Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 Er betra að byrja á ártalinu? Menn deila um hvernig rita beri dagsetningar Staðall Iðntæknistofnunar hefur ekki náð fótfestu Skýrsluvélar leita álits íslenskrar málnefndar Enn stendur styr um ritun dag- setninga með tölustöfum þó liðin séu ellefu ár síðan Iðntækni- stofnun íslands, áður Iðnþróun- arstofnun, ákvað að rita skuli dagsetn- ingar í röðinni ár mánuður dagur. Al- menningur á íslandi hefur hins vegar lengst af ritað dagsetningar í röðinni dagur mánuður ár. Hver kannast ekki við slíkt upphaf á bréfi : Reykjavík 4/4 1985 Háttvirti starfsmaður o.s.frv. Samkvæmt staðlinum frá Iðntækni- stofnun á að rita dagsetninguna i bréfinu til starfsmannsins: Reykjavík 1985-04-04 eða Reykjavík 1985 04 04 eða Reykjavík 19850404. Þessi ritháttur mælist misjafnlega vel fyrir, sumir telja að hann brjóti í bága við gamla íslenska hefð, en aðrir eru hins vegar ákafir fylgismenn hans og benda á að staðallinn sé í samræmi við það sem víða gerist úti í hinum stóra heimi. í Tölvumálum, félagsblaði Skýrslu- tæknifélags íslands, hafa menn úr báðum herbúðum leitt saman hesta sína og víg- fimir veifað spjótum rökhyggju sinnar, máli sínu til stuðnings. í grein eftir Óttar Kjartansson deildar- stjóra hjá Skýrsluvélum í ágúst 1982 kemur fram að þó margir hafi tekið upp ritun dagsetninga skv. staðlinum ÍST 8 hafi ýmsir ekki gert það rétt. Af því hafi leitt að slíkar dagsetningar séu misskild- ar og skuldinni síðan skellt á staðalinn. Hann nefnir sem dæmi ef dagsetningin 1922-06-19 er rituð 22.06.19. Telur hann þá að gamanið fari að kárna. Rita þurfi ártalið með fjórum stöfum og nota þurfi bandstrik eða eyður til aðgreiningar en ekki punkta. f Tölvumálum í október 1982 kveður sér hljóðs Ásmundur Brekkan yfirlæknir og telur fáránlegt að lögbjóða dagsetn- ingastaðal sem byggi tilveru sína á óljós- um forsendum og samræmist ekki al- mennum rithætti í landinu. Máli sínu til skýringar birtir hann tvær myndir (mynd 1). Ásmundur telur staðalinn kominn frá Svíum sem tekið hafi hann upp vegna misskilnings á kerfi sem hafi verið útbúið í Genf 1950 á vegum alþjóðanefnda um manntals „statistik". Hann hvetur síðan til þess að staðallinn verði afnuminn og dagsetningar verði skrifaðar frá vinstri til hægri eins og verið hafi (mynd 2). Benedikt Jónsson fulltrúi í launadeild fjármálaráðneytisins telur hins vegar í grein í Tölvumálum í desember 1983 að ritun dagsetninga skv. staðlinum ÍST 8 byggi tilveru sína á mjög augljósum for- sendum og samræmist ágætlega almenn- um rithætti í landinu. Bendir á máli sínu til stuðnings að fslendingar hafi um langt skeið ástundað talnaritun þar sem gildi hvers tölustafs í tölu minnki frá vinstri til hægri, t.d. 123. Hnattstaða sé gefin upp í gráðum, mínútum og sekúndum. Fjárupphæðir séu tilgreindar í krónum og aurum og tímasetningar, innan sól- arhrings, séu skráðar í klukkustundum, mínútum og sekúndum. Benedikt telur að ritun dagsetninga skv. staðlinum fylgi nákvæmlega sömu reglu og að ofan grein- ir. Benedikt segir bagalegt að staðallinn sé ekki ítarlegri en raun beri vitni og tekur undir með Óttari Kjartanssyni þeg- ar hann hvetur til þess að staðallinn verði endurbættur, útgefinn og rækilega kynntur fyrir almenningi. Ennfremur getur Benedikt þess í grein sinni að stað- allinn sé ekki lögboðinn heldur sé hann ákveðinn hjá Iðntæknistofnun, sem mæl- ist til þess að hann sé notaður. Þess má geta að dagsetningaritun eins og staðallinn gerir ráð fyrir er notaður hjá Iðntæknistofnun fslands. Ritun dag- setninga skv. staðlinum var tekin upp fyrir nokkrum árum hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur en mæltist illa fyrir hjá al- menningi og var þess vegna gamli rit- hátturinn tekinn upp aftur og eru heiti mánaðanna rituð með bókstöfum á þeim bæ. Hjá launadeild fjármálaráðuneytis- ins var ritun dagsetninga samkvæmt staðlinum líka tekin upp fyrir nokkrum árum, nánar tilekið 1. janúar 1976, og var í gildi til 31. desember 1979 en þá samein- uðust launakerfi ríkisins og Reykjavík- urborgar. Fulltrúi Reykjavikurborgar, Magnús Óskarsson, setti það sem skilyrði fyrir sameiningunni að dagsetningar yrðu ekki ritaðar samkvæmt staðlinum sem fyrr er getið. Málinu var skotið til úrskurðar Höskuldar Jónssonar ráðu- neytisstjóra sem ákvað að rithátturinn skyldi framvegis vera dagur, mánuður, ár. En það er ennþá ókyrrð mikil á þessum vettvangi. f febrúar 1985 grípur Óttar Kjartansson deildarstjóri hjá Skýrsluvél- um enn pennann og ritar grein í Skýrr- fréttir, fréttabréf Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar, um dagsetningastað- alinn. Nú er sú vá fyrir dyrum að menn hafa tekið upp á því að rita dagsetningar á þennan hátt: 01.07.1971 eða jafnvel 01.07.71 og þá er nú farið að bera í bakka- fullan lækinn að mati greinarhöfundar. Hann telur þó einföldun að kenna tölvum einhliða um slíkan rithátt eins og stund- um sé gert. Hann telur engan heilvita mann lesa dagsetningar með þvi að segja: núll fyrsti, núll sjöundi, nítján hundruð sjötíu og eitt. Menn hljóti að sleppa núll- um í lestri. Jafnframt kveður hann þá ringulreið sem ríki í þessu efni illþolandi, enga lausn í sjónmáli og málið í hnút sem varla sé á færi nema stjórnvalda að höggva á. í nýjasta tölublaði Skýrrfrétta er grein um dagsetningamálið eftir Benedikt Jónsson. Þar lýsir hann þeirri skoðun sinni að það hafi beinlínis fagurfræðilegt gildi að hafa núllin og það sjónarmið eigi fyllilega rétt á sér og bendir á að nú þeg- ar farið sé að veita stofnunum verðlaun fyrir frágang á ársskýrslum sínum, skipti útlit þeirra vitaskuld máli. Hann hvetur til að ákveðinn verði nýr staðall því sá gamli sé að mörgu leyti hrákasmíð og bendir á að hafa megi til hliðsjónar al- þjóðlegan staðal um tímatáknun ISO/R 2014. Benedikt getur þess einnig að sam- kvæmt sænskum staðli skuli tímabil þannig táknað: 1972-02-07—1975-05-08 en leggur til að íslenska útgáfan verði 1985.03.07-1985.03.08. Þess má geta að Skýrsluvélar hafa óskað eftir því við Baldur Jónsson pró- fessor formann íslenskrar málnefndar að hann segi sitt álit á því hvort rita beri dag og mánuð ávallt með tveimur tölu- stöfum, t.d. 01.04.1985. Skýrsluvélar hafa sent annað bréf til Málnefndar og Iðn- tæknistofnunar íslands þar sem látin er í ljós sú ósk að þetta mál verði tekið upp og að áveðinn verði staðall sem fólk geti sæst á að nota. Samkvæmt upplýsingum Baldurs Jónssonar er þetta erindi nú til athugunar hjá nefndinni. Hann gat þess að Málnefnd hefði fjallað um staðalinn árið 1976 að tilmælum menntamálaráðu- neytis. Þá lagðist Málnefnd gegn þvi að staðallinn yrði tekinn upp. %%',a |4 ** /4 oV 0 / Bardaginn um dagsetningarnar TEXTl: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.