Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 Svipmynd á sunnudegi/Abdul-Rahman Swareddahab Skyldurækinn en þjoðemissinnaður Valdataka hans í Súdan kom umheiminum á óvart AbduLRahman Swareddahab Er Abdul-Rahman Swareddahab hers- höfðingi var enn hækk- aður í tign fyrir þrem- ur vikum og gerður að formanni herráðsins í Súdan og um leið að varnarmálaráðherra landsins, þá álitu margir, að þar færi ein- dreginn stuðningsmaður Gaaf- ars Nimeiris forseta. Hann myndi því standa við hlið þess síðarnefnda og ljá honum allan stuðning sinn í fallvöltu forseta- embætti landsins. Allt annað er þó komið á daginn. Nú er Nim- eiri aðeins fyrrverandi forseti Súdans og það er Swareddahab, sem tekið hefur við sem leiðtogi þar eftir byltingu hersins í land- inu fyrra laugardag. Sterkur foringi? Ekkert lát er enn á bollalegg- ingum um, hvort þessi nýi leið- togi sé „sterkur foringi" eða að- eins í forystu fyrir hópi annarra yfirmanna í her landsins. Er- lendir sendistarfsmenn í Súdan sem og vinir hershöfðingjans sjálfs hafa gjarnan lýst honum sem óspilltum, ópólitískum og trúhneigðum manni, sem komizt hafi til metorða í hernum með dugnaði sínum. „Hann er maður, sem hvorki vekur tortryggni né ótta,“ var haft eftir einum er- lendum sendistarfsmanni í Súd- an nú í vikunni. En hershöfðingjanum iiefur einnig verið lýst sem mjög skylduræknum manni með ríka þjóðernistilfinningu og þessi persónueinkenni kunna að hafa átt sinn þátt í því, að hann stóð fyrir byltingunni gegn Nimeiri. Byltingin á sér einmitt stað á þeim tíma, er Súdan, sem er stærst allra landa Afríku að flatarmáli, horfist í augu við glundroða og hrun sökum verk- falla, þurrka, spillingar og vopn- aðrar uppreisnar. Swareddahab hershöfðingi fæddist árið 1934 í Omdurman. Væri nafn hans þýtt myndi það vera „gullna armbandið“ og gæti gefið til kynna, að forfeður hans hefðu verið guilkaupmenn eða þekktir fyrir að bera skartgripi úr gulli. Hann er maður þéttur á velli, en hár hans er tekið að grána. Hann er kominn af millistéttar- fólki og var afi hans svo helgur maður á meðal múhameðstrú- armanna í Súdan, að honum var valinn grafreitur í mosku í Omdurman. Sjalfur er hershöfð- inginn mjög trúhneigður og haidinn dulhyggju, sem er al- gengur eiginleiki á meðal múh- ameðstrúarmanna í Súdan. Swareddahab er kvæntur og á son og dóttur, en haft er eftir vestrænum sendimönnum, að hann sé fastheldinn á siðvenjur múhameðstrúarmanna. Þeir vin- ir hans, sem oft hafa setið til borðs með honum á heimili hans, segjast aldrei hafa hitt konu hans og börn, hvorki heima hjá þeim hvað þá heldur við opinber tækifæri, enda er Það forn hefð á meðal múhameðsmanna, að eiginkonur láti lítið á sér bera á opinberum vettvangi. „Hógvær og berst lítið á“ Haft er eftir vini hershöfð- ingjans, að hann neyti aldrei áfengis og honum er almennt lýst sem nákvæmum og heiðvirð- um manni. „Hann er hógvær maður, sem berst lítið á,“ sagði vestrænn sendimaður, sem spurður var álits á hershöfðingj- anum eftir valdatöku hans. Ekki er þó gert ráð fyrir, að hershöfðinginn sé því fylgjandi að láta hin ströngu lög spá- mannsins ráða hjá þjóð sinni. íbúar Súdans eru nú um 22 millj. Meiri hluti þeirra er múham- eðstrúar en fimmti hluti lands- manna er þó kristinn eða vætta- dýrkendur. Er jafnvel talið, að Swareddahab muni láta afnema hinar ströngu refsingar spá- mannsins, sem Nimeiri lét inn- leiða, en þær fela m.a. í sér, að höndin er höggvin af þeim, sem gerast sekir um þjófnað. Hershöfðinginn tilheyrir svo- nefndum Khatemia-trúflokki í Súdan, en kenningar hans leitast við að sameina múhameðstrú, dulhyggju og síðari tíma hag- sýni. Er sagt, að hófsemi hers- höfðingjans megi að nokkru rekja þangað. Trúflokkur þessi var stofnaður í byrjun 19. aldar og meðlimir hans störfuðu í nán- um tengslum við nýlenduyfir- völd Breta, á meðan Súdan var í reynd stjórnað frá Kairó. Trú- flokkur þessi stofnaði sinn eig- inn stjórnmálaflokk 1956, sem rann svo saman við annan flokk. Saman mynduðu þessir tveir flokkar síðan flokk, sem var stærsti einstaki flokkurinn á þjóðþinginu, er Nimeiri hrifsaði til sín völdin með stjórnarbylt- ingu árið 1969. Swareddahab hefur ekki orð á sér fyrir að halda um of fram stjórnmálaskoðunum flokks síns. Hann hefur aftur á móti lagt áherzlu á þjóðareiningu og þjóðarsátt, sem kom m.a. fram í því, að eftir valdatökuna kallaði hann strax á sinn fund helztu leiðtoga þeirra hópa, sem að undanförnu hafa haldið uppi harðri verkfallsbaráttu í Súdan. Lofar að koma á lýðræði í ræðu þeirri, sem Swaredda- hab hélt fyrra laugardag, hét hann þjóð sinni að koma á lýð- ræði í Súdan innan sex mánaða og sagðist myndu leita eftir samningaviðræðum Við upp- reisnarmenn í suðurhluta lands- ins. Þar hefur olíuleit og olíu- vinnslu seinkað mjög af völdum uppreisnarinnar og á það veru- lega sök á því, hve illa er nú komið fyrir efnahagslífi lands- ins. Sem ungur maður gekk Abdel Swareddahab í háskóla hersins í Súdan, en fór síðan á herskóla í Bretlandi, Egyptalandi og Jórd- aníu. Er haft eftir háttsettum jórdönskum herforingja, sem hafði Swareddahab sem nem- anda, að hann hafi skarað fram úr í hvívetna. Hann var skipaður aðstoðar- yfirmaður herráðs Súdans fyrir tæpum þremur árum og fékk þá veruleg áhrif í stjórn hersins í landinu, en í honum eru um 70.000 manns. Eitt helzta verk- efni hans þar var að stjórna hernaðaraðgerðum stjórnar- hersins í innanlandsstyrjöldinni í suðurhluta landsins. Þegar Nimeiri forseti skipaði Swareddahab í embætti varn- armálaráðherra og yfirmanns herráðsins fyrir þremur vikum, áður en hann hélt til Bandaríkj- anna í opinbera heimsókn en jafnframt til að leita sér þar lækninga, áleit hann vafalaust, að hann væri að fá yfirstjórn hersins í hendur dyggum stuðn- ingsmanni sínum. Annað er nú komið á daginn. Það er hins vegar endalaust hægt að velta því fyrir sér, hvað knúið hefur Swareddahab til stjórnarbyltingarinnar. Vanda- málin, sem við landinu blasa, eru gífurleg. Hlutfallslega er það eitt af skuldugustu löndum heims. Aðstreymi fólks úr ná- grannalöndunum Chad og Eþíópíu hefur verið gífurlegt og ekki hafa þurrkarnir i Súdan sjálfu að undanförnu orðið til þess að bæta úr skák. í suður- hluta landsins geisar mannskæð styrjöld. Swareddahab fær því ærin verkefni til að glíma við í framtíðinni. Hvernig honum tekst í þeirri baráttu, skal ósagt látið. (Heimild: New York Times.) Fyrirliggjandi í birgðastöð SVARTAROG GALVANISERADAR PÍPUR Samkv.:Din 2440-B.S.1387 oOO° °°o o O OOo Sverleikar: svart, 3/8 - 5“ galv., 3/8 - 4“ Lengdir: 6 metrar SINDRAi rM .STÁLHF Ðorgartúni 31 sími 27222 Fyrirlestur um erfða- tækni á morgun ROBERT Williamson prófessor í líf- efnafræði við læknaskólann á St. Mary's Hospital í London er staddur hér á landi. Hann mun halda erindi sem nefnist „The Application of Gen- etic Engineering to the Study of Human Disease" í stofu 157, húsi verkfræði og raunvísindadeildar, á morgun, mánudag, og hefst kl. 16.15. Einnig mun hann tala á mál- stofu um notkun kjarnsýruþreif- ara (DNA probes) við greiningu cystic fibrosis og fleiri erfðakvilla í fundarherbergi Blóðbankans (kjallara) á þriðjudaginn kl 14.00. Robert Williamson tók B.Sc.- próf í efnafræði við University College í London og lagði síðan stund á framhaldsnám í lifefna- fræði þar. Að loknu doktorsprófi árið 1963 varð hann kennari við lífefnafræðideild Glasgow-há- skóla, en flutti sig um set á Beat- son-krabbameinsrannsókna- stofnunina þar í borg 1967. Frá 1976 hefur hann verið prófessor við Lundúnaháskóla. Williamson hefur hagnýtt sér aðferðir lífefnafræði, erfðatækni og sameindaliffræði við greiningu arfgengra sjúkdóma og blóðsjúk- dóma sem kallast thalassaemias, en nefndir hafa verið marblæði á íslensku. Nýlega veitti The Bio- chemical Society í London honum viðurkenningu sem nefnist Wel- come Trust Award og veitt er fyrir rannsóknir í lífefnafræði sem leiða til framfara í læknavísind- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.