Morgunblaðið - 05.05.1985, Síða 33

Morgunblaðið - 05.05.1985, Síða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985 33 JUnripi Útgefandi UÍþfeiþiÍíþ hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakið. Reagan í Bitburg Idag, sunnudaginn 5. maí, gerist sá sögulegi atburð- ur, að Ronald Reagan, for- seti Bandaríkjanna, hefur stutta viðdvöl í þýskum her- mannagrafreit í bænum Bitburg í Vestur-Þýskalandi en áður en hann gerir það fer hann til Bergen-Belsen fangabúðanna. „Við förum til Bergen-Belsen til að minnast fórnarlamba fas- ismans, þeirra sem urðu fórnarlömd ofbeldisstjórn- arinnar, og við förum til Bitburg til að minnast þeirra sem týndu lífi í styrj- öldinni," hefur Peter Bön- isch, talsmaður vestur- þýsku stjórnarinnar sagt, á blaðamannafundi vegna ferðalaga Reagans í dag, sem hafa orðið umdeild, vægt til orða tekið. Þess er nú minnst víða um lönd að 40 ár eru liðin frá því að heimsstyrjöldinni síðari lauk í Evrópu. Allar endurminningar frá stríð- inu eru sársaukafullar jafnt fyrir þá sem sigruðu og hina sem töpuðu. Minningin um útrýmingarherferð nasista á hendur gyðingum er eins og fleinn í holdi alls mann- kyns. Fyrirlitningin á þeim sem þar stóðu fremstir í flokki, svo sem SS-sveitum Hitlers, er mikil. Sú stað- reynd, að 49 SS-menn eru í hópi þeirra 2.000 hermanna sem grafnir eru í Bitburg hefur ráðið mestu um hinar áköfu deilur sem för Reag- ans þangað hefur valdið. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, fór þess sérstaklega á leit við Ronald Reagan, að hann hefði viðdvöl í Bitburg. „Tilgang- ur minn var að sættast yfir gröfum þess liðna,“ sagði Kohl í samtali, sem Morgun- blaðið birti á föstudaginn. „Við höfum aldrei gleymt því hverju Marshall-hjálpin afrekaði hér. Þjóðverjar kynntust Bandaríkja- mönnum sem vinum. Þegar við vorum hálfsoltnir skóla- krakkar árið 1946, fylgd- umst við með því þegar bandarískir flutningabílar komu á hverjum morgni klukkan 11 inn á skólalóðina með matvæli... Ég sagði (Reagan forseta) að 8. maí í ár gæti verið okkur erfiður þegar við litum til baka til lausnarinnar undan nasism- anum, en einnig til þeirra daga þegar þjóðarskömm okkar var opinberuð. Ég sagði að okkur langaði til að helga daginn minningunum, og síður en svo að draga úr hryðjuverkum nasismans, en gera allt til að sjá um að þau geti aldrei gerst aftur." Á það hefur verið bent, að sættir Þjóðverja við banda- menn sína í vestri hafi verið staðfestar með svo marg- víslegu móti á síðustu 40 ár- um, að óþarft sé fyrir Bandaríkjaforseta að gera sér ferð í þýskan hermanna- grafreit í þessu skyni. En úr því að þessar sættir eru orðnar svona víðtækar, hvers vegna er verið að gera allt þetta veður út af förinni til Bitburg? Eru deilurnar vegna Bitburg ekki einmitt til marks um að Helmut Kohl mat viðhorf eigin þjóð- ar rétt, þegar hann setti kirkjugarðinn á dagskrána hjá Reagan. Hvaða áhrif hefur það til langframa í Þýskalandi, að jafn harka- lega hefur verið ráðist á Re- agan og raun ber vitni, án þess að hann léti undan síga? Ronald Reagan má ekki gefa kost á sér til endur- kjörs í Bandaríkjunum. Hann þarf því ekki að taka jafn ríkt tillit til áhrifamik- illa þrýstihópa þar og þeir stjórnmálamenn sem ætíð eru með augun á kosninga- loftvoginni. Kannski er Bitburg-ferðin upphaf þess að forsetinn fari inn á fleiri svæði þangað sem banda- rískir stjórnmálamenn hafa ekki vogað sér vegna tillits- semi við kjósendur. Hinar skörpu árásir á Reagan heima fyrir, þegar hann horfist í augu við sögulegar staðreyndir í Bitburg, geta líka gefið til kynna þá hörku sem á eftir að einkenna þetta síðara kjörtímabil for- setans. Þegar litið er á allt sem um för Reagans hefur verið sagt, skiptir það eitt mestu, að hún verði öllum þjóðum áminning um að skapa aldr- ei þær aðstæður hjá sér, að öfgaöflin sem skópu SS, Gestapó og útrýmingabúð- irnar fái fótfestu að nýju. Og enn er þess að minnast að margir þeirra sem harð- ast gagnrýna Reagan fyrir aö fara til Bitburg eru helstu talsmenn þess, að hann rækti sambandið við Sovétmenn, þar sem Gúlag- ið þrífst enn og er í heiðri haft. Israelar hafa kallað her sinn heim frá Líbanon. Nú eru tæp- lega þrjú ár síðan þeir réðust inn í þetta fagra land. Þeim tókst að vísu að hrekja forvíg- ismenn PLO, frelsissamtaka Palestínumanna, á brott frá Líbanon en því fer víðs fjarri að friður hafi komist á þar í landi. Eftir að ísraelska hernámsliðið hverfur á brott hefjast skærur og átök að nýju. ísraelar munu þurfa að halda uppi traustri öryggisgæslu við norðurlanda- mæri sín áfram og á milli þeirra og hryðjuverkahópa araba í Líbanon verð- ur eins og áður gæslusvæði á vegum UNIFIL, friðarhersveita á vegum Sam- einuðu þjóðanna, og yfirráðasvæði kristinna manna í Suður-Líbanon. Við brottför ísraela frá Líbanon nú lýsir Jóhanna Kristjónsdóttir, blaða- maður Morgunblaðsins, ástandinu í landinu á þennan veg: „Þá er líkast til orðið tímabært að horfast í augu við að Líbanon er land í andarslitrunum. Oft hefur útlitið verið dökkt en aldrei eins og nú og ekki örlar á raunverulegum áhuga stríðandi fylkinga til að friður komist á.“ Þetta er ekki fögur lýsing en líklega raunsönn. Staðreynd er að síð- ustu 10 ár hafa nágrannar Líbana, Sýr- lendingar og ísraelar, skipst á að hlut- ast til um málefni landsins, svo að ekki sé minnst á PLO-menn sem settu allt á annan endann í því upp úr 1970, þegar þeir voru reknir frá Jórdaníu. Nú eiga Sýrlendingar vafalaust eftir að láta mjög til sín taka í Líbanon en fyrir um 10 árum var kallað á þá til að stilla til friðar í borgarastyrjöld í landinu. Um páskana dvaldist Francois Jabre, ræðismaður íslands í Líbanon, hér á landi ásamt konu sinni og dóttur. Þau hjónin hafa verið í Beirút öll undanfar- in átakaár og höfðu orð á því, hve mikill léttir það væri að komast hingað í frið- inn og kyrrðina. Jabre er kristinn, mar- óníti, sem er sérstakur söfnuður katól- ikka í Líbanon. Marónítar ráða austur- hluta Beirút og strandlengjunni í áttina að borginni Trípólí. Þetta er friðsælasta svæðið í Líbanon og þar hafa menn get- að stundað atvinnurekstur þrátt fyrir átökin, en Jabre rekur meðal annars brugghús og selur bjór til arabaríkja. Hann sagði að bankakerfið í Líbanon hefði getað starfað þrátt fyrir stríðið, en það er öflugt ekki síst vegna þess að það tryggir viðskiptavinum sínum al- gjöra leynd. Jabre sagði, að ástandið hefði verið flókið í Líbanon fyrir fimm árum en væri ennþá flóknara nú og vildi engu spá. Hitt er ljóst, að skiptist landið á milli trúflokka yrðu marónítar ein öfl- ugasta fylkingin. Þeir ráða yfir öflugum eigin her, sem gætir þeirra hluta lands- ins. Deilt um meginstefnu Þegar hugað er annars vegar að orð- um þeirra Jabre-hjónanna um friðsæld- ina á íslandi og hins vegar þeim deilum sem óneitanlega setja svip sinn á um- ræður í íslensku þjóðfélagi, þurfum við að minnast þess, að utanríkisstefna okkar hefur tryggt það öryggi sem Líb- ana skortir. Samhugur íslendinga um þessa stefnu eða stuðningur meirihluta þeirra við hana er forsenda þess að ekki verði opnaðar glufur sem erlendir íhlut- unarsinnar geti síðan nýtt sér til að ala á sundrungu og öryggisleysi. Deilur um utanríkis- og öryggismál hafa hjaðnað hér á landi hin síðari misseri. I raun má segja, að ekki sé lengur tekist á um meginstefnuna held- ur einstök framkvæmdaatriði innan þess ramma sem hún setur. Þess vegna er það tímaskekkja hjá þeim sem rituðu undir 1. maí ávarpið að krefjast þess að ísland verði óvarið og rifti samvinnu við friðsama nágranna. Þeim mun ein- kennilegra er að lesa þessa yfirlýsingu, þegar ýmsir þeir sem undir hana rita eru á allt annarri skoðun, eftir því sem best er vitað. Menn hljóta að velta því fyrir sér, hvort fleira sem sagt er í þessu REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 4. maí ávarpi sé samið með sömu formerkjum. Atökin um meginstefnur í íslenskum stjórnmálum hafa löngum beinst að stefnunni í öryggis- og varnarmálum. Nú er þungamiðjan í þessum átökum önnur, ef svo má að orði komast. Deil- urnar snúast helst um þau sjónarmið sem kennd eru við frjálshyggju og snerta spurningar um velferðarríkið og þá þjónustu sem hið opinbera á að láta í té með því að miðla fjármunum skatt- borgaranna. Það er næsta sérkennilegt, hve lítið umburðarlyndi margir sýna, þegar rætt er um hlutverk ríkisvaldsins og bent á leiðir til að draga úr því eða breyta á annan veg. Tregðan sem ein- kennir viðhorf þeirra er verja óbreytt kerfi snýst oft upp í hreina heift. Meira að segja Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sem í öðru orðinu að minnsta kosti segist hlynntur breyting- um, komst svo að orði í ræðu á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á dögunum: „Þeir sem hafa alist upp við öryggi og aldrei kynnst öryggisleysinu, ætla sér allar leiðir færar og hirða margir hverj- ir lítt um það, þótt þeir traðki á sínum nágranna í leiðinni á toppinn. Þeir telja margir samneysluna óþarfa og vilja fá það fjármagn, sem til hennar er varið, í eigin hendur og fullkomið frjálsræði til athafna. Þetta eru hinir svonefndu frjálshyggjumenn. Ég er sannfærður um, að slík stefna, sem er blind og skilur ekki sjálfan þann grundvöll, sem gerir einstaklinginn og þjóðina sterka, sem vill fórna því sem á er byggt, er stór- hættuleg hverju þjóðfélagi." Kostnaður við heil- brigðisþjónustu Forsætisráðherra málar myndina sem hann dregur þarna alltof sterkum litum, ef tekið er mið af þeim umræðum sem hér á landi hafa orðið um nýja strauma í stjórnmálum og hlutverk ríkisins. 1 raun er ekki verið að deila um gildi velferðar heldur hitt, hvort hana megi ekki öðlast eftir öðrum leiðum en farnar hafa verið. Þessar umræður eru síður en svo sér-íslenskar. Þær taka mið af sjónarmiðum sem mega sín æ meira hvar sem er í veröldinni. f því sambandi hafa menn meðal ann- ars rætt um kostnað við heilsugæslu. Ingólfur Sveinsson, geðlæknir, ritaði at- hyglisverðar greinar um þau mál hér í blaðið í byrjun mars. Tvo undanfarna sunnudaga hafa sjónarmið hans verið reifuð í blaðinu og um síðustu helgi var það gert af ýmsum sem eru gjörkunnug- ir heilbrigðismálum. Þar kemur fram, að alls er varið um 8 milljörðum króna til íslenskra heilbrigðismála, það er 24% af ríkisútgjöldum eða um 18% af öllum atvinnutekjum í landinu. Hvert mannsbam greiðir sem svarar 34 þús- und krónur á ári til heilbrigðismála. Tekjur ríkissjóðs af tekju- og eigna- skatti eru 2,4 milljarðar króna. Allar segja þessar tölur sitt og auðvitað er bæði sjálfsagt og eðlilegt að því sé velt fyrir sér, hvernig farið er með þessa miklu fjármuni. Niðurstöður í Bandaríkjunum eru sagðar sýna, að 20% af kostnaði við heilbrigðisþjónustu renna beint í vasa lækna. Einnig er talið, að læknar ráð- stafi beint eða óbeint 70% af öllum út- gjöldum til heilbrigðismála. Enn er á það bent, í grein Katrínar Fjeldsted, læknis, í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag, að í Bandaríkjunum telja menn að hver nýr læknir sem kemur til starfa auki kostnað við heilbrigðiskerfið um 12 milljónir íslenskra króna á ári. í Hagtölum mánaðarins sem Seðlabank- inn gefur út er sagt, að á árinu 1977 hafi fjöldi lækna á hverja 1.000 íbúa verið hinn sami hér og í Bandaríkjunum, þ.e. 1,7 (1,5 í Bretlandi, 1,8 í Noregi og Sví- þjóð og 2,0 í Danmörku). Af línuriti með grein Símonar Stein- grímssonar, forstjóra ríkisspítalanna, má ráða, að læknar hér á landi séu nú um 550. Sé bandaríska niðurstaðan færð yfir á okkar land r^nna um 1.600 millj- ónir króna af fé til heilbrigðismála til lækna hér á landi en þeir ráðstafa beint eða óbeint 5.600 milljónum króna á ári, eða um 10 milljónum króna hver. Sé unnt að finna einhvern samnefn- ara fyrir það sem sérfræðingarnir segja í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag er hann þessi: Til að ná fram sparnaði þarf ekki að auka verðskyn neytenda heilbrigðisþjónustunnar, það er að segja sjúklinganna, heldur hinna sem fjár- mununum ráðstafa, það er að segja lækna og heilbrigðisstétta. Hitt má einnig ráða af greinunum, að ekki sé líklegt, að með auknu verðskyni heil- brigðisstétta minnki kostnaðurinn við heilbrigðismál, eða eins og Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og trygginga- ráðherra, segir: „Kostnaðarvitund hjá þeim sem starfa í heilbrigðisþjónustu hefur hins vegar mikla þýðingu og það hefur víða verið sýnt fram á þýðingu þessa í sér- tryggingakerfinu. En það hefur ekki komið fram sem lægri kostnaður heil- brigðisþjónustunnar í heild, heldur sem aukið tekjuhlutfall þeirra er í heilbrigð- isþjónustunni starfa." Síðasta ordid? Um það sem hér hefur verið dregið saman má vafalaust deila. Og rétt er að geta þess, að Ingólfur Sveinsson, læknir, lagði á það höfuðáherslu í greinum sín- um, að athyglinni ætti að beina að neyt- anda heilbrigðisþjónustunnar, sjúkl- ingnum. Brýna ætti fyrir mönnum, að þeir bæru ábyrgð á eigin heilsufari og umbuna þeim með endurgreiðslu úr opinberum sjóðum sem ekki þyrftu að leita lækninga. Árni Björnsson, læknir, er ósammála þessu í Morgunblaðsgrein á þriðjudaginn og segist eiga „erfitt með að sjá, hvernig hægt er með heilsugæslu að fyrirbyggja þá sjúkdóma, sem eru aðalverkefni heilbrigðisþjónustunnar í dag, þ.e.a.s. hrörnunarsjúkdóma". I grein sinni sér Árni Björnsson síðan ástæðu til að taka upp varnir fyrir vel- ferðarríkið með þeim ósmekklega hætti að saka frjálshyggjumenn um það sem hann kallar „ný-fasisma með hagfræði- bragði". Þeim orðum hans fagnaði Þjóð- viljinn auðvitað sérstaklega í forystu- grein 1. maí og taldi þau lofsvert fram- lag til „umræðunnar". Morgunblaðið mótmælti þessu orðavali hins vegar harðlega sama dag eins og lesendum þess er kunnugt. Með þvi að leiða umræðurnar um kostnað við heilbrigðiskerfið og hug- myndir til sparnaðar í því inn á þessar brautir hefur Árni Björnsson kannski sagt síðasta orðið í málefnalegum skoð- anaskiptum um þetta mikla mál. Hann reynir að slá frjálshyggjumenn út af laginu með sleggjudómum eins og for- sætisráðherra. Við skulum þó vona að stóryrðin rugli menn ekki í ríminu og fleiri láti til sín heyra um kostnaðinn við heilbrigðisþjónustu, ekki síst lækn- ar. Þeir heyja nú kjarabaráttu eins og flestir aðrir en þiggja laun sín sam- kvæmt flóknum gjaldskrám, sem taka sífelldum breytingum og fáir skilja nema sérfræðingar. Séu þær kenningar réttar sem að ofan eru reifaðar, að kostnaður við heilbrigðisþjónustu geti ekki minnkað en sparnaður í kerfinu komi heilbrigðisstéttunum til góða hlýt- ur það að vera hagsmunamál þessara stétta að farvegir fjármagnsins stuðli að hagkvæmri niðurstöðu fyrir þær. Ný virkjanaröð Á ársfundi Landsvirkjunar sem hald- inn var á dögunum lögðu forráðamenn hennar eindregið til, að mótuð verði ný stefna varðandi röð stórra virkjana hér á landi. Stjórn Landsvirkjunar telur, að eins og markaður fyrir raforku sé nú ríki óvissa um hvenær rétt sé að tíma- setja Blönduvirkjun. Margt bendi til þess, að fresta megi gangsetningu virkj- unarinnar allt að þremur árum eða fram á árið 1991 ef ekki kemur til aukin Morgunblaðið/Arni Sseberg stóriðja. Eru ákvæði um slíka frestun í samningum við fyrirtæki sem framleiða og setja upp rafbúnað Blönduvirkjunar, en í útboðsgögnum er gert ráð fyrir að hún verði gangsett 1988. Þá bendir Landsvirkjun á þá stað- reynd, að verði ekki um annan viðbót- armarkað að ræða en aukningu á hinum almenna raforkumarkaði muni orkan frá Blönduvirkjun duga okkur fram undir næstu aldamót. Þetta sýni hve óraunhæft sé að ákveða röð virkjana langt fram í tímann í eitt skipti fyrir öll nema tengja þá ákvörðun ákveðnum forsendum um markað. Orkufrekur iðnaður hér á landi hefur staðið í stað síðan Járnblendifélagið tók til starfa vorið 1979. Að mati dr. Jó- hannesar Nordal, stjórnarformanns Landsvirkjunar, eru líklegustu kostirnir við val á nýrri stóriðju þessir: Stækkun álbræðslunnar um að minnsta kosti 50%, bygging kísilmálmverksmiðju og hugsanlega stækkun járnblendiverk- smiðjunnar. í ræðu á ársfundi Lands- virkjunar sagði Jóhannes meðal annars: „Hagkvæmni orkusölu til þessara iðn- aðaráfanga er háð því, að tímasetning þeirra falli sem best að virkjunaráform- um Landsvirkjunar sjálfrar. Lítill kostnaðarmunur er t.d. á því, hvort Blönduvirkjun verður tekin í rekstur haustið 1989 eða 1991. Orkusala til iðn- aðar, er hæfist á árinu 1988 eða jafnvel 1989 væri því mjög hagkvæm fyrir Landsvirkjun. Við þetta bætist svo það, að nú liggja fyrir traustar áætlanir um ýmsar virkjanir, sem gætu komið í kjölfar Blönduvirkjunar, og vil ég þar sérstaklega nefna 5. áfanga Kvíslaveitu ásamt stækkun Búrfells, sem eru afar hagkvæmar framkvæmdir miðað við þá markaðsþróun, sem líklegust er.“ Það sem í þessum orðum felst er í raun og veru það, að gefa eigi Lands- virkjun heimild til að ákveða sjálf virkj- unarröð með hliðsjón af markaðs- aðstæðum en Alþingi eigi ekki að binda hendur hennar á þann veg, að næst á eftir Blönduvirkjun skuli til dæmis ráð- ist í Fljótsdalsvirkjun, hvað sem tautar og raular. Hér er um stórverkefni að ræða, þar sem markaðurinn fyrir orku á auðvitað að ráða. Vonandi snúast al- þingismenn ekki á móti því og ríghalda í ákvarðanir sem byggjast á allt öðrum sjónarmiðum. Mynd þessi er tekin nú á dög- unum og sýnir mann viö vinnu í göngunum sem nú er verið að gera vegna 4 Blönduvirkjun- ar. Nokkur óvissa er um það, hvenær rétt sé að hefja raforkufram- leiðslu í þess- ari stórvirkjun. Að samnings- gerð um verkið hefur verið staðið með þeim hætti, að * - því er unnt að ljúka 1988 eða 1991. Hvor kosturinn verð- ur valinn vill Landsvirkjun að ráðist af markaði fyrir raforku og fyrirtækið vill einnig fá að ákveða það með hliðsjón af markaðnum, hvar hafist verður handa um virkjun, eftir að Blanda er orðin orku- gjafi. <*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.