverja þess eið að segja aldrei frá því, að þeir hafi fallið í Afg- anistan og varðar refsingu ef út af er brugðið. örkumla mönnum og lömuðum fjölgar hins vegar stöðugt og þögull vitnisburður þeirra fer ekki framhjá neinum. Það á eftir að koma á daginn hvaða brögðum Gorbachev byggst beita Pakistani en sér- fræðingar um sovésk málefni eru sammála um, að opinber um- fjöllun um Afganistan í Sovét- ríkjunum bendi ekki til, að Rauði herinn sé á förum þaðan, hvað sem líður öllu hjali um frjálslyndi foringjans. H8 (Heimild: lnternalioul HeraM Tribnne)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.