Morgunblaðið - 05.05.1985, Page 43

Morgunblaðið - 05.05.1985, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1985 43 hernaðaraðstoð Bandaríkjanna hefur gert Polisario-hreyfingunni erfiðara um vik. í Vestur-Sahara eru nú um það bil 80.000 hermenn frá Marokkó. í suðurhluta Marokkó eru þeir á að giska 40.000. Gegn þessu liði teflir Polisario-hreyfingin fram 20.000 eyðimerkurhermönnum, sem halda til í herbúðum í Vestur- Sahara og Alsír. Herbúðir þeirra eru vel faldar og sumar eru neð- anjarðar. Frá því að stríðið hófst hefur Polisario-hreyfingin stundað skæruhernað. Hermenn hreyf- ingarinnar og sérþjálfaðar sveitir hafa gert skyndiárásir á stöðvar Marokkóbúa og síðan dregið sig til baka. Með þessu móti vann Polis- ario stóra sigra í upphafi stríðs- ins. Marokkóbúar hafa margeflt varnir sínar auk þess sem staða þeirra batnaði mjög þegar Ronald Reagan var kjörinn forseti Banda- ríkjanna. Hermönnum Polisario hefur nokkrum sinnum tekist að rjúfa vamarvegg Marokkóbúa en þeim reynist það sífellt erfiðara. Bar- dagaaðferðirnar hafa því breyst og nú einkennist stríðið fremur af stórskotaliðsárásum. í norður- hluta landsins hafa menn Hassans konungs treyst stöðu sína og þröngvað hermönnum Polisario lengra til austurs og suðurs. Nú er svo komið að Polisaro-hreyfingin ræður aðeins yfir 6 til 7 kílómetra breiðri spildu á milli varnarveggs Marokkóbúa og landamæra Mári- taníu. Eftir þessu svæði verða her- menn hreyfingarinnar að fara ef þeir ætla sér að fara frá herbúð- unum í norðri til suðurhluta Vestur-Sahara. Hassan og Kadaffí Polisario-hreyfingin fær vopna- búnað sinn frá Alsír. Áður fékk hreyfingin einnig vopn frá Líbýu en sú aðstoð fékk snöggan endi í ágúst í fyrra þegar Hassan kon- ungur Marokkó og Kadaffi leiðtogi Líbýu tilkynntu stofnun banda- lags ríkjanna tveggja. Framvegis munu ríkin móta sameiginlega stefnu í varnarmálum, efna- hagsmálum, menntamálum og stjórnmálum almennt. Hér var um algjör sinnaskipti að ræða því áður höfðu þessir tveir leiðtogar verið svarnir óvin- ir. Flestir telja að þessi óvæntu umskipti lýsi vel einangrun þeirra Hassans og Kadaffis á alþjóða- vettvangi. Engum blandast hugur um hvaða álit flestir þjóðarleið- togar heims hafa á Kadaffi. Stjarna Hassans konungs Mar- okkó hefur farið lækkandi. Á ár- um áður var hann mikilsmetinn í löndum Araba en nú nýtur hann takmarkaðrar virðingar. Það er einkum stríðið i Vestur-Sahara sem hefur orðið honum álits- hnekkir. Stríðið kostar þetta fá- tæka land eina milljón Banda- ríkjadala á degi hverjum og 40% af fjárlögum ríkisins renna til stríðsrekstursins. Allt hefur þetta orsakað mikla spennu i Marokkó og sögusagnir hafa verið á kreiki um að steypa ætti Hassan konungi af stóli. 1 janúar í fyrra brutust út miklar mótmælaaðgerðir í flestum stærstu borgum Marokkó og neyddist Hassan til að láta herinn grípa í taumana. Leiðtogar Polisario-hreyfingar- innar binda vonir sínar við að innri ólga í Marokkó verði til þess að Hassan konungur fari frá völd- um og ný stjórn taki við. Þetta gæti leitt til samningaviðræðna milli Polisario-hreyfingarinnar og Marokkó. Hernaðarsérfræðingar telja að hvorugur aðilinn geti unnið sigur í stríðinu. Ljóst er að Polisario- hreyfingin vonast til að gengið verði til samninga og bundinn endir á stríðið. Hins vegar nota liðsmenn hreyfingarinnar hvert tækifæri til að lýsa yfir að þeir séu reiðubúnir til að berjast í tíu ár til viðbótar. Höíundur er danskur blaðamaður hjá fréttastofunni „Free Lance 45" í Árösum. Árshátíð kvenstúdenta ÁRSHÁTÍÐ Kvenstúdentafélags- ins og Félags íslenzkra háskóla- kvenna verður haldin miðviku- daginn 8. maí í Átthagasal Hótel Sögu. Á árshátíðinni munu stúdent- ar frá MR sjá um skemmtiat- riði. í fyrra, þegar slík árshátíð var haldin, var mikil eftirspurn eftir miðum og komust færri að en vildu. Miðar verða nú seldir í anddyri Átthagasalarins milli kl. 16 og 19 þriðjudaginn 7. maí. Nokkrir aðstandendur árshátíðar Kvenstúdentafélagsins og Féiags ís- lenzkra háskólakvenna. FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstigl.Simar 28388 og 28580 tfyfon •MS og 1985 sk\p' éi ternbe' skernm sep 3 t\\ daga áigósv 16 19 öabW hePP^ \ang'er s:A'> m r**- •• TSMAXIM GORKl í ffyrsta skipti gefst okkur kpstur á aö sigla meö lúxusskipi ffrá íslandi til Vesturheims. Farkosturinn er ekki aff smærri gerðinni — um er aö ræöa skemmtifleyið Maxim Gorki — 25.000 tonn að stærö, búið öllum hugsanleg- um þægindum. Skipiö tekur milli 6 og 7 hundruð farþega og er áhöfn þess um 450 manns. Ferðatilhögun er þannig að stigið verður um borð í Maxim Gorki í Reykjavík 19. ágúst. Siglingin hefst svo klukkan 7 um kvöldið þann sama dag. Fyrstu 3 dagarnir fara í siglingu og aö morgni 4. dagsins er stigiö á land í St. Jcv'r,’s á Nýfundnalandi. Daginn eftir er svo komiö til St. Pierre. Síöan til Gaspé þann 25. ágúst Quebec 26. og 27. ágúst og loks til Montreal 28. ágúst þar sem farþegar yfirgefa skipið. Um hádegi þennan dag hefst svo feröin til New York. Fyrstu nóttina veröur gist í Ottawa. Daginn eftir veröur svo haldið til Toronto eftir stutta skoðunarferð um Ottawa. Gist verður í Toronto þá nótt. Þann 30. ágúst verður svo farið til Niagarafossanna. Fossarnir verða skoðaðir þann dag frá báöum bökkum og einnig verður efnt til bátsferðar. Gist verður við fossana. 31. ágúst verður svo haldið í einum áfanga til New York og dvalið þar til 3. september. Þá verður flogið frá New York til Keflavíkur. Hægt verður að framlengja dvölina í New York. Niagarafossar Listamenn Bolshoileikhússins Óhætt er að segja að hér sé um einstakt tækifæri aö ræða. Fyrir utan aö bjóöa upp á óvenjulegt feröalag, já til staöa sem að öllu jöfnu eru ekki í þjóðbraut, og á þægilegan hátt, þá verða um borö í Maxim Gorki í þessari ferð þekktir listamenn frá hinu heimsþekkta Bolshoi-Theater í Moskvu. Farþegum gefst kostur á aö sjá listamenn í hinum glæsilegu sölum Maxim Gorki, listamenn sem annars er ógerningur fyrir okkur að sjá vegna hinnar miklu aðsóknar að Bolshoi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.