Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 B 7 boðin til sölu, og eru mikið hlessa yfir því hve áhugi á fjárframlögum í formi hlutafjár er lítill. Á sama tíma eru aflabrögð tog- ara með besta móti, en togarar Hafnfirðinga liggja bundnir. Þó má nefna aðra orsök atvinnu- leysisins, en hún er sú viðleitni ráðamanna bæjarins að leita til utanbæjarmanna með verktöku og er þar farið eftir lægstu tilboðum, þó í sumum tilfellum muni óveru- legum upphæðum á innanbæjar- mönnum. Álmennt er þó viðurkennt að allverulegur munur þurfi að vera á tilboðum svo slíkt borgi sig, þegar litið er til þeirra gjalda af veltu og launum er ella myndu skila sér til baka i ríkiskassann. Þessi vinnu- brögð koma fram í byggingariðnaði en þó hvað harðast nú, hjá vöru- bifreiðastjórum sem eiga við mjög alvarlegt atvinnuleysi að glíma. Enn eitt dæmi um auðnuleysi bæjaryfirvalda má sjá í sölu Lýsis og mjöls hf. er bærinn seldi hlut sinn í því fyrirtæki fyrir gjafverð, upphæð sem var ekki nema brot af rekstrarhagnaði fyrirtækisins árið áður. Nú eru allar horfur á, að þvi fyrirtæki verði lokað innan tíðar. Þá má benda á, að með þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að mótmæla ekki hvalveiðibanni al- þjóðahvalveiðiráðsins, þá stefnir i lokun á enn einu stórfyrirtæki i Hafnarfirði, sem veitt hefur fjölda manns mikla og góða atvinnu. Svo mætti upp telja mun fleiri dæmi um algert ábyrgðarleysi i stjórnun á atvinnumálum Hafn- firðinga en ekki verður það gert að þessu sinni. Ljóst má vera, að ástandið nú er slíkt að ekki verður þolað degi lengur. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna i Hafnarfirði ásamt stjórnum allra verkalýðsfé- laganna mótmælir algerlega slíkri óstjórn og krefst þess að bæjar- stjórn grípi nú þegar til raunhæfra úrbóta. Slíkt verður einungis gert með því, að senda togara Bæjarút- gerðarinnar nú þegar til veiða svo vinnsla í landi fari sem fyrst af stað, burt séð frá því hvernig mál standa með yfirtöku á rekstrinum af hlutafélagi, sem algerlega er óvist, að verði nokkurn tfma annað en nafnið. Einnig ber bæjaryfirvöldum að láta hafnfirskan vinnukraft sitja i fyrirrúmi með öll atvinnutækifæri sem bjóðast. Nú þegar er nauðsyn- legt að hefja mótun raunhæfrar at- vinnustefnu fyrir Hafnarfjörð til lengri tíma, þar sem ný og fjöl- breytt atvinnutækifæri verða í boði og hlúð að starfandi fyrirtækjum. Verkalýðshreyfingin i Hafnarfirði krefst þess, að núverandi bæjaryf- irvöld taki ályktun þessa tafarlaust til meðferðar og afgreiði hana á jákvæðan hátt. Ef ekki telur verka- lýðshreyfingin rétt að bæjarbúum verði hið fyrsta gefinn kostur á að segja álit sitt á núverandi stefnu með atkvæðagreiðslu. Tilboð óskast Tilboö óskast í kúluhús á Keflavíkurflugvelli. Gólfflötur er ca. 182 m2 og lofthæö 15 m. Kúluhúsið, sem er á steyptum grunnfleti, er samsett úr áli (grind) og fiber-plötum. Miöað er viö að búiö veröi að fjar- lægja þaö ekki síöar en 1. júlí nk. Kúluhúsið verður til sýnis á Keflavíkurflugvelli miðviku- daginn 17. apríl nk. milli kl. 10—16. Tilboðum þarf að skila fyrir kl. 11 föstudaginn 19. apríl á skifstofu Sölu varn- arliðseigna aö Grensásvegi 9, þar sem tilboöin veröa opnuö. Ennfremur óskast tilboð í skemmu á Keflavíkurflugvelli (með beinum veggjum) ca. 180 m2. SALA VARNARLIÐSEIGNA Símar á skrifatofu eru 31910 og Sími á Keflavíkurflugveili er Grensásvegi 9. 34920. 92-52000 (5146). reimdrifinn með vökvalyftu og j léttarmi. Hátalarar: 2X50 vatta góðir hátalarar. Skápur: Tækjunum góðu er ! haglega komið fyrir í skáp á hjólum. SAMSTÆÐA II Með samstæðu II kemur SÉR-MAGNARI 2X33 vatta (8 ohm hátalarar) eða 2X43 vatta (4 ohm hátalarar) og SÉR-UTVARP með FM, MW og LW bylgjum. Þetta er kraftmeiri samstæða með meiri fjölbreytni. Plötuspilari, segulbandstæki, hátalarar og skápur eru sömu og fylgja samstæðu I, Stað- greiðsluverðið er 31.980 krónur. eða, með þægilegri 7.000 kr. útborgun og eftirstöðvar greiðist á 8 mánuðum. Skipholti 19. Reykjavik. S: 29800 viö oska þer til hamingju meö ferminguna. Við bjóðum tvær samstæður úr gullnu línunni frá Marantz á sérlega hagstæðu verði. Staðgreiðsluverð á ódýrari gerðinni er aðeins 27.980 krónur eða gegn 7.000 króna útborgun og eftirstöðvar greiðist á 8 mánuðum. Útvarpsmagnari: 2 X 30 vatta (8 ohm hátalarar) eða 2X40 vatta (4 ohm hátalarar) FM, MW og LW útvarpsbylgjur. Segulbandstæki: Með samhæfðu og léttu stjórnkerfi og dolby- suðeyði. Plötuspilari: Hálfsjálfvirkur, SAMSTÆÐA I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.