Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.05.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, 8UNNUDAGUR 5. MAÍ 1985 37 , Folke Bernadotte greifi ásamt konu sinni og syni við heim- komuna úr einni Þýskalandsförinni. FOLKE BERN ADOTTE Folke Bernadotte greifi var bróðursonur Gústafs Svía- konungs. Hann var forseti Alþjóða Rauða krossins og vann kappsamlega í þágu friðar, meðan á síðari heims- styrjöldinni stóð. Að stríðinu loknu sendu Sameinuðu þjóð- irnar hann til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs, til þess að reyna að koma á sáttum í Palestínudeilunni. Hann vann þar mikið starf. Hinn 17. september 1948 kom hann til Jerúsalem og ætlaði aðeins að hafa þar stutta viðdvöl í það sinn. En á leiðinni gegnum Gyðingahverfi borgarinnar var hann myrtur, ásamt André Serot fulltrúa sínum. En það sem gerir nafn Bernadotte ódauðlegt er björgunarstarf hans í Þýskalandi seinasta stríðsárið, er honum tókst að fá leyfi nasistaforingjanna til að flytja úr landi aila norræna menn, er sátu í fangabúðum í Þýskalandi. Sænski Rauði krossinn annaðist flutningana og flutti alls um tuttugu þúsund fanga af ýmsum þjóðernum út úr Þýskalandi. ævinlega vitað um hin óskaplegu hryðjuverk, sem áttu upptök sín í þessu fyrirkomulagi, er það samt Himmler, sem ber ábyrgð á þeim. Þegar ég hitti hann, sýndi hann með ýmsu móti, að hann vissi þetta vel. Hann sýndi líka, að hon- um var fullljóst, hvað hann var kominn í mikil vandræði. Þessi vandræði stöfuðu sumpart af styrjaldaraðstöðunni, sumpart af sambandi hans við Adolf Hitler Samningaviðrædur „Ég fékk staðfestingu á því, að Himmler hafði enn, þegar hér var komið, náið samband við Hitler. Að minnsta kosti fullyrti hann sjálfur, að svo væri og lagði áherzlu á órjúfandi hollustu sína við foringja sinn. „Ykkur finnst þetta kannski vera einhver tilfinn- ingasemi og hlægilegt í tilbót, en ég hef svarið Adolf Hitler holl- ustueið, og sem hermaður Þjóð- verja get ég ekki rofið þennan eið. um, jafnvel þótt það, sem hann lagði til málanna, yrði æ neikvæð- ara. Hann átti ekki framar frum- kvæðið að nýjum athöfnum, en lagði hins vegar bann við ýmsum framkvæmdum, sem aðstoðar- menn hans höfðu samþykkt og ákveðið. Skömmu fyrir komu mína til Þýzkalands hafði fyrverandi for- seti Svisslands, Musy, gert sam- komulag við Hitler um það, að Gyðingar í fangabúðum í Théresi- enstadt skyldu fluttir til Sviss- lands og síðan áleiðis til Ameríku. Erlend blöð fengu vitneskju um málið og birtu hana. Einn af ráð- andi blaðamönnum Hitlers gaf skýrslu, sem hafði í för með sér, að Himmler var kallaður fyrir Hitler, er spurði hann, hvað Þýzkaland hefði fengið í þóknun, og Himmler svaraði, að Þjóðverj- ar hefðu alls enga þóknun fengið. Hitler fékk eitt af reiðiköstum sínum og þvertók fyrir alla frekari Gyðingaflutninga af þessu tagi. Himmler varð að sætta sig við Gestapoforingja hans. Himmler lýsti yfir órjúfandi hollustu sinni. Én hann hafði ekki sömu tök og áður.“ Þegar Bernadotte hafði loks tekist að komast á fund Himml- ers, fékk hann fremur dræmar undirtektir. Himmler hafði litlar áhyggjur af velferð fanga Þriðja ríkisins — þó kom þar að Himml- er spurði Bernadotte hvort hann hefði nokkrar tillögur fram að fæ- ra. „Ég spurði á móti: Væri það ekki betra að HANN gerði ein- hverjar jákvæðar ráðstafanir, sem gætu bætt ástandið? Himmler sagði, að hann hefði engar tillögur fram að bera. Þá var það, að ég lagði fram tillögurnar um, að Danir og Norðmenn yrðu fluttir til Svíþjóðar og kyrrsettir þar. En Himmler tók afar dauflega undir mál mitt. Auk þess, sem um getur hér á undan, hélt hann því fram, að Svíar og bandamenn yrðu, hverju sem fram yndi, að bæta sér einhverju, ef hann gerði slíkar Hitler var foringi okkar og gætti þess að við héldum saman. Þau ár voru dásamlegasti tíminn í lffi mínu.“ „Eins og skikkanlegur barnakennari“ „Ameríski útvarpsfyrirlesarinn William Shirer „lýsir Himmler á þá leið, að hann hafi verið „Iítill og nærsýnn — á að líta, eins og skikkanlegur barnakennari úr sveit". Ég get borið um það, að þetta er mjög smellin lýsing á æðsta foringja Gestapo, séð utan- frá. Þegar hann stóð skyndilega fyrir mér, með hornspangargler- augun, klæddur grænum einkenn- isbúningi SS-manna, án nokkurra heiðursmerkja, fannst mér hann einna líkastur lágt settum sýslu- manni, — hefði liann gengið fram- hjá á götunni hefði enginn litið á hann. Hann hafði litlar hendur, fíngerðar og viðkvæmnislegar, — og ég tók eftir, hvað þær voru vel snyrtar, þótt SS-mönnum væri bannað að kaupa sér handsnyrt- ingu, — hann var framúrskarandi og ótrúlega alúðlegur, hann var kíminn og allt að þvi galsafenginn, honum var tamt að kasta fram einhverri glettni til þess að varpa af okkur þyngslunum. Sízt af öllu var neitt djöfullegt í útliti hans. Ég varð ekki var við hina köldu hörku í augnaráði hans, sem svo mjög er á orði höfð. í viðtölum við mig var Heinrich Himmler alltaf mjög fjörlegur, — þegar talið barst að Hitler, kom tilfinningasemi hans í ljós, — og hann gat líka sýnt eldlegan áhuga. Það var í hæsta máta nýstárlegt að heyra þennan mann, sem með harkalegustu aðferðum hafði ráð- ið milljónum manna bana, tala með hrifningu um drengskapinn, sem verið hefði í hernaði Englend- inga og Þjóðverja í Frakklandi sumarið 1944, þegar báðir aðiljar höfðu orðið ásáttir á að gera hlé á bardögum, svo að þeir gætu sinnt hinum særðu ... Ekkert getur nokkru sinni létt af Himmler hinni hræðilegu sekt- arbyrði, sem hann hafði hrúgað á sig — ekkert getur í minnsta máta né nokkru tilliti afsakað hann. Það er hann, sem kom fangabúð- unum á, og jafnvel þótt hann, eins og hann hélt fram, hefði ekki Þess vegna get ég ekki fallizt á neinar aðgerðir, sem eru alveg gagnstæðar óskum og fyrirætlun- um foringjans." Sennilega er það staðreynd, að Hitler hafi þegar hér var komið sögu ennþá gegnt stöðu sinni. Hin raunverulega forusta hafði að vísu að nokkru leyti gengið honum úr greipum. En það var enginn vandi að komast að raun um, að margir af nánustu samstarfsmönnum hans báru ennþá mjög mikla virð- ingu fyrir honum og dirfðust ekki að breyta gegn vilja hans. Áhrif Hitlers voru ennþá þung á metun- þetta bann, flutningarnir hættu, og þegar Musy kom aftur til Berl- ínar reyndist honum ókleift að ná tali af Gestapoforingjanum.“ Skuggi Hitlers „Svona var ástatt í Þýzkalandi, þegar ég tók þar til starfa. Hitler var bálreiður yfir þeim tilslökun- um, sem gerðar höfðu verið. Himmler gat ekki, þorði ekki eða vildi ekki gera herra sínum á móti skapi. Schellenberg sagði mér síð- ar, að um þessar mundir hefði orð- ið nokkur fæð með þeim Hitler og Slðcur fjötdi fanga var í þýsk- um fangabúdum aö skortur varð á efni í hinn röndótta fangabúning. Var þá griptð til þess ráðs að merkja venjuleg föt með „fangakrossi“ eins og sjá má á myndinni. ráðstafanir — til dæmis með skuldbindingum um, að skemmd- arverk yrðu ekki framin í Noregi. Það var á þessu augnabliki, að skugga Hitlers lagði yfir herberg- ið. Hitler hafði eftir samkomula- gið við Musy spurt blátt áfram, HVAÐ Þýzkaland fengi í skaða- bætur. Hjá því gæti ekki farið, að hann slöngvaði sömu spurning- unni, ef Himmler gerði samning við mig. Himmler hafði ekki frjálsar hendur — hann var ekki sá alls ráðandi maður, sem margir hugðu hann vera. Foringinn var á lífi, og hann varð að taka tillit til foringjans, — hvort sem ástæðan hefur verið þessi eða hin. Ég skýrði þegar í stað fyrir hon- um, að skaðabætur sem þær, er Himmler hafði drepið á, væru með öllu óhugsandi. Svarið við þessu var þvert nei — en svo var snúið við. Ég beindi samtalinu inn á almennari braut- ir: Sænska Rauða krossinum væri mikið áhugamál að fá tækifæri til að starfa í fangabúðunum, sér- staklega þar sem Norðmenn og Danir væru í haldi.“ „Hélt að þetta væri óskhyggja“ Er þessar viðræður fóru fram var Leifur Muller fangi í Sachs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.