Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 Allir Islendingar þekkja hrognkelsi, farfisk sem heldur sig nokkrun hluta ársins úti á reginhafi, en leitar inn að ströndinni til hrygningar. Hrognkelsisins verður fyrst vart seint í febrúar, en venjulega ekki fyrr en um miðjan mars. Þau koma yfirleitt seinna að í kalda sjónum. Grásleppan (hrygnan) hrygnir á grýttum þararbotni og gætir rauðmaginn (hængurinn) eggjanna þar til þau klekjast. Rauðmaginn er minni en grá- sleppan, rauður á lit um hrygningartímann, en utan hans grágrænn (grá- magi). I Bjarnar sögu Hítdælakappa er getið um háðvísu, er Björn orti um Þórð Kolbeinsson. „En þau váru þar efni í, að Arnóra, móðir Þórðar, hafði etit þann fisk, er hann kallaði grámaga, ok lét sem hann hefði fundizt í fjöru, ok hefði hon af því áti hafandi orðit at Þórði, ok væri hann ekki dála frá mönnum kominn í báðar ættir. En þetta er í flíminu (háðvísunni): Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Fiskr gekk á land en flóð á sand, hrognkelsi glíkr. Yas á holdi slíkr. Át einaga, ylgr grámaga, meinblandit hræ. Margt’s illt í sæ. Óx brúðar kviðr frá brjósti niðr, svát gerðu eik gekk heldr kreik og aum í vömb varð heldr til þömb.“ í vísunni er þessi fiskur sagður „hrognkelsi glíkr“. Hrognkelsi er í nútímamáli sameiginlegt heiti á rauð- maga og grásleppu og senni- lega hefur það einnig verið á söguöld. En vísan sýnir, að þá hafa einnig verið veidd hrognkelsi. Ekki er vitað, hvers konar fiskur „grá- magi“, hrognkelsi líkur, hef- ur verið, en um hann rætt með fyrirlitning og kallaður í vísunni „meinblandit (eitrað) hræ“. Kona varð barnshaf- andi af að eta hann! Á það hefur verið minnst við mig, að ég áætli skammtana í uppskriftum mínum of smáa. Misjafnt er, hversu mikið fólk borðar, en ég hefi miðað skammtana við mína fjöl- skyldu, sem sennilega er nokkuð neyslugrönn. í fyrra ætlaði ég hvern rauðmaga fyrir fjóra, en nú geri ég bragarbót sem um munar og ætla hvern rauðmaga fyrir einn til tvo. Flestir fisksalar selja rauð- magann hreinsaðan, en þó eru margir sem kaupa hann beint af grásleppukörlunum og þurfa því sjálfir að hreinsa hann. Það er auðvelt verk, ef rétt handtök eru viðhöfð. Skerið hausinn af, skerið kviðinn upp og slægið fiskinn. Stingið þumalfingri niður með hveljunni báðum megin að bakinu og rífið hana af til hálfs, þá stingið þið vísi- fingri niður með hveljunni og losið hana alveg frá og dragið hana síðan niður í áttina að sporðinum. Rauðmagalifur er mikið hnossgæti, og er sjálfsagt að sjóða hana með, stráið síðan yfir hana nýmöluðum pipar og borðið með rauðmaganum eða rúgbrauði. Soðinn raudmagi Handa 2—4 2 meðalstórir rauðmagar 'k lítri mysa 3 dl vatn 2 msk edik 1 msk gróft salt 3 lárviðarlauf 6 svört piparkorn 1 tsk sinnepskorn, má sleppa 4 negulnaglar, má sleppa 5 einiber, má sleppa 1. Hitið mysu, vatn, edik, salt og krydd í potti. Látið sjóða við hægan hita í 5 mínútur. 2. Skerið rauðmagann í sneiðar, leggið hann ásamt lifr- inni ofan í löginn og sjóðið við hægan hita í 6—8 mínút- ur, eftir þykkt sneiðanna. Meðlæti: Edik eða sítrónubátar, kartöflur eða rúgbrauð. Söltuð grásleppa Handa 4 1 kg söltuð grásleppa V* lítri vatn % lítri mysa 1 lárviðarlauf 4 svört piparkorn 1 msk edik 1. Útvatnið grásleppuna í 24 klst. Skiptið tvisvar um vatn á henni. 2. Sjóðið saman vatn, mysu, lárviðarlauf, pipar og edik. Látið sjóða við hægan hita í 5 mínútur. 3. Leggið grásleppuna í bitum í löginn, og sjóðið við hægan hita í 7—10 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur og sú feiti sem ykkur hentar. Gott er að bera rúgbrauð og smjör með grásleppunni. Rauðmagi með tómatmauki og ólífum Handa 4—8 4 rauðmagar 2 tsk matarolía 2 tsk salt '/* tsk pipar 1 dl edik 'k tsk sykur 'k dl vatn 1 lítil dós tómatmauk (puré) 70 g væn grein ferskt dill eða 2 msk þurrkað 20 grænar fylltar olífur 1. Hreinsið og flakið rauðmagann, setjið á disk, hellið yfir hann 'h dl af ediki. 2. Pensilið pönnuna með olíunni, hitið helluna, setjið pönnuna á hana, minnkið hitann, raðið flökunum á pönnuna. Ef pannan rúmar ekki flökin, er hægt að láta þau ná örlítið yfir hvert annað. 3. Stráið salti og pipar yfir flökin á pönnunni. 4. Blandið saman 'k dl af ediki, vatni, sykri og tómat- mauki, hellið yfir flökin, stráið síðan dilli yfir. Setjið lok á pönnuna og látið sjóða við hægan hita í 10 mínút- ur. 5. Skerið ólífurnar í tvennt, stráið þeim yfir, ausið soð- inu yfir fiskinn, setjið lok á pðnnuna og látið sjóða í 5 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur. Rauðmagi meö blaðlauk, gulrótum og kapers Handa 4—8 4 rauðmagar 3 rauðmagalifrar safi úr 2 sítrónum 2 tsk salt 'k tsk nýmalaður pipar 1 stór blaðlaukur 3 stórar gulrætur 1 msk kapers 2 tsk matarolía 1. Hreinsið og flakið rauðmagann, skerið flökin í bita, setjið á disk og hellið sítrónusafanum yfir. Látið bíða í 10 míntur. 2. Hreinsið lifrina, skerið í bita. 3. Smyrjið eldfasta skal með olfunni. Rffið gulræturnar og skerið blaðlaukinn smátt, notið grænu blöðin með ef þau eru heilleg. Setjið gulræturnar og blaðlaukinn I skálina. ' 4. Setjið rauðmagabitana og lifrina yfir ásamt sítrónu- safanum. Stráið salti og pipar yfir. Látið mest af pip- arnum fara yfir lifrina. Setjið lok á skálina. 5. Hitið bakarofn í 200°C og bakið þetta í 10 mínútur. 6. Takið skálina úr ofninum, ausið soðinu yfir, stráið síðan kapers yfir og bakið í aðrar 10 mínútur. Meðlæti: Rúgbrauð og sítrónubátar. VIKTORIA MULLOVA Tónleikar laugard. 20. apríl kl. 14.30 í Austurbæjarbíói. fídla Miöasala í ístóni, Freyjugötu 1, og í bókabúöum Lárusar Blöndal CHARLES ABRAMOVIC og Sigfúsar Eymundssonar. Píanó Tónlistarfélagiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.