Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 Hvernig geta lítil og meðalstór fyrirtæki búið sig sem best fyrir útflutning? Sænskur iðnráð- gjafi, Claes Rosen- berg, hélt fyrirlestur um þetta efni hér á landi fyrir nokkru og er það reifað stutt- lega. Rætt við nokkra „nýja“ útflytjendur um sölu- og mark- aðsmálin. Hafa mcnn haft i orði að nú sé að duga eða drepast, ef rið ætlum að halda í þau lífsgæði sem við nú þeg- ar gerum kröfu til. Hefur rerið bent á að útflutningurinn sé það lífsreipi sem rið rerðum að hanga í vegna minnkandi sjárarafla. Teikning/Pétur Halldórsson NOKKRIR PUNKTAR UM ÚTFLUTNINGSMÁL: w Ahugi á útflutningsmálum hefur auk- ist mjög undanfarið ár. Um það vitnar fjöldi þeirra, sem leitar til Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins um aðstoð og ráðgjöf varðandi sölu og kynn- ingu á framleiðslu erlendis. Einnig hafa verið haldnar margar ráðstefnur og námskeið um þessi mál og töluvert rætt og ritað um þau í fjölmiðlum. Þá hefur komið til álita, að helga árið 1986 útflutningsátakinu og hefur verið skipuð nefnd um það jafnframt því sem henni er ætlað að gera tillögur um hvernig megi auka skilning hér á landi á útflutningi. Hefur viðskiptaráðherra skipað tvær aðrar nefndir og hefur annarri verið falið að kanna mögu- leika á útflutningi á þekkingu og þjónustu og hinni hvernig hægt er að auka samstarf og skilning útflytjenda og hins opinbera. Hafa menn haft á orði að nú sé að duga eða drepast ef við ætlum að halda í þau lífsgæði, sem við nú þegar gerum kröfu til og hefur verið bent á að útflutningurinn sé það lífsreipi sem við verðum að hanga i, vegna minnkandi sjávarafla. Umræðunar að undanförnu hafa meðal ann- ars snúist um það hvernig megi skapa útflutn- ingsgreinunum betri skilyrði og hefur marg- sinnis verið rætt um það, að til þess að árang- ur í útflutningsmálum náist verði stjórnvöld að marka efnahagsstefnu, sem tryggi sam- keppnishæfni íslenskra atvinnugreina á hverj- um tíma, markvissa stefnu í gengismálum, frið á vinnumarkaðnum, jafnvægi í efna- hagsmálunum og minni verðbólgu. Bent hefur verið á, að frelsi þurfi að ríkja í gjaldeyrisviðskiptum en þetta sé úrslita atriði ef við viljum fá erlent fjármagn til samstarfs við okkur. Telja menn að breyta þurfi gjald- eyrisreglunum meðal annars þannig, að fyrir- tæki geti tryggt sig fyrir gengisbreytingum og ennfremur að útflytjandi geti lagt útflutnings- andvirðið á gjaldeyrisreikning og síðan ráð- stafað því til greiðslu á erlendum kostnaði í rekstri og þannig stjórnað því, hvenær hann skiptir gjaldeyrinum í íslenskar krónur. Þá er talið nauðsynlegt að koma á útflutn- ingslánatryggingum. Þannig að útflytjandi, sem er að selja á erlendum markaði geti tryggt sínar viðskiptakröfur á hendur hinum erlendu aðilum. Ennfremur að koma þurfi á stofn lánasjóð- um, sem fjármagni útflutningsstarfsemi og að hið opinbera veiti skattaívilnanir þeim fyrir- tækjum, sem standa í útflutningi, svo eitthvað sé nefnt. Mönnum hefur einnig verið tíðrætt um menntakerfið. Aðkallandi sé að koma á kennslu í sölu- og markaðsmálum, en kennsla í þessum greinum er varla til í íslensku menntakerfi. Og ekki hvað síst hefur verið rætt um það að áður en hafin yrði umfangsmikil og kostnað- arsöm uppbygging nýrra atvinnugreina og efl- ing eldri, sé nauðsynlegt að hefja umræður um allsherjar markmið og leiðir. Ein leiðin sé sú, að finna sameiginlegan kynningarfarveg i heimsviðskiptum, þar sem tekið er tillit til sérstakra aðstæðna hér á landi en jafnframt hugsað út frá möguleikum markaðanna. En hvað geta framleiðslufyrirtækin sjálf gert til að bæta útflutningsmöguleika sína? Þó íslendingar framleiði margir vandaða og góða vöru, þá er það staðreynd að vöruþróun er oft ekki nógu hröð. Þyrftum við ef til vill að leita til erlendra ráðgjafa í ríkara mæli og vera opnari fyrir því sem er að gerast á er- lendum mörkuðum. Jafnframt þyrftu fyrir- tækin að fjárfesta í markaðsmönnum í aukn- um mæli. Þá hefur verið bent á að viðhorfsbreytinga sé þörf. Menn verði að hætta að ímynda sér að með útflutningi sé fenginn skjóttekinn gróði, sem sé fenginn með áhlaupi á markaðinn. Heldur gera sér grein fyrir því að til þess að ná árangri í þessari grein þurfi þolinmæði og úthald. Já, menn eru farnir að gera sér æ betur grein fyrir gildi sölu- og markaðsmála. En hvað segja útflytjendurnir sjálfir um þau mál? Við ræddum við forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja um sölu- og markaðsviðhorf þeirra og þótti okkur ekki hvað síst forvitninlegt að heyra hvað „nýju mennirnir" í útflutningnum hafa að segja um þessi mál. Jafnframt greinum við frá fyrirlestri, sem haldinn var á vegum Stjórnunarfélagsins og Hagvangs þar sem fenginn var sænskur iðn- ráðgjafi til að fjalla um það, hvernig lítil og meðalstór fyrirtæki geta búið sig undir út- flutning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.