Morgunblaðið - 11.04.1985, Síða 40

Morgunblaðið - 11.04.1985, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1986 fólk í fréttum Gluggað í furðuheim Aarons og Candy Spelling Nafnið Aaron Spelling hljóm- ar kunnuglega og það ekki að ástæðulausu, maðurinn er fram- leiðandi flestra vinsælustu sjón- varpsþátta i Bandaríkjunum og víðar. Nægir að nefna Dynasty, sem er sýnt i 79 löndum, einnig Hart to Hart, Charlies Angels, Love Boat, T.J. Hooker, Fantasy Island og Hotel svo það helsta sé nefnt. Hann er ekki aðeins fram- leiðandi, heldur helsti handrita- höfundur og hugmyndasmiður allra þáttanna. Maðurinn er vell- auðugur, mánaðarlaunin nema milljónum dollara og hann er si- fellt á þönum að kaupa lóðir, lista- verk og gimsteina, yfirleitt handa eiginkonu sinni, Candy, en þau eru óaðskiljanleg og samrýnd svo af ber. Það væri ekki úr vegi að kynnast þessum milljónamæring- um sem snöggvast, enda sérkenni- legt fólk á ferðinni. Aaron hefur orðið: „Foreldrar minir voru fátækir, pabbi var skraddari sem fór á höfuðið og við bjuggum í allt of litlu húsnæði i Dallas. Við vorum þrír bræðurnir í sama litla herberginu. Á þessum árum dreymdi mig um að verða ríkur og með timanum ásetti ég mér það. Ég kom svo til Holly- wood frá Dallas i rútu og hugsaði stíft um það, að ef ég yrði ekki auðugur hér yrði ég það ekki. Ég byrjaði sem leikari, en gerði mér fljótt grein fyrir þvi að ég myndi ekki ná frama á þeirri braut, ég er svo ljótur! Ég var hins vegar alltaf að velta handritunum fyrir mér og þegar ég lék eitthvert hlutverk gat ég ekki hugsað um annað en hversu illa unnin handritin voru, mér fannst að ég myndi geta gert betur svo ég lét slag standa og reyndi fyrir mér. Um leið freistaði ég gæfunnar sem framleiðandi og það gekk allt upp.“ Aaron hefur auðvitað um sig hirð handritahöfunda sem vinna langa vinnudag en hann leggur línuna og er sískrifandi sjálfur. Flesta daga er eiginkona hans, Candy, fer á fætur er Aaron karl- inn löngu sestur við skrifborðið og byrjaður að hamra á ritvélina. Hugmyndirnar streyma frá hon- um, á náttborðinu eru blokk og penni til að punkta niður þær hugmyndir sem kunna að leita á hann að nóttu til. Stundum eru mörg blöð þéttskrifuð og einn morguninn var þar að finna beina- grind að þáttaröð og fyrsta þátt- inn í Charlies Angels. Um eiginkonu sína, Candy, segir Aaron. „í draumum mínum var þessi kona til, ég ásetti mér að eignast góða og jafn fallega konu og Candy er og er ég sá hana fyrst var engum blöðum um það að fletta að þetta væri sú sem ég vildi eignast." Candi segir: „Hann var og er geysilega rómantískur, sendi mér blóm í hverri viku með ein- hverjum fáránlegum skilaboðum. Eftir að við fórum að hittast reglulega fékk ég blóm á hverjum degi. Ég gerði gys að honum fyrst, ríki framleiðandinn að reyna við unga og framagjarna leikkonu. En áður en ég áttaöi mig var ég orðin ástfangin af honum.“ Þau Aaron og Candy eru mikið samkvæmisfólk, sjást hér með þessum, þar með hinum og alls staöar með öllum. Þau vekja mikla athygli, sérstaklega Candy sem þykir fögur og þokkafull og jafnan svo ríkmannlega skrýdd gimstein- um og dýrum fötum, að enginn kemst með tærnar þar sem hún hefur hælana. En þau segja samt bæði það sama: „Við förum lítið út að skemmta okkur, kunnum betur við okkur I rólegheitum heima fyrir með börnunum." Aaron bæt- ir við: „Ég var fátæklingur, nú hef ég allt sem hugurinn girntist, auð, dásamlega konu, tvö falleg börn, stóra villu, lúxusbila, nóg af hrossum, þjónustufólk til að stjana við mig, listaverk og margt fleira. Þetta er eins og í lélegri skáldsögu. Samt hugsa ég stund- um: Getur þetta verið satt? Á ég virkilega heima í þessari höll? Tekur þetta allt enda einhvern daginn? Ef til vill á morgun?" Eins og annað ríkt fólk fá Spellings-hjónin sinn skammt af glósum frá öfundarfólki, en þau segjast hafa vanist slíku svo mjög að þau taki það ekki nærri sér. Að vísu segir Candy að hún „taki hraustlega á móti ef einhver tali illa um mann hennar og börn“, en glósur um lífernið leiði hún hjá sér. Lífernið já, hvað með það? Þau lifa vissulega hátt, Aaron er síausandi skartgripum og fötum I Candy og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. feigu frúar- innar er m.a. „hringurinn", sem svo er nefndur, 40 karata gripur sem Aaron reiddi fram óheyrilega summu fyrir á uppboði. „Hringur- inn“ var í eignasafni fyrrum ír- anskeisara. Og eins og margt ríkt fólk eru Spelling-shjónin kenjótt. Lítum á nokkur bæði skemmtileg og jafn framt talandi dæmi: Þegar Aaron og Candy fara til Las Vegas til að lyfta sér upp fá þau „Rauða Kross-kassana" senda upp í herbergi til sín. Á hverjum Þeir sem til þekkja þykjast oft sjá að Aaron sæki fyrirmyndir fyrir ýmsu í fari Blake og Crystle Carrington til Candy og sín. degi láta þau senda sér súkkulaði, styrjuhrogn (ekki grásleppu- hrogn) og kampavín með einka- þotu. „Það er ekki sama bragðið af þessu í eyðimerkurhitanum," út- skýrir Candy án þess að blikna. Um jólin lætur Candy vörubíla aka snjó ofan úr fjöllunum og sturta honum allt í kringum um heimilið til þess að börnin Randy og Victoria geti upplifað hvft jól. Og þegar fjölskyldan fer niður á strönd er það „þeirra eigin strönd" og Candy lætur barnfóstruna grafa dýrmætar skeljar og steina í sandinn til þess að börnin geti fundið gripina. Einu sinni var ver- ið að taka upp samkvæmisatriði f einni af sjónvarpsmyndum Aar- ons. Einhver mistök urðu með búningana og tfminn var naumur, það vantaði pelsa á næstum þrjá tugi kvenna sem áttu að spóka sig í veislunni. Ekkert mál, Candy fór í fataskápinn og þar með var það leyst. Við látum þessu senn lokið og ljúkum því með eftirfarandi: Aaron, Candy og börn eru senn að flytja í nýtt hús (ef nota má slíkt orð yfir hátt í 2000 fermetra). Candy sér um skipulagningu svæðisins og gerir það í samvinnu við (dýrustu) innanhússarkitekta sem fáanlegir eru. „Þarna verður dýragarður með mörgum dýrum, Aaron hefur svo gaman af dýrum. Svo verður skautasvell, keilusalur, kvikmyndasalur, sundlaugar, tennisvellir og golfsvæði," segir Candy og það er engu líkara en að hún sé að lýsa einhverri sumar- leyfisparadfs. Samkvæmisfólkið Aaron og Candy Spelling í Dynasty-veislu þar sem þekkja má auk þeirra hjóna Lindu Evans, Diahann Carrol og John Forsyth. Á hinni myndinni eru þau í góðum félagsskap Stephanie Powers úr Hart to Hart. COSPER — Skrifaðu það bara á reikninginn, skrifaðu það bara á reikninginn. Spelling-hjónin ásamt börnum sínum Randy og Victoriu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.