Morgunblaðið - 05.05.1985, Side 4

Morgunblaðið - 05.05.1985, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985 Um ferðatilboð Útsýnar til Englands MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Ferða- skrifstofunni Útsýn: í frétt Morgunblaðsins í gær er minnst á óvenjuhagstætt ferðatilboð Útsýnar til Bret- lands á næstunni. Tilboð þetta er aðeins selt sem hluti af heildar- þjónustu, er samanstendur af flugfari milli landa, flutningi á landi, gistingu, sumarhúsum og/eða bílaleigu og fararstjórn. Á öllum þessum kostnaðarliðum sparar farþeginn sér stóran hluta ferðakostnaðar í skipu- lagðri ferð, sem þó skerðir á eng- an hátt frelsi hans til að eyða tima sínum að eigin vild, en sparar bæði fé og fyrirhöfn, vegna þess að farþeginn nýtur bæði þjónustu og stórlækkaðs verðs á grundvelli langtíma- samninga, sem koma honum beint til góða í lækkun verðs. Ástæða þess að hér er um sér- staklega hagstætt ferðatilboð að ræða er sú, að Útsýn er með mik- il ferðaviðskipti við Bretland. Útsýn telur nauðsynlegt og sjálfsagt að beina viðskiptum sinum fremur til íslenzku flugfé- laganna nú eins og hingað til. Það er hins vegar ekki venja að sundurgreina einstaka kostnað- arliði í ferðatilboðum af þessu tagi heldur aðeins heildarverð, fremur en framleiðandi vöru leggur fram sundurliðun á kostnaði framleiðslu sinnar t.d. efniskostnaði, vinnu, rekstrar- þáttum fyrirtækis, auglýsinga- og dreifingarkostnaði o.s.frv. heldur auglýsir hann heildar- verð á framleiðslueiningu. Að gefnu tilefni er rétt að ítreka, að verð það, sem tilgreint var í fréttinni er aðeins hluti af heildarferðakostnaði, sem er að lágmarki kr. 14.000 í pakkaferð- um til Englands. Hinu ber að fagna að tækifæri gefst í fjölmiðlum að vekja at- hygli almennings á þeim gífur- lega sparnaði á ferðalögum, sem ferðaskrifstofurnar stuðla að með samningum sínum. Ferteskriratorui Útsýn Hljóðlaus, með innbyggðum rakamæli, taka 5,62 lítra sem duga í 8—16 klst. Áfylling mjög einföld. Tilvalið á skrifstofur, heimili, sjúkrahús og þar sem loftið er þurrt, sem veldur því aö slímhúöin ofþornar og menn fá t.d. kvef. Skipholti 19, sími 29800. Við tökum vel á móti þér. 400 hundruð manna veisla á Þingvöllum Það var glatt á hjalla á Þingvöllum 1. maí er fjögur hundruð manna hópur barna og foreldra úr Mýrarhúsaskóla • Seltjarnarnesi kom saman til grillveislu og skemmtunar. Dvaldi hópurinn daglangt í glampandi sólskini, fór í skoðunarferð um sögustaðinn og skemmti sér við leiki. Er ferð af þessu tagi árviss viðburður hjá foreldra- og kennarafélagi Mýrarhúsaskóla. Flutningur afburða- og rekstrarlána til innlánsstofnana: Innlánsstofnanir þurfa að greiða Seðlabanka 3.624 milljónir fyrir júnflok INNLANSSTOFNUNUM, sem skulda Seðlabankanum gengisbundin afurða- og rekstrarlán, ber að endurgreiða þau að fullu fyrir júnílok, segir I fréttatilkynn- ingu frá Seðlabanka fslands. Samtals er hér um að ræða fjárhæð, sem er jafnvirði 88.165.000 SDR eða um 3.624 milljónir króna. Verður innlánsstofnun- um gert kleift að gera þetta með tvennum hætti. Annars vegar með því að fá nýtt gengisbundið lán f Seðlabanka innan ákveðins kvóta eða hins vegar að taka lán erlendis að ákveðnu marki. Uppgjör þetta milli Seðlabankans og viðskiptabankanna fer fram, þar sem verið er að færa afurða- og rekstrarlán frá Seðlabanka til inn- lánsstofnana. Uppgjörið er annars vegar vegna SDR endurkaupa og hins vegar vegna endurkaupa lána vegna framleiðslu fyrir innlendan markað. Endurgreiðsla gengisbundinna afurða og rekstrarlána fer þannig fram að annars vegna er innláns- stofnunum gefinn kostur á að taka nýtt gengisbundið lán í Seðlabanka innan ákveðins kvóta, sem settur hefur verið hverjum banka og sparisjóði. Kvóti þessi er breyti- legur að ákvörðun Seðlabankans, en er nú í fyrstu 50 milljónir SDR, eða jafnvirði 2.055 milljónir króna. Nýt- ist hann aðeins þeim innlánsstofn- unum, sem veita gengisbundin af- urða- og rekstrarlán og er fyrst og fremst ætlaður hinum minni stofn- unum, svo að þær þurfi ekki að leita á erlendan markað eftir lánsfé og hinum stærri stofnunum til að auð- velda þeim að jafna gjaldeyris- skuldbindingar sínar með skömm- um fyrirvara. Þessi kvótalán frá Seðlabankanum verða að því leyti frábrugðin endurkaupum bankans hingað til, að þau standa ekki í beinum tengslum við ákveðin útlán innlánsstofnana. Hins vegar geta innlánsstofnanir tekið lán erlendis að ákveðnu marki, sem mun miðast við að þær geti veitt útflutningsatvinnuvegun- um lán, sem svarar til 75% af skila- verði útflutningsvörubirgða. Um þetta voru settar reglur þegar á síð- asta ári og hafa innlánsstofnanir undirbúið breytinguna nú i sam- ræmi við þær. Má t.d. nefna að Landsbankinn hefur gert samning við erlenda banka um reglubundna lánsfjáröflun í þessu skyni. Mun Seðlabankinn hafa eftirlit með því, að erlend lánanotkun innlánsstofn- ana verði innan þeirra marka, sem reglur segja til um. Við þessar breytingar á staða bankakerfisins ekki að breytast, þar sem erlend lán viðskiptabank- anna og lánastofnana aukast en Seðlabankans minnka. Þau lán, sem Seðlabanki hefur endurkeypt vegna framleiðslu til sölu innanlands, samtals að fjár- hæð 1685 m.kr., hafa einnig verið gerð upp. Innlánsstofnanir endur- greiða þau með tvennum hætti. Annars vegar er innlánsbinding lækkuð á móti þessu úr 28% í 18% af innlánum. Dugi sú lækkun ekki fyrir umræddri skuld fær viðkom- andi stofnun skuldabréfalán hjá Seðlabanka fyrir mismuninum. Slík lán eru til 10 ára. Fyrir flestar innlánsstofnanir nemur lækkun innlánsbindingar hærri fjárhæð en afurðalánin, sem greiða þarf Seðlabankanum. Þær fá mismuninn i sinn hlut, en til að forðast að það leiði til skyndilegrar útlánsþenslu fá þær fjárhæðina greidda í skuldabréfum, sem Seðla- banki gefur út til 6 ára. Vextir afurðalána Að loknu því uppgjöri, sem að framan er lýst, verða afurðalán að öllu leyti komin til innlánsstofnana og fjármögnun þeirra breytist þar sem Seðlabankinn á ekki lengur beina aðild að henni. Fjármagns- kostnaður gengisbundinna afurða- lána ræðst nú fyrst og fremst af lánskjörum á erlendum lánamörk- uðum. f samræmi við það hefur Seðlabankinn auglýst vexti afurða- og rekstrarlána bundin gengi SDR fyrir tímabilið 21. apríl til 20. maí og eru þeir 10%. Fjármagnskostnaður innláns- stofnana vegna annarra afurðalána mun í vaxandi mæli ráðast af al- mennu vaxtastigi hér. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 21. mars sl. skulu vextir þessara afurðalána þó ekki hækka nú frá því sem ákveðið var um síðastliðin áramót. Nú mun ekki verða um að ræða endurkeypt lán og viðbótarlán eins og hingað til heldur renna þessi Ián saman I eitt lán. Vextir fyrrnefnda hlutans hafa verið 24% frá sl. áramótum, en viðbótarlán hafa yfirleitt borið hlaupareikn- ingsvexti, sem verið hafa 32%. Vegna þessarar breytingar hafa frá 21. apríl sl. verið auglýstir einir vextir fyrir afurðalánið í heild, 26,25%, sem er vegið meðaltal endurkaupavaxtanna eins og þeir voru og vaxtanna á viðbótarlánun- um, og eru vextirnir þannig hinir sömu og verið hefur. í Hagtölum mánaðarins, sem koma munu út upp úr miðjum þess- um mánuði, mun verða gerð fyllri grein fyrir þeim breytingum, sem hér hafa átt sér stað. Breyting á skreiöarlánum Samhliða þeirri breytingu, sem gerð hefur verið á endurkaupum, hefur Seðlabankinn gert sérstakar ráðstafanir vegna þeirra óvenju- legu erfiðleika, sem steðjað hafa að við lokun skreiðarmarkaða í Níg- eríu, og snerta bæði skreiðarfram- leiðendur og þá banka, sem veitt hafa þeim afurðalán. Felld hefur verið niður gengisuppfærsla, sem varð á árinu 1984 á endurkeyptum lánum út á skreið af framleiðslu ár- anna 1981—1983, alls kr. 71 millj. Jafnframt hafa þessi lán verið sett á sérstakan reikning til allt að fjög- urra ára og þeim verið breytt í krónulán miðað við gengi krónunn- ar 31. des. 1984. í stað gengisbind- ingar og SDR vaxta verða reiknaðir af þeim almennir sparisjóðsvextir frá sama tima.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.