Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.05.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBL.ADIR. IAUGAHDAGUR25. MAÍ 19g5 £ Steinar Jónsson segjum bara svona; við erum á móti verkföllum og látum — fylgjandi friði." Þær segjast auð- vitað vilja launahækkun. „En það er ekki aðalmálið. Aðalmálið er að maður fái eitthvað fyrir peningana. Það mega ekki fylgja bara gengisfellingar og hækkan- ir á landbúnaðarvörum í kjölfar- ið.“ Þær segjast hafa bundið von- ir við samningana sl. haust. „Það er allt farið," sagði Rannveig. En hvernig á að hækka launin án þess að hækka vöruverð? „T.d skattalækkanir, það ekki óvitlaus leið,“ segir Þuríður. Og hvað þyrftu þær að fá í laun? „Svona með öllu erum við með 17.000 á mánuði. Ætli maður þyrfti ekki 30.000.“ Mynduð þið sem sagt biðja um 76% launahækkun? „Já nema annað kæmi í staðinn. Það er ekki bara hægt að hækka vöruverðið." Breyting til batnaðar — en engin ósköp Hún sat og hvíldi sig í kaffi- timanum á Kirkjusandi, Anna fvarsdóttir. „Ég vann áður í öðru frystihúsi, en gafst upp á bónus- inum. Þar vinnur maður eins og vél. En hérna dettur maður niður um helming í launum." Á borð- inu fyrir framan hana liggur launaumslagið, enda útborgun- ardagur. „Þetta eru ekki mann- sæmandi laun, engan veginn. Ef maður vinnur bara frá 9—5 eru launin 12.000 kr. á mánuði — það lifir enginn af því.“ Hvað finnst henni um tillögur VSÍ? „Ég get nú ekki mikið um þær sagt — heyrði þær bara í útvarpinu í gærkvöldi. Mér finnst þetta samt mikil breyting til batnaðar að vinnuveitendur skuli bjóða svona mikið strax.“ Er kauphækkunin næg? „Það finnst mér ekki. Þetta eru engin ósköp, ég held að það mætti nú hækka launin okkar meira. En tillögurnar eru ágætar og má vel ræða þær.“ Stórkostlegt, bara að það verði ekki tekið aftur „Stórkostlegt," sagði Helga Arngrímsdóttir Bjarnason, sem sat andspænis Önnu, þegar við bárum tillögur VSÍ undir hana. „Þetta gengur ekki svona lengur. Það er ákaflega erfitt að ætla sér að lifa af þeim launum sem við höfum.“ Hún hafði ekkert heyrt á tillögurnar minnst. „Ég er ekki búin að lesa Morgunblaðið." Hún hlustaði á ummæli önnu og bætti við: „Það er bara vonandi að þetta standi svona. Verði ekki bara tekið af manni eins og allt- af. Það er það sem skiptir máli. Ekki prósenturnar." Sigurður Bjarnason sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins STJÓRN Letterstedtska félagsins hefur ákvedið að sæma Sigurð Bjarnason sendiherra, fyrrverandi ritstjóra og alþingismann, heiðurs- merki. Heiðursmerki þetta er veitt mönnum sem lagt hafa af mörkum veigamikinn skerf til norræns sam- starfs. Sigurður er sæmdur merkinu m.a. fyrir að hafa unnið að stofnun Norðurlandaráðs og þátttöku hans í störfum og stefnumörkun ráðsins á fyrstu starfsárum þess. í frétt frá Letterstedtska félag- inu segir að félagið hafi verið stofnað árið 1875 í því skyni að stuðla að norrænu samstarfi. Fé- lagið hefur gefið út Nordisk Tid- skrift för vetenskap, konst och industri frá árinu 1878. Það út- hlutar styrkjum til fræðilegra verkefna, þátttöku í norrænu sam- starfi o.fl. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs Alþingis, mun afhenda Sigurði Bjarnasyni heið- Sigurður Bjarnason sendiherra. ursmerkið síðar í sumar við sér- staka athöfn. Kvikmyndahátíð á hvítasunnu Kvikmyndahátíð mun standa yfir um hvítasunnuna og verða þar sýndar kvikmyndirnar Dans- inn dunar efir Ettore Scola, Hún heitir Carmen eftir franska leik- stjórann J.L. Godard og Eigi skal gráta eftir Hark Bohm. Aðrar myndir sem sýndar verða á laug- ardag fyrir hvítasunnu eru danska barnamyndin Otto er nashyrning- ur, Spánska myndin Býflugnabúið, Bjargi sér hver sem betur getur eftir J.L. Godard og Sjö samuraiar eftir Kurosawa. Söngur í Hallgrímskirkju í GUÐSÞJÓNUSrrU á hvítasunnu- dag klukkan 11.00 syngur þýska óperusöngkonan Martha Dewal í Hallgrímskirkju. Martha Dewal starfar við Óperuna í Ulm. Hún heldur tvenna tónleika í Reykjavík í næstu viku. í guðsþjónustunni klukkan 14.00 á hvítasunnudag syngja hjónin Sólrún Bragadóttir og Bergþór Pálsson dúett úr kantötu eftir Bach, með aðstoð hljóðfæraleik- ara. Þau stunda nú söngnám i Bandaríkjunum. Hlýtur að vera um- ræðugrundvöllur — segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir um samningstillögu VSÍ „ÞEGAR menn geta verið mánuð- um saman að karpa um tvö og þrjú prósent hlýtur tillaga af þessu tagi að vera umræðugrundvöllur. Það verður að taka þessu af raunsæi,** sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Starfsmannafélagsins Sóknar, um tillögu þá að nýjum kjarasamningi er Vinnuveitenda- samband íslands setti fram á fimmtudag. „Ég man ekki eftir að samn- inga hafi áður borið að með þess- um hætti," sagði Aðalheiður ennfremur, „og mér finnst sjálf- sagt að setjast niður og athuga þetta nánar. Það ber að vísu að gæta að því, að Alþýðusamband- ið og vinnuveitendur geta ekki samið um kauptryggingar án af- skipta ríkisvaldsins, því vita- skuld veltur allt á þvi að ekki verði allt hrifsað aftur eins og hefur gerst hvað eftir annað fjöl- mörg undanfarin ár.“ Hún sagði að þar sem Sókn semdi aðeins við hið opinbera væri félagið ekki búið að fá slíka tillögu inn á borð hjá sér — „ekki ennþá, en að sjálfsögðu værum við reiðubúin að ræða málin á þessum nótum," sagði hún. ^NNLENTV Iðnsýnmg á Egils- stöðum opnuð í dag IÐNSÝNING verður opnuð í íþróttahúsinu á Egilsstöðum í dag, af iðnaðarráðherra, Sverri Hermannssyni. Sýningin, sem er sú fysta sinnar tegundar þar eystra. stendur yfír til 2. júní. 70 iðnfyrirtæki á Austurlandi munu kynna framleiðslu sína á sýningunni að sögn Ólafs Guð- mundssonar, fréttaritara Morg- unblaðsins á Egilsstöðum. Þá verða ýmsar uppákomur á hverj- um degi. Við opnunina í dag mun kór frá Fáskrúðsfirði syngja og Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs leik- ur nokkur lög. Á morgun, sunnu- dag,. verður gert ýmislegt til skemmtunar. Fram fer meistara- mót Austurlands i reiðhjólaralli og haldin verður hraðskák- keppni, svo eitthvað sé nefnt. Iðnsýningin á Egilsstöðum verður opin frá og með deginum í dag til mánudags, 27. maí. Hún verður svo aftur opnuð 31. maí og stendur til 2. júní sem fyrr segir. sumarblóma og garðplöntu markaður Opið í dag kl. 8-21, lokað hvíta- sunnudag. Opið 2. í hvítasunnu kl. 8-21. Komið, skoðiö og þiggið ilmandi kaffisopa. VIÐ MIKLATORG Allir vita að úrval af afskornum blómum er hjá okkur. undir einu þaki 300fermetrar af gullfallegum garðplöntum og runnum Það er þess viröi aö líta á garöhúsgögnin okkar Auk þess öll helstu garöáhöld, fræ og áburö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.