Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 48
EURCKARD V------- ---J HIBOOJR I HBMSKEDJU KEILUSALURINN OPINN 10.00-02.00 FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Árangurslaus leit að skipverjum af Bervík I AI.I.AN gKrdag stóð yfir leit aö skipverjunum fimm af Bervík SH 43 frá Ólafsvfk. Félagar úr björgunarsveitum Slysavarnarfélags íslands gengu fjör- ur frá Ólafsvík vestur að Öndveröanesi. Þyrla Landhelgisgæslunnar og varöskip komu í leitarsvæöiö. Leitin var árangurslaus. Leitað var fram í myrkur og fyrirhugaö að hafa vakt á fjörum í nótt og hefja leit aö nýju í birtingu í dag. Skipverjarnir af Bervík sem saknað er heita: Úlfar Kristjóns- son, Freyr Hafþór Guömundsson, Sveinn Hlynur Þórsson, Steinn Jóhann Randversson og Jóhann Óttar Úlfarsson. (Jlfar Kristjónsson, skipstjóri sem jafnframt er eigandi Bervík- ur, er 43 ára aö aldri. Hann er kvæntur og búsettur að Sandholti 44 í ólafsvík. Freyr Hafþór Guð- mundsson, vélstjóri er 32 ára, kvæntur og á tvö börn. Hann er til heimilis að Hjallabrekku 7 í Ólafsvík. Sveinn Hlynur Þórsson, stýrimaður, er 28 ára, kvæntur og á eitt barn. Hann er til heimilis að Bæjartúni 13 í Ólafsvík. Steinn Jó- hann Randversson, matsveinn, er 48 ára að aldri. Hann er kvæntur, á fjögur uppkomin börn og er til heimilis að Vallholti 11 i ólafsvík. Jóhann Óttar Úlfarsson, háseti, er 19 ára, ókvæntur og er til heimilis að Sandholti 44 í ólafsvík. Jóhann Óttar er einkasonur Úlfars og þeir Úlfar og Steinn Jóhann eru mág- ar. Aðstæður til leitar voru erfiðar í gær, strekkingur og kuldi, og gátu þyrlan og varðskipið lítið at- hafnað sig vegna veðurs. Einnig var stórgrýtisurðin í fjörunum svelluð og erfið yfirferðar. í gær rak meira brak sem er talið vera úr Bervík, m.a. tvær lestarlúgur og fiskikarfa. ólafsvíkur- og Rifsbátar leituðu fram á nótt í fyrrakvöld og kom fram hjá þeim þúst á dýptarmælum, sem þeir töldu geta verið flak Bérvíkur. Er hún á 18 metra dýpi, á svipuðum slóðum og björgunarbáturinn fannst fyrr um kvöldið, um 0,7 mílum norðaustur af grjótgarðin- um austast í Rifshöfn. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun fara til leitar í dag ef veður leyfir og einnig fyrirhuga björg- unarsveitarmenn að fara á slöngu- bátum með fjörum ef aðstæður leyfa. Morgunblaöid/PriAhjöfur Bátur á leió til Ólafsvíkur siglir fram hjá Rifi, á svipuöum slóöum og skipstjórar ÓlafsvikurbáU hafa lóöað á þúst á botninum sem þeir telja aö geti verið flak Bervíkur SH 43. Fjær er innsiglingin til Rifshafnar og ofarlega til hægri á myndinni sést hiö nýja hús Hraöfrystihúss Hellissands hf. á Rifi. Stálfélagið hf.: Iðnaðarráðherra afturkallar 50 milljón króna ríkisábyrgð FRAMTÍÐ Stálfélagsins hf. var ráöin á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, þar sem Sverrir Hermannsson iónaðarráðherra gerði tillögu um að frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á 50 milljón króna láni í sjálfskuldar- ábyrgó frá Norræna fjárfestingarbankanum til Stálfélagsins yrði afturkölluö. tstæöurnar eru þær að sjóöir og banki iönaöarins hafa með öllu hafnaó stálvölsunarverksmiðju sem frambærilegum kosti til fjárfestingar. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra sagði í samtali við blm. Mbi. i gærkveldi að þessi ákvörðun vær tekin á þeim grundvelli að íönþróunarsjóður hefði með öllu hatnaö þessu sem fýsilegum kosti, og vær’ sú afstaða byggð á mjög neikvæðum niðurstöðum úr at- hugun dansks ráðgjafafyrirtækis. „í framhaldi þessa hafnaði Iðn- þróunarsjóður því að veita fyrir- greiðslu þessu fyrirtæki/1 sagði Sverrir, „og sömuleiðis hafnaði Iðnaðarbankinn því að taka fyrir- tækið í viðskipti. Þetta hefur þýtt það að þeir hafa engin viðskipti við banka fengið ennþá." Sverrir sagði jafnframt: „Ég hef sjálfur sannfærst um það, að stað- an í þessum iðnaði hefur farið versnandi og hann á mjög erfitt uppdráttar hér í nágrannalóndum okkar. Ég hef einnig kamist að þeirri niðurstöðu að eins og sakir standa get ég ekki samvisku minn- ar vegna mælt með þvi að ríkið gangi í ábyrgð gagnvart Norræna fjárfestingarbankanum." Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra var i gærkveldi spurður hvort hann myndi verða við þeim tilmælum iðnaðarráðherra að aft- urkalla frumvarpið: „Iðnaðar- ráðherra ræður alveg ferðinni í þessu máli — þetta er hans mála- flokkur. Ég flutti frumvarpið á sínum tíma að hans.ósk, og ef það j er hans ósk að það verði kallað ! aftur, þá verður það væntanlega í gert“ Vandséð hvað gæti komið í stað bókarinnar — segir Leó Löve „ÞETTA hefur gengiö mjög vel. Hér hafa margir komið og gert góð kaup, enda búumst viö viö góöri aðsókn um helgina," sagði Anna Einarsdóttir, forstööumaður bókamarkaðar Félags islenskra bókaútgefenda í samtali viö blm. Mbl. í gær. Brezka tímaritið Economist hefur skýrt frá því aö bóksala í Englandi hafi aukizt um 5% á síðasta ári. „Þaö er almennt mál manna að síðasta ár hafi verið gott bókaár og mun betra en ár- in á undan,“ sagði Leó Löve, varaformaður Félags íslenskra bókaútgefenda, er blm. Mbl. spurði hann um þróun bóksölu hér á landi. „Ég held að það sé ástæðulaust að óttast um fram- tíð bókarinnar nú og það sé einnig reynslan erlendis. Það hafi verið nýjabrumið af ann- arri fjölmiðlun sem hafi valdið þessari lægð, sem kom í bóksöl- una. Enda vandséð hvað gæti hugsanlega komið i stað bókar- innar," sagði Leó. Sjá frásögn af bókamark- aónum á bls. 14—15. Tilboð frá sjómönnum SJÓMENN á ísafiröi gerðu útvegs- mönnum tilboð um miðjan dag í gær og tóku útvegsmenn sér frest þang- að til í dag til að íhuga tilboðió áður en þeir svöruðu. Talið var hugsanlegt að tilboðið gæti komið skrið á samningavið- ræður f kjaradeilu sem félög þess- ara aðila hafa átt f, en verkfal! á togurum ísfirðinga hefur staðið yfir frá 21. mars og landróðrar- bátar stöðvast á miðnætti 31. mars. Gert er ráð fyrir að rfkissátta- semjari fari til Isafjarðar í dag ef veður leyfir. Leiguflug Balair milli Ziirich og Keflavíkur: Leyfið veitt 15. mars SVISSNESKA flugfélagið Balair, dótturfyrirtæki Swissair, hefur fengið leyfi til leiguflugs einu sinni í viku milli Ziirich og Kefla- víkur yflr sumarmánuðina. Samkvæmt upplýsingum sem fengjust hjá Balair í Sviss veitti Flugmálastjórn íslands leyfið 15. mars síðastliðinn og hefði það fengist þar sem ís- lensk flugfélög hafa haft leyfi til að fljúga leiguflug til Sviss og islenskt flugfélag hefur leyfi til að fljúga áætlunarflug til Zúrich. Sjá ennfremur frétt á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.