Morgunblaðið - 11.04.1985, Side 26

Morgunblaðið - 11.04.1985, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Landsfundur: Eyðir óvissu — eykur festu að er vor í lofti þegar rúm- lega eitt þúsund kjörnir fulltrúar samtaka sjálfstæðis- fólks, víðsvegar að af landinu, sitja landsfund Sjálfstæðis- flokksins í Laugardalshöll. Landsfundir Sjálfstæðis- flokksins eru stjórnmálavið- burðir, sem þjóðin öll veitir at- hygli, enda stefnumarkandi fyrir stærsta stjórnmálaflokk og sterkasta stjórnmálaafl þjóðarinnar, sem knýtir borg- araleg öfl saman í órofa fylk- ingu. Ekkert er borgaralegum sjónarmiðum, frelsi þjóðarinn- ar út á við og frelsi einstakl- ingsins inn á við, meira virði en eindrægni og samstaða fólks í Sjálfstæðisflokknum. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsfund haldinn nú til „að eyða óvissu og auka festu í ís- lenzku þjóðfélagi". Flokksfor- maðurinn leggur mikla áherzlu á heildarályktun landsfundar um atvinnumál. Mestu skipti að „menn gangi í takt til að ná árangri; Sjálfstæðisflokkurinn sé það afl, sem geti sameinað menn til góðra verka". Megin- mál sé að ná samstöðu um að verja kaupmátt og hefja nýtt hagvaxtarskeið, „sem er þungamiðjan í stjórnmálabar- áttunni í dag... Þar erum við annarsvegar að takast á um þá stefnu", segir Þorsteinn, „sem við höfum haft forystu fyrir, þ.e. um skattalækkanir, sam- starf stéttanna og atvinnu- uppbyggingu, og hinsvegar um þann boðskap, sem Alþýðu- bandalagið er í forustu fyrir, og felur í sér skattahækkanir, stéttastríð og verkfallsátök." Húsnæðismál verða eitt meginverkefni landsfundar, að sögn formannsins. Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur mótað tillögur til breytinga á ríkjandi kerfi, sem miða að því að nýta betur fjármagn til húsnæðis- mála, einkum í þágu þeirra, sem eru að eignast þak yfir höfuðið í fyrsta sinn. Þetta er þýðingarmikill málaflokkur, ekki sízt fyrir ungit fólk, sem taka verður föstum tökum. Samhliða því að móta stefnu Sjálfstæðisflokksins í helztu viðfangsefnum líðandi stundar og næstu framtíðar hlýtur landsfundur að ræða núver- andi stjórnarsamstarf. Engum blandast hugur um að ríkis- stjórnin vann mikið og gott verk framan af ferli sínum, ekki sízt með örri lækkun verð- bólgu, sem var að loka dyrum á flesta atvinnustarfsemi í land- inu. Rekstraróryggi fram- leiðsluatvinnuvega og atvinnu- öryggi þúsunda landsmanna var í bráðri hættu, þegar ríkis- stjórnin greip myndarlega inn í framvindu mála. Hún varð hinsvegar fyrir áfalli sl. haust, þegar verðbólguvarnir brustu. Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, kemst svo að orði í grein í Morgunblaðinu í gær: „Mis- gengi milli launastétta, óhófleg kröfugerð og óraunhæfir kjarasamningar með tilheyr- andi gengislækkun og verð- bólgu hefur tafið fyrir efna- hagsbata." Ríkisbúskapurinn kom þokkalega út 1984, eftir slæma afkomu 1983, þrátt fyrir hóf- samari skattheimtu sem hlut- fall af þjóðarframleiðslu en áð- ur. Hinsvegar horfir til nokk- urs hallarekstrar ríkissjóðs 1985. Óhagstæður viðskipta- jöfnuður við útlönd og ógnvekj- andi erlendar skuldir, sem að drýgstum hluta eru arfleifð frá og afleiðing af stefnu fyrri rík- isstjórna, eru alvarlegir hættu- boðar í þjóðarbúskapnum, sem lítt eða ekki hefur tekizt að setja niður. Friðrik Sophusson, varafor- maður flokksins, gagnrýnir samstarfsflokkinn í ríkisstjórn í grein sinni, sem fyrr er vitnað til, einkum fyrir tvískinnung í svokölluðu útvarpslagamáli, en milli lína má lesa, að fleira komi til. Ekki er ólíklegt að landsfundur sjálfstæðismanna skerpi málefnalegar línur varðandi framhald stjórnar- samstarfsins og búi flokksfor- ystu og þingflokk út með stefnumarkandi nesti og nýja verkefna-skó, ef svo má að orði komast. Hinsvegar verður ekki séð að aðrir flokkar hafi upp á þá for- ystu að bjóða í nauðsynlegu umbótastarfi, sem framundan er, er góðu lofi. En báðir verða stjórnarflokkarnir að taka á honum stóra sínum í stefnu- mörkun og starfi, ef ríkis- stjórnin á að endurvinna fyrra traust meðal þjóðarinnar og ráða við þau mikilvægu verk- efni sem hennar bíða. Á þeim starfsvettvangi duga engin vettlingatök, en árangur bygg- ist þó fyrst og fremst á þjóðar- sátt og samátaki áhrifaafla í þjóðfélaginu. Greinargerð forseta ASÍ er athyglisvert spor í þá átt. Frumkvæði ASI ætti enginn að hundsa, en greinargerðin var birt í heild í páskablaði Morg- unblaðsins. Hvað segja fulltrúar stjói ar um atvinnumálaskýrsl Skýrsla Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ, um atvinnumál, sem birtist í Morgunblaðinu á skírdag hefur vakið athygli, svo og það frumkvæði sem Alþýðusambandið og Vinnuveitendasam- bandið hafa í sameiningu tekið. Morgunblaðið sneri sér til fulltrúa allra stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi og innti þá álits á skýrslunni, en áður hefur það komið fram í Morgunblað- inu að Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að forseti ASÍ hafi margt til síns máls í skýrslunni, en Stein- grímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, telur gagnrýni Ásmundar á stjórnvöld byggða á misskilningi. Guðmundur Einarsson, þingmaður BJ: „Gott að ASÍ og VSÍ tala saman um stefnumörk- un atvinnumála“ „Þetta er ágæt samantekt og þar er drepið i mjög marga góða punkta,“ sagði Guðmundur Einars- son, þingmaður Bandalags jafnaðar- manna, um skýrslu forseta Alþýðu- sambandsins. „Ég tel að það sé aðeins gott eitt um það að segja, að ASÍ og VSÍ tali saman um stefnumörkun í at- vinnumálum. Þeir ættu raunar að gera miklu meira af því og þá kannski minna af því að gera heiidarsamninga um kaup og kjör, vegna þess að þar virðist þeim ekki lánast eins vel og ég vona að þeim lánist í atvinnumálunum. Þeir ættu að láta eigendur og starfsmenn fyrirtækjanna sjálfra um að semja um kaup og kjör, eins og við bandalagsmenn höfum lagt til,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði jafnframt: „Ég held að á næstu árum muni ýmsir hlutir breytast mjög í at- vinnulífinu. Meðal annars eign- arhald fyrirtækja, því þar held ég að við munum sjá miklu meiri að- ild starfsmanna, bæði að stjórnun og eign fyrirtækjanna. Það sem ég held að sé kannski brýnast í at- vinnumálum á íslandi, þar sem væntanlegar viðræður eiga að fjalla um það, er að Alþingismenn hætti sjálfir að vera í reddingum fyrir atvinnurekstur og uppgötvi það hlutverk sitt að búa til farvegi og skapa aðstæður. Þannig myndi frumkvæði og hugvit annarra fá að njóta sín. Þannig á ég von á að við myndum fá að sjá þúsund blóm spretta, vegna þess að betur sjá augu en auga.“ Jón Baldvin Hannibals- son, formaöur Alþýðuflokksins: „Hlutverk stjórn- málaflokkanna að móta stefnu í atvinnumálum“ „ÞAÐ er virðingarvert af hilfu for- seta Alþýðusambandsins að leggja fram skýrslu sem gæti orðið fyrsti vísir að stefnumótun verkalýðshreyf- ingarinnar um atvinnumál," sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins er blm. Mbl. spurði hann álits á skýrslu Asmundar Stef- ánssonar um atvinnumál. „Ég tel ljóst að hefðbundin kjarabarátta hefur ekki borið ár- angur, síst fyrir þá sem verst eru settir í þessu þjóðfélagi," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að þjóð- félag okkar væri spillt og ranglátt — klofið í tvo hópa sem nánast hefðu sagt sig úr lögum hvor við annan. Þessu hefði ekki tekist að breyta með úrræðum hefðbund- innar kjarabaráttu. „Það er rétt sem segir í niðurstöðum Ásmund- ar,“ sagði Jón Baldvin, „að fram- sýn atvinnustefna og samkomulag í þjóðfélaginu um brýnustu verk- efni er forsenda bæði fyrir bætt- um kjörum og atvinnuöryggi." Jón Baldvin sagði að út af fyrir sig væri ekki margt nýtt í þessari skýrslu, en það vekti þó athygli að þarna væri lögð mikil áhersla á markaðsmál og sölumennsku. Jákvætt væri tekið undir þau sjónarmið að við ættum að hafa samstarf við erlenda aðila í stór- iðju og að stóriðja ætti gjaman að vera í eigu útlendinga ef þeir réðu hráefnum, framleiðslutækni og mörkuðum. Það sem sagt væri um nauðsyn þess að móta mennta- stefnu í samræmi við áform um atvinnuuppbyggingu væri allt satt og rétt og sömuleiðis það sem sagt væri um byggðastefnu og nauðsyn valdatilfærslu í þjóðfélaginu. Jón Baldvin benti á að það væri samkvæmt lögum verkefni laun- þegahreyfingarinnar að setjast að samningaborði með vinnukaup- endum og semja um kaup og kjör, en það væri hins vegar verkefni stjórnmálaflokka að móta svona atvinnustefnu. „Það er laukrétt sem þarna segir,“ sagði Jón Bald- vin, „að það er ekki fylgt neinni stefnu, hvorki I hagstjórn, fjár- festingastjórnun né atvinnuvega- úþpbyggingu, og það hefur ekki verið gert lengi. Þessu þarf að breyta, en það er verkefni stjórn- málaflokka að gera það.“ Jón Baldvin sagði að Alþýðu- flokkurinn væri eini stjórnmála- flokkurinn sem hefði samræmda atvinnu- og efnahagsstefnu. Þessi skýrsla forseta ASI væri mjög í samræmi við þá stefnu sem Al- þýðuflokkurinn hefði mótað, en þó vantaði þar ýmislegt á. „Loks verður að benda á það,“ sagði Jón Baldvin, „að þessi Fangar mánaðarins — apríl 1985 Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi frá fslandsdeild Amnesty International: „Mannréttindasamtökin Amn- esty International vilja vekja at- hygli almennings á máli eftirtal- inna samviskufanga í apríl. Jafn- framt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjáipar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu við að slík mannréttindabrot eru framin. TYRKLAND. Ismail Besicki er tyrkneskur félagsfræðingur. Hann afplánar nú 10 ára fangels- isvist sem hann hlaut í mars 1982. Dóminn fékk hann fyrir að hafa „skaðað álit tyrkneska ríkisins út á við,“ í bréfi sem hann sendi til svissneska rithöfundasambands- ins, þar sem hann talar um Kúrda sem sérstakan þjóðflokk. Þó Ism- ail Besicki sé ekki Kúrdi er þetta i þriðja sinn sem hann er dæmdur I fangelsi (áður 1971—74 og 1979—81) fyrir að viðurkenna Kúrda sem sérstakan þjóðflokk i skrifum sinum, en því er hafnað opinberlega í Tyrklandi. Sam- kvæmt þarlendum lögum er bann- að að kenna kúrdísku og nota hana opinberlega. Eftir handtök- una var Ismail Besicki i einangr- un í 42 daga. Hann á yfir höfði sér fimm ára útlegð í borginni Edirne þegar hann losnar úr fangelsinu. ZAIRE. Tshisekedi wa Mulumba er lögfræðingur, fyrrum ráðherra, og fulltrúi á þjóðþingi Zaire. Hann var handtekinn i nóvember 1983 fyrir að ógna öryggi rikisins, án frekari útskýringa. Hann var sendur i útlegð ásamt konu sinni og sex börnum til Mupompa sem er þorp í rúmlega 800 km fjarlægð frá heimili hans í Kinshasa. Kon- an og börnin fengu að snúa heim að níu mánuðum liðnum en Tshis- ekedi wa Mulumba er enn f útlegö og má hann hvorki senda né taka á móti bréfum eða heimsóknum. Þetta var í þriðja sinn sem hann var handtekinn síðan í janúar 1981. í fyrsta skipti (jan. 1981—des. 1981) var það fyrir að hafa undirritað „opið bréf“ sem gagnrýndi stefnu forsetans. í ann- að skiptið (mars 1982 til maf 1983) var það fyrir að hafa tekið þátt í umræðum um myndun nýs stjórn- málaflokks, en samkvæmt stjórn- arskrá Zaire er aðeins einn stjórnmálaflokkur leyfður f land- inu. Auk þess var hann settur i varðhald og barinn illa í ágúst ár- ið 1983. VIET NAM. Nguyen Chi Thien er ljóðskáld frá Hanoi. Hann hefur verið í varðhaldi án þess að hafa hlotið dóm frá 2. april 1979. Ástæðan fyrir því er sú að hann afhenti erlendum sendiráðsstarfs- manni handrit af ljóðum sínum ásamt bréfi þar sem hann biður um að Ijóðin séu gefin út. Nguyen Chi Thien, sem verður 53 ára í júní nk., hefur eytt 23 árum í varðhaldi síðan árið 1958. Amn- esty International telur ástæðuna fyrir handtökum hans vera gagn- rýni á stjórn Viet Nam, sem kem- ur fram í ljóðum hans. Ljóð hans hafa margsinnis verið birt í er- lendum ritum síðan 1980 og lög hafa verið samin við 20 ljóða hans. Þeir sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu ís- landsdeildar Amnesty, Hafnar- stræti 15, Reykjavík."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.