Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 + Eiginmaöur minn og faöir, HENNING BU8K, varkatjóri, Baröaatrönd 17, lést á gjörgæsludeild Landakotsspitala aöfaranótt 28. þ.m. Anna Buak, Eyjólfur Þór Busk. Móöir okkar, tengdamóöir og amma, HELGA JÓNSDÓTTIR frá Kóparaykjum, lést i sjúkrahúsi Akraness 27. mars. Börn, tengdabörn og barnabörn. + HELGI KRISTJÁNSSON, vörubflstjóri, Stórholti 26, Rsykjavfk, veröur jarösunginn frá Frikirkjunni föstudaginn 29. mars. kl. 13.30. Ragna Ingimundardóttir, Ingimundur Helgason, Svava Björgólfs, Davfó Helgason, Auóur Ragnarsdóttir, Þóróur Helgason, Þórunn Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaöur minn, faölr okkar, tengdafaöir og afi, VIGGÓ E. GÍSLASON, vélstjóri, Mávahlfó 24, er lést 21. mars á heimili slnu, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju i dag kl. 13.30. Marla Benediktsdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. + Innilegt þakklœti til allra þeirra sem heiöruöu minningu og sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengda- móöur, ömmu og langömmu, ELÍSU GUDRÚNAR EINARSDÓTTUR frá Oddsflöt f Grunnavfk, Túngötu 18, isafirói. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks SJúkrahúss fsafjaröar. Steinunn Guómundsdóttir, Páll Guómundsson, Haukur Guómundsson, Gunnur Guómundsdóttir, Baldur G. Matthfasson, barnabörn c Kristbjörn Eydal, Gróa Guónadóttir, Anna Jónadóttir, Ingi Jóhannesson, Margrét Bergsdóttir, barnabarnabörn. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför móöur, tengdamóöur og ömmu, AUÐAR FINNBOGADÓTTUR frá Búðum. Sérstakar þakkir tíl starfsfólks viö Grensásdeild Borgarspitalans fyrlr frábæra umönnun. Ema Erlendsdóttir, Haraldur Árnason, Ragnhildur Erlendsdóttir, Björn Þorgeirsson, Turid Anderson, Magnus Anderson, öm Erlendaoon, Renata Erlendsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúö og viröingu viö andlát og útför bróöur okkar og frænda, JÓN8PÁLSSONAR, frá Bjarnanesi, Hornafiröi. Sérstakar þakkir til Marteins Elnarssonar og fjölskyldu fyrir frábæra aöstoö viö útförina. Systur og systrabörn hins látna. Minning: Viggó E. Gísla- son vélstjóri Fæddur 14. Júlí 1905. Dáinn 21. mars 1985. Kveðja frá tengdadætrum Tengdafaðir okkar, Viggó E. Gíslason, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag. Þegar við nú setjumst niður til að minnast hans með nokkrum fátæklegum línum er okkur efst i huga sú mikla góð- vild og lifsgleði sem hann sýndi okkur og öðrum lífsförunautum sínum. Viggó hafði í hávegum góða og gróna heimilissiði ásamt konu sinni, Maríu, en þau voru einstak- lega samhent um allt. Okkur eru minnisstæðar þær hefðir sem skapast höfðu á heimili þeirra. Á hátíðisdögum var sjálfsagt að sækja þau heim og njóta gestrisni þeirra. Ekki var hátið gengin í garð fyrr en Viggó hafði spilað sálma á orgelið og fjölskyldan sungið með. Sérstök spenna ríkti hjá barnabörnunum á gamlárs- kvöld en þá sýndi afi mögnuð töfrabrögð barnabörnum og full- orðnum til óblandinnar ánægju og furðu. Það verður alltaf bjart yfir minningu þessa góða manns. Bezti faðir, barna þinna gættu. Blessun þín er múr gegn allri hættu. Að oss hlúðu, hryggð burt snúðu, hjá oss búðu, orð þín oss innrættu. (Pétur Guðmundsson) Auður, Hallveig og Kristín. Það voru erfiðir en skemmtileg- ir dagar hjá okkur í Glit árið 1975 þegar hópur ungs fólks var að ná tökum á nýrri framleiðslu. Fólkið var reynslulitið, þekkingin tak- mörkuð og tækniörðugleikarnir því oft ákaflega miklir. Það var því heilladagur hjá okkur, þegar Viggó heitinn samþykkti að koma til samstarfs við okkur. Þó Viggó væri sjötugur að aldri var hann fuliur starfsorku. Hann hafði um áratuga skeið unnið við eftirlit og framleiðslustjórn. Hann var vél- stjóri að mennt og þekking hans víðfeðm og traust eins og tíðkaðist hjá þeim mönnum sem hlutu tæknimenntun á fyrri hluta aldar- innar. Hlutverk Viggós var að annast allt eftirlit með vélum, tækjum og ofnum svo og nýsmíði. Þó Viggó væri tvöfalt eða þrefalt eldri en aðrir starfsmenn hjá fyrirtækinu féll hann strax í hóp- inn og varð auðvitað fljótt ómiss- andi. Viggó var hár og fasmikill og naut virðingar alls starfsfólksins fyrir dugnað, vinnusemi, góðvilja og greiðvikni. Tæknivandamál hurfu fljótt úr sögunni og allt gekk eins og í sögu þótt listamenn og hönnuðir gerðu sitt bezta til að misþyrma þeim tækjum sem þeir höfðu til umráða. Ekki man ég eft- ir einum einasta starfsmanni sem Viggó rétti ekki hjálparhönd. Sjálfur get ég ekki fullþakkað þá aðstoð sem hann veitti mér og hef reyndar oft furðað mig á þvi síðan hvers vegna hann hló ekki að furðulegustu spurningum mínum. Viggó átti þvi láni að fagna að eiga trausta og vandaða konu. Kynni okkar af allri fjölskyldunni báru vitni um mikla gæfu og heil- brigði. Heilsu Viggós hrakaði nokkuð árið 1983 og hann kom þá til mín og kvaðst eiga við nokkurt vanda- mál að stríða. Heilsunni væri að hraka og hann treysti sér ekki til að vinna áfram og skila því dags- verki sem sér væri ætlað í þessum hópi. Þegar ég horfði á þennan mann sem var að nálgast áttrætt var ég í vandræðum með að svara. Fyrst hann var svona hreinskilinn við mig ákvað ég að segja honum mitt vandamál. Nefnilega, að ég gæti bara ekki misst hann. Við komumst að samkomulagi um að hann tæki sér frí um óákveðinn tíma en þá yrðu málin rædd á ný. Þannig atvikaðist það að Viggó dró smám saman úr vinnu sinni en hélt áfram yfirumsjón með öllum framleiðslutækjunum og annaðist allar vandasamir viðgerður há- brennsluofna. Það er fátítt, að iðnfyrirtæki eigi slikum starfs- mönnum á að skipa, sem sinna vandasömum og hárnákvæmum viðgerðum fram á efstu ár. Fyrir- tækið hefur haft ómetanlegt gagn af verkum Viggós. Og þegar hann lét af störfum var afráðið að kaupa nýjan búnað; enginn var hugsanlegur í hans stað að halda við hinum eldri. Ég hef síðan velt því fyrir mér hvort ég hafi átt að hvetja hann til að hætta vinnu fyrr og setjast í helgan stein. Ég er þó sannfærður um að hann hafði enga hæfileika til að vera aðgerðarlaus og horfa á aðra vinna. Hann var af þeirri kynslóð, sem ekki vandist öðru en vinnu i æsku og alla tíð. Aldrei féll skuggi á okkar sam- skipti og virðing mín fyrir þessum mæta manni sem við nú kveðjum er mikil. Fyrir hönd stjórnar Glits og samstarfsfólks vil ég þakka samfylgdina og sendi frú Maríu og fjölskyldunni allri samúðarkveðj- ur. Orri Vigfússon í dag fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Viggós E. Gíslasonar. Hann fæddist í Reykjavik þ. 14. júli 1905 en lést þ. 21. mars sl. á heimili sinu, Mávahlið 24. Faðir Viggós var Gisli Guð- mundsson, f. 29. júlí 1873, d. 26. júní 1944, formaður og vélgæslu- maður, sonur Guðmundar Hann- essonar bónda að Jórvík í Sand- vikurhreppi og konu hans, Guðríð- ar Sæmundsdóttur. Móðir hans var Ástrós Jónasdóttir, f. 5. okt. 1880, d. 16. febr. 1959, dóttir Jón- asar Björnssonar bónda frá Læk i Flóa og konu hans, Guðlaugar Jónsdóttur. Viggó var elstur 7 systkina en eftir lifa 3 systur, bú- settar hér í borg. Eftir járnsmiðanám hjá Krist- jáni Kristjánssyni i Rvik, ásamt iðnskólanámi, lá leiðin i Vélstjóra- skólann í Rvik og lauk Viggó það- an prófi árið 1929. Siðan var hann vélstjóri á togurum um 37 ára skeið eða til ársins 1966. Hann var hagur i höndum, smíðaði oft stykki til viðgerða eftir þvi sem efni og ástæður leyfðu um borð. Hann var athugull og umhirða vélanna til fyrirmyndar og var hann þvi eftirsóttur i skiprúm jafnt af skipstjórum sem útgerð- armönnum. Viggó komst oft i hann krappan á löngum sjó- mannsferli sínum. Hann var á bv. Fylki er tundurdufl kom f vörpu skipsins er það var að veiðum langt norður i hafi i nóvember 1956. Skipið sökk en áhöfnin komst í björgunarbáta og var bjargað um borð í annað skip heilu og höldnu utan tveggja skipverja sem slösuðust og voru lagðir í sjúkrahús er í land kom. í + Þökkum innilega auösýnda samúö vlö andlát og útför systur okkar, GUOBJARGAR INGVAR8DÓTTUR, Iré Klömbru, A-Eyjafjallahreppi, Sigurjón Ingvarsson, fsleifur Ingvarsaon, Kort Ingvarsson. + innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö fráfall og jaröarför, GUDMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, Kirkjugarösstig 8, Sérstakar þakkir til starfsfólks B-deildar i Landakotsspitala og starfsmanna kirkjugaröanna. Margrét S. Ágústsdóttir, Einar G. Guömundsson. Lokað Verslun okkar veröur lokuö í dag frá kl. 2-5 vegna jarö- arfarar JÓNS Þ. HALLDÓRSSONAR fyrrverandi versl- unarstjóra. Kúlulegasalan hf., Suóurlandsbraut 20. Lokað Vegna jaröarfarar VIGGÓS E. GÍSLASONAR, vélstjóra, veröur verksmiöja Glits lokuö i dag kl. 13.00-15.00 e.h. Glit hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.