Morgunblaðið - 11.04.1985, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1985
Morgunblaiift/Ól.K. Mag.
Hluti fundarmanna í umneðufundi um votheysverkun sem haldinn var fyrir skömmu.
Umræðufundur um votheysverkun:
„Þurfum við enn eitt óþurrka
sumarið til að taka okkur á“
HVERNIG er hægt aö stuðla að aukinni votheysverkun, einkum
á þeim landsvæðum þar sem óþurrkar eru tíðastir? Um þetta
efni var haldinn fundur í Bændahöllinni fyrir skömmu að tilhlut-
an Búnaðarfélags íslands, Stéttarsambands bænda, búnaðar-
sambandanna sunnanlands og vestan og Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins.
Á fundinum voru flutt átta er-
indi um leiðbeiningar í votheys-
verkun, tækni og byggingar, vot-
heysverkun, votheysfóðrun, hlut-
ur votheys í heyforða, votheys-
gæði og reynslu bænda af vot-
heysverkun. Að loknum erinda-
flutningi voru umræður. Á fund-
inum kom m.a. fram að votheys-
verkun hefur aukist sáralítið hér
á landi sem hlutfall af heild-
arheyfeng á undanförnum árum.
Árið 1961 voru um 9% af heildar-
heyfeng landsmanna verkuð I
vothey en eru nú um 12%. í Nor-
egi t.d., sem hér á landi, er mjög
litið til í sambandi við landbúnað,
voru árið 1961 einnig verkuð um
9% í vothey en eru nú komin upp
í 70% af heildarheyfeng Norð-
manna.
Markmiðið hlýtur að vera það
hjá bændum að fá nægilega mik-
ið af góðu fóðri á sem hagkvæm-
astan hátt. Eins og undanfarin
tvö sumar hafa verið í sumum
landshlutum, einkum sunnan-
lands og vestan, verður að telja
aukna votheysverkun stuðla að
þessu markmiði. En hversvegna
verka bændur ekki meira í vot-
hey? Óttar Geirsson jarðræktar-
ráðunautur Búnaðarfélagsins
sagðist á fundinum telja það vera
eitthvað af eftirfarandi atriðum
sem því ylli: Menn vildu ekki,
kynnu ekki eða gætu ekki verkað
í vothey. Taldi hann að aukin
fræðsla væri svarið við öllum
þessum ástæðum, mismundandi
þó eftir aðstæðum.
Það kom fram á fundinum að
takist votheysverkun vel er vot-
hey gott fóður og getur verið
grundvöllur mikilla afurða. Má
því líta á viðleitni til að bæta og
auka votheysverkun, einkum í
votviðrasamari héruðum lands-
ins, sem gildan þátt í þvi að gera
framleiðsluna hagkvæmari og
auka hiut heimaafla í landbúnað-
arframleiðslunni og draga úr
þörf á innfluttu fóðri. Niðurstöð-
ur efnagreininga á heyi frá
bændum á Suðurlandi sýna að
verkun á votheyi tókst verulega
betur en verkun þurrheys sumar-
ið 1984.
Votheysfundurinn var hugsað-
ur sem byrjun á auknum áróðri
fyrir votheysverkun. „Við verðum
að vona að þetta sé timamóta-
fundur svo að ekki þurfi eitt
óþurrkasumarið enn til að við
tökum okkur á,“ sagði Stefán Jas-
onarson í Vorsabæ, formaður
Búnaðarsambands Suðurlands, á
fundinum og verða það lokaorðin
hér.
Með köldu
blóði eða heitu?
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Tónabíó: Sér grefur gröf —
Blood Simple ***
Bandarísk. Árgerö 1984.
Handrit: Joel Coen, Ethan Coen.
Leikstjóri: Joel Coen.
Aðalhlutverk: John Getz, M. Emm-
et Walsh, Dan Hedaya, Frances
McDormand.
„Það er allt fullt af kvörtunum
í heiminum. Þú getur ekkert
keypt með algjörri ábyrgð." Svo
segir i upphafi þessa biksvarta,
kaldhæðna þrillers, Blood
Simple. Velstæður bareigandi
einhvers staðar í iðrum Texas
kaupir þá þjónustu af slóttugum
einkaspæjara að koma brott-
hlaupinni eiginkonu og elskhuga
hennar fyrir kattarnef. En þjón-
ustan var ekki með ábyrgðar-
skírteini. Einkaspæjarinn falsar
morðin. Þar með sogast þessir
fordæmdu fjórmenningar inní
mynstur gagnkvæmrar tor-
tryggni, ímyndunar, rangra
viðbragðra og ályktana, og
svaðalegustu ofbeldisverka. Ekki
mun ég ljóstra upp um þetta
mynstur, en það grípur áhorf-
anda strax í byrjun og heldur
honum föstum allt til loka, ekki
síður en persónunum.
Blood Simple er einhver
ánægjulegasta æfing í spennu-
mögnun sem fram hefur komið
undanfarin ár. Hér er tekið mið
af „film noir“ fimmta áratugar-
ins ekki síður en blóðugum of-
beldismyndum þess níunda.
Persónurnar, læstar í ástríðum
sínum og undirferli, eru hin
dæmda hjörð rithöfunda eins og
James M. Cain í t.d. The Post-
man Always Rings Twice eða
Double Indemnity. Þótt þannig
sé unnið innan viðtekinna hefða
er Blood Simple síður en svo eft-
irherma. Myndin er friskleikinn
og hugkvæmnin uppmáluð. Þess-
ir ungu bandarísku bræður, Joel
og Ethan Coen, binda örlög per-
sónanna saman með einföldum
en hugvitsamlegum hætti, jafnt
í mynd og hljóði; handritið stillir
upp skemmtilegum hliðstæðum
og endurtekningum í samtölum
og fjölskrúðug myndatakan
skýtur á fólkið aftan frá og
ofanfrá, gjarnan með samklippt-
um mótífum, eins og viftum,
þannig að örlagavefurinn verður
M. Emmet Walsh, kunnuglegt
andlit úr bópi bandarfskra skap-
gerðarleikara gegnum árin, er lygi-
lega góður sem einkaspæjari sem
verður fórnarlamb eigin vörusvika
í Blood Simple.
þéttur, lúmskur og ósigrandi í
vitund áhorfenda. Leikararnir,
lítt þekktir eða óþekktir, þjóna
tilganginum einkar vel. óþekktu
leikararnir John Getz og Franc-
es McDormand í hlutverkum
elskendanna eru hæfilega grá,
harðsvíruð en samt geðþekk og
skiljanleg. Kunnugleg andlit
eins og Dan Hedaya (úr Hill
Street Blues í sjónvarpinu) sem
hinn hugsjúki búllueigandi en þó
umfram allt M. Emmet Walsh
sem sveittur, feitur og ófyrirleit-
inn einkaspæjari, eru sem sköp-
uð fyrir hlutverk sín.
Blood Simple er i eðli sínu
ódýr B-mynd, en gerð af slíku
listfengi og kunnáttu að hún
skýtur viðamiklum, kostnaðar-
sömum stórmyndum ref fyrir
rass. Hinn þröngi, neonlýsti
leikvettvangur, heitur og rykug-
ur og gufumettaður, er hin full-
komna umgjörð fyrir myrkra-
verkin. Kvikmyndataka og lýs-
ing Barry Sonnenfeld er sífelld
erting fyrir sjóntaugina, en fer
einstaka sinnum, tvisvar reynd-
ar, yfir strikið í ansi glanna-
fengnum keyrslum að myndefn-
inu. Djarfleg klipping og seið-
andi tónlist Carter Burwell
krydda svo enn frekar þetta
bráðglúrna, feikilega spennandi
verk. Blood Simple er einfald-
lega þriller í fyrsta gæðaflokki.
Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs — Nýjar leiðir
— eftir Jakob
Jónsson
Hinn 22. mars ritaði ég stjórn
Rithöfundasambandsins bréf, þar
sem ég gerði grein fyrir nýjum til-
lögum varðandi bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs. Eiður
Guðnason, alþm. tók við afriti af
bréfinu til athugunar, en hann er
formaður menningarmálanefndar
Norðurlandaráðs. Nú hefur mér
komið til hugar að gera hugmynd-
ir mínar kunnar almenningi.
Á liðnum árum hafa bók-
menntaverðlaun þessi verið eins
konar Nóbelsverðlaun „í smáum
stíl“. Tilgangurinn virðist vera sá
að úrskurða hver sé „besti“ eða
„fremsti" rithöfundur hverju
sinni. Þarna getur auðvitað aldrei
orðið um algildan dóm að ræða,
heldur álit dómnefndar sem valin
er „að bestu manna yfirsýn".
Þetta virðist í sjálfu sér gott og
blessað. En vankantarnir hafa
gert vart við sig.
Einu sinni átti ég tal við mann
„Þó að hin venjulega
aðferð við veitingu
bókmenntaverðlaun-
anna sé orðin úrelt, er
ekki þar með sagt að
aðrar leiðir kunni ekki
að vera færar.“
úr sænsku akademíunni. Eg gerð-
ist svo djarfur að spyrja þann
fræga mann, hvernig þeir félagar
færu að því að fylgjast með bók-
menntum Asíuþjóða, svo sem Ind-
verja og Kínverja. Hann viður-
kenndi að þar stæði hnífurinn í
kúnni. Málakunnátta akademi-
unnar ætti sín takmörk, en þeir
fengju umsagnir sérfróðra manna
og ættu aðgang að bókum í þýð-
ingum.
Þeir sem standa að verðlauna-
veitingu Norðurlandaráðs stríða
við sams konar erfiðleika. Er hægt
að fá þá menn eina í dómnefnd
sem skilja öll málin jafnvel og
Dr. Jakob Jónsson
geta gert öllum þjóðunum jafnt
undir höfði? Það hlýtur að vera
nær því ógerningur.
En hvað þá um þýðingarnar?
Eru t.d. íslendingar nokkru bætt-
ari þótt þeir geti fengið rit sín
þýdd á eitthvert „heimsmáP eða
eigum við heldur að segja „eitt-
hvert annað heimsmáP? Og hvað
er heimsmál? Samkvæmt minni
reynslu er sá maður nokkurn veg-
inn mállaus úti f „hinum stóra
heimi“, sem ætlar sér að bjarga
sér á norrænum tungumálum ein-
um saman. Raunar skiptir ekki
máli hvort bókin er lögð fram á
grænlensku, íslensku eða ensku, ef
öll dómnefndin er fær um að lesa
hana og skilja svo vel að hún geti
sett sig inn i stíl, málblæ og anda
verksins. En slíkt er ekki fram-
kvæmanlegt nema stuðst sé við
frummálið, tungu höfundarins.
Þó að hin venjulega aðferð við
veitingu bókmenntaverðlaunanna
sé orðin úrelt, er ekki þar með
sagt, að aðrar leiðir kunni ekki að
vera færar. Það er ekki hægt að
finna bestu bók á Norðurlöndum
hverju sinni, en það er hægt að
kynna hið verðmætasta frá hverri
þjóð eða málsvæði fyrir öðrum
Norðurlandaþjóðum svo að það
veki áhuga lesenda, útgefenda og
bókmenntafræðinga. Eg hugsa
mér að 2—3 þjóðum eða málsvæð-
um sé veitt viðurkenning eða verð-
laun hverju sinni í réttri röð. í
fyrsta skipti mætti fara eftir hlut-
kesti. Hver þjóð fengi tækifærið
þriðja eða fjórða hvert ár. Fylli-
lega dómbærir menn, valdir frá
hverju Norðurlandanna til eins
árs, velji þá úr bókum hverrar
þjóðar á frummáli, en valið sé úr
því sem út hefur komið frá síðustu
kynningu þess lands. Hvert land
eða málsvæði kemur þá til greina
þriðja eða fjórða hvert ár eftir því
hvað löndin eða málsvæðin eru
talin mörg. Eftir sem áður ætti sú
skylda að hvíla á Norðurlandaráði
að kosta þýðingu á þeirri bók eða
bókum, sem efstar yrðu á blaði —
í samráði við viðkomandi höfund.
Ávinningurinn við þá aðferð,
sem ég hef bent á, er þrenns kon-
ar. { fyrsta lagi er höfundum
tryggt nákvæmara mat á verkum
þeirra. I öðru lagi er tryggt að
ekkert land er sett hjá, heldur hafi
öll sömu aðstöðu. 1 þriðja lagi
verður kynningin víðtækari
hverju sinni en nú er. Með tillögu
minni er ég engan veginn að gera
lítið úr þeirri bókmenntakynningu
sem fram hefur farið undanfarin
ár. En mér virðist reynslan sýna
að annað fyrirkomulag henti bet-
ur.
Dr. theol. Jakob Jónssoa er tyrr-
rerandi sóknarprestur.