Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 „Viljum vera í nánum tengslum við markaðinn“ — segir Ágúst Þór Eiríksson hjá ullarútflutningsfatafyrir- tækinu Árbliki, sem flytur út til Bandaríkjanna og Evrópu „Það er hörð samkeppni á ullarvörumarkaðin- um, en mestu möguleikarnir liggja í Bandaríkj- unum, þar sem íslenska ullarvaran nýtur góðs álits,“ sagði Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmda- stjóri Árbliks hf., sem flytur út ullarvörur, eink- um jakka og peysur og ýmsa smáhluti fyrir döm- ur og herra. Það er eitt ár síðan hann ásamt nýjum eigend- um tók við fyrirtækinu, sem áður hét Ólafur Ólafsson og hafði starfað frá árinu 1977. Nú sem fyrr flytur fyrirtækið út undir vöruheitinu Ice- ware. Dótturfyrirtækið í Banda- ríkjunum reynst vel Árblik setti í byrjun árs 1984 á fót dótturfyr- irtæki í Bandaríkjunum sem heitir Iceware USA Inc., staðsett í Columbus, Ohio, og sér það um almenna markaðsstarfsemi, en að sögn forráða- manna fyrirtækisins stefnir allt í það að Banda- ríkjamarkaður verði aðalmarkaður fyrirtækis- ins. Við spurðum Ágúst Þór hvernig dótturfyrir- tækið hefði reynst? „Það kom í ljós í árslok 1984 að stofnun þessa fyrirtækis hefur borgað sig. Annars er gifurlega kostnaðarsamt fyrir lítil fyrirtæki að stofna til dótturfyrirtækis á erlendri grund og tókum við með því töluverða áhættu. En við leggjum mikla áherslu á að vera í góðu sambandi við markaðinn og sér dótturfyrirtækið, sem hefur á sínum snær- um tvo starfsmenn, um að sinna þeim sölumönn- um, sem vinna hjá okkur. Einnig sinnir það stærri viðskiptavinum eins og verslunarkeðjum og er í stakk búið til að gera samninga þegar svo ber undir og að þessu er því mikil hagræðing." Evrópumarkaðurinn tískusinnaðri en Bandaríkjamarkaöur „Við erum einnig inni á Evrópumarkaðinum. Seljum einkum til Þýskalands, Englands, Noregs, Svíþjóðar og Sviss. Munurinn á þessum mörkuð- um er sá að Evrópumarkaðurinn er farinn að gera meiri kröfur til þess, að flíkurnar séu tísku- legar, vill meira litaúrval og nýtískulegri snið. Aftur á móti er Bandaríkjamarkaður meira fyrir hefðbundnari ullarfatnað. Þetta þýðir það, að við verðum að taka tillit til þessara tveggja sjónar- miða í framleiðslu okkar. Skapast af þessu svolítið vandamál en við reynum að sameina þessa tvo þætti en jafnframt gæta þess að vörulínan sé heilsteypt." Stööug vöruþróun verður að vera í gangi „Vegna þess að við íslendingar höfum ekki ver- ið nógu fljótir að aðlaga okkur þessum tískukröf- um markaðarins, til dæmis i Suður-Þýskalandi, dróst útflutningur þar á islenskum ullarfatnaði í tonnum talið saman um 56% á árunum 1981—82 og 32% á árunum 1982—83. Þetta segir sína sögu um þá hörðu samkeppni, sem við heyjum. Sem þýðir að við verðum að fylgjast vel með kröfum markaðarins og stöðug vöruþróun verður að vera í gangi. Erum bæöi með umboðs- menn og heildsala Hvað sjálfa söluna varðar höfum við verið með Ágúst Þór Eiríksson: „ Við stofnudum dótturfyrir- tæki í USA á sídastliðnu ári sem þegar hefur borgað sig.“ umboðsmannakerfi í Þýskalandi og Englandi. í Noregi, Svíþjóð og Sviss höfum við aftur á móti verið með heildsala, sem sjá algerlega um mark- aðssetninguna. Þú spyrð um muninn á umboðsmannakerfinu og heildsölunum? Þessir aðilar hafa hvor um sig sína kosti og galla. Einn aðalkosturinn við umboðsmennina, en við byrjuðum með þá í upphafi síðasta árs, er sá að við afhendum vöruna beint til viðskiptavinar- ins og erum því í nánari tengslum við hann og höfum því meira vald á verðinu og sjálfri mark- aðssetningunni. Hinsvegar eru heildsalarnir með vöruna á lager og geta afgreitt hana strax. En þetta þýðir að við erum ekki í eins nánum tengsl- um við kúnnann. Heildsalarnir leggja líka sitt á vöruna, sem þýðir hærra verð. Við höfum aflað okkur söluuaðila erlendis einkum með því að skrifa erlendum verslunar- ráðum og fá upplýsingar um þá sem til greina gætu komið. Við höfum auglýst. Fengið fyrir- spurnir frá mönnum, sem við síðan höfum tekið í okkar þjónustu eða talað beint við þá sem við teljum að geti selt okkar vöru. En aðalatriðið er að vera með aðila, sem er með vörur, sem eru seldar í sömu verslunum og okkar vörur. Einnig verða þeirra vörur að vera í samræmi við gæði okkar vöru, því við viljum skapa vörum okkar hágæðaímynd. Viljum koma ullarfatnaöinum í almennar verslanir Okkar kaupendur hafa einkum verið ferða- menn og varan seld í sérverslunum fyrir þá. En markmiðið er að ná til breiðari hóps neytenda með því að koma henni inn í almennar fataversl- anir. En því takmarki ætlum við að ná með því að gera vöruna tískulegri. Við teljum okkur vel samkeppnisfær í verði og höfum reynt að vera með svipað verð og hinir og gætt þess að vera ekki með undirboð. Töluverð söluaukning nú þegar Hvað kynningarstarf varðar förum við í reglu- legar ferðir til Evrópu og hittum umboðsmenn, heildsala og verslanir. Við sjáum verslununum fyrir bæklingum og plakötum til að gefa við- skiptavinunum. Við höfum tekið þátt í sýningum, en erum ekki nógu ánægðir með árangurinn. Má rekja orsökina til þess, að við höfum ekki verið að bjóða nógu nýstárlega vöru, en strax á næsta ári teljum við okkur vera í stakk búna að vera með vöru, sem laðar að. Við höfum ekki auglýst mikið. En hugsum okkur að gera meira af slíku í fram- tíðinni. Auglýsa einkum í fagritum, sem ná til verslana til að byrja með, því það hefur enga þýðingu að auglýsa i almennum blöðum og tíma- ritum fyrr en varan er komin til dreifiliðanna. Otflutningsveltan á síðasta ári var um 15 milljónir. Við lítum björtum augum á framtíðina, því töluverð aukning hefur orðið hjá okkur nú þegar og búumst við við 25 milljóna útflutnings- veltu á þessu ári. Vextir Iðnaðartankinn -nútima banki í Kaupmannahöfn FÆST í BLADASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! pior^vmhlnhih Heimilislæknir kveður Eins og fram hefur komið fyrr í vetur hætti ég störfum sem heimilislæknir i Reykjavík f.o.m. 1. maí nk. Viö rekstri stofu minnar tekur Gunnar Baarregaard læknir. Til ykkar samlagsfólks míns sendi ég bestu kveðjur og þakkir fyrir samskiptin á liðnum árum Lifið heil. Þóröur Theodórsson, læknir, Þórsgötu 26. Unglingur frá öðru landi — til þín! AFS hefur yfir 25 ára reynslu í nemendaskiptum milli islands og annarra landa. Skiptinemarnir koma ýmist til sumardvalar í tvo mánuöi eöa til ársdvalar frá 20. ágúst 1985. Vill þín fjölskylda leggja okkur lið og taka aö sér skipti- nema? Haföu samband og kannaðu máliö. AFS á íslandi, P.O. Box 752, Sími: 91-25450. Hverfisgötu 39. 121 Reykjavík. Opið virka daga 14—17. á íslandi Bfíakjallarinn auglýsir Range Rover '83—'84. Vorum aö fá til sölumeöferöar tvo Range Rover, væntanlega frá Þýskalandi á mjög góöu veröi. Range Rover '84: 4ra dyra, 5 gíra, stereo-útvarp, fjórlr höfuðpúöar, álfelgur, silfurlitaöur, eklnn 30 þús., verö 1.290 þús. Range Rover '83: 4ra dyra, 5 gíra, stereo-útvarp, fjórir höfuöpúöar meö „air cond.“, álfelgur, rauöur á litinn, ekinn 32 þús., verö 1190 þús. Möguleiki er aö greiöa bifreiöirnar meö fasteignatryggöum skuldabréfum aö hluta. Bílakjallarinn, Ford-húainu, aími 885100 og 84370.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.