Morgunblaðið - 11.04.1985, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 11.04.1985, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1985 47 VELVAKANDI ^ SVARAR f SÍMA 10100 KL 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS nri/MBrxK’gjj'/nr Sýnt og sannað að óperur njóta sín mjög vel í sjónvarpinu Hafi íslenzka sjónvarpið kærar þakkir fyrir sýningu þess á óper- unni Rigoletto sunnudagskvöldið 31. marz. Þessi uppfærsla English National Opera er þegar orðin mjög fræg og nokkuð umdeild vegna nýtízkulegs búnings, þar sem sögusviðinu er breytt úr her- togahöll á sautjándu öld í bar mafíuforingja í New York. Sýning sjónvarpsins sýndi þó að mínu mati, að þessi uppfærsla átti full- an rétt á sér og skilaði hún efni og tónlist óperunnar mjög vel. Hjálp- aðist allt að, ágætur söngur og tónlistarflutningur og frábær leikur, leikstjórn, kvikmyndataka og sviðsmynd. Sem sagt, alveg stórkostleg sýning, sem sannaði enn einu sinni hve hentugur miðill sjónvarpið er fyrir óperuflutning. Má raunar segja, að ópera sé eina klassíska tónlistin, sem virkilega nýtur sín í sjónvarpi, en það gerir hún líka þeim mun betur og hjálp- ar þá textinn á skerminum og ná- lægð við leikara/söngvara áhorf- endum mjög við að njóta flutn- ingsins. Rigoletto er þriðja óperan sem sjónvarpið hefur sýnt það sem af er þessu ári. Væri það vel, ef sjón- varpið myndi halda áfram að sýna óperur mánaðarlega. Það er alveg víst, að áhugi almennings á óper- um hefur farið mjög vaxandi víða um heim síðustu árin og hér á landi ekki sízt eftir tilkomu fs- lenzku óperunnar. Það væri því óskandi, að sjónvarpið hjálpaði til við að glæða og viðhalda þessum áhuga með reglulegum óperusýn- ingum. Nú mun auvelt að fá til sýninga óperuuppfærslur frá frægustu óperusviðum heims, þar sem sjónvarpsupptökur af óperu- uppfærslum hafa farið mjög í vöxt erlendis samfara auknum áhuga Athygli vakin á góðu viðtali Jónas Pétursson skrifar: Margt birtist í Morgunblaðinu. Það er nú orðið talsvert fyrirtæki að fletta í gegnum það, en ennþá legg ég það á mig, þar eð margt í því höfðar til lífssýnar þeirrar er í vitund minni vakir. í gær, 21. marz, stanzaði ég við á bls. 16 og 17 þar sem var mynd og viðtal við Valgarð Egilsson, lækni. En um langa hríð hefur hann vak- ið sérstakan áhuga minn fyrir mennska vitsmuni. í síðari hluta viðtalsins segir svo: „Hvað ertu að skrifa um þessar mundir?" „Ég er að skrifa nýtt leikrit. Það fjallar um manninn í tæknivæddu þjóð- félagi og um ofurvald akadem- ískra stétta. Það er ætlun mín að akademískur hugsunarháttur sé bundinn í klafa. ímyndunaraflið kemur þar ekki nema að mjög litl- um notum. Það er algengast að menn sjái það sem þeir eiga að sjá, — það sem þeir vita fyrir og lítið annað. Líka hefur það vakið spurningar hjá mér hvort nútima- þjóðfélagið sé að fara þannig með manninn að hann gangi sífellt verr að njóta nokkurs hlutar. Ef grunur minn reynist réttur þá er það stóralvarlegur hlutur. Þar með er forsendan fyrir því að fólk geti lifað góðu lífi brostin, þrátt fyrir það að líkamlegum þörfum þess sé fullnægt. Þó held ég að unnt sé að hafa á það töluverð áhrif með uppeldi barns og ungl- ings hvort hann getur er fram líða stundir notið einhvers." Ég má til með að vekja athygli á þessu ef verða mætti til þess að fleiri lesi með athygli. Bréfritari segir að sjónvarpið gæti gegnt mjög þýðingarmiklu hlutverki í íslenzku óperu- og menningarlífi með því að taka upp sýningar íslenzku óperunnar og jafnframt óperusýningar Þjóðleikhússins. almennings á óperum, bæði vestan hafs og austan. Ég hef orðið þeirrar ánægju að- njótandi að sjá hina frægu upp- færslu á Niflungahring Wagners (frá Bayeruth 1980) í sjónvarpi, bæði i Bandaríkjunum og í Svi- þjóð. Þessi uppfærsla hefur verið sýnd i sjónvarpi viða um heim og m.a. í flestum löndum Évrópu. Sýningar hafa þótt takast mjög vel og hafa þær vakið mikla at- hygli sjónvarpsáhorfenda i við- komandi löndum og orðið tónlist- arunnendum til mikillar ánægju. Heyrst hefur, að islenzka sjón- varpinu hafi staðið til boða sýn- ingarréttur á þessari uppfærslu, og vil ég skora á sjónvarpið að notfæra sér það. Hér er um meiri- háttar menningarviðburð að ræða og þýðing þess að sýna Niflunga- hringinn í sjónvarpi hér á landi þeim mun meiri, þar sem útilokað má teljast, að hægt verði að setja þetta stórvirki upp á islenzku óperusviði. Því er eina tækifæri þorra íslendinga til að fá að kynn- ast þessu verki, bundin við það, að sjónvarpið taki það til sýninga. Aður en til þess kæmi þyrfti þó að kynna rækilega óperuna og höf- und hennar i sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum. Við sjónvarpssend- ingar væri líklega bezt að hafa hátt Svía á, þ.e. að skipta hverjum hluta í tvennt og sýna fyrri hluta á sunnudögum kl. 16—18 og siðari hlutann kl. 22—24 sama kvöld. Sjónvarpið gæti einnig gegnt öðru mjög þýðingarmiklu hlut- verki í íslenzku óperu- og menn- ingarlifi. Þar á ég við upptökur á sýningum íslenzku óperunnar, sem hafa verið mjög vel heppnað- ar. Reyndar er tilvist íslenzku óperunnar eitt allsherjar krafta- verk, sem er aðstandendum henn- ar og islenzku þjóðinni til mikils sóma. Það hlýtur því að teljast mjög mikilvægt út frá menning- arsögulegum sjónarhóli að eiga til heimildir um þetta stórvirki, auk hins mikla skemmtanalega gildis sem sýningar á óperunum hefðu fyrir sjónvarpsáhorfendur. Að sjálfsögðu á svipað við um óperus- ýningar Þjóðleikhússins. Að lokum; sýningar íslenzka sjónvarpsins á óperuflutningi nú i ár hafa sýnt og sannað, að óperur njóta sín mjög vel i sjónvarpi og það er augljóst að islenzka sjón- varpið getur þjónað islenzkri menningarstarfsemi á stórkost- legan hátt með sýningum á óperu- flutningi og upptökum á íslenzk- um óperum. Eg segi þvi aftur Kærar þakkir, en mætti ég biðja um svolítið meira? íslendingur Hvaðan komu peningarnir? K.G. skrifar: Ég var að fá reikning frá inn- heimtudeild Rfkisútvarpsins sem ég þakka fyrir og mun greiða strax eftir mánaðamót. Én með þessum reikningi var miði sem ég hélt að væri upplýs- ingar frá Ríkisútvarpinu um þær 8.000 krónur sem starfsfólki þeirrar stofnunar voru greiddar aukalega eftir verkfall. En svo var nú ekki. Eins og fjarmála- stjóra útvarps er kunnugt um „eiga“ allir landsmenn Ríkisút- varpið og því ætti öllum að vera heimilt að fá upplýsingar um ýmis atriði varðandi rekstur stofnunarinnar. Því spyr ég: l.Cr hvaða sjóði voru þessir pen- ingar fengnir? 2. Hver veitti þetta leyfi? 3. Fyrir hvað var þessum starfs- mönnum greitt þetta fé? Þó að 8.000 krónur séu ekki há upphæð þá eru þær það á mæli- kvarða láglaunafólks þegar þess er gætt að t.d. starfsfólk í versl- unum er með rúmar 16.000 krón- ur á mánuði. Þetta eru hálf mánaðarlaun þeirra! Það er oft talað um það að Rikisútvarpið sé i fjársvelti, það geti ekki komið upp dreifikerfi um landið sökum þess o.s.frv. Því kemur þetta manni nokkuð spánskt fyrir sjónir. Vænti ég svara við þessum spurningum mínum. Eínstakt tsgkífeeri. PC Staðaltölva fyiir mínna. (Keyrir sömu fonit og IBM PC) , coronci öoto systcms, inc. CORONA PPC 22 256k minni, tvö 360k drif, 640 X325 punkta grafík, vandaður skjár og lyklaborð. Innifalið í verði er MS-DOS, stýrikerfi, Basic túlkur, kennsluforrit og eitt vandaðasta ritvinnsluforrit á markaðnum (Multímate). Verð aðeins kr. 79.900 - (stgr.) Til afgreiðslu strax. MICROTÖimN SÍDUMULI 8. SIMAR 83040 oa 83319. BOKFÆRSLA Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem hafa litla eða enga bókhaldsmenntun. Námskeiðið ætti að geta komið að góðu gagni fyrir þá sem stunda eða hafa í hyggju að stunda einhvers- konar rekstur og þá sem hafa hug á skrif- stofustörfum í framtíðinni. Á námskeiðinu verður farið yfir meginreglur tvíhliða bókhalds með færslum í sjóðbók, dagbók, viðskiptamannabækur og aðalbækur. Farið verður yfir gerð rekstraryfirlita og upp- gjörs smárra fyrirtækja. Stefnt er að því að þátttakandi geti fært al- mennt bókhald eftir námskeiðið og hafi nokkra innsýn í gerð rekstraryfirlita og árs- uppgjörs. Leiöbeinandi: Þorvaldur Ingi Jónsson viðskiptafræðingur frá viðskiptadeild Háskóla íslands. Hann hef- ur starfað sem bókfærslukennari við Verzlun- arskóla íslands. Starfar nú sem deildarstjóri í ríkisbókhaldi. Tími: 15.—19. apríl. Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfs- menntunarsjóður Starfsmannafélags Ríkis- stofnana styrkja félagsmenn sína til þátttöku á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa viðkom- andi skrifstofur. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 STJÓRNUNARFÉLNG ÍSLANDS tí»o23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.