Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRlL 1985 SIF - KONA ÞRUMUGUÐSINS Morgunblaðið kynnir nýju Landhelgisgæsluþyrluna TF SIF „Ef tæki þetta, í lögun sem skrúfa, er vel vandað, það er að segja úr lérefti og þéttað með línsterkju, og snúið svo hratt aö af því komi pilsaþytur, mun það rísa upp.“ hannig skrifaði Leonardo da Vinci árið 1493 um hugmynd sína að flugtæki sem gæti hafið sig lóðrétt upp. Snillingurinn hafði með hugmyndaflugi sínu hitt á lögmál nýtísku þyrlu, en alveg eins og hugmyndir hans að flugvélum voru þessir geysilegu þekkingarfjársjóöir týndir og tröllum gefnir í rúmar þrjár aldir áður en fyrsta flugtækið í ætt við nútímaþyrlur hófst á loft. þægilegt og til marks um þægind- in finnur maður varla fyrir há- vaða eða titringi frá hreyflunum sem eru rétt fyrir ofan og aftan farþegarýmið. Og eins og hugur- inn hvarflaði áður að Leonardo da Vinci fór ég nú að hugsa um goða- fræðina en einkennisstafir þyrl- unnar, SIF, eru sóttir þangað. Sif Adögunum gafst Morgunblaðs- mönnum tækifæri á að fara í ferð með hinni nýju og glæsi- legu þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF SIF. Blm. hafði aldrei áður farið í flugferð með þyrlu og á meðan ég stóð í góða veðrinu og virti fyrir mér „vindmyllutækið", sem átti eftir að bera okkur um loftin blá, hvarflaði hugurinn ein- mitt til manna eins og Leonardos da Vinci og hve hann hafi verið langt á undan sinni samtíð. Á þessu ári eru nefnilega 492 ár frá því að hann reit á blað þau orð sem eru upphafsorð þessarar greinar sem þú ert nú að lesa, les- andi góður. Sjálf flugferðin var óvenjuleg og spennandi, eins og ljósmyndir Árna Sæberg úr þess- ari ferð, og tveimur öðrum, bera með sér. Þyrlan TF SIF er tveggja hreyfla meðalstór þyrla af gerð- inni Aerospatiale AS 365 N Daup- hin (Höfrungurinn). Þessi gerð er tiltölulega ný því aðeins fimm ár eru liðin frá því að hún hóf sig fyrst til flugs en þó ber þess að gæta að hún er þróuð og byggð samkvæmt reynslu af eldri AS- gerðum frá árinu 1972. í dag er hægt að fá þrjár útgáfur af þess- ari gerð hjá Aerospatiale í Frakk- landi. Þessar frönsku verksmiðjur hafa fyrir löngu unnið sér sess sem þyrluframleiðendur og um síðustu áramót höfðu þær selt ná- lægt 7.500 þyrlum til 579 aðila í 105 þjóðlöndum. TF SIF er fyrst og fremst út- búin fyrir verkefni sem krefjast þess að flogið sé yfir sjó, s.s. við landhelgisgæslu, björgun og ýmis þjónustustörf en hún getur ein- mitt náð til meginhluta 200 sjó- mílna efnahagslögsögu íslands svo nærtækt dæmi sé tekið. Þá getur hún lent á þyrluþilförum allra varðskipanna við góðar að- stæður og til að auðveldara sé að koma henni fyrir í þyrluskýlum skipanna er hægt að leggja þyrlu- blöðin aftur á skömmum tíma. Að innan er þyrlan mjög rúm- góð og stórir gluggarnir gera það að verkum að hún er björt og út- sýni verður eins og best kosið. Rúmgott farþegarýmið má nýta á þrjá mismunandi vegu. í fyrsta Íagi með sæti fyrir átta farþega og tvo flugmenn, í öðru lagi fyrir þriggja til fjögurra manna áhöfn sem er með ýmsan aukabúnað eft- ir því hvaða verkefni er verið að leggja upp í, og loks er hægt að búa hana fjórum sjúkrakörfum, súrefnistækjum, sjúkrakassa fyrir ófullburða ungbörn o.s.frv., en þá er þyrlan orðin að einskonar fljúg- andi slysavarðstofu. Í stjórnklef- anum sitja flugmennirnir tveir eins og í fínustu viðhafnarstofu enda nauðsynlegt að búa vel að þeim og tækjunum þar. Bara tækjabúnaðurinn þarna frammi kostar nálægt 12,3 milljónum króna. Farþegarýmið er vissulega TF-SIF Tæknilegar upplýsingar Gerð: Tveggja hreyfla meöalstór þyrla af gerðinni AER0SPATI- ALE AS 365 DAUPHIN 2. Stcrð: Mesta lengd á bol 11,44 m (frá nefi að afturenda). Mesta lengd 13,46 (með skrúfuferli). Mesta breidd á bol 2,03 m. Mesta breidd á stéli 3,21 m. Oyngd: Hámarksþyngd 4.000 kg (i flugtaki) Tómaþyngd 2.502 kg. Aröhleðsla 1.498 kg. Lyftir 272 kg í björgunarspili/1.600 kg í 'vörukrók. Hreyflar 2x650 hestafla Turbomeca Arriel 1 C. Hverflar (turbine) með fjögurra blaöa aðalskrúfu og Fenestron-stélskrúfu. Eldsneyti: 905 kg (1.046 kg með auka- geymum) Jet A-1 steinolía Hraði: Hámarkshraði 175 sjómil- ur/klst. Hagkvæmasti hraði 130 sjómilur/klst. Leitarhraði 75 sjómílur/klst. Hém.flughæð: 4.575/15.000 fet (fullhlaðin). Flugdrægi: 480 sjómílur (555 sjómilur með aukageymum). Flugtimi: 3:35 klst. (4:20 klst. með auka- geymum). var ein af ásynjunum og kona þrumuguðsins Þórs. Ef ásynjan Sif var eins hljóðlát og nett og nafna hennar, þyrlan, hefur hún sennilega verið ólík bónda sínum, þrumuguðinum. Af öðrum búnaði þyrlunnar má nefna björgunarspil til að hífa menn um borð, ljóskastara og neyðarflotholt sem blásast út ef skyndilega þarf að nauðlenda á sjó. TF SIF verður þó ekki framtíð- arvél hjá Flugdeild Landhelgis- gæslunnar því hún er leigð á með- an framleiðendurnir eru að full- smíða þá þyrlu sem Landhelgis- gæslan pantaði á siðasta ári. Sú þyrla kemur með haustinu og verður sömu gerðar og þessi, en að ýmsu leyti fullkomnari. T.d. hefur reynslan af TF SIF orðið til þess að ýmsar breytingar hafa verið gerðar á smíðasamningi nýju þyrlunnar. Sú nýja verður al- mennt betur búin ýmsum grund- vallarbúnaði en auk þess má nefna í stuttu máli ein sjö atriði sem gera hana færari um að sinna verkefnum við íslenskar aðstæður: Loran C-staðsetningartæki sem verður tengt inn á ratsjá og sjálfstýringu, undir miðri vél verður vörukrókur sem getur lyft 1.600 kg, útbúnaður sem gerir kleift að losa eldsneyti á flugi, — MU' " : «V -m ■ -Ti* jiii '■* .. ”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.