Morgunblaðið - 11.04.1985, Síða 17

Morgunblaðið - 11.04.1985, Síða 17
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL1985 17 Horgunblaðið/JAhaanes Long Á skrifstofu Jafnréttisráðs á Laugavegi 116 við undirritun samnings um gerð fræðsluefnis um jafnréttismál. Frá vinstri talið: Hjálmdís Hafsteinsdóttir, formaður Jafnréttisnefndar Kópavogs, Valgerður Sigurðardóttir, formaður Jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar, og Ásthildur Ólafsdóttir fulltrúi þeirra, nefndar, Björg Einarsdóttir, formaður Jafnréttisnefndar Reykjavíkur, Sigríður Jónsdóttir og Gerður G. Óskarsdóttir, höfundar fræðsluefnisins. Fræðsluefni um jafnréttismál Jafnréttisnefndir Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar vinna sameiginlega að gerð fræðsluefnis um jafnréttismál fyrir grunnskóla í tilefni loka Kvennaáratugarins. Nefndirnar gangast fyrir gerð fræðsluefnis um náms- og starfs- val fyrir nemendur á grunnskóla- stigi með tilliti til jafnréttis kynj- anna. Höfundar texta eru Gerður G. Óskarsdóttir, æfingastjóri í uppeldis- og kennslufræðum í Fé- lagsvísindadeild Háskóla tslands, og Sigríður Jónsdóttir, námsstjóri i yngri barnakennslu i Skóla- þróunardeild Menntamálaráðu- neytisins. Af hálfu jafnréttisnefndanna sjá um undirbúning að tillögum um gerð fræðsluefnisins Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir, þjóðfé- lagsfræðingur, og Kristín H. Tryggvadóttir, námsstjóri á Fræðsluskrifstofu Reykjanesum- dæmis. Flugmenn Arnarflugs fá 37 % launahækkun Sömdu á sömu nótum og f lugmenn Flugleiða FLUGMENN Arnarflugs og Arnar- flug hafa nú gert með sér kjara- samning sem byggist á kjarasamn- ingi þeim sem tókst á railli Flugleiða og flugmanna Flugleiða. Fá flug- menn Arnarflugs því um 37 % kaup- hækkun nú, sem er að hluta til aft- urvirk. Samkvæmt upplýsingum Stef- áns Halldórssonar, starfsmanna- stjóra Arnarflugs, er kjarasamn- ingur þessi á sömu nótum og hjá flugmönnum Flugleiða, að svo miklu leyti sem um sambærilega hluti er að ræða. „Samningarnir eru þeir sömu hvað varðar kaup- liðina, eins og áður, en starfsemi Arnarflugs er í veigamiklum at- riðum ólík starfsemi Flugleiða, og að þvi leytinu eru samningarnir ekki þeir sömu. Við erum með önnur ákvæði í okkar samningum •um erlend verkefni, þar sem við erum miklu meira í erlendum verkefnum en Flugleiðir,“ sagði Stefán, „og sömuleiðis erum við með annað dagpeningakerfi en Flugleiðir og því ekki heldur hægt að bera það saman við kerfið hjá Flugleiðum." Brautarholti 4 GSAL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.