Morgunblaðið - 11.04.1985, Side 46

Morgunblaðið - 11.04.1985, Side 46
46 MORGUfíBLAÐIÐ, f'IMMTUDAOÍJR lí. APRfL 1985' „ verb c&> firwa töb tíl þtts ab Roma. í \jeg íyrir oÁ þcÁ d&tti hwb'ina. þegar pab slö&vast." Ast er... ... aö játa ágæta matargerð hans. TM Reg. U.S. P«1. Off.-all rlghts reserved ©1985 Los Angeles Tlmes Syndieate HÖGNI HREKKVÍSI z/MA bjópa vkicur reÁBÆgA kATr/uóepor’" Reykskynjarar hafa bjargað mörgum mannslífum og afstýrt þrí að stórtjón yrði af völdum eldsvoða. Bréfrítarí brýnir fyrír fólki að kanna reghilega reykskynjara sína og tryggja að þeir séu í fullkomnu lagi. Af reykskynjurum Slökkviliðsstjóri utan af landi hringdi: Mig langar að koma á framfæri ábendingu varðandi reykskynjara, sem fólk kemur fyrir i húsum sín- um í æ rikari mæli. Sem kunnugt er gefa reykskynjarar frá sér skerandi hljóð þegar rafhlaðan er að verða búin, en hún á að endast í 8 til 14 mánuði. Nú vill svo til að fólk tekur sér að venju sumarfrí og er þá frá heimili sínu í einhvern tíma. Ein- mitt á þeim tfma gæti rafhlaðan klárast og reykskynjarinn gefið merki, en án árangurs þar sem enginn er heima til að veita því athygli. Svo kemur heimilisfólkið heim aftur og grunar auðvitað ekkert, sérstaklega þar sem end- ingartimi rafhlaðanna er mjög sveigjanlegur. Einmitt þetta henti vin minn sem tók sér sumarfrí, en til allrar hamingju komst hann að þvf er hann kom heim, að rafhlaðan var búin. Hann prófaði nefnilega reykskynjarann með því að ýta á „test“-hnappinn utan á honum og slíkt hið sama ættu allir, sem eru með reykskynjara í húsum sínum, að gera með vissu millibili. Þannig er fyllsta öryggis gætt og skora ég nú á fólk að gefa orðum mínum gaum. Það er nefnilega of seint að byrgja brunninn þá barnið er dottið ofan í hann! Þessir hringdu . „Fermingartæki“ Jónas Pétursson hringdi: Mánudagskvöldið 1. apríl, klukkan 18.30, heyrði ég lesið f út- varpi: „Fermingartækin fást líka meó afborgunum.“ Mér leikur forvitni á að vita hvers lags tæki þetta eru og tel ég víst að svo sé um fleiri. Varla hef- ur þetta átt að vera aprílgabb? Smekkleysa í útvarpi B.B. hringdi: Mér fannst þátturinn „Ertu hamingjusamur“, sem var í út- varpi á laugardagskvöldið þegar leitin að þremenningunum á Vatnajökli stóð sem hæst, mjög ósmekklegur og óviðeigandi á þessum tíma, jafnvel þó að ekkert slys hafi orðið á mönnum. Mér finnst ekki hægt að hafa slíka hluti að gamanmáli og þvf hefði átt að fresta þættinum. Leyfilegt að aka á bfla? Guðmundur Gíslason, Kópavogi, hringdi: Ég er með eina fyrirspum til lögreglunnar og hún hljóðar þannig: Telur hún eðlilegt að menn séu ekki sviftir ökuleyfinu sem haga sér eins og Ieigubílstjórar bæjar- ins hafa gert að undanförnu? Ef ekki, er mér þá heimilt að keyra á bíla á götum úti og stofna veg- farendum i stóra hættu líkt og leigubilstjórarnir hafa gert? Eru þeir kannski einhver sér þjóð- flokkur hér sem má meira en aðrir? Verða með tón- leika í sumar tlelga, Brynja og Fanney hringdu: Við viljum skora á einhverja af ferðaskrifstofunum hér á landi að efna til hópferðar á hljómleika með Duran Duran. Við viljum endilega koma þvf á framfæri að Duran Duran er með marga bókaða tónleika á þessu ári, eða réttara sagt fara þeir f svokallaða Evrópuferð i sumar og leiðréttum við hér með það sem maður lét frá sér fara f dálkum Velvakanda fyrir nokkru síðan, um að Duran Duran héldi enga tónleika þetta árið. Við lásum viðtal við tvo af hljómsveitarmeðlimunum og sögðust þeir þá ætla að verða i Kaupmannahöfn þann 7. júlí. Svo vitum við einnig um að þeir verða með tónleika í Ameríku f sumar. Þær upplýsingar fengum við frá vinkonu okkar þar úti, sem tjáði okkur alveg í skýjun- um að hún væri að fara á Duran Duran-tónleika í sumar! Því ítrekum við hvort ekki sé hægt að boða til hópferðar á tónleika með þessari frábæru hljómsveit, Duran Duran? Þrjir vinkonur telja sig hafa vissu fyrír því að hljómsveitin Duran Duran verði með fjölda tónleika f Evrópu og Ameríku í sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.