Morgunblaðið - 11.04.1985, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1985
AP/Símamynd
Sakharov-vitnaleiðslurnar hófust í Lundúnum í gær og er þetta f fimmta sinn, sem þær fara fram. Eru þær
kenndar við sovéska vísindamanninn og andófsmanninn Andrei Sakharov, sem nú er í útlegð innanlands í
borginni Gorkij.
Sakharov-yitnaleiðslumar:
Sovétmenn ætluðu
aldrei að virða mann-
réttindaákvæðin
— sagði Lyudmila Alekseeva, fulltrúi mannréttindahóps í Moskvu
„SOVÉTST’JÖRNIN ætlaði sér aldrei að virða mannréttindaákvæði
Helsinki-sáttmálans. Hún hafði fyrst og fremst í huga að njóta þeirrar
samvinnu á sviði tækni og vísinda, sem sáttmálinn fól í sér,“ sagði
Lyudmila Alekseeva, fulltrúi mannréttindahóps í Moskvu, við Sakharov-
vitnaleiðslurnar í Lundúnum í dag.
Vitnaleiðslur þessar, sem
kenndar eru við hinn heims-
kunna vísindamann Andrei Sak-
harov, fjalla um ástand mann-
réttinda í Sovétríkjunum og
Austur-Evrópu um þessar
mundir og á sl. áratug. Er þar
leitast við að svara þeirri spurn-
ingu hvort Helsinki-sáttmálinn
hafi bætt ástandið í þessum ríkj-
um. Sérfræðingar um sovésk
málefni flytja erindi og útlægir
andófsmenn bera vitni.
Helsinki-sáttmálinn var und-
irritaður af fulltrúum 35 ríkja úr
austri og vestri hinn 1. ágúst
1975. Hann felur m.a. í sér fyrir-
heit um samstarf á sviði tækni
og vísinda, viðurkenningu á nú-
verandi landamærum í Evrópu
og skuldbindingu um að virða
mannréttindi: frelsi til að tjá
hug sinn, samviskufrelsi og trú-
frelsi.
Við vitnaleiðslurnar í dag
ræddi Paul Sieghart, fulltrúi al-
þjóðanefndar lögfræðinga í
Genf, um mál Andreis Sakharov.
Hann benti á að hann hefði
hvorki verið ákærður né sak-
felldur og því lægi ekki á Ijósu
hvernig Sovétstjórnin ætlaði að
réttlæta útlegð hans í Gorki. Það
væri skylda sovéskra yfirvalda,
samkvæmt alþjóðalögum, að
birta ákæru eða láta Sakharov
lausan.
Dina Kaminskaya, fyrrum
lögfræðingur í Sovétríkjunum,
og tveir bandarískir lagaprófess-
orar fjölluðu um refsilöggjöf í
Sovétríkjunum. Þar kom fram
að refsingar við mörgum brotum
hafa verið hertar verulega á
undanförnum árum, jafnframt
þvi sem refsingar eru nú látnar
taka til margs konar brota sem
ekki voru áður refsiverð. Þetta
hefur m.a. leitt til þess að unnt
er að skilgreina svokallaðan
„and-so.'éskan áróður" á miklu
víðtækari hátt en fyrr.
„Aðstæður í ^Dvéskum fang-
elsum miða að því að gera fang-
ana að viljalausum verkfærum
yfirvalda," sagði Georgy Davyd-
ov, 44 ára gamall verkfræðingur,
í áhrifamiklum vitnisburði sín-
um. Davydov var handtekinn ár-
ið 1972 fyrir að dreifa ólöglegum
ritum, þar á meðal stefnuskrá
svonefndrar „lýðræðishreyf-
ingar“ í Sovétríkjunum. Hann
var dæmdur í fimm ára vist í
vinnubúðum í Síberíu og síðan í
tveggja ára útlegð. „Lífið í þess-
um búðum er hræðilegt," sagði
Davydov, „og margir fanganna
verða örkumla."
Við vitnaleiðslurnar á morg-
un, fimmtudag, verður m.a. fjall-
að um stefnu sovéskra stjórn-
valda gagnvart þjóðarbrotum.
Þá verður rætt um áhrif þrýst-
ings frá Vesturlöndum á með-
ferð Sovétstjórnarinnar á and-
ófsmönnum.
Frakkland:
Vaxandí eining hjá
stjórnarandstöðunni
ParÍH, 10. apríl. AP.
TVEIR stærstu stjórnarandstöðu-
flokkarnir í Frakklandi undirrituðu í
dag samkomulag um samstöðu sín í
milli í framtíðinni og hétu því að
„stjórna einir og aðeins einir“ nái
þeir að sigra jafnaðarmenn í þing-
kosningunum á næsta ári. Jafnframt
lýstu þeir yfir andstöðu sinni viö
þrjú stjórnarfrumvörp, sem fram eru
komin og hafa munu í for með sér,
að núverandi kjördæmaskipan verð-
ur breytt og hlutfallskosning tekin
upp.
stjórn gæti starfað án stuðnings
jafnaðarmanna.
Samkvæmt framkomnum
stjórnarfrumvörpum verður þing-
mönnum fjölgað um 86 og verða
þeir þá 577, þannig að einn þing-
maður verður á hverja 108.000
íbúa landsins og þingmenn verða
eigi færri en tveir fyrir hvert kjör-
dæmi.
Pakistan:
Ný borgaraleg
Almennt er gert ráð fyrir, að
jafnaðarmenn missi meirihluta
sinn á þingi haldist núverandi
kjördæmaskipan í Frakklandi, en
verði hlutfallskosning tekin þar
upp og kjördæmum breytt er talið,
að þeir geti áfram orðið stærsti
flokkur þingsins. Slíkt kynni að
hafa í för með sér, að engin ríkis-
iNlamabad. 10. aprfl. AP.
MOHAMMED Zia UHlaq, forseti
Pakistans, skipaði í dag nýja ríkis-
stjórn og er það fyrsta borgaralega
stjórn landsins í 8 ár. Sóru ráðherr-
arnir embættiseiða sína í dag. í hópi
þeirra eru ýmsir menn, sem ekki
hafa áður verið kunnir á opinberum
vettvangi. Forsætisráðherra nýju
stjórnarinnar verður Mohammed
Khan Junejo. Hann er 54 ára að
aldri.
Talið er, að fleiri borgaralegir
ráðherrar verði skipaðir f stjórn-
ina síðar. Aðalverkefni hennar
verður fyrst um sinn að aðstoða
Zia Ul-Haq forseta við að koma á
borgaralegum stjórnarháttum í
Wolcker hrósar
sparnaðaráformum
Bandaríkjastjórnar
Washinmon, 10. aprO. AP.
PAUL Wolcker, formaður banka-
ráðs bandaríska seðlabankans, lét í
dag í Ijós bjartsýni yfir nýframkom-
inni áætlun Bandaríkjastjórnar um
Treholt-máliÖ:
Ráðherrar
báru vitni
(Mó, 10, aprfl. AP.
Utanríkisráðherra og varnarmála-
ráðherra Noregs báru í dag báðir
vitni fyrir luktum dyrum í njósna-
máli Arnes Treholt. Þar varði And-
ers C. Sjaastad varnarmálaráðherra
þá ákvörðun norsku stjórnarinnar
að leyfa Treholt að sækja fyrirlestra
hjá háskóla hersins 1982—1983,
þrátt fyrir að hann væri þá þegar
grunaður um njósnir í þágu Sovét-
ríkjanna.
Svenn Stray utanríkisráðherra
vildi ekki láta hafa neitt eftir sér,
eftir að hann hafði boriö vitni í dag.
Þá komu einnig fyrir dóm þeir Kjell
Eliassen, sendiherra Noregs hjá
Sameinuðu þjóðunum, og Jan H.
Silseth, lautinant í norska hernum.
Sá fyrrnefndi starfaði f norska
utanríkisráðuneytinu er Treholt
fékk aðgang að háskóla norska
hersins, en Silseth var þar við nám
um leið og Treholt.
Gert er ráð fyrir að Örnulf Tofte,
sem stjórnað hefur rannsókninni á
njósnaferli Treholts, komi fyrir rétt
á morgun og gefi skýrslu. Það verð-
ur einnig fyrir luktum dyrum eins
og verið hefur í réttarhöldunum að
undanförnu.
að draga úr halla ríkissjóðs þar í
landi. Fram að þessu hefur Wolcker
gagnrýnt mjög þann halla, sem verið
hefur á ríkissjóði Bandaríkjanna
undanfarin ár, og varað við háska-
legum afleiðingum þess, ef ekki yrði
ráðin bót þar á.
Á þriðjudag í síðustu viku til-
kynntu Reagan forseti og leiðtog-
ar repúblikana í öldungadeild
Bandaríkjaþings að þeir hefðu
komizt að samkomulagi um um-
fangsmikla áætlun í því skyni að
draga úr opinberum útgjöldum.
Felur hún í sér að halli ríkissjóðs
Bandaríkjanna verði minnkaður
sem nemur 52 milljörðum dollara.
Wolcker varaði við þvf í dag, að
slík sparnaðaráform hlytu að eiga
sér langan aðdraganda áður en
þau gætu orðið að lögum og kom-
izt í framkvæmd, en kvað þau vera
góða byrjun. „Ég sé enga ástæðu
til annars en hvetja til þeirra að-
gerða, sem kunngerð voru í síð-
ustu viku,“ sagði Wolcker í ræðu í
dag.
Samkvæmt sparnaðaráætlun
stjórnarinnar verða framlög til al-
mannatrygginga ekki hækkuð
næstu þrjú árin en einnig verður
dregið úr kröfum stjórnarinnar
um hækkuð framlög til varnar-
mála.
ERLENT
PóUand:
Stjórnin rannsakar
árásina á Zaleski
Varajá, 10. aprll. AP.
ADAM Dunalewich, einn af tals-
mönnum pólsku stjórnarinnar, sagði
á fréttamannafundi í dag, að stjórn-
völd hefðu þegar hafið rannsókn á
máli prestsins séra Zaleski, sem var
rotaður og síðan brenndur víða um
líkamann við heimili foreldra sinna í
Krakow um hátíðirnar. Hann sagði
að rannsóknin væri hins vegar svo
skammt á veg komin að ekkert væri
hægt að segja að svo stöddu annað
en að ekkert yrði til sparað að af-
hjúpa þann sem framdi verknaðinn.
Zygmunt Lenyk, talsmaður
mannréttindasamtaka Krakow-
borgar, sagði að árásarmaðurinn
hefði verið einn síns liðs og grímu-
klæddur. Hann hefði svipt prest-
inn meðvitund með því að úða ein-
hverju efni úr málmhylki í vit
hans og slá hann síðan í höfuðið
með því. Síðan hefði hann hafist
handa við að brenna prestinn með
„sígarettu eða einhverju öðru
áþekku', m.a. hefði táknið „V“
verið brennt á bringu prestsins.
Kirkjuleiðtogar í Póllandi ítrek-
uðu í dag áhyggjur sínar vegna
árásarinnar í ljósi morðsins á séra
stjórn
landinu í stað herstjórnar þeirra,
sem þar hefur verið við lýði und-
anfarin 8 ár. Ekki er hins vegar
gert ráð fyrir, að snöggar breyt-
ingar verði í stjórnarháttum
landsins á næstunni, heldur verði
þess f stað leitast við að koma
þeim á smám saman og í áföngum.
Popieluszko í október síðastliðn-
um og er ekki talið óhugsandi að
Glemp kardináli og Jaruzelski
hershöfðingi hittist á næstu dög-
um vegna þessa máls.
Gengi
gjaldmiðla
Pundið
hækkaði
um tvö cent
Loadoii, 10. aprfl. AP.
UMM/ELI Paul Wolckers,
formanns bankaráðs bandaríska
seðlabankans, í dag um minnk-
andi iðnaðarframleiðslu Banda-
ríkjanna og minnkandi þenslu
af þeim sökum og orðrómur um,
að banki einn í Oklahoma f
Bandaríkjunum ætti í erfiðleik-
um, urðu til þess að lækka gengi
dollarans í kauphöllum í Vest-
ur-Evrópu í dag.
Dollarinn lækkaði gagnvart
pundinu um meira en 2 cent og
fengust 1,2225 dollarar fyrir
pundið síðdegis í dag (1,1987).
Gengi dollarans var að öðru
leyti þannig að fyrir hvern
dollara fengust 3,1220 vestur-
þýzk mörk (3,1650), 2,6505
svissneskir frankar (2,6685),
9,5500 franskir frankar
(9,6100), 3,5375 hollenzk gyll-
ini (3,5740), 2.004,00 ítalskar
lírur (2.006,00), 1,3710 kanad-
ískir dollarar (1,3725) og
254,50 jen (254,35).