Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 MorgunblaJia/Öl.K.M. Frá fundi forsvaremanna Fhigleida med fréttamönnum { gær. Fri vinstri: Sigfus Erlingsson, framkvemdastjóri markaðssviðs, Leifur Magnússon, framkremdastjórí stjómarsviðs, Sigurður Helgason forstjórí og formaður stjórnar félagsins, Björn Theódórsson framkvemdastjóri fjármálasviðs og Erling Aspelund framkvemdastjóri flugrekstrar- sviðs. Leifur Magnússon, framkvæmdastjóri stjómunarsviðs: Aðalfundur Flugleiða: Hluthöfum greidd- ur 10 % arður Sigurður Helgason stjórnarformaður telur góða afkomu félagsins byggjast á góðri stjórnun og nánu samstarfi við starfslið Flugleiða AFKOMA Flugleiða á liðnu ári var mjög góð, og var hagnaður af rekstrinum 227,9 milljónir króna, sem er besta afkoma félagsins um árabil, eða frá því að syrta tók í álinn hjá fyrirtekinu 1979—1980. Þetta kom fram í skýrsiu stjórnarformanns Flugleiða, Sigurðar Helgasonar, á aðalfundi félagsins í ger. Greindi Sigurður frá því að ákveðið hefði verið að greiða hluthöfum 10% arð. í máli hans kom fram að Flug- leiðir greiddu niður langtíma- skuldir á árinu að núvirði yfir 400 milljónir króna. Afköst hafa auk- ist verulega samkvæmt ársskýrslu félagsins, eða um 86% mæld í arð- bærum farbegakílómetrum á hvern starfsmann, á milli áranna 1980 til 1985 og taldi Sigurður að þetta sýndi hvert hægt er að ná með góðri stjórnun samfara nánu samstarfi við starfslið félagsins. Sigurður benti á að nauðsynlegt væri að hafa í huga tap liðinna ára, samtals 1.230 milljónir króna, en aðeins hefði náðst að endur- heimta um 30% þeirrar upphæð- ar. Fram kom að 75% hagnaðarins á sl. ári er tilkominn vegna hagn- aðar af sölu á tveimur DC-8-þot- um félagsins. Fengust 200 milljón- ir fyrir hvora vél, en þær sem keyptar voru í staðinn kostuðu einungis 100 milljónir hvor. Þriðja vélin, einnig DC-8, var keypt síðar. Pantaðir hafa verið hljóðdeyfar fyrir allar DC-8-vélarnar og kosta þeir 100 milljónir hver um sig. Sigurður sagði að þessar vélar hentuðu vel fyrir þær markaðs- aðstæður sem nú ríkja, en bætti við að félagið yrði jafnframt að fara að huga að endurnýjun flug- vélaflota síns, bæði á innanlands- leiðum og milíilanda, þar sem flot- „Erfitt að réttlæta kaup á nýjum flug- vélum, vegna fjármagnskostnaðar“ inn hefði orðið háan meðalaldur. f máli Sigurðar komu fram nokkrar áhyggjur vegna þess hve erlend flugfélög munu auka flug til landsins á næstunni, sam- kvæmt því sem hann telur. Sig- urður sagði að aukning á slíku flugi til landsins á liðnu ári hefði verið 26%. ÚTGJÖLD vegna eldsneytis vógu þyngst í rekstrargjöldum Flugleiða á liðnu ári, en þau urðu um einn milljarður króna, sem samsvarar um 24% heildargjalda. Þetta kom fram í ræðu Leifs Magnússonar, framkvæmda- stjóra stjórnunarsviðs Flugleiða, er hann flutti skýrslu framkvæmda- stjórnar Flugleiða á aðalfundi félagsins í gær. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall, þá var um lækkun eldsneytis að ræða á árinu, þannig að 6,4% lækkun varð á milli ára, sem þýddi um 67 milljónir króna í bættri afkomu félagsins. Leifur greindi frá því að vaxtagjöld á liðnu ári hefðu numið 3,2% af veltu félagsins og voru þau 4% lægri en árið áður. Til saman- burðar gat hann þess að árið 1981 hefðu vaxtagjöld verið 9,4% af veltu félagsins. Bókfært verðmæti á eignum Flugleiða er um 2,8 milljarðar króna. Eigið fé félagsins í árslok 1984 er jákvætt um 50 milljónir, sem samsvarar 1,8% af heild- arfjármagninu. Hefur eiginfjár- staða félagsins ekki verið já- kvæð áður undanfarin 4 ár, og i árslok 1982 var hún neikvæð samsvarandi 12,9% af heildar- fjármagni félagsins á þeim tíma. Veltufé á liðnu ári jókst um 224 milljónir króna, en heildarvelta félagsins var tæpir 4,2 milljarð- ar króna. Á árinu fjölgaði farþegum í Norður-Atlantshafsflugi félags- ins um 20,3% og urðu þeir lið- lega 248 þúsund talsins. Sæta- nýting á Norður-Atlantshafs- fluginu varð á árinu 80,5% en var árið áður 81,2%. Meðaltekj- ur á hvern farþega lækkuðu um 2,4% á árinu, vegna sterkrar stöðu dollarans. 26,5% aukning varð í Evrópufluginu á liðnu ári, en sætanýting á Evrópuleiðun- um varð einungis 67%. Tekjur á hvern farþega í Evrópuflugi hækkuðu aftur á móti um 9,1% og heildartekjur af Evrópuflugi urðu 9,6% umfram það sem ráð- gert hafði verið. Farþegafjöldi á innanlandsleiðum Flugleiða jókst um 7,2% frá árinu 1983. Leifur greindi frá því að Flug- leiðir fögnuðu þeirri stefnum- örkun Matthíasar Bjarnasonar samgönguráðherra að stefnt yrði að því að hafist yrði handa við byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli á árinu 1986. í máli Leifs kom fram að nýt- ing hótelanna í eigu félagsins, Hótels Loftleiða og Hótels Esju, hefði verið töluvert betri en árið 1983. Hótel Loftleiðir var með 67,5% nýtingu, á móti 63,5% ár- Stjórnin endurkjörin með einni STJÓRN Flugleióa var endurkjörin í gær á aðalfundi félagsins, meó einni breytingu. Ólafur Ó. Johnsen gekk úr aóalstjórn og var kjörinn í vara- stjórn, en Páll Þorsteinsson var kjörinn í aðalstjórn í hans stað. Sigurgeir Jónsson var á nýjan leik tilnefndur af fjármálaráðu- neytinu í aðalstjórn, sem fulltrúi ríkisins og Þröstur Ólafsson vara- maður. Or stjórn áttu að ganga Hörður Sigurgestsson, Sigurður Helgason, Olafur ó. Johnson og Kristjana Milla Thorsteinsson. Fram kom tillaga um Hörð Sigur- breytingu gestsson, Sigurð Helgason, Krist- jönu Millu Thorsteinsson og Pál Þorsteinsson. Aðrar tilnefningar komu ekki og voru þau sjálfkjörin til aðalfundar 1987. f varastjórn voru kjörnir Einar Árnason, Jóhannes Markússon og Ólafur ó. Johnson. Á stjórnarfundi eftir aðalfund skipti stjórnin með sér verkum og var Sigurður Helgason endurkjör,- inn stjórnarformaður og Grétar Br. Kristjánsson endurkjörinn varaformaður. ið áður og Hótel Esja var með 70,7% nýtingu á móti 59,8% árið áður. Bílaleigan í eigu félagsins hefði einnig bætt nýtingu sína í 66,5% úr 52,5%. Er Leifur fjallaði um þróun flugflota Flugleiða sagði hann m.a.: „Þegar nýju Boeing 757 og 767-þoturnar voru á hönnunar- stigi fyrir um það bil 10 árum, var búist við að eldsneytisverð í ár yrði sem næst 1,50$ á hvert gallon, og vextir yrðu aðeins 6%. Við þessar forsendur yrði elds- neytiskostnaðurinn um 44% af beinum flugrekstrarkostnaöi og afskriftir og vextir um 29%. I reynd hefur eldsneytisverðið nú lækkað í ca. 90 sent á hvert gall- on, en vextir hins vegar tvöfald- ast og eru almennt um 12%. Fyrrgreind hlutföll hafa því nánast snúist við, eldsneytis- kostnaðurinn við rekstur hinna nýju flugvéla er um 25% en af- skriftir og vextir 44%. Þessar tölur sýna því ljóslega, hversu nú er erfitt að réttlæta kaup á nýju og sparneytnu flugvélunum þar sem hinn gífurlegi fjár- magnskostnaður, er þeim fylgir, vegur mun þyngra en þeir kostn- aðarþættir sem sparast." Leifur greindi einnig frá því, að þegar búið væri að setja hljóðdeyfana á þær þrjár DC-8-63-vélar Flugleiða, sem fé- lagið hefði nú keypt, mætti áætla að hver vélanna hefði að meðaltali kostað um 6 milljónir dollara, en til samanburðar gat hann þess að nýjar vélar frá Airbus eða Boeing myndu kosta um 60 milljónir dollara. Loks bauð Leifur Sigurð Helgason yngri velkominn til starfa, sem forstjóra félagsins frá 1. júní nk., og sagðist mæla fyrir munn allra starfsmanna Flugleiða er hann árnaði honum allra heilla í þvi starfi. Sigurður sagði að tap félagsins vegna verkfalls opinberra starfsmanna sl. haust hefði numið 40 milljónum króna. Er Sigurður ræddi hlutabréfa- eign ríkissjóðs í Flugleiðum og mat það sem farið hefur fram á eigum félagsins á vegum fjár- málaráðuneytisins sagði hann m.a.: „Að okkar áliti er matið óraunsætt... Það er persónuleg skoðun mín að æskilegt væri að hlutabréf þau sem ríkið á í Flug- leiðum verði seld hluthöfum og/eða starfsmönnum eða hvort tveggja. Ég vænti þess að hægt verði að hefja samningsumleitanir við fjármálaráðuneytið um kaup á þessum hlutabréfum og þá á ein- hverju eðlilegu eða sanngjörnu verði." Sigurður greindi frá því í loka- orðum sínum að útlit fyrir rekstur félagsins í ár væri fremur hag- stætt, en minnti á að lítið mætti út af bera til að staða félagsins veiktist, þar sem þessi rekstur væri bæði áhættusamur og sveiflukenndur. Morgunbl«6ií/Ól.K.M. Sigurður Helgason stjórnarformaður Flugleiða flytur hluthöfum á aðalfundi félagsins skýrelu sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.