Morgunblaðið - 05.05.1985, Side 9
TIMABÆR
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAl 1985
9
HUGVEKJA
Sannleikurinn
r
• ••
mun gjora
yður frjálsa
eftir séra HEIMI STEINSSON
IStundum setja menn upp andstœðurnar
jskynsemi og trú“. Slíkt er misskilningur.
Trú í merkingunni ályktun um Guð er
skynsamlegt lífsviðhorf byggt á gildustu
rökum, sem hugsuð verða. “
Guðspjöll fjórða sunnudags
eftir páska benda enn skýrar
fram til hvítasunnu en textar
undangenginna Drottinsdaga. í
fyrsta guðspjalli dagsins er þessi
orð að finna:
„Enn hef ég margt að segja
yður, en þér getið ekki borið það
nú. En þegar hann kemur, andi
sannleikans, mun hann leiða yð-
ur í allan sannleikann." (Jóh.
16.5-15.)
Hér er engum blöðum um það
að fletta hvert stefnt er. Heilag-
ur andi hvítasunnuhátíðarinnar
er á lofti. Frelsarinn ítrekar
fyrirheit sitt um það, að Guð
aldrei muni víkja frá börnum
sínum, heldur vitja þeirra í nýrri
mynd, þegar sonurinn er horfinn
á fund föðurins.
Jafnframt hefur „andinn" hér
sérlega einkunn. Hann nefnist
„andi sannleikans". Jesús segir,
að andinn munu leiða lærisvein-
ana í allan sannleikann. Sú yfir-
lýsing er ítrekuð og útlögð á
marga vegu í öðrum guðspjöllum
dagsins. Hámark útleggingar-
innar hittum við fyrir í annarri
textaröð (Jóh. 8:21—36). Þar
blasa þessi orð Drottins við: „Ef
þér eruð stöðugir í orði mínu,
eruð þér sannir lærisveinar mín-
ir og munuð þekkja sannleikann
og sannleikurinn mun gjöra yður
frjálsa."
Rangfærslur
Tilvitnuð ummæli, sem hér
eru reyndar höfð að yfirskrift
hugleiðingar, eru meðal þeirra
orða Jesú frá Nazaret, sem menn
vitna löngum til og bregða upp
af sundurleitasta tilefni. Er þá
iðulega farið næsta frjálslega
með samhengi málsgreinarinnar
í heild við hin fleygu orð: „Sann-
leikurinn mun gjöra yður
frjálsa." Einnig eru tengslin við
hliðstæð orð Jesú látin lönd og
leið. Til dæmis gleymist það iðu-
lega með öllu, að hann í öðrum
stað fjallar um sannleikshugtak-
ið með þeim að því er virðist ein-
kennilega hætti að setja sama-
semmerki milli sjálfs sín og
sannleikans: „Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið."
Orðunum um sannleikann og
frelsið er þráfaldlega veifað,
þegar við smáleitir hversdags-
menn hnjótum um einhverja
marklitla nýlundu, t.d. á vett-
vangi raunvísinda ellegar félags-
vísinda. Nytsöm vitneskja um-
hverfis þá í stórasannleik, og
hugtaksgreining öll fer á flot.
Þess konar aðfarir verða ekki
nefndar öðru nafni en þeim
heyrir, þ.e. rangfærslur. Sá sem
vill skilja orð Jesú um sannleik-
ann og frelsið og hyggst nota
þau rétt, verður fyrst og síðast
að taka tillit til þeirrar samsöm-
unar, sem hér var vikið að. Jesús
segir: „Ég er sannleikurinn." í
annan stað bætir hann við:
„Sannleikurinn mun gjöra yður
frjálsa." Verkefni sannleiksleit-
andi manns er í því fólgið að leit-
ast við að gera sér grein fyrir
þessari hugtaksfléttu.
Allt er afstætt ...
Nútíminn einkennist af
svonefndri afstæðishyggju.
Samkvæmt henni eru öll sann-
indi álitamál. Enginn býr fyrir
endanlegum sannleika né getur
borið hann fram. Viðhorf manna
eru breytingum undirorpin og
persónuleg. Ég á mér „minn“
sannleika í dag. Þú hampar „þín-
um“ sannleika á morgun.
Tvennt er um afstæðishyggj-
una að segja: í fyrsta lagi er hún
réttmæt og skilmerkileg. Þegar
fjallað er um fyrirbæri síbreyti-
legrar veraldar, sem rennur
okkur um greipar og aldrei ver-
ður skilgreind, geta viðfangs-
efnin ekki orðið annað en
vefangsmál. Sjálfur er ég hverf-
ull, og þú einnig, lesandi minn
góður. Við erum til endurskoð-
unar, bæði tvö, og allt okkar líf
og öll okkar viðhorf.
{ annan stað skyldi hinu ekki
gleymt, þegar fjallað er um af-
stæðishyggjuna, að hún leiðir
aldrei nokkurn sannleika í ljós.
Niðurstöður hennar eru ævin-
lega tímabundnar og standa til
bóta. Afstæðishyggjan dregur
fram nytsama vitneskju um for-
gengilegar stærðir. En hún segir
ekki eitt einasta orð um sann-
leikann. Sá sem lætur sér nægja
afstæðishyggjuna og þann heim,
sem hún sprettur af, verður að
gera sér að góðu að vera án
sannleikans.
... nema Guð ...
Ef þú ekki sættir þig við eina
saman hverfula vitneskju, verð-
ur þú að svipast um handan hins
afstæða og síbreytilega. Þar
verður fyrir þér stærð, sem ekki
haggast, heldur er og varir ofar
tíma og rúmi. Þessi stærð ein
fullnægir þörf röklegrar hugsun-
ar fyrir óhvikulan sannleika. Sá
sannleikur gengur undir ýmsum
nöfnum í aldanna rás og víðs
vegar um heimskringluna.
Grundvallareinkenni hans er þó
hvarvetna hið sama: Hann
breytist ekki, verður ekki gerður
að álitum ná vefengdur á nokkr-
un máta. Hann er endanlegt
viðfangsefni sannleiksleitar.
Okkar á meðal nefnist þessi
óhaggaði veruleiki Guð. í heil-
agri ritningu kynnir hann sig
með einföldum en einkar skýrum
orðum: „Ég er sá, sem ég er“ (2.
Mósebók 3:14). — Og fáum orð-
um síðar einungis: „Eg er.“
Þú og ég, við erum sjálfum
okkur samkvæm, síbreytileg og
að engu hafandi. Við „erum“
ekki af eigin rammleik. í bezta
falli „verðum" við eitthvað, sem
að sínu leyti breytist og týnist,
unz ekkert er eftir. Þannig er öll-
um skynheiminum farið.
Guð hins vegar er sjálfum sér
samkvæmur, óumbreytanlegur.
Hann „verður" ekki. Hann „er“.
Guð er sannleikurinn, hinn
eini, óbrigðuli sannleikur. Guð
er markmið sannleiksleitarinn-
ar. Rökleg hugsun getur ekki lát-
ið staðar numið fyrr en hana ber
að þessum sannleika. Að öðrum
kosti situr hún föst í vegleysu,
hangir í lausu lofti.
Stundum setja menn upp and-
stæðurnar „skynsemi og trú“.
Slíkt er misskilningur. Trú í
merkingunni ályktun um Guð er
skynsamlegt lífsviðhorf, byggt á
gildustu rökum, sem hugsuð
verða.
... og orð hans
Þegar eilífur og óhagganlegur
Guð, sem hafinn er yfir hið af-
stæða, tjáir sig með orði, ber það
orð höfundi sínum vitni. Einnig
það er sannleikur, sem ekki verð-
ur vefengdur.
Sá Guð er í heilagri ritningu
kynnir sig með orðunum „ég er“,
birtist á sama vettvangi sem
maðurinn Jesú og er kallaður
Kristur. Hann er nefndur „Orð-
ið“, þ.e.a.s. orð Guðs holdi klætt
á jörðu.
Kristur kynnir sig sjálfur með
orðunum „ég er“, — þráfaldlega
og í ýmsum myndum. Þau um-
mæli eru í fyllsta samræmi við
það, sem hann að öðru leyti segir
um sjálfan sig: „Ég er í föðum-
um og faðirinn í mér.“ — „Sá,
sem hefur séð mig, hefur séð föð-
urinn.“
{ þessu Ijósi ber að skoða þau
orð, sem eru tilefni þessarar
hugleiðingar. Kristur er orð
Guðs. Jesús frá Nazaret mælir
það orð, sem er sannleikur. Sá,
sem er „stöðugur í orði hans“,
þ.e.a.s. heyrir það orð og hlýðir
þvi, þekkir sannleikann, hinn
óhaggaða sannleika, sem er ofar
hverfulleika skynheimsins og
gjörir menn frjálsa.
Frelsid
í bók sinni „Breytni eftir
Kristi“ segir Thomas a Kempis:
„Sá sem hið eilífa orð talar, er
leystur úr viðjum margvíslegra
skoðana." Þessi orð eru hæfilegt
niðurlag hugleiðingar um frelsi
kristins manns. Vefangsmál sí-
breytilegrar veraldar eru klafi,
sem öllum mönnum er gert að
bera. Við leysumst ekki úr þeim
viðjum af sjálfsdáðum.
Stundum tökum við raunar
þvílíku ástfóstri við afstæða
hugmynd, að við þykjumst laus.
Þess konar hugmyndir verða
yfirleitt að sérlegum rembihnút-
um, sem reyra viðjarnar enn
fastar að hálsi okkar.
Enginn megnar að létta af
okkur klafanum annar en eilífur
Guð, sem sjálfur er laus við
hlekki hverfulleikans. Hann
flytur okkur orð sitt fyrir munn
Jesú Krists. Guðssonurinn eini
er sá sigurvegari, sem brýtur
hlekkina og lætur okkur laus. —
Lausnin er okkur tilkvæm að þvi
marki sem við stöndum stöðug í
einu saman orði hans, en leiðum
nytsama vitneskju afstæðrar
veraldar til síns verðskuldun-
arstaðar.
SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 6. maí 1985
Veðskuldabrél - nrttrjggt
Lánst. 2aft>. ááfl ftotn- vextlr HLV Sölugengl m.v. ml«m. ávöxtunar- kröfu
1 áf 2 ár 3ár 4 ár 5ér 6ár 7ár 8ár 9 ár lOár 4% 4% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 12% 14% 16%
95 91 90 88 85 83 81 79 78 78 93 90 87 84 82 79 % 77 75 73 71 92 88 85 82 78 76 73 71 68 66
Nýtt á Terðbrelamaikaði
IB 1985-1 tM 10 ára
Afb.: 10. OD. 10/2. NV: 2%
Avöxtunarkrafa: 10% 11% 12%
TÖIugnql pr. kr.100: 75,40 72,51 ee,ai
Veðskuldabrél - orerðtrrjjð
Sóiugengi m.v
Lánst 1 afb. áárl 24b.áári
20% 28% 20% 28%
1 ár 2ár 3ár 4ár 5ár 79 66 56 49 44 84 73 63 57 52 85 73 63 55 50 89 79 70 64 59
Ár-flokkur Sölugengl pr. kr. 100 Avöxtun- arkrafa DagaftöWI tll Innl.d.
1971-1 20.603,25 7,50% 129 d.
1972-1 18.469,53 7,50% 259 d.
1972-2 14.887,96 7,50% 129 d.
1973-1 10.841,83 7,50% 129 d.
1973-2 10.234,44 7,50% 259 d.
1974-1 6570,92 7,50% 129 d.
1975-1 5.386,64 7,50% 244 d.
1975-2 4.009,59 7,50% 259 d.
1976-1 3.584,19 Innlv. 1 Seðlab 10.03.85
1976-2 2.964.06 7,50% 259 d.
1977-1 2.628,89 Innlv. i Seðlab. 25.03.85
1977-2 2^67,51 7,50% 124 d.
1978-1 1.782,39 Innlv 1 Seðlab. 25.03.85
1978-2 1.448,55 7,50% 124 d.
1979-1 1.178,59 Innlv. i Seðlab. 25.02.85
1979-2 939,96 7,50% 129 d.
1960-1 838,03 Innlv. 1 Seðlab. 15.04.85
1980-2 645,74 7,50% 169 d.
1961-1 549,82 7,50% 259 d.
1961-2 399,53 7,50% 1 ár 159 d.
1982-1 369,97 Innlv. i Seðlab 01.03.85
1982-2 285,57 7,50% 145 d.
1983-1 218,27 7,50% 295 d.
1983-2 138,61 7,50% 1 ár 175 d.
1984-1 134,98 7,50% 1 ár 265 d.
1964-2 128,13 7,50% 2 ár 124 d.
1984-3 123,84 7,50% 2 ár 186 d.
1985-1 Nyttútboö 7,00% 2 ár 244 d.
1975-G 3.296,18 8,00% 205 d.
1976-H 3.046,89 8,00% 324 d.
1976-1 2.311,19 8,00% 1 ár 204 d.
1977-J 2.069,16 8,00% 1 ár 325 d.
1961-1FL 434,70 8,00% 355 d.
196S.1SIS 84,29 10,70% 4 ár 325 d.
I dag eru helstu vaxtakjörin
á markaðnum þessi:
Bankar og sparisjóðir
3-6 mánuðir
Vextir umfram verðtryggingu .....0-6!^%
Spariskírteini ríkissjóðs
6 mán. - 3 ár
Vextir umíram verðtryggingu .....7-7 l/z%
Fjárvöxtun Fjarfestingarfelagsins
og verðtryggð veðskuldabróf
1-10 ár.
Vextir umfram verðtryggingu .. 14-16%
Verðbréfamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins
Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7.
101 Reykjavík, sími 28566.