Morgunblaðið - 05.05.1985, Síða 42

Morgunblaðið - 05.05.1985, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985 Eyðimerkurstríöið gegn Hassan Marokkókonungi „ »4. - ~~B. m i *■' 'Ém '2* — m & T*1H> er aö um 100.000 manns, aðallega konur, börn og gamalmenni, hafist við í flóttamannabúðum í Alsír nálægt landamærum Marokkó. eftir AXEL PIHL-ANDERSEN Vestur-Sahara, sprengjukúl- ur úr fallbyssum Mar- okkóbúa falla í námunda við okkur. Grjót og sandur þyrlast upp í loftið. Grænklæddir hermenn Polisario-hreyfingarinnar hlaupa að fallbyssum sínum og hefja skothríð. Skammt frá okkur hefur flokkur hermanna komið tvíhleyptri 23mm fallbys.su í skotstöðu. Eld- tungur standa út um hlaupin og há- vaðinn er ærandi. Þessi hildarleikur á sér stað tæpa 100 kílómetra vestur af landamær- um Marokkó og Alsír. í 10 ár hafa hermenn Hassans konungs Mar- okkó og eyðimerkurhermenn Polis- ario-hreyfingarinnar, sem njóta stuðnings Alsírbúa, barist á þessu svæði. Áður tilheyrði þetta land- svæði Spánverjum og nefndist þá Spænska Vestur-Sahara. I nokkurra kílómetra fjarlægð má greina herbúðir Marokkóbúa. Raunar hafa þeir myndað 1600 kilómetra langan varnarvegg, sem er gerður úr grjóti og sandi og markar víglínuna. Veggurinn er varinn með jarðsprengjum, fall- byssum og fullkomnu ratsjárkerfi. Marokkóbúar ráða yfir landsvæð- inu handan veggjarins en þeir yf- irgefa aldrei herbúðir sínar til árása. í vetur hefur færst aukin harka f bardagana, en stríð þetta hafa margir nefnt „stríðið sem gleymd- ist“ vegna þess hve fjölmiðlar hafa lítið fylgst með gangi mála. I 10 ár hafa hermenn Polisario- hreyfingarinnar barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Araba á þessu eyðimerkursvæði, sem er 266.000 ferkílómetrar að stærð. Þarna eru miklar náttúruauðlind- ir, einkum verðmætir málmar auk þess sem óvíða í heiminum er að finna meira af fosfati. Hassan konungur hefur lagt allt undir til þess að freista þess að halda svæði þessu undir stjórn Marokkóbúa. Stríðið hefur lagt efnahag landsins í rúst og Hassan konungur hefur lagt á tæpasta vað ekki eingöngu vegna náttúruauð- lindanna heldur og vegna þess að hann hefur löngum alið með sér þann draum að gera Marokkó að stórveldi í Norðvestur-Afríku. Landsvæði þetta nefna Arabar „Maghreb", sem þýðir „vestur" og þaðan er greið leið til Evrópu. Síðustu mánuðina hefur spenn- an farið vaxandi. Her Marokkó ræður yfir öllum helstu bæjum og borgum, en þó aðeins ió hluta landsvæðisins. f lok síðasta árs juku Marokkóbúar vígbúnað sinn í norðri en það er mikilvægasti hluti Vestur-Sahara hvað snertir verðmæta málma. Þar búa einnig flestir íbúanna. Á þennan hátt hafa hermenn Hassans konungs reynt að þröngva liðsmönnum Pol- isario inn í Alsír. Þess má geta að nú eru um það bil 100.000 manns í flóttamannabúðum f Alsír. Polisario-hreyfingin hefur brugðist við þessum aukna víg- búnaði með kröftugum stórskota- liðsárásum á varnarvegg og her- búðir Marokkóbúa. Mannfall hef- ur verið mikið í röðum hermanna Hassans konungs. Það verður því sífellt mikilvægara fyrir Mar- okkóbúa að hrekja hermenn Polis- ario af höndum sér inn í Alsír. Hassan konungur hefur lýst því yfir að hermenn Polisario séu „málaliðar frá Alsír“ en hingað til hefur hann ekki hætt á að lenda í stríði við Alsírbúa en þeir eru eini raunverulegi keppinautur hans f Norðvestur-Afríku. Pólitískir sigrar Þótt að undanförnu hafi hallað nokkuð á Polisario-hreyfinguna hefur hún unnið merka pólitíska sigra. Þetta á ekki síst við innan Hermenn Polisarío-hreyfingarinnar fi allan sinn vopnabúnað frá Alsír. Áður nutu þeir einnig stuðnings Líbýumanna. Einingarsamtaka Afríkuríkja en 30 af 50 aðildarríkjum samtak- anna hafa viðurkennt útlaga- stjórn Polisario og ríki það sem hreyfingin hefur stofnað og nefn- ist Arabíska alþýðulýðveldið í Sa- hara. Á 20. aðalfundi Einingar- samtakanna, sem fór fram í Addis Abeba í nóvember siðastliðnum, tilkynnti Hassan konungur úrsögn Marokkó úr samtökunum. Á sama tima sótti hann um inngöngu Marokkó i Evrópubandalagið! 27. febrúar hélt Polisario- hreyfingin hátíðlegt níu ára af- mæli Arabíska alþýðulýðveldisins í Sahara. Hátiðahöldin fóru fram í flóttamannabúðunum í Alsir. Sama dag barst formleg viður- kenning á Arabíska alþýðulýð- veldinu í Sahara frá stjórnvöldum í Kólombíu. Þar með varð Kól- ombía 61. landið til að viðurkenna ríki þetta. Enn sem komið er hafa Júgóslavar einir Evrópuþjóða sent formlega viðurkenningu. Svo virðist sem Polisario- hreyfingin mótist frekar af sjón- armiðum múhameðstrúarmanna og þjóðernishyggju en sósíalískum hugmyndum þótt öll þessi þrjú at- riði séu mikilvægur þáttur í stefnuskrá samtakanna. íbúar Vestur-Sahara og fólk það sem leitar skjóls í flóttamanna- búðunum eru aðallega hirðingjar. Forráðamenn Polisario segja að íbúar þessa svæðis séu tæplega milljón að tölu en erlendir sér- fræðingar telja þá vart fleiri en 250.000. Stór hluti þeirra, aðallega konur, börn og gamalmenni, hefst við í flóttamannabúðunum í Alsír nálægt landamæraborginni Tind- ouf. Afgangur íbúanna býr hand- an varnarveggs Marokkóbúa í borgunum E1 Aioun, Smara, Ha- ouza og í hafnarborginni Dakhla, sem er sunnar og er einnig í hönd- um Marokkóbúa. Fyrir 10 árum þegar Spánverjar létu af yfirráðum sínum hétu þeir þjóðaratkvæðagreiðslu um fram- tíð Vestur-Sahara. Sameinuðu í 10 ir hafa hermenn Polisario- hreyfíngarinnar barist fyrir stofnun sjilfstæðs ríkis Araba í Vestur- Sahara. þjóðirnar og Alþjóðadómstóllinn í Haag studdu þessa ráðagerð. En Hassan konungur Marokkó kom í veg fyrir að þetta yrði að veru- leika. Að undirlagi hans fluttust mörg hundruð þúsund Marokkó- búar til þessa svæðis í október- mánuði árið 1975. Þetta var þaul- skipulögð áætlun, sem nefnd var „græna hergangan". Hassan kon- ungur réttlætti hana með því að höfða til þjóðerniskenndar Mar- okkóbúa. Mánuði síðar skrifuðu Spánverjar undir „Madrid-sam- komulagið“ svokallaða en það kvað á um að stjórn Vestur-Sa- hara skyldi framvegis vera í hönd- um Marokkó og Máritaníu. Þrátt fyrir samþykktir Sameinuðu þjóð- anna, þar sem hvatt er til þjóðar- atkvæðagreiðslu um framtíð svæðisins og samningaviðræðna milli Marokkó og Polisario- hreyfingarinnar, hefur Hassan konungur neitað að taka þær til greina. í upphafi stríðsins beitti Polis- ario-hreyfingin sér mjög gegn Máritaníu. Árið 1979 létu Márit- aníumenn undan enda landið fá- tækt og illa búið undir stríðsrekst- ur. Saminn var friður við Polis- ario-hreyfinguna og látið af öllum kröfum til þessa landsvæðis. Forsetinn „Við viljum samningaviðræður við Marokkóbúa, en svo lengi sem þeir neita að setjast að samninga- borðinu verður barist," sagði Mo- hamed Abdelaziz, forseti Arab- íska alþýðulýðveldisins í Sahara, þegar greinarhöfundur, japanskur fréttamaður, og franskir sjón- varpsmenn áttu við hann viðtal í herbúðum Polisario í Vestur- Sahara nokkra kílómetra frá landamærum Alsír. Forveri hans í forsetastóli, E1 Duali Mustapha Sayed, féll árið 1976 í árás á Nou- akchott, höfuðborg Máritaníu. „Afstaða ríkisstjórnar sósíalista í Frakklandi hefur valdið okkur miklum vonbrigðum," sagði for- setinn, en hann er tregur til að veita viðtöl og féllst á þetta viðtal eingöngu vegna frönsku sjón- varpsmannanna. „Franska ríkisstjórnin fer lof- samlegum orðum um okkur en bregst okkur svo þegar mest á reynir,“ sagði hann ennfremur. Með þessum orðum var hann að vitna til víðtækrar vopnasölu Frakka til Marokkó en hún ásamt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.