Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 Már, Lína, Hallbera, Guð og börn þeirra Frá nöldri til nöldurs Og þá er að halda áfram nöldr- inu, sem ég byrjaði á fyrir páska. Ég var að nöldra um þau, sem eru að nöldra yfir fermingunni. Og nú ætla ég að nöldra um fermingar- veizlur. Ég tel að óhstt sé að hstta að nöldra um fermingarveizlur. Það er bláköld staðreynd að það kostar bæði fé og fyrirhöfn að efna til veizlu. Féð og fyrir- höfnin verður ekki minni þótt veizlan sé fermingarveizla en ekki fimmtugs- eða sjötíu og fimm ára afmælisveizla eða af einhverju öðru tilefni í lífi full- orðins fólks. Mér finnst að allt þetta nöldur um fyrirhöfn og fjárútgjöld við fermingar feli í sér vanmat, að ég ekki segi bara hálfgerða fyrirlitningu, á tvennu, kirkjunni og hússtörf- um. Rök fyrir fyrri staðhæfingu: Ég heyri aldrei nöldrað um af- mælisveizlur eins og ég heyri nöldrað um fermingarveizlur. Rök fyrir síðari staðhæfingu: Það telst til hússtarfa að skipu- leggja máltiðir, kaupa til þeirra, baka, elda, gera húsakynnin fal- leg fyrir gestakomur og ganga frá þeim á eftir svo að daglegt líf geti aftur gengið þar sinn vana- gang. Þetta eru störf sem verður að vinna, merkileg og vandasöm og tímafrek störf, sem á að meta, þakka og dást að. Þau gera mörgum gott, svo óendanlega gott. Ætli það sé ekki svo um veizl- urnar eins og athafnirnar, að þær geti ýmist verið innihaldsr- íkar eða innihaldslausar, rétt eftir því hvernig við sjálf hugs- um um þær? Sumum finnst ögn þrúgandi að vera dregin í ferm- ingarveizlu, þurfa að fara úr peysunni í jakkafötin, hætta að lesa í makindum og drifa sig í annað hús. Og ekki tekur betra við ef þau lenda við hliðina á fólki, sem þau eiga erfitt með að tala við svona sæmilega lipur- lega. Fólk uppgötvar stundum í svona veizlum að smátt og smátt hefur það vanizt af að halda uppi samræðum. En það er nú líka list út af fyrir sig. Aðrir hlakka til að fara í fermingarveizlur sem önnur fjölskylduhóf. Þeim finnst það vináttuvottur að vera boðin, gullið tækifæri til að fá nú að hitta frændur og vini, sem ella hittast nær aldrei eins og samskipti margra fjölskyldna eru orðin stopul. Fermingar- barnið og frændfólkið af eldri kynslóðunum sjást sem sjaldn- ast og vita vart hvert af öðru ef ekki koma tilefni sem fermingar í fjölskyldunni. Ég held þess vegna að við ætt- um ekki að hafa uppi harma- kvein yfir fermingarveizlum heldur reyna að gefa hvert öðru góðar hugmyndir um það hvern- ig megi halda góðar veizlur án þess að fyrirhöfnin verði þrúg- andi og kostnaðurinn lamandi. Fermingarathöfnin í kirkjunni verður ekki innihaldsríkari fyrir barnið eða foreldrana við það eitt að engin viðhöfn sé á eftir. Athöfnin verður hins vegar lík- lega smærri að gildi ( huga þeirra allra ef tilstandið á eftir er svo gífurlegt að allt hlýtur að snúast um það og allir verða frá sér af rexinu í kring um það. En einhver taugaspenna hlýtur að fylgja með, ég held að það sé hvorki undarlegt né ókristilegt. Og hin kristilegu áhrif, sem fermingunni er ætlað að hafa í fjölskyldunum, eiga ekki bara að ná til fermingardagsins. Ferm- ingarbarnið hefur undirbúizt undir þennan hátíðisdag allan veturinn. Á hverjum messudegi vetrarins hefur kirkjan vænzt fjölskyldunnar í guðsþjónustu til að gleðja hana og uppörva til daglegrar kristinnar trúar. Allt frá fæðingu barnsins hefur kirkjan boðizt til að hjálpa til við uppeldi þess. Og allar götur eftir ferminguna væntir kirkjan þátttöku þeirra sem fermdust. Er það nokkuð undarlegt þótt efnt sé til veizlu á þessum kirkju- og fjölskyldudegi? Er nú ekki bara bezt að hver gæti að sjálfum sér og hvert okkar fyrir sig hafi þann fagnað á fermingardeginum sem okkur sjálfum finnst við hæfi? Og lát- um hvort tveggja lönd og leið, að metast við einhverja aðra og nöldra yfir bruðlinu í þeim? Þeg- ar ég er búin að skrifa þetta finnst mér þetta svo skynsam- Már og Lína létu ferma Gunnu litlu í fyrra. Presturinn hvatti þau til að koma í kirkju á messu- dögum og þau slógu bara til og fóru næstum alla sunnudagana, sem messað var. Það kom þeim á óvart hvað það var gott að sækja kirkju svona reglulega, sitja í kyrrð og syngja sálmana, sem voru svo reglulega fallegir. Svo fóru þau öll fjölskyldan í kaffi á eftir. Stundum fóru þau til Lóu ömmu og Kjartans afa, stundum til Sveins afa á elliheimilinu og drukku kaffi með gamla fólkinu þar. Stundum fóru þau beint heim og borðuðu kökur, sem þau voru búin að baka. Og upp úr því var mátulegt að fara að horfa á Húsið á sléttunni. Þetta voru sannast að segja frábærir sunnudagar í fyrra. 1 vetur gekk Ragnheiður vinkona Gunnu til spurninga og Már og Lína voru búin að hugsa sér að fara stund- um í kirkju af því að það var svo gott í fyrra og af því að Ragn- heiður er svo mikið heima hjá þeim. En það er eins og aldrei verði neitt úr neinu, sem ekki er bráðnauðsynlegt. Og nú er vet- urinn búinn. Æ, svona gengur það. Hallbera, einstæð móðir Þor- valdar, sem fermist núna í vor, ákvað að skipta sér ekkert af því hvort Þorvaldur fermdist eða ekki. Sjálf fermdist hún á sinni tíð af því að allir fermdust og trúin hefur aldrei skipt hana nokkru máli. En hún hefur aldrei haft nokkur áhrif á það hvort Þorvaldur trúir á Guð, hún sendi hann aldrei í sunnudag- askóla en bannaði honum ekki að fara þegar honum sýndist. Fólk á ekki að hafa áhrif á það hverju börnin þeirra trúa, þau eiga að ákveða það sjálf. Prest- urinn boðaði tvisvar til sér- lega sagt að það verði einhvern veginn búralegt og sjálfumglatt. Og af því að það var nú ekki meiningin og drýgindalegt tal hefur ævinlega neikvæð áhrif en hins vegar er hér um merkilegt mál að ræða vildi ég reyna að koma því til skila með því að segja frá konunni með svarta hattinn. Þegar ég tilheyrði krökkunum í Þingholtunum fyrir örfáum áratugum stóð ég stundum í búð- um við hliðina á konu, sem oftast var með lítinn, svartan hatt framan á höfðinu. Hún var afskaplega reisnarleg og við krakkarnir höfðum fyrir satt að hún skrifaði í blöð. Við heyrðum líka að hún og maðurinn hennar og krakkarnir þeirra, sem við þekktum ekki af því við lékum okkur aldrei með krökkunum í þeirra götu, héldu stundum boð fyrir fullt af skemmtilegu fólki. Og í boðunum voru borðaðar pylsur eða einhver svoleiðis mat- ur. Það var vegna þess að heima- fólkið vildi hafa boð sem oftast, heyrðum við krakkarnir, og ef það yrði of fyrirhafnarsamt myndu þau hvorki nenna því né hafa tíma til að taka sjálf þátt í boðunum eins og þau langaði til. Þú segir nú kannski, kæri les- andi, að fermingarboð séu nú ekki haldin oft og dæmið því ekki vel valið. En í sumum fjöl- skyldum eru fermingarboð á fárra ára fresti. Hvað um það, þetta er bara ein hugm.vndin af mörgum. Þakka ykkur lesturinn. stakra funda með foreldrum fer- mingarbarnanna en hún fór í hvorugt skiptið. Þegar leið á vet- urinn fór Þorvaldur að tala við hana um spurningatímana. Þeir höfðu greinilega áhrif á hann. Hann las í Bibliunni á hverju kvöldi og fór hreint ekkert leynt með það. Og hann, sem er svo æstur í fótbolta og öllu mögu- legu félagslífi og virðist ekki þurfa neinn sérstakan stuðning. Hallbera, sem sjálf er önnum kafin við ýms félagsstörf og á góða vini, er farin að verða hugs- andi út af því, sem Þorvaldur er að tala um við hana. Hún hefur meira að segja gert tilraun til að ávarpa Guð. Hún skilur ekki sjálf hvers vegna hún er að hugsa þetta en heldur því samt áfram. Það er ekki að vita hvern- ig þetta endar. Séra Friðrik Hjartar Jafnvel þótt menn- irnir vilji ekki .. Hér heyrum við þá aftur frá presti, sem sótti æskulýðsnefnd- arfund í Reykjavík í janúar. Við reyndum að ná tali af fólki þar til að segja fréttir utan af landi — og þctta skrifaði séra Friðrik J. Hjart- ar í Búðardal fyrir okkur. — Það er líkt með starfi prestsins og bændanna í Dölum, að þótt ekki verði alltaf mikill afrakstur mældur og veginn af iðni þeirra og striti, láta þeir ekki niður falla að sá, þótt í grýtta jörð sé. Starf prestsins hefur eðlilega fallið í ákveðna farvegi, sem þó er hægt að breyta. Miklu fleira verður til að gleðja mann og hvetja í starfinu en öfugt. Skemmst er að minnast góðrar kirkjusóknar um hátíðar og af- mælishátíðar Hjarðarholts- kirkju. Þar lögðust margir á eitt og sýndu í verki að kirkjan er lifandi og starfsfús. Góðar heim- sóknir biskups, æskulýðsfulltrúa og fleiri á síðastlíðnu ári skilja eftir ánægjulegar minningar og gætir áhrifa þeirra enn. f vetur ber meira á því en áður að for- eldrar sæki kirkjuskólann með börnum sínum og er það vel. Þá er það gleðilegt vaxtarmerki, að ungt fólk skuli skipa sér i raðir kirkjukóranna i stað annarra sem þreyttir eru og þjáðir. Allt starf prestsins er unnið í þeirri trú að Guð gefi vöxtinn og ljósið skíni í myrkrinu, jafnvel þótt mennirnir vilji ekki taka við því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.