Morgunblaðið - 11.04.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.04.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÓIÐ, FtMMTÚDAGURl’l. APRfL 1985 19 HorgunblaAið/Árni Snberg Stjórn MS-félagsins skipa Ulið í efri r»ð frá yinstri: Elín Herdís Þorkelsdóttir riUri, Edda Erlendsdóttir ejaldkeri og Signrbjörg Ármannsdóttir riUri. 1 neéri röó eru þan Gyða Jónína Olafsdóttir fonnaður og John Ernest Gabriel Bene- diktsson læknir og varaformaður. Á myndina vantar Margréti Olafsdóttur gjaldkera. MS-félag íslands opnar skrifstofu MS-félag íslands (Multiple Scler- osis) opnaði skrifstofu í húsi Krabba- meinsfélags fslands i Skógarhlíð 8, Reykjavík, fyrir nokkru. MS er sjúkdómur í miðtauga- kerfinu sem veldur lömun á ýmissi starfsemi líkamans og orsakir hans eru ókunnar. Opnun skrifstofunnar mun að- eins vera fyrsta skrefið hjá félag- inu í að aðstoða þá 200 sjúldinga er stríða við þennan sjúkdóm hérlend- is og aðstandendur þeirra, því i sjónmáli er nú einnig opnun dag- deildar fyrir MS-sjúklinga. Hrólfur Sveinsson: Hvunndagshugvekja „Vísindin efla alla dáð“ sagöi eitt sinn maður nokkur norðan úr Óxnadal. Þetta var skarplega athugað, enda varð hann frægur fyrir. Því hvar væru volaðir Adams niðjar á vegi staddir án vísindanna? Þá væri jörðin enn- þá flöt og á henni væri gat i gegnum Heklu, þar sem sálum vorum yrði sópað niður í annan og enn lakari staö. Hvorki væri til vasatölva né fjarstýrður bílskúrshurðaropnari, ekki einu sinni eldspýta eða atómsprengja. Og með anda sínum og krafti hafa vísindin hreinsað oss af öll- um hindurvitnum, svo sem að fú- ið rifbein úr þjóf sé gott til reið- ar handa kvenfólki, eða að hver klöpp sé full af álfakroppum, sem narri til sín sveitamenn undir svefninn. Enda hafa vís- indin grafið upp náttúrulög- málin öll með tölu, og sýnt fram á að orsök veldur afleiðingu, og að tvisvar tveir eru fjórir, og að orku þarf til að bera kvenmann upp stiga, þó ekki sé meira. Þvi er ljóst, að ekki verður framar gengið á vatni, né heldur verður því breytt í vín; það hlyti að stranda á náttúrulögmálum. Einnig er sú hlálega uppákoma í efninu, sem kölluð er lff, öndverð grundvallar-lögmálum efnis og orku, og þess vegna frá vísinda- legu sjónarmiði óhugsandi; svo að hver sem væri svo heimskur að viðurkenna sjálfan sig sem staðreynd, hefði afneitað visind- unum. En vísindin láta ekki að sér hæða, heldur taka á hverju ári stærra framfara-skref en á heilli öld á undan. Ef gert væri línurit, þar sem tíminn labbaði sig jafnt og þétt eftir láásnum, en vísindin klifruðu upp lóðás- inn, þá er ljóst að hnit, sem fylgdi vísindunum gegnum ald- irnar, hefði lengst af verið næst- um lárétt, þangað til hún fór að reigja sig upp á við með hrað- vaxandi derringi, og stefnir nú óðfluga á að verða lóðrétt, hvað sem þá tæki við, ef timinn yrði svo frakkur að halda áfram að líða, eins og ekkert væri, í stað þess að nema staðar við svo búið og biðjast afsökunar á sjálfum sér. Einhverjum datt í hug, að þar hlyti askur Yggdrasils að steypast ofan i Urðarbrunn með „ braki og bomsi i krafti vísind- anna, enda ekki vonum fyrr, að leiðrétt yrði slík kórvilla, sem fræðilega fær ekki staðizt. En hver veit nema sveiglínan góða taki bara kúrsinn rakleitt út i óendanleikann, svo að hversu hratt sem hún svignaði upp á við, næði hún aldrei að verða lóðrétt fremur en Akkilles næði skjaldbökunni á sprettinum. SEM BREYTTIST Á EINNINÓTTU Þú getur skemmt þér stórkostlega í Glasgow, borg- inni sem breyttist á einni nóttu. Þótt þér dauðleiðist sekkjapípumúsík, finnist skotapils hallærisleg og gamlir kastalar óspennandi, þá er fjölmargt annað í Glasgow sem gæti heillað þig upp úr skónum og gert þig að aldavini skoskrar menningar og lífshátta. Glasgow er nútímaborg á gömlum grunni. Þangað er aðeins um 2 klukkustunda flug með Flugleiðum frá íslandi. Þessi nágrannaborg okkar á sér vaxandi aödáendahóp hérlendis. Þökk sé viðmóti Skotanna, kránum, veitingahúsunum, næturklúbbunum, diskótekunum, verslununum, ágætum söfnum og skemmtilegri menningu. - Skoski ballettinn, Skoska óperan, Skoska sinfónían og Skoska þjóðleikhúsið hafa aðsetur í Glasgow! - I Glasgow eru 16 fyrsta flokks diskótek, og auðvitað tugir af verri gerðinni! - Glasgow státar af 36 veitingahúsum, þar sem matur og þjónusta eru f hæsta gæðaflokki! - Glasgow er draumastaður sælkera og lífsnautnamanna. í borginni eru hvorki fleiri né færri en 80 vínstúkur, ölkrár og litlir matsölustaðir sem hægt er að mæla sérstaklega með. En þá eru ótaldir staðir sem heiðarlegir Skotar geta ekki mælt með! Þú átt varla kost á ódýrara sumarleyfi en ef þú flýgur með Flugleiðum til Glasgow. Þar býðst gisting á vönduðum hótelum fyrir hlægilegt verð og í verslunum borgarinnar eru vörurnar á mun lægra verði en í London. Gleymdu öllu sem þú hélst að þú vissir um Glasgow! Skemmtileg borg med lágan aógangseyri GLASGOW LfclTIÐ FREKARI UPPLYSINGA A SOLUSKRIFSTOFUM FLUGLEtOA HjÁ UMBOÐSMONNUM OG FERÐA SKRIFSTOFUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.