Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 Lgósm.: Hallgrimur Einarsson Kópla: Ljósmyndasafniö © Síldarsöltun á Akureyri Við síldarsðltunina var þar til nú hin síðari ár notast við handaflið eitt. Fyrst var síldin kverkuð eða hausskorin og henni kastað í stamp. Þaðan var síldinni hrúgað í stærra hólf bjóðsins og það fyllt til hálfs. Þá er síldin söltuð eða krydduð, eftir því hvað við á, og síðan sett í tunnuna. Mikils var um vert að síldinni væri vel raðað í tunnuna með hausana út að stöfum og hrygginn niður. eiga við veiðarnar. Landnótaveið- in náði hámarki sínu um 1881, en upp úr 1890 varð afli mjög rýr, þar sem sildin gekk ekki inn á firðina sem áður og því ómögulegt að koma landnótinni við. Með tilkomu herpinótarinnar og reknetaveiða á þilskipum jókst svo síldveiðin á nýjan leik upp úr aldamótunum. Þá var farið að búa fiskiskipin vélum, þannig að seglskipin hurfu að mestu af sjón- arsviðinu. Þessar gagnmerku framfarir leiddu til þess að nú var hægt að fást við veiðar á opnu hafi, en áður hafði allt byggst á því að síldin gengi inn á firðina. Þegar svo togararnir komu til sög- unnar jókst síldveiðin svo um munaði og árið 1916 veiddist meira en nokkru sinni áður eða um 400 þúsund tunnur. Það ár markar einnig tímamót fyrir okkur íslendingar vegna þess að það ár öfluðu innlend fyrirtæki í fyrsta sinn meira af síld en Norð- menn, og jókst okkar hlutdeild i aflanum síðan jafnt og þétt. Siglufjörður — höfuð- borg sfldveiðanna Síldveiðar Norðmanna sem haf- ist höfðu á Seyðisfirði eins og áður segir, færðust fljótlega norður fyrir land, og um 1880 eru þeir farnir að búa um sig við Eyja- fjörð. Um svipað leyti var af fs- lendingum stofnað á Siglufirði fyrirtæki sem hugðist gera út á síld er bar nafnið Sildveiðifélagið. Þótt félag þetta yrði að leggja árar i bát vegna ónógs afla, var áhugi manna þar vakinn á silfri hafsins, og átti Siglufjörður síðar eftir að verða miðdepill sildveiða hér á landi. Ævintýrið hófst með því að Norðmenn þeir sem höfðu haft miðstöð veiða sinna við Eyja- fjörð, og margir aðrir, fjölmenntu til Siglufjarðar vegna hagstæðrar legu staðarins gagnvart veiðunum og nægjanlegs landrýmis til upp- byggingar aðstöðu í landi. Þá fylg- ir það einnig sögunni að hlýlegt viðmót heimamanna í garð Norð- manna hafi einnig átt nokkurn þátt í því, hve öflugt þetta nýia landnám varð. í Síldarsögu ls- lands eftir Matthías Þórðarson frá Móum segir svo frá: „Margir útlendir útgerðarmenn, einkum norskir, tóku sér þar lóðir á leigu þessi árin og reistu þar bryggjur tilheyrandi síldarútgerð, og eins innlendir menn, helst úr Reykjavík og jafnvel nágrannar þeirra, Eyfirðingar, þóttust þar betur settir og fluttu sig þangað líka, svo margt fólk kom með hverju ári f kauptúnið og settist þar að. Allsstaðar sem hægt var að fá lóðarræmu, var landið tekið til afnota." Á Siglufirði byggðist á fáum ár- um upp bær með öllu tilheyrandi, svo sem götum, vatnsveitu og rafveitu, gangstígum, bryggjum, aðgerðarhúsum og síðast en ekki síst húsnæði og aðstöðu handa Upphaf sfldveiða hér á landi Þrátt fyrir þá staðreynd að ís- lenskir landnámsmenn og forfeð- ur þeirra hafi frá fornu fari kunn- að til síldveiða, þá hagnýttu ís- Iendingar sér ekki þessi auðæfi hafsins að neinu marki fyrr en á síðari hluta 19. aldar og þá að frumkvæði Norðmanna. Fyrstur manna hér á landi til að hefja síldveiðar hér að einhverju ráði var Norðmaðurinn Otto Wahtne, en árið 1868 hóf hann veiði á sfld i landnet á Seyðisfirði og saltaði til útflutnings. Þó að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem síld var söltuð að einhverju ráði hér á landi, ber þess að geta að landsmenn höfðu áður aflað síldar til beitu, og var hún þá veidd f lagnet og kastnet. Sfldveiðar fóru nú ört vaxandi, bæði norðan- og austanlands, og um 1880 tóku innlend fyrirtæki að Ljósm.: Hallgrimur Einaraaon Kópía: Ljóamyndasafnið © Séð yfir síldarplanið og togarana við bryggju á Akureyri Togarar voru fyrst notaðir til síldveiða sumarið 1908 og í fyrri heimsstyrjöldinni var allt að 20 togurum haldið úti á veiðum. Nokkuð dró úr notkun þeirra til síldveiða undir lok stríðsins vegna þess hve dýrir þeir voru í rekstri. Á árunum 1935—1939 voru þeir þó á nýjan leik notaðir til veiðanna og þá í ríkum mæli. Garðeigendur — Nýtt! Dreifum lífrænni, fljótandi áburöarblöndu á grasflatir og trjágróöur. Inniheldur þangmjöl, köfn- unarefni, fosfór, og kali auk kalks og snefilefna. Virkar fljótt og vel. Sáning hf. Hafnarfirði — sími 54031. Til sölu Golf GTI árgerö 1979, ný innfluttur. Topp bíll. Uppl. í síma 74403.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.