Morgunblaðið - 11.04.1985, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.04.1985, Qupperneq 20
MÖRéUNÍUiADlD. FlMMTUPÁGtift 19áð >20 Á að meina óflokksbundnum stuðn- ingsmönnum Sjálfstæðisflokks- ins þátttöku í prófkjöri? — eftir Ólaf Kristjánsson Allt frá því að prófkjör vegna framboðs Sjálfstæðisflokksins voru samþykkt á landsfundi árið 1969, hafa farið fram miklar og gagnlegar umræður um kosti og galla þess að viðhafa prófkjör. Er ekki ástæða til þess hér, að endur- taka helstu þætti þeirrar umræðu svo vel sem ágreiningsatriði eru þekkt? Þrátt fyrir ýmis vandkvæði við framkvæmd prófkjörs og hugsan- legar eftirstöðvar eru flestir nú um það sammála, að prófkjörs- leiðin sé besti kosturinn, þótt menn greini á um framkvæmd og leiðir. Umræöa um breyttar prófkjörsreglur Á síðarihluta ársins 1984 hafa hugmyndir um breytt fyrirkomu- lag að reglum um framkvæmd prófkjörs vegna framboðs Sjálf- stæðisflokksins verið mjög til um- ræðu innan kjördæmisráða flokksins. Miðstjórn skipaði þann 9. desember 1983 sérstaka nefnd til að yfirfara og gera tillögur til breytinga þar að lútandi, og ber að fagna þeim skilningi miðstjórnar að vanda vel til tillagna samfara því að leitað er álits manna heima í héraði áður en lokaákvörðun er tekin á landsfundi. Hefur umræða m.a. snúist um þörf þess að tryggja réttláta fram- kvæmd prófkjörs, forðast mis- sætti og sundrung að afstöðnum kosningum, samhliða því að sam- ræma reglur er gildi um val fram- bjóðenda, kjörnefndir, kjörfundi og kosningafyrirkomulag. Nú virðist sem tekist hafi að ná samstöðu um flest tilgreind atriði utan eins — sem er mjög þýð- ingarmikið grundvallaratriði — en það er: Hverjir skulu hafa þátt- tökurétt í prófkjöri. Prófkjör þrengt og lokað Fyrir síðustu alþingiskosningar höfðu kjördæmisráðin val milli þriggja reglna samkvæmt 2. grein, er hljóðar svo: Þátttaka í prófkjöri fer eftir einhverri af þremur eftir- greindum reglum samkvæmt ákvörðun kjördæmisráðs: a) Þátttaka í prófkjöri er heimil öllum meðlimum sjálfstæðisfé- laganna í kjördæminu, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Auk þeirra haía atkvæðisrétt þeir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins sem eiga munu kosn- ingarétt í kjördæminu við kosningarnar og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæð- isfélag f kjördæminu. b) Þátttaka i prófkjöri er heimil öllum stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins, sem búsettir eru í viðkomandi kjördæmi og kosningarétt munu hafa í þeim kosningum til Alþingis, sem í hönd fara. Auk þeirra hafa at- kvæðisrétt þeir flokksbundnir sjálfstæðismenn er náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana og búsettir eru í kjördæminu. c) Þátttaka í prófkjöri er heimil öllum meðlimum sjálfstæðisfé- laganna í kjördæminu, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Auk þeirra hafa atkvæðisrétt þeir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem eiga munu kosn- ingarétt í kjördæminu fyrir lok kjörfundar eða hafa skráð sig til þátttöku í prófkjörinu innan tveggja sólarhringa áður en kjörfundur hefst. Nú þegar þetta er ritað er ljóst, að þrengja á mjög hverjir hafi rétt til þátttöku svo sem eftir- farandi breytingartillaga 9. desember nefndarinnar ber með sér. (Breytt önnur grein.) En hún hljóðar svo: Þátttaka í prófkjöri er heim- il: a) ÖUum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í kjör- dæminu sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri próf- kjörsdagana. b) Þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í kjördæm- inu við kosningarnar og undir- ritað hafa inntökubeiðni og greitt félagsgjald í sjálfstæðis- félag í kjördæminu fyrir upp- haf kjörfundar. Þúsundir stuðnings- manna Sjálfstæðis- flokksins sviptir rétti Nái þessi breyting fram að ganga verða þúsundir óflokks- Áður herskáli nú listamiöstöð AÐALBÍYGGING Norrænu listamiðstöðvarinnar á Sveaborg í Helsinki verður tekin í notkun í sumar, þ.e.as. 10. ágúst næstkomandi. Þá mun Sonja krónprinsessa Noregs opna húsnæðið hátíðlega og í tengslum við það verður gert ýmislegt til hátíðabrigða. Aðalbyggingin, sem áður var herskáli { virkinu Svíavígi, er aflangt hús frá rússneska keisaratímabilinu byggt 1868. Það hefur nú verið endurbyggt á vegum flnnsku húsnæðismálastjórnarinnar og tekist hef- ur að varðveita sérkenni hússins. Þetta er eina menningarstofnunin af þeim 40 sem Norðurlandaráð rekur sem eingöngu fjallar um sjónlist. Ölafur Kristjánsson bundinna stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins sviptir rétti til þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins samanber b lið 2. greinar er áður gilti. Hér bið ég menn að staldra við og horfa fram um veg með fram- sýni. Að afstöðnum alþingiskosn- ingum 23. apríl 1983 kom í ljós að um 30.000 þús. einstaklingar höfðu tekið þátt í prófkjöri á vegum Sj álf stæðisflokksins. Að sögn flokksskrifstofunnar munu vera u.þ.b. 23—24.000 flokksbundnir félagsmenn í hinum ýmsu flokksfélögum. Dreg ég þessa tölu nokkuð i efa vegna ófullnægjandi gagna er skrifstofan hefur yfir að ráða. Margir eru tvítaldir, þ.e. brott- fluttir og á skrá í fleiru en einu félagi. Þá er mikill misbrestur á, að látnir séu strikaðir út af fé- lagatali o.s.frv. En hvað um það, við skulum halda okkur við töluna 24.000 mínus þá Vestfirðinga flokksbundna í Sjálfstæðisflokkn- um sem ekki áttu þess kost að segja sitt álit í prófkjöri, en þeir munu vera um 1.000 Þá má ætla, að flokksbundnir sjálfstæðismenn hafi ekki allir getað tekið þátt 1 prófkjöri ýmissa hluta vegna. Ég leyfi mér því að áætla, að 20.000 einstaklingar flokksbundnir hafi tekið þátt í prófkjöri fyrir alþing- iskosningarnar 1983. 10.000 hafa þá tekið þátt i prófkjöri án þess að vera flokks- bundnir. Samkvæmt breytingar- tillögu nefndarinnar skulu þessir aðilar sem og fjölmargir aðrir því aðeins fá rétt til þátttöku í próf- kjöri, að þeir innriti inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag og greiði árs- gjald. Með öðrum orðum: Kaupi þátttökurétt í prófkjöri. (?) Farið inn á ranga braut Ég er sannfærður um það, að hér er verið að fara inn á ranga braut, sem síðar meir — ef sam- þykkt verður — á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér, m.a. minnkandi kjörfylgi. Sé meirihluti fyrir þessari breytingu innan kjördæmisráð- anna og landsfundar er ég og sannfærður um að ekki hafi verið nægjanlega hlustað eftir hjart- slætti þeirra fjölmörgu góðu og einlægu stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins, sjálfstæðismanna sem hafa af ýmsum ástæðum kos- ið að standa utan við flokksstarf- ið. Vissulega er æskilegt að sem flestir séu flokksbundnir og taki þannig þátt í starfi og stefnumót- un síns flokks. Því miður er tiðarandinn annar, og fram hjá því verður ekki horft. Ungt fólk hefur þá er það öðlast kosningarétt í fyrsta sinn ekki fullmótað sína pólitísku skoðun, og telur eðlilega ekki tímabært að skipa sér í sveit hinna ýmsu stjórnmálaflokka fyrr en það hef- ur öðlast meiri þroska, skilning og yfirsýn yfir hið almenna stjórn- málasvið. Þessu fólki höfnum við að mikl- um hluta til verði um þröngt eða lokað prófkjör að ræða. Hefur flokkurinn efni á því? Eru allir óflokks- bundnir einstakl- ingar andstæðingar Sjálfstæðisflokksins? Aðaliökin fyrir því að útiloka óflokksbundna menn frá prófkjöri eru þau, að aðeins flokksbundnir sjálfstæðismenn skuli hafa rétt til að velja menn á framboðslista flokksins. Þar eigi andstæðingarnir hvergi nærri að koma. Rétt er það, en hver er kominn til með að stað- hæfa, að óflokksbundið fólk — ungt sem aldið — sé yfir höfuð andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins, eða á að telja þá fjölmörgu einstaklinga óflokksbundna, sem tóku þátt í prófkjöri 1983 sem andstæðinga? Ég segi NEI. Á hverju byggist at- kvæðaaukning flokka? Atkvæði og stuðningur hins al- menna kjósanda er það afl sem til þarf eigi okkur að auðnast að hrinda í framkvæmd mikilvægum áformum um leið og við eflum flokkinn til ábyrgðar og valda, og sjáum þannig hugsjónir verða að veruleika. En hvernig náum við til fjöld- ans? Með þröngu og lokuðu prófkjöri? Með „gömlu góðu Vegna umræðu um sjónvarpsþátt — eftir Maríu Markan Ég hefi orðið þess vör að nokk- urs misskilnings gætir varðandi sjónvarpsþátt er var endursýndur sl. miðvikudag eftir 13 ár. Ýmsir hafa talað við mig um að Pétur Pétursson þulur hafi hraðað sér að ljúka samtalsþætti okkar. Að mínum dómi er Pétur mjög til- litssamur og hæverskur. Hins veg- ar gætti misskilnings milli upp- tökumanna sjónvarpsins og okkar, einkum mín. Er það skiljanlegt, í spennu augnabliksins, þegar mað- ur opnar hug sinn fyrir alþjóð um sinn eigin lffsferil. Okkur Pétri hafði víst verið sagt hve langan tíma við hefðum, en einhvern veginn fór það framhjá mér og lét Pétur mig ráða ferð- inni, en var stöðugt áminntur af tímaverði, sem var okkar vinsæli söngvari Guðmundur Guðjónsson. Þegar fór að líða á seinni hluta þáttarins áttaði ég mig ekki á hvað tímanum leið, en sá að Pétri brá er tímavörður lyfti upp spjaldi og á því stóð 0. Þá sagði ég: Hvað. Er tíminn búinn? Þar af leiddi sem sjálfsagðan hlut, að Pétur vildi ekki hætta þættinum í miðri frásögn minni, en þurfti náttúr- lega að hraða sér mjög til þess að ljúka efninu, áður en filman væri búin og slökkt yrði á upptökutækj- um. vinnubrögðunum" þar sem fáir út- valdir ráða framboðslista? Verður það gert með fámennum fundum innan flokksfélaganna? Með fundum þingmanna og leið- arþinga? Eða með útgáfu mál- gangs? Hver er reynsla okkar af ofangreindu? Það er því miður sorgleg stað- reynd, að fáir sækja pólitíska fundi, málgögn hinna ýmsu kjör- dæma eru máttlítil og koma óreglulega út, lítt lesin og gegna þar af leiðandi ekki því hlutverki að vera tengiliður milli þing- manna, kjörinna sveitarstjórn- armanna og flokksforystu við hinn almenna kjósanda. Fjölmargar ástæður liggja að baki þeirrar deyfðar sem ríkir á milli kosninga og verða ekki raktar hér að sinni. Ég tel hiklaust, að opið prófkjör þar sem við sýnum kjósendum til- trú verði til þess að fjölmargir komi til liðs við Sjálfstæðisflokk- inn með þátttöku sinni í prófkjöri, og það spor verði fyrsta sporið til áframhaldandi stuðnings við Sjálfstæðisflokkinn sem eigi eftir að efla flokksstarfið, skapa liflegri umiæðu um margvísleg pólitisk málefni en hefur verið til þessa. Þvi er stundum haldið fram, að sé óflokksbundnum mönnum gert kleyft að taka þátt í prófkjöri sé réttur flokksbundinna manna fyrir borð borinn. Þetta er rangt. Sá sem er flokksbundinn mótar starf og stefnu sins félags, hefur áhrif á kjör trúnaðarmanna innan flokksins, á ég hér við kjör stjórna féiaga, fulltrúa á kjördæmisþing og landsfund og vonandi neitar þvi enginn, að i þessu felast ákveðin og afgerandi völd. Þá eru almennt flokksbundnir félagar valdir til trúnaðar í nefndum á vegum sveitarstjórna og við kjör sem þingmenn hafa yfir að ráða svo eitthvað sé nefnt. Lokaorð: Sjálfstæðisflokkurinn fékk við siðustu alþingiskosningar 50.892 atkvæði. Þennan stóra hóp kjós- enda þurfum við áfram að fá til liðs við okkur ásamt þeim þúsund- um nýrra kjósenda er öðlast kosn- ingarétt í fyrsta sinn. Með því að útiloka svo stóran hóp góðra og væntanlegra stuðn- ingsmanna og ég hefi verið að lýsa hér að framan erum við að kasta frá okkur stuðningi fjölmargra um aldur og ævi. Slikt má ekki gerast. Ég hvet sjálfstæðismenn um land allt til að íhuga vel afleið- ingar þess að þrengja prófkjörs- reglur frá því sem nú er. óflokks- bundnir sjálfstæðismenn og aðrir stuðningsmenn ættu að láta meira í sér heyra um leið og þeir reyni að hafa áhrif á frammámenn Sjálf- stæðisflokksins hver í sínu heima- héraði til frjálsræðis í þessum efnum. Þá er ég þess fullviss að vilji meirihlutans kemur i ljós, þ.e. andstaða við jafn fráleita hug- mynd og lokað og þröngt prófkjör er. Ólafur Kristjínssott er skólastjóri og forseti bæjarstjórnar í Bolung- airft. María Markan Vonandi veit fólk nú hvernig á þessu stóð. María Markan er óperusöngkona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.