Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 43 VELVAKANDI SVARAR i SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Blekkt með slagorðum S.Sv., leigubflstjóri á BSR, skrif- ar: Vegna greinar Guðmundar R. Ásmundssonar sem birtist í Vel- vakanda 24. marz sl. undir fyrir- sögninni „Einokuninni verði af- létt“ langar mig til að koma eftir- farandi á framfæri: Það er slæmt þegar menn reyna að blekkja fólk með slagorðum eins og „einokun", „samkeppni" og „slæm þjónusta". Vitandi það að fólk hefur ekki áhuga á, eða kynn- ir sér ekki mál eins og reglugerð um takmörkun leigubifreiða í Reykjavík, virkar slíkur áróður á fólk. Ekki síst nú þegar fríhyggja virðist vera í tísku. Það sannast enn betur með skrifum G.R.Á. að forráðamenn Sendibíla hf. telja sig eiga harma að hefna, þar sem þeir vilja láta kippa stoðunum undan rekstr- argrundvelli starfandi leigubíl- stjóra í Reykjavík. Það er lögmál að gremjunni fylgir niðurrif. Trúi því hver sem trúa vill, að þjónustan myndi batna ef allur leiguakstur yrði gefinn frjáls og allt yrði stjórnlaust! Furðulegast þykir mér þegar maður eins og G.R.Á., sem unnið hefur við akst- ur leigubifreiða í h.u.b. fjögur ár, gefur í skyn að leigubílstjórar séu hátekjumenn. Skyldi hann hafa getað framfleytt sér með því að aka 40 stundir á viku? Læt ég hér með lokið skrifum mínum um þessi mál. Móðir þakkar fyrir þættina um Derrick og sérstaklega þá sem fjallað hafa um eiturlyfjaneyslu þar sem þeir séu öðrum víti til varnaðar. Góður hann Derrick Móðir hringdi: Ég vil koma fram þakklæti fyrir þættina um hann Derrick, sérstaklega þá sem sýndir hafa verið að undanförnu og fjalla um eiturlyfjasmygl og -sölu. Veitir ekki af að brýna fyrir börnum skaðsemi eiturlyfjanna þar sem neysla þeirra hér hefur stórauk- ist á undanförnum árum. Þá vil ég geta þess að mér finnst ómakleg orðin sem látin hafa verið falla um Jón Pál kraftlyftingamann varðandi neitun hans um að gangast undir lyfjapróf. Jón Páll er fyrirmynd- ar íþróttamaður og á ekki skilið að reynt sé að gera hann tor- kennilegan með ásökunum af ýmsu tagi. Ingimundur skorar á þingmenn að fella bjórfrumvarpið eða fresta því alla vega til næstu kosninga og hafa þá þjóðaratkvæðagreiðslu um það. Bjórfrumvarpið verði fellt Ingimundur Sæmundsson skrif- ar: Ég hef heyrt að það eigi að ganga frá bjórmálinu í kringum mánaðamótin. Finnst mér nógu mörg ódæðisverkin unnin í ölæði, þó ekki sé farið að flytja inn bjór líka. Hvað ætli þjóðfélagið sé búið að tapa miklu ef allt væri reiknað? Það er dýrt hvert mannslífið fyrir utan öll önnur afbrot sem unnin eru í ölæði. Það eru margar góðar sálir sem hafa fallið fyrir Bakkusi og orðið að vesalingum. Það er erfitt að tapa góðu fólki á þennan hátt og bæði dýrt og erfitt að lækna þetta fólk aftur. Mér finnst nóg komið af slíku, þó ekki sé farið að flytja inn bjór. Þjóðin hefur nóg að drekka, mjólk, öl og svo er það blessað vatnið. Ég skora á þing- menn að fella þetta bjórfrumvarp eða fresta því alla vega til næstu kosninga og hafa þá þjóðarat- kvæðagreiðslu um það. Svo er það Ríkisútvarpsfrum- varpið sem menntamálaráðherra, frú Ragnhildur Helgadóttir, vildi hespa i lög sem allra fyrst. Eg get ekki skilið hvaða hagnað við hefð- um af því. Slíkt hefði ekkert nema aukinn kostnað i för með sér og ekki fæ ég séð að við höfum ráð á því, þegar allt er í hálfgerðum voða og ekki hægt að borga kenn- urum viðunandi laun fyrir mikið og erfitt starf. Skyldu þær ekki vera kostnaðarsamar nefndirnar sem hafa verið að reikna út laun kennara? Við eigum ekki að apa allt eftir öðrum þjóðum, fellum því útvarpslagafrumvarpið. Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heitnilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. HYDRAULIK ÞJÚNUSTAN M. HYDRAUUK ÞJÚNUSTAN M. SERHÆFÐ — ÞJONUSTA 4§ S-50236 HVALEYRARBRAUT3 HAFNARFIRÐI S-52160 Viötalstími borgarfulltrúa Sjáifstæöisflokksins í Reykjavík * I I t * * I I i I L Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðiö aö notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 30. mars veröa til viö- tals Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maöur skipulags- nefndar og sam- vinnunefndar um skipulagsmál, og Margrét S. Einars- dóttir varaformaöur heilbrigöisráös og í stjórn félagsmála- ráös og sjúkrastofn- ana. 8 $ * élZ -y . % P $ • Lífrænn áburður — ríkur af bætiefnum sjávar. • Notist ásamt tilbúnum áburöi í matjurtagaröa. • Bætir frjómagn jarðvegs — Flýtir vexti plantna. • Eykur bragögæöi og geymsluþol garöávaxta. • Eykur viönámsþrótt jurta gegn sjúkdómum. TILVALIÐ I HEIMILISGARÐINN, ÞAR SEM GÆDIN SITJA I FYRIRRÚMI. ÞÖRUNGAVINNSIAN HF. f/6 Reykhólum 380 Króksfjaröarnes. Sími 93-4740. HARSNYRTISTOFAN SYBO?A LAUGAVEGl 92 SÍMI 621016 Alhliða hársnyrtiþjónusta fyrir dömur og herra. Permanent — Nœringarkúrar. Opnum laugardaginn 30. mars. Meistarar Friðbjörg Stella, Selma og Hrefna Smith. Opið alla virka daga frá kl. 9—6. Ath.: Opiö laugardaga kl. 9—12 og alla fermingar- dagana, engin álagning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.