Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.04.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1985 ■mengunI Svissarar taka sér tak Um miðjan febrúar kom svissn- eska þingið saman til sér- stakra funda til þess að leita leiða til að bjarga skógum landsins. Það er Svisslendingum mikið áhyggju- efni að um það bil þriðjungur skóglendis þeirra er ýmist mjög illa farinn eða í bráðri hættu. Rúmlega fimmtungur lands er skógi vaxinn. Hingað til hefur samt lítið verið aðhafst í þessum efnum. Ástæðan er umfram allt sú að loftmengunin sem er helsti skaðvaldurinn kemur einkum frá grannríkjunum. En eft- ir því sem vandinn hefur aukizt og stærra skóglendi liggur undir skemmdum sökum „súrrar rign- ingar“ og annarra mengunarvalda þótti óumflýjanlegt að freista þess að spyrna við fæti. Ein veigamesta ákvörðun þings- ins var sú að lækka leyfilegan há- markshraða ökutækja. Hér eftir má ekki aka hraðar en 100 km á klukkustund á hraðbrautum, en hámarkshraði á öðrum vegum er 80 km. Þá hefur verið fyrirskipað að frá og með 1987 verði allir nýir bíl- ar komnir með sérstakan útblást- ursbúnað sem breyti með hvata kolsýringi og kolvatnsefnum í koltvísýring og vatnsgufu. Ætlar þingheimur að ganga á undan með fögru fordæmi með því að verða fyrstur til að fá slíkan búnað í bif- reiðir sínar og hafa 88 þingmenn af 200 þegar undirritað skuldbindingu um að hafa aflað sér tækjanna á næsta ári en leggja bílum sínum að öðrum kosti. Þá er í undirbúningi löggjöf um mengunarvarnir í iðn- aði. En það er ekki einungis mengun- in sem hefur leikið svissnesku skógana grátt. í Sviss er talsverð timburframleiðsla en á síðustu ár- um hafa vinnulaun hækkað meira en timburverðið. Þar af leiðir að vinnubrögð við skógrækt hafa ekki verið eins vönduð og fyrrum. Þá hefur veðráttan átt sinn þátt í því hvernig komið er, en undanfarin sumur hafa verið óvenju þurrviðra- söm og ýmis skordýr valdið meiri usla en ella. Ekki er talið ólíklegt að þingið samþykki nú einhvers- konar styrki til skógræktar og timburiðnaðar. Nú verður fróðlegt að sjá hvort því verður jafnmikið ágengt og borgarstjórnunum í Basel og Zúr- ich. í Basel var ákveðið að lækka fargjöld með almenningsfarar- tækjum til þess að draga úr notkun einkabíla og bar það fljótan og góð- an árangur. En í Zúrich hefur verið farin sú leið að lækka skrán- ingargjaid bifreiða með hinum nýja útblástursbúnaði sem fyrr frá greinir. - LIESLGRAZ IRIKA FOLKII Baróninn vill að Denise skili djásnunum Heini von Thyssen, þýskur barón sem er meðal annars stjórnarformaður Heineken- brugghúsanna og í fyrra skildi við fjórðu eiginkonuna, hefur nú kraf- ist þess að hún skili aftur djásn- um, sem að hans sögn eru metin á sem svarar á fimmta milljarð ís- lenskra krókna. Hann vill meira að segja að hún skili aftur trúlof- unarhringnum. Thyssen, sem er 63 ára og hefur vænar fjögur hundr- uð milljónir í árslaun, lítur svo á að kaup- in á trúlofun- arhringnum hafi eins og hinir gripirnir einungis verið „fjárfesting", en hringurinn kostaði liðlega tuttugu milljónir. Kom þetta fram hjá lögfræðingi barónsins þegar málið var tekið fyrir í rétti í London nú nýverið. Síðasta eiginkona Thyss- ens, sem var gift honum í 17 ár, er raunar ekki sammála honum um verðmæti fyrrgreindra skartgripa. Hún fullyrðir að þeir hafi ekki kostað nema milljarð eða svo, rétt eins og henni finnist það engin ósköp. — Thyssen krefst þess einnig, að fá aftur íbúð þeirra í New York, sem metin er á tæpar 200 milljón- ir, og heilmikið af verðmætum listaverkum. Denise Thyssen bar- ónessa, sem er brasilísk að þjóð- erni, gerir hins vegar þær kröfur til barónsins, að hann sjái sóma- samlega fyrir henni og Alexander, tíu ára gömlum syni þeirra, en þau mæðginin búa nú i Zúrich í Sviss. Barónessan krefst þess einnig, að eiginmaðurinn fyrrverandi verði skikkaður til að gera ná- kvæma grein fyrir öllum sínum eignum og tekjum til að unnt verði að meta hve mikið hann skuli greiða með henni í lífeyri. Denise fór fram á skilnað við mann sinn í nóvember síðastliðn- um en þá lá fyrir játning hans fyrir því að hafa látið fallerast með fyrrverandi fegurðardrottn- ingu. DENISE: heldur fast í hringinn og hin diásnin. ■EITRUNl Svíar svara neyðarkalli frá Kína Sænskir sérfræðingar hafa verið kvaddir til þess að að- stoða Kínverja í baráttu þeirra gegn háskalegri mengun í ánni Songhua, en hundruð tonna af kvikasilfri hafa komizt í hana. Talið er að þúsundir manna hafi þegar orðið fyrir eitrun eftir að hafa drukkið vatn eða neytt fisks úr fljótinu. Þá telja Svíar að Sov- étmenn hafi einnig orðið fyrir skakkaföllum vegna mengunar- innar en Songhua rennur í Amur- fljót, sem markar landamæri Kína og Sovétríkjanna. Stjórnvöld í þessum ríkjum hafa á hinn bóginn ekkert látið uppskátt um tjónið. Ástæða þess að Svíar hafa fengið fregnir af því er sú, að fyrir skömmu var sendi- nefnd frá Kína í heimsókn í Stokkhólmi og fór þá þess á leit við sænska vísindamenn að þeir veittu aðstoð. Arne Jernlov prófessor og yfir- maður sænskrar vísindastofnunar er annast rannsóknir á lofti og legi hefur upplýst af þessu tilefni: „Einhverra hluta vegna hafa Kín- verjar ákveðið að skýra ekki opinberlega frá því sem gerzt hef- ur. En Kínverjar og Svíar hafa með sér samstarfssáttmála um lausn vistfræðilegra vandamála og hér i Svíþjóð stendur mönnum einnig ógn af kvikasilfri." I borginni Changchun í norð- vestanverðu Kína hefur alllengi verið stundaður þungaiðnaður og talið er að eitruð úrgangsefni það- an hafi komizt í ána. Vesturlanda- búum hefur yfirleitt verið bannað að koma til þessarar borgar sem er mjög einangruð. Það var á 6. áratugnum sem rússneskir tækni- fræðingar lögðu Kínverjum lið við að koma þarna á fót efna- og málmvinnsluverksmiðjum. Síðan hafa þær verið stækkaðar án þess að mikið tillit hafi verið tekið til hugsanlegrar hættu á umhverf- isspjöllum. Kínverjar áttuðu sig á því fyrir þremur árum að ekki var allt með felldu, er kvikasilfursmagn í fiski mældist 7—8 mg á hvert kíió. Jernlov prófessor segir að í Sví- þjóð sé það talið lífshættulegt ef menn borði fisk, sem innihaldi 1 mg af kvikasilfri á kíló. Hann seg- ir ennfremur: „Þegar Kinverjun- um varð ljóst hvað var á seyði létu þeir umsvifalaust loka verk- smiðjunum og bönnuðu veiðar í Songhua." Prófessorinn telur að um það bil 150 tonn af kvikasilfri liggi á botni árinnar í grennd við Changchun og berist smám saman út í aðal- strauminn. Það valdi þvi að fiskur verði fyrir eitrun svo og fólk sem drekkur vatn úr ánni. Vandamálið er svo geigvænlegt að á tímabili var talað um að breyta farvegi árinnar, og búa þannig um hnútana að hún gæti runnið framhjá kvkasilfurslögun- um. En ýmis vandkvæði ollu því að horfið var frá því ráði. - CHRIS MOSEY IBJORINNI Bretinn fær að lepja allan liðlangan daginn Gamla England er sem óðast að hverfa sjónum og nú hafa stjórnvöld ákveðið að stíga enn eitt skrefið í áttina til nú- tímans. Á næsta þingi verður lagt fram frumvarp um að bjór- krám verði framvegis heimilt að hafa opið allan daginn. Sérkennilegur afgreiðslutími bjórkránna í Englandi — níu stundir á dag í borgunum og jafnvel minna í úthverfunum eða á landsbyggðinni — hefur löngum farið i taugarnar á út- lenskum kaupsýslumönnum og ferðafólki, sem á bágt með að skilja hvers vegna Englending- um finnst óviðeigandi að menn geti fengið sér kaffi og koníak um tetímaleytið. Afgreiðslutími bjórkránna í Englandi á sér raunar fáa for- mælendur í landinu sjálfu en svo vant er fólk orðið honum, að það er fyrir Iöngu hætt að fárast út af þessu. Það eru helst útlend- ingar sem leyfa sér að gera góð- látlegt grín að þessari hefð. Lokunartími bjórkránna er síðbúinn ávöxtur iðnbyltingar- innar og iðjuseminnar, sem jafn- an hefur verið ríkur þáttur i trú mótmælenda. öldum saman sáu atvinnurekendur ofsjónum yfir þeim ósið verkamanna að hlaupa út í næstu ölstofu strax og þeim áskotnaðist skildingur, og þegar verksmiðjur tóku að rísa á 19. öld og vinnutiminn varð reglu- legur urðu fjarvistirnar að veru- legu vandamáli. Á Viktoríutímanum var rek- inn mikill áróður gegn drykkju- skapnum en af því að fólk á þeim tíma var almennt andvígt of rníklum afskiptum af lífi þegn- anna var ekkert átt við af- greiðslutíma kránna. Hann var ekki takmarkaður fyrr en árið 1915 með neyðarlögum vegna heimsstyrjaldarinnar fyrri og þá í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fjarvistir í vopnaverk- smiðjunum vegna ölvunar. Þess- ar takmarkanir voru síðan endurnýjaðar með lagasetningu árið 1921 eftir ákafan áróður bi ndi nd i sh reyf i ngar i n nar. Snemma á síðasta áratug lagði stjórnskipuð nefnd til að afgreiðslutímanum yrði breytt, en þá lögðust raunar kráareig- endur gegn því vegna þess að „við komum ekki til með að selja meiri bjór, aðeins auka kostnað- inn við lengri afgreiðslutíma," eins og einn forystumaður þeirra komst að orði. 69.000 bjórkrár í Englandi og Wales héldu sig við gamla lagið en Skotar ákváðu að breyta til. í flestum helstu borg- um þeirra er nú hægt að kneyfa ölið allan liðlangan daginn. Óvæntar afleiðingar þessarar nýbreytni í Skotlandi hafa síðan vakið þjóðarathygli. Drykkju- skapur og glæpir sem honum tengjast hafa minnkað um 50% á þessum slóðum og verðið á öl- föngunum hefur ekki hækkað eins og margir óttuðust vegna aukins mannahalds og kostnað- ar. Litlu hverfiskrárnar hafa heldur ekki gefið upp í sam- keppninni við stóru og glæstu staðina, sem betur geta mætt auknum tilkostnaði. Það er af þessum sökum sem brugghúsin, lögreglan og AA- samtökin bresku eru nú sam- mála um að gefa beri afgreiðslu- tímann frjálsan á öllum Bret- landseyjum. Þó eru fleiri ástæður fyrir því að stjórnin hefur ákveðið að láta Englendinga og Walesmenn fylgja fordæmi Skota. í fyrsta lagi hefur Thatcher eins og kunnugt er tröllatrú á frjálsri samkeppni og litlum afskiptum af þegnunum og í öðru lagi er svo byltingin sem orðið hefur í smásöluversluninni. Bjórkrárn- ar eiga nú orðið undir högg að sækja fyrir stórmörkuðunum þar sem hægt er að kaupa bjór og vín hvenær sem er að degin- um og taka veigarnar með sér heim í stað þess að sötra þær á kránni. Á undanförnum árum og ára- tugum hefur sú breyting að auki orðið á í Bretlandi, að fólk þar er orðið svo heimakært að vekur jafnvel furðu í öðrum Evrópu- löndum. Á síðustu 20 árum hefur aðsókn að kvikmyndahúsum stórminnkað og með það dæmi í huga hafa brugghúsin ákveðið að best sé að leggja rækt við markaðinn á meðan hann er enn fyrir hendi. — LAURENCE MARKS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.